31. des. 2004

Það var með trega í hjarta sem Hjörtur kvaddi Kötu, Gulla, Stein og Þorra á brautarstöðinni rétt fyrir hádegi í gær. Því gott fólk dagarnir sem við eyddum saman og nutum um leið höfðu verið svo fjarska góðir.

The Getaway
Café the Minds
De Diep
Anne Frank
Leiden
't IJ
Kalvertstraat
Pathé Tushinsky
Boom Chicago
Rolling Stones barinn
Jassbarinn
Café Chaos
Café Chris
De Beaard...

...svo fátt eitt sé nefnt. Þakka ég þeim fyrir komuna og samveruna og allt hitt. Munið bara alltaf: Eldur, Plága, Flóð - xxx - óver and át.

Við vinnur höldum glóðinni lifandi.

Happí nýtt ár

28. des. 2004

hey annar djókur. ég er er hægh on læn


ehehehehehehehheh

hér eru svo myndir

MYNDIR AF KRÖKKUNUM Í ADAM - HÉR ER NÚ GAMAN EN ÞVÍ FER BRÁTT AÐ LJÚKA
hér eru flestir gestir og sumir með pestir. við erum að drekka bjór og vín og áðan vískí og núna randalín. hey krakkar er ekki gaman í adam? jú, rassgat og prump og svolítill brundur... og blóð. svona er nú málið. já þetta er málið og kötu langar að gifta sig því hér er fallegt. já. hér er nú dásamlegt enda ekki á hverjum degi sem jólin eru haldin í adam. en vildi bara svona láta "heyra" frá mér eða öllu heldur skjást í mig því það eru nú einu sinni jólin og mörg skyldmennin sem hér fylgjast.

en brátt er þetta búið og þá verður ekki aftur snúið. gaman það þessu.

ha, en hjörtur, ertu fullur. nei ég er bara hægh on læf!

20. des. 2004

Sæta Johanna sænska sem ég er svo skotinn í bauð til veislu í gær. Ég ætlaði að nota kvöldið til ritgerðasmíðar en stóðst ekki sindrandi augu hennar sem lýstu upp sál mína undan ljósu lokkum.

Svo ég fór í veislu í gær. Sem var bráðskemmtileg og endaði með því að ég söng og spilaði á gítarinn um klukkan 2:30 í nótt.

Get ekki sagt að ég sé mjög pródúktívur í dag. En svona reyni mitt best. Heimsótti þó hina huggulegu Annelies í hádeginu og skrifaði undir húsaleigusamning og fékk hjá henni lykla.

Eftir fjóra daga verð ég eigin herra hér í bæ, ekki upp á einhverja druslu stúdentaleigumiðlun kominn.

19. des. 2004

Sunnudagur - ekki þunnudagur - enda ekkert drukkið þessa helgina

Nei, Hjörtur það er ekki satt! Jæja, jæja. Maður skutlaði sér nú svosem í búðina í gærkvöldi til að kaupa eina rauðvín með matnum. En það var nú bara til þess að halda upp á ritgerðarlok. Jú, ég lauk við Marlbororitgerðina í gær. Einum degi á eftir á ætlum (en tveimur á undan skilafresti!!)

og niðurstöðurnar?

There may not be a universal meaning that does not change through history, a ?one true meaning?, but The Myth of Marlboro Country comes very close to being one!


Þar hafið þið það.

Í dag: Skrifuð 1500 orð í Spagettívestraritgerðinni.
Á morgun: Skrifuð 1500 orð í Spagettívestraritgerðinni.
Á þriðjudag: Gestagangur

Jólagjafalisti

Nýir hátalarar fyrir diskaspilarann
Nýr diskaspilari
Acoustic með John Lennon
Filth eftir Irvine Welsh
Heimsfriður

17. des. 2004

Brot úr ritgerðinni Roland Barthes in Marlboro Country:

Can Barthes notion of studium and punctum in Camera Lucida explain or elucidate the success of the Marlboro advertisements.

Já, það var mvb sem gat rétt til um kvikmyndina. Það var A Bridge too Far í leikstjón Richards Attenboroughs. Meðal leikara í myndinni eru Anthony Hopkins, Sean Connery, Robert Redford, James Caan, Gene Hackman, Michael Kane o.m.fl.

Á maður ekki að varpa fram enn einnig gátu? Jú

1. Vísbending: Spurt er um lag. Er lagið upprunalega í flutningi bandarískrar söngkönu en eftirminnileg er coverversjón ein hjá skoskri hljómsveit.

16. des. 2004

Hey Hjossy - tell me about iceland - i've heard it's a nice land.

Tru - but lot of ugly women and weak men

Ég er nú hálf þunnur bara. Enda var Haukur hér í gær. Dagskráin var einföld. Pizza, bjór og billi - svo FEBO. Allt eftir settum standard.

2. Vísbending: Kvikmyndin fjallar um gagnsókn bandamanna við lok seinni heimstyrjaldar og á sér stað að mestu í Hollandi. Hún hefur að skarta fjölmörgum velþekktum og vinsælum leikurum, jafnt frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

14. des. 2004

Þetta var svo skemmtilegt að ég ætla að varpa fram annarri getraun. Í þetta sinn ögn þyngri.

1. Vísbending: Um er að ræða kvikmynd. Hún gerist á tímum síðari heimstyrjaldar sem einnig er efniviður hennar. Leikstjóri myndarinnar er vel þekktur en hann hefur þó einkum getið sér frægðar sem leikari. Hann er ákaflega virtur í heimalandi sínu og hefur hlotið sérstaka viðurkenningu þjóðhöfðingja síns.
Ég er á leið í partý - Fabien kemur hér við efti stutta stund.

Gulli segist þurfa eina vísbendingu í viðbót. Það segir hann þó hann hafi rambað á rétta svarið. Það má segja að ég hafi villt óvart svolítið fyrir um því hinar göturnar tvær sem um ræðir eru engar götur heltur stígar; Unnarstígur og Hrannarstígur.

Þriðja og síðasta vísbendingin átti að vera svo: Gatan liggur niður að því sem öll götuheitin tengjast.

Já, allt eru þetta sjávarheiti eða sjávartengd - og Ægir, Rán, Unnur og Hrönn komin úr Norrænni goðafræði. Bára, Alda og Mar tel ég ekki komin úr Goðafræði.

Gulli telst því sigurvegari og fær jólkortið í ár.
Það má segja að ég sé kominn í jólaskap. Ég fór nefnilega á pósthúsið áðan. Ekki til að senda jólakort heldur til að senda reikninga. Mundi að ég á inni talsverðan pening hér og þar. Og þar sem eini handrukkarinn sem ég þekki er kominn í fangelsi þá verð ég bara að gera þetta sjálfur, með hjálp póstþjónustunnar.

Enn hafa engin rétt svör borist við getrauninni. Er því mál tilkomið að varpa fram vísbendingu 2.

Vísbending 2. Er gatan staðsett á svæði 101 í Reykjavík. Sker hún þrjár af hinum götunum sex þvert, frá suðri til norðurs.

Kannski það ýti undir svör að veita verðlaun. Verða verðlaunin því eina jólkortið sem ég sendi þetta árið. Það er því til mikils að vinna.
Það er Desember. Í íslensku skrifað með litlu dé. desember.

Í desember vakna lesgraðir námsmenn fyrir allar aldir. Ég vaknaði klukkan 7:45. Sem telst í meðallagi snemma þar sem ég fer yirleitt ekkert á fætur fyrr en um 9, reyndar 9 nánast alla daga.

Geraun:

Ég hefi tekið eftir því að fólk er með getraunir ýmsar á svona síðum hjá sér. Vil ég eigi vera maður minni og skelli hér upp getraun.

1. Vísbending: Spurt er um götu í Reykjavík. Tilheyrir Gatan hópi sjö gatna hverra heiti er hluti ákveðins þema. Skeri heiti götunnar sig þó frá hinum að einu leyti.

13. des. 2004

Leiðbeinandinn minn skrifaði mér rétt í þessu tölvupóst og bauð mér að framlengingu á skilafresti. Ég bað ekkert um svoleiðis en er þó ekkert að afþakka slíka framlengingu. Stefni þó samt á skil fyrir helgi - fyrst maður hafði stefnd á því í upphafi.

Læt þetta ekkert slá mig út af laginu.

Annars var það svólítið merkilegt er við bræður fórum til Zaandam - eða öllu heldur Zaanse Schans og kíktum á vindmillurnar frægu. Ákváðum að fara inn í eina til að skoða hvengig þær virka. Í miðasölunna tók kona á móti okkur og rukkaði um túkall og hálfan á mann. Svo spurði hún hvaðan við kæmum. Hvaðan við komum? Jæja, wij komen uit Ijsland. Ijsland svaraði hún með spenning í röddinni even wachten. Svo dró hún fram bækling á íslensku um litamilluna litlu í Zaanse Schans. Þetta þótti okkur bræðrum merkilegt og lásum hann líka upp til agna.
Til að koma mér í gírinn hef ég smíðað diskaplan fyrir daginn:

1. Cat Power: YOu
2. Rolling Stones: Exile on Main St.
3. The White Stripes: De Stijl
4. The Sugarcubes: Stick around for joy
5. Johnny Cash: American Recordings III
6. Ramones: It's alive
8. Pixies: Surfer Rosa

Og svo auðvitað fjórfaldur espresso

Eftir að hafa analíserað Marlboroauglýsingar megnið af gærdeginum tók ég til við að horfa á enn einn vestrann. Að þessu sinni snilldina High Noon sem skrifuð er á McCarthy tímanum í Bandaríkjunum og er eins konar þjóðfélagsádeila. Fín ræma.

Marlboroskrifum verður haldið áfram í dag. Þetta er nú meiri vitleysan.

12. des. 2004

Nú hef ég verið að skoða Marlboroauglýsingar í allan dag. Ég verð að viðurkenna að MIG ER FARIÐ AÐ LANGA VERULEGA Í SÍGARETTU. MARLBOROSÍGARETTU!!!
Halló halló halló! Á ekki að hleypa inn. Mér var sagt að það væri sjóv.

Hér með tilkyynist það að ég gef engum jólagjafir nema kannski þeim sem koma til með að eyða jólunum með mér hér í Amsterdam. Hins vegar mega þeir sem ólmir eru að gefa mér eitthvað nýta ferð þeirra sem hingað koma um jólin. Ég komst að því fyrir stuttu að það er mun sælla að þyggja en gefa. Sér í lagi þegar maður er bláfátækur.

Annars er það í öðrum fréttum helst að hér gengur innbrotsþjófur laus en annar er í fangelsi. Þeir voru tveir það er rétt.

Í lokin kemur hér vísukorn.

Ég sit hjérna aumur og yrki mitt blogg
einsamall Amsterdambúinn.
Sit oft við gluggan og glugga í Mogg-ann
gamlan að vísu og lúinn.
Færsla 404

Hér verður ekki bloggað um fótbolta. Hér verður bloggað um sunnudaga.

Sunnudagar. Þeir eru í Amsterdam óskaplega huggulegir. Líklega eru reyndar sunnudagar að vetri einir mínir uppáhaldsdagar. Þessi hér í dag er einstaklega fínn. Hófst með því að ég fylgdi föður mínum á brautarstöðina og hjólaði svo að framtíðarheimili mínu á Zaar Peterstraat og hitti hina fögru Annelies til að láta hana hafa nokkur skjöl. Annelies ætlar að leigja mér íbúðina sína á meðan hún verður í Ameríku hjá honum Roger sínum. Ég kom fyrir parketti í þeirri íbúð ásamt Roger fyrr á þessu ári. Ég veit því að hverju ég geng. Að minnsta kosti á hverju ég geng.

En nú ætla ég að skrifa eitthvað gáfulegt um Marlboro. Alveg í einum rikk - þar til Haukur kíkir í hinn venjubundna rúnt á miðvikudaginn. Pizzapleisið - billibarinn. Einfalt en gott.

Svo nokkrir aðrir dagar í Marlboro + Spagettívestra og þá verða jólagestirnir komnir. Vei!

11. des. 2004

Hjörtur Einarsson heiti ég. Ég er frá Íslandi.

Ég fór í partý til hinnar huggulega Rony frá Ísrael um daginn. Þegar ég gekk inn tók ég í spaðann á kærastanum hennar, brosti og sagði svo í hljóði you lucky bastard.

Ég mætti með íslenskt brennivín og fór að ráði MVB. Flaskan var ekki kláruð en allir vildu smakka og flestir sögðu mmm þetta er gott.

Svo settist ég á stól og drakk minn belgíska bjór og þá settist hin huggulega Rony á gólfið fyrir framan mér og sagði so tell me about Iceland. Well what do you wanna know sagði ég og blikkaði hana. Hún skríkti og hvíslaði svo everything. Svo ég hóf að segja frá Íslandi og smám saman safnaðist fólk á gólfið fyrir framana mig og hlýddi á. Mér leið svona eins og afanum í afisegirsögurmómenti. Verst að ég var ekki með pípuna mína.

En spurningin er: Hvur er leynilesandinn á Landsspítalanum lesandi um miðjar nætur?
Það gerist ekki oft. Þetta er bara í annað sinn. En ég keypti mér stöff á Amazon.com um daginn. Það var svona must kaup. Limited útgáfa á nýja Nirvana safninu. Þrír geisladiskar og einn dvd. Þetta var á svo fínum afslætti. En svo fékk ég póst frá Amazon.com:

Greetings from Amazon.com.

We've checked your order, and found that we now offer a greater
discount on "With The Lights Out - Nirvana" than at the time you
placed your order.

Since this item was shipped so recently, we have requested a refund of
$ 4.99 to your credit card. This amount reflects
the difference between the price you were charged for the item(s) and
the discounted price. The refund should be processed in the next few
days and will appear as a credit on your next billing statement.


Ég skal segja ykkur það. Gott mál. MVB ætlar svo að ferja þetta til Íslands fyrir mig. Fyrir það fær hún bestu þakkir.

Nú þarf ég bara að finna einhvern til að ferja þetta hingað.

9. des. 2004

Það er fimmtudagur. Níundi desember. Þegar ég vaknaði var ég harðu á því að það væri föstudagurinn þrettándi. Var að átta mig á því fyrir stuttu að svo er ekki.

Ég fékk útrás fyrir málfræðinördismann í mér í nýrri grein á sellunni. Það er ágætt af og til að fá svona útrás og nú get ég einbeitt mér á ný við kjaftæðið um ljósmyndir.

Annars þakka ég Sveini bróður mínum fyrir stórskemmtilega heimsókn. Það var gaman. Gaman saman.

Tannverkurinn hefur minnkað eitthvað. Mig grunar þó að það sé að þakka Advil pillunum sem ég er búinn að bryðja síðustu klukkustundirnar. Allur hálf dofinn eitthvað í skrokknum. Ég hristi það af mér fyrir partýið í kvöld. Hin huggulega Roni frá Ísrael heldur partý handa Film Þeórí bekknum og ég mæti með lítra af brennivíni. Efast um að það verði klárað.

8. des. 2004

Eitt sinn gerðist það í Reykjavík að ég fór ásamt þáverandi kærustu, MMJ, í tanngarð. Var það að hennar frumkvæði að við parið létum tannlæknanema kíkja á settin okkar, í sitthvoru lagi en þó saman, en ég hafði þá slegið ferð á tannlæknastofu á frest í nokkur ár. Eftir að tanlæknanemi á, tja, öðru ári eða eitthvað, var búinn að skoða í mér settið og kíkja á röntgenmynd af djásnunum leit tannlæknanemi af, tja fjórða ári eða eitthvað, á kransinn. Svo horfði hún, tannlæknaneminn, djúpt í augun á mér og ég varð vandræðalegur því að þáverandi kærasta lá á næsta bekk, að vísu með hendur einhvers gaurs í kjaftinum á sér, skárra þar en annarsstaðar hugsaði ég þá, og tilkynnti mér að settið væri í lagi en vísdómstönnin lægi á taug, tannlæknaneminn altso ekki fyrrverandi kærastan. Hún spurðið mig, með blik í auga, hvort ég fengi ekki ægilega verki þarna í vinstri kjálkann. Nei, svaraði ég feiminn og spurði: Ætti ég að fá slíkt? Tja, sagði hún og strauk mér um vangann, ef ekki nú þá að minnsta kosti á næstunni. Sjáðu til, hún sýndi mér röntgenmyndina af tanngarðinum neðri, hér er tönnin og hér er taugin. Ég skoðaði myndina og ímyndaði mér hvað hún var að segja. Ef þú lætur ekki taka tönnina bráðlega þá á hún eftir að leggjast ofan á taugina, ég leit á básinn við hliðna til að athuga hvort gaurinn væri búinn að leggjast á þá fyrrverandi. Svo var ekki. Nújá, svaraði ég og smelli í góm, eigum við þá ekki bara að kippa henni upp snöggvast. Tannlæknaneminn af fjórða ári, hugguleg snót, asísk í útliti, leit á mig skásettum augum, glotti hæðnislega og svaraði svo með hægð: Neinei, við ráðum ekkert við svona stóraðgerðir hér, þú verður að fara til alvöru tannlæknis.

Nú eru liðin tvö ár og MMJ ekki lengur kærastan mín en í staðinn kominn ægilegur verkur í hægri kjálkann. Ég get nú ekki sagt að þetta séu góð skipti. Næst þegar ég eignast kærustu ætla ég að láta hana senda mig til tannlæknis.

7. des. 2004

Sigurður Ólafsson Stokkhólmsbúi ásamt með fleiru hvetur mig til dáða á ritvellinum. Ég ku víst vera svo skemmtilegur. Lofa ég þó öngvum skemmtilegheitum hér heldur mestmegnis kvabbi.

Til þess að komast inn í félagslega leigumarkaðinn (sem húsgæslumaður (löng saga)) þarf ég að fá staðfestingu frá borgaryfirvöldum um að ég sé skráður íbúi í Amsterdam. Til þess að fá slíka staðfestingu þarf ég að framvísa dvalarleyfi í Amsterdam. Til þess að fá dvalarleyfi í Amsterdam þarf ég að vera skráður íbúi í Amsterdam. Til þess að vera skráður íbúi í Amsterdam þarf ég að að hafa dvalarleyfi í Amsterdam. Þess vegna sækir maður um dvalarleyfi og skráir sig sem íbúa á sama tíma. Það gerði ég í júlí. Til þess að fá skráningu þarf ég að framvísa húsaleigusamningi og passa og fæðingarvottorði. Ef maður er fæddur í landinu sem passinn er gefinn út þá er passinn látinn nægja. Ef maður er fæddur annarsstaðar þá þarf maður að fá fæðingarvottorð, með stimpli frá fæðingarlandinu. Ég er fæddur í Noregi. Ég er ekki skráður íbúi í Amsterdam af því að ég sótti ekki dvalarleyfið mitt. Ég sótti ekki dvalarleyfið mitt af því að tilkynningin um að það væri tilbúið var send á gamla heimilisfangið mitt. Þeir sendu mér tilkynninguna á gamla heimilisfangið af því að ég var skáður þar í fyrra. Í sumar sendi ég inn umsókn um framlengingu dvalarleyfis auk þess sem ég tilkynnti breytingu á skrásetningu. Þar liggur hundurinn grafinn. Dvalarleyfið var endurnýjað en umsókn um breytingu á skáningu var send áfram til skráningardeildar (sem er næsti bás við dvalaleyfisendurnýjunardeild) og þar á leiðinni (líklega í hólfnu sem á stendur "gögn send áfram frá dvalarleyfisendurnýjunardeild til skráningardeildar) týndist hún. Dvalarleyfisendurnýjunardeild og skráningardeild eru til húsa í Slotervaart sem er í 40 mínútna fjarlægð frá núverandi heimili mínu (hvar ég er einmitt ekki skráður). Það merkir ein klukkustund og tuttugu mínútur fram og til baka, undir venjulegum kringumstæðum. Þetta uppgötvaði ég þegar ég hafði farið að húsnæðinu sem dvalarleyfisdeild (athugið, ekki dvalarleyfisendurnýjunardeild) er til húsa eftir að mér var vísað þangað frá Ráðuhúsinu. Dvalarleyfisdeild er í 20 mínútna fjarlægði frá núverandi heimili mínu, í hina áttina. Ráðhúsið, hvar staðfestingumskráningudeild er til húsa er aðrar tíu mínútur frá heimili mínu og dvalarleyfisdeild. Samtals gerir þetta tvær klukkustundir. Ferðalag mitt var því svo: Heimili mitt - Ráðhús (10 mín) . Ráðhús - heimili mitt (10 mín) . Heimili mitt - Dvalarleyfisdeild (20 mín) . Dvalarleyfisdeild - Dvalarleyfisendurnýjunardeild og skráningardeild (60 mín) . Dvalarleyfisendurnýjunardeild - Heimili mitt (40 mín) . Biðtími í ráðhúsi (10 mín) biðtími í dvalarleyfisdeild (5 mín) . Biðtími og afgreiðlutími í Dvalarleyfisendurnýjunar- og skráningar deild (35 mín) = Skráning: Þrjár klukkustundir og tíu mínútur (plús þrír virkir dagar sem tekur skráningu að taka gildi).

Pirraður - ehm, já, en bara smá.

1. des. 2004

Hollendingar - ágætir svo sem en ekkert sérlega þjónustuglaðir.

Á flestum stöðum hér í landi má finna svo kallaða "þjónustufulltrúa", í súpermarkaðunum, í bankanum, í leigumiðluninni, í skólanum, á bókasafninu, á lestarstöðinni o.s.frv., a.m.k. svona upplýsingafulltrúar og jafnan eru þeir fyrsta bás sem blasir við þegar komið er inn á viðkomandi staði. Hins vegar, sé maður svo ólánsamur að þurfa leita upplýsinga hjá þeim þá er svarið jafnan, het weet ik niet, ellegar neem, dat kan niet sem útleggst á íslensku, það veit ég ekki og það er ekki hægt. Oft minnir þetta mig á Radíusflugurnar í denn sem yfirleitt fjölluðu um þjónustufulltrúa sem sögðu, nei, það sé ekki hægt.

Pirraður - Tja - þegar maður kemur móður og másandi á leigumiðlun vegna tryggingarupphæðar sem búið er verið að rukka mig um í mánuð, fimm mínútur yfir þrjú og segir glaðhlakkalega, halló ég er kominn hingað langa leið til að greiða ykkur péning, og svarið er: nei, það er ekki hægt, innheimtan er bara opin til þrjú. Hvergi nema í Hollandi neita fyrirtæki manni um að borga greiðslu sem í sjálfu sér er algjört formsatriðið bara vegna formsatriða.

30. nóv. 2004

Ameríkuvæðing - Alþjóðavæðing - Alheimsvæðing

Á þessu þrennu er talsverður munur. Tja, amk eðlismunur. Mun ég gera þetta að efnivið mínum á næstunni. Jú, talsverðar líkur eru á því. En nú? Mestmegnis fátt. Nú rita ég greindalegar vangaveltur um júró-rapp. Athygli vekur að víða um heim er rapp tónlist eþnískra minnihlutahópa. Á Íslandi er rapp tónlist sósíalista og stór hluti af ameríkuandhófi. Tel ég. En hvað veit ég - enginn er ég sérfræðingurinn. Tja, að vísu er ég að sérhæfa mig í þessu dóti.

Amerísk áhrif í júró-menningu.

Svolítið merkilegt að nota amerískan kúltur í andhófi gegn amerískum kúltur. En það er kannski það sem júróbúar hafa verið að gera í gegnum tíðina. Spagettívestrinn, nouvelle vague og fleira, á margan hátt notað til að gagnrýna ameríkuvæðingu í eigin landi og benda á lítil gæði ameríkukúltúrs.

jæja

28. nóv. 2004

Halló - hér verður ekki bloggað um fótbolta

Af plasti ertu kominn og að plasti skaltu aftur verða. Kannski einhvern daginn, eftir milljón ár, verða líkamsleifar mínar að pleimókalli. Spáið í það. Eru það örlög mín að endurfæðast sem pleimókall? Eða plastflaska, og svo aftur sem flíspeysa?

Hér í Amsterdam er myrkur enda klukkan hálf sex. Kvölda tekur. Fyrir stafni er framtíðin, full af myrkri, um stundarsakir áður en birtir á ný.

Ég æltaði reit ég áðan. Með þessu áframhaldi verða hinir síðustu frystir!
Halló - hér verður ekki bloggað um fótbolta

Ég æltaði að framkvæma hér skrif um hversu viðbjóðslega góð OK Computure en í þann mund slökkti herbergisfélaginn á græjunum og sagðist ekki geta hlustað á þetta. Svo ég verð bara að skrifa um hversu fúll ég er út í herbergisfélagann.

Eða ekki

Er að reyna að hefa undirbúning fyrir ritgerðarskrif. Titillinn: Roland Barthes in Marlboro Country. Hvernig hljómar það?

Sjáum til

Tjáum sil

27. nóv. 2004

Laugardagur

Í dag ætla ég að taka mér frí frá öllum lestri en gera öngvu síður eitthvað magnað og merkilegt.

Hvað það verður veit ég ekki
vandi er um slíkt að spá.
Máski ég mála hjól á dekki
meir að segja tveimur, já.

25. nóv. 2004

Hér er skítkalt. Sem er gott. Ég kann ákaflega vel við kulda, það er sé ég í stakk búinn fyrir hann. Það er ósköp notalegt að þeystat um á hjólinu og finna kuldann bíta í kinnarnar á meðan aðrir partar líkamans eru vel varðir gegn honum. Þökk sé vetrarjakkanum góða, hlýjum gallabuxum, vetlingum og húfu var ég eins og grænn riddari á brúna fáknum mínum. Á svona dögum er Amsterdam sérlega falleg.

Ég reit grein um þjóðsönginn á selluna í dag. hafði svo margt að segja að ég náði ekki að segja allt sem ég vildi segja . en ég segi það bara seinna . annars hef ég bara fengið heilmikið respons vegna greinarinnar . sem er gott

Góður dagur . annars . hófst á kvikmyndinni Incident at Loch Ness sem Zak Penn leikstýrir og fjallar um Werner Herzog sem leikur sjálfan sig í myndinni. Eitt orð (svo ég vitni í MVB): Brilljant!

Svo hitti ég hina huggulegu Jóhönnu frá Svíþjóð á bókasafninu hvar við sátum og lærðum saman, sem var gaman.

Í kvöld verður horft á Weapons of Mass Deception.

Góðar stundir

24. nóv. 2004

Þetta gerðist allt svo snögglega að Ég fékk lítið við ráðið. Jú, Ég fór ásamt Þjóðverjanum Fabien á pallborðsumræður í gær um myndina Weapons of Mass Deception. Á myndina verður horft á fimmtudaginn. Sjáum til þá hvort Ég mæli með henni. Umræðurnar voru heita þó allir væru á sama máli. Sem er fínt. En til að kæla okkur niður ákváðum við tveir, Ég og Fabien, að fara á bar. Það var ekki bara þorsti sem kallaði þó, því Ég var allnokkuð svangur þegar þarna var komið við sögu, enda hafði Ég ekkert etið um daginn nema brauðsneið með sinnepi, að vísu hinu fræga Zaanse sinnepi. Svo Fabien stakk uppá að við færum á Tapasbar nokkur er hann hafði uppgötvað. Snilld var hann. Kokkurinn kíkti af og til fram og spilaið undir fjöldasöng og dansi á gítarinn og kvaddi svo alli gesti með handabandi.

hó - hingað er kominn gestur

(Ég hefi ákveðið að rita framvegis Ég með stórum staf til að greina Mig frá öðrum sem nota sama persónufornafn um sálfasig, sem flestir gera.)

23. nóv. 2004



kmasterinn frændi minn rokkar á síðunni sinni eins og mixtúra af stormsker og jay leno á sterum - eða ekkva!

mokkurinn með sýnidæmi í aðferðafræði á sellunni

ég ætla að drulla yfir bekkjafélaga minn

fyrst er spurt: er það eins og að lemja fatlaða að skrifa illa um útlending sem skilur ekki íslensku. nei, ekki ef útlendingurinn er innfæddur í landinu þar sem færslan er skrifuð. rassvasaheimspeki? já - þær eru yfirleitt bestar . betri en nietzsche altjént . ég er svo mikill snillíngur (og skrifa þess vegan snillíngur svo . eins og aðrir snillíngar) að ég hefi kunnað að stafsetja nietzsche frá því ég man eftir mér . en nóg af upphafningu míns sjálfs . fyrst skal kúkað á ógeðið í bekknum:

hann er auli

gott mál . næst á dagskrá .

brauð með sinnepi . jú hinu fræga zaanse sinnepi sem ku vera næstfrægasta sinnep í heimi á eftir hinu franska dijon . jú sjáið til . ég er lífskúnster . eins og hann hérna sigurður eitthvað . nei hvað heitir hann . stefán ? nei bíðum við . gaurinn þarna með gleraugun . fékk péning frá rúv eða einhverjum til að flakka um evrópu og borða . sigurður eitthvað h. richter . nei . hall . nei . sighvatsson . neinei . sigurður b. já eitthvað svoleiðis . sigurður b. hilmarsson . nei ekki sigurður b. hvað í andsk. sigurvin b. hauksson . nei sighvatur . sigþór . sigmar. sigmar . já sigmar b. hauksson . ollræt ég er eins og hann . sumsé matgæðingur . fyrir utan það erum við ekkert eins . ég er auðvitað miklu betri .

en hvað var málið. já ég ætla að borða . svo ætla ég að senda póst á einhverja sjónvarpsstöðina og fá péning fyrir að borða
Halló - hér verður ekki bloggað um fótbolta

Sá þetta á öndvegis ritinu Deiglunni:

Þetta hefur samt verið að breytast. Konum í sjálfstæðum rekstri hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Þetta eru konur sem vinna langan vinnudag og hvort heldur sem þær eru tekjulægri eða -hærri en makar þeirra, hafa þær hreinlega ekki tíma til að sinna hlutverki húsmóðurinnar ásamt rekstrinum.

Reyndar átta ég mig ekki alveg á hvað hún Jara er að segja í þessari Efnisgrein, eða greininni allri. Ég held hún sé að meina að konur þurfi ekkert að skammast sín fyrir það að ráða sér húshjálp ef þær eru í sjálfstæðum rekstri sem veitir þeim ekki jafn mikinn pening og körlum eða þá tíma til að sinna heimilinu. Rétt eins og karla skammast sín ekkert fyrir að fara með bílinn sinn á þvottastöð.

Kannski ætti konan líka bara að biðja kallinn sinn um að leggja hönd á plóg við húsverkin, hann ætti að hafa tíma fyrst hann þarf ekki lengur að þvo bílinn.

Skrýtið lið þessar hægrikonur.

22. nóv. 2004

Halló - hér verður ekki bloggað um fótbolta.

Það er máudagar og allir vita hvað það þýðir.

Ég talaði við Þorra á skæpinu í gær. Ég talaði við fpm á skæpinu í gær.

Hangikjöt á jólum. Og laufabrauð. Mamma, má ég fá laufabrauð?

21. nóv. 2004

Hvað er þetta annars með Guðna Ágústsson. Hann virðist svo mikil vitleysingur að maður er hissa að hann skuli vera á lífi! "Krakkar, eriggi pulsan góð?" Annars er spursmál hversu margir frammarar koma hingað í gegnum linkinn hennar Dagnýjar. Oh well...

Hingað koma fimm hressar sálir til að eyða jólum. hef að vísu ekki fengið nákvæmlega staðfest frá catmasternum. en sum sé sex manna partý hér um jól. það er því útlit fyrir gleðileg jól. svo ætlar finnsi pé að vera alveg fram yfir áramót. hann á þá von á kaldri dýfu.

hversvegna. jú vegna þess að á nýársmorgun hafa hollendingar það fyrir sið að hlaupa út í sjó. norðursjó, ískaldan að sjálfsögðu. jú, það verður fjör. maður tekur bara séniverflösku með sér til að ylja sér á eftir.

hvað um það, ég ætla .... að fá mér ... samloku með skinku ... skinku ... og ... sinnepi

20. nóv. 2004

Halló halló halló

ég svaf út . það var meira svona slys . farið var á idfa sýningu í gær . myndin var ekkert spes . farið var í bjór eftir á . komið seint heim . og því vaknað seint .

fór samt á markaðinn skömmu eftir vöknun . keypti brauð og papriku . svona er lífið . dásamlegt að spássera svona um markaðinn bara hérna í götunni á hverjum laugardeg . jújú þetta er adam fyrir þig

19. nóv. 2004

Það er föstudagur. Ekki flöskudagur. Því á mánudag á ég að vera umræðustjóri um Orientalim eftir Edward Said. Svo helgin, eins og síðustu dagar, fer í að lesa bókina, svo ég geti kastað fram athygliverðum umræðupunktum.

Cat Power. You are free. Ég keypti þann diskinn í dag. Nokkuð helvíti magnaður bara. Já svei mér. Heljargott eintak.

Annars er ég bara í óskaplega vondu skapi enda þreyttur og kaffiþurfi. Hugsa ég reyni að laga það. Hvernig? Hita mér kaffi og drekka úr könnu, steikja mér beikon og egg á pönnu.

Blökkufólk per se fer ekkert sérlega í taugarnar á mér. Heldur ekki konur, eða þá sá hluti þeirra sem eru einstæðar mæður. En svartakonan frá NewYork sem er með mér í tímum fer í taugarnar á mér. Hún er svona sósíalísk, lesbísk, svört einstæð móðir frá New York. Hún tilheyrir þá líklega svona mínimalhópi, frekar en minnihlutahópi. Hvað um það. Miðað við sósíal mixtúruna sem hún er þá bjóst ég við að það yrði litríkt og skemmtilegt að vera með henni í tímum. Neinei, þá kemur bara í ljós að hún er svona óendanlega leiðinleg. En hún er samt doldið kúl. Leiðinleg, en kúl!

18. nóv. 2004

Ég mun deyja 15 febrúar árið 2060. Ekki veit ég hvernig. Líklega úr elli. Vona þó að að gerist í fallhlífastökki. Það væri meistaraleg leið að drepast. Fá hjartaáfall 83 ára í fallhlífastökki.

Ég hugsa að ég sé talsvert allmennilegur bloggari. Fullt af skemmtilegum færslum á dag. Amk er ég betri en hann bróðir minn, sem hefur ekki bloggað síðan í maí. Jæja, þegar ég var á hans aldri þá hafði ég að vísu aldrei bloggað.

Hvernig veit ég þetta með dauðan? Það stendur hér.
regla er orð sem ég á erfitt með að skrifa á lyklaborð - verður yfirleitt relga

einnig öðrum sem jafnan verður örðum

ég býst að þetta sé vegna þess að önnur höndin verður afbrýðisöm út í hina ef sú síðari fær of marga stafi að skrifa í röð. r - e - g eru t.d. allt stafir í umsjón vinstri handar svo sú hægri laumar in -l- þarna sem þriðja staf. Þannig eru líka ö og ð á valdi hægri handar en sú vinstri vill ól skjóta inn sínu -r- til að jafna hlutföllin.

Eitt er það orð, eða öllu heldur skammstöfun sem ég er að reyna að koma á framfæri í msn-samskiptum. Það er bah . bah er ekki svona úff-orð eins og, tja, úff, oh, æji, osfrv heldur skammstöfun fyrir 'bið að heilsa'

nú vitið þið það
Hann þarna ritstjóri DV eða hvað hann nú er, Mikki Torvason. Hann fer í taugarnar á mér. Alveg óendanlega. Ég held hreinlega að maðurinn hljóti að vera hálfviti. Jæja, maður á ekki að vera tala illa um fólk, sér í lagi fatlaða.
Nú er ég í stakk búinn fyrir að storma inn á skrifstofu DE KEY og láta öllum illum látum. Ég er ekki sérlega stríðsglaður maður eða mikið fyrir rifrildi. En þegar manni er hótað útburði sökum skuldar sem er ekki á neinum rökum reist þá verður maður nú soldið reiður, í það minnsta svolítið sár.

Svo nú er ég kominn með í hendurnar bankayfirlit nokkurt þar sem koma fram greiðslur mínar til umrædds DE KEY. Ég hlakka hreinlega til að fara þarna inn á skrifstofuna og vera með læti. Gaman þegar maður hefur fullkomlega hreinan skjöld í svona málum.

Hey, var að fá í þessu emil frá DE KEY, sjáum hvað þar stendur...

...jæja, lítur út fyrir að ég þurfi ekki að storma inn á skrifstofuna þrátt fyrir allt. Sem er svo sem ágætt enda rigning úti og hálftíma leiðangur þarna úteftir á hjóli.

Þeir segjast ætla að líta í skrárnar eða eins og fröken Ylona Benneker segir í bréfinu: "I will check your file and our administration and will let you know by email what has happened with your payments".

Sjáum hvað setur. Kannski banka lögrelgumenn uppáhér í millitíðinni.
IDFA byrjar í dag. Ef einhver er áhugasamur um heimildarkvikmyndir þá mæli ég með því að sá hinn sami skelli sér. Annars var ég að lesa þessa frétt. Var einmitt að vinna á umræddri auglýsingastofu. Á einmitt heiðurinn af textanum á frímerkinu. Þar stendur: Canis familiaris.

Í dag fékk ég bréf, dagsett fyrir þremur dögum, þar sem mér er tilkynnt um að greiði ég ekki húsaleigu innan þriggja daga verði ég borinn út. Það er þá í dag. Það skrýtna við þetta allt saman er að ég skulda alls enga húsaleigu. Svo nú fer dagurinn í eitthvað helvítis vesen hjá leigusalanum. Eins og ég hafi ekki nóg annað að gera.

17. nóv. 2004

Ekki hafði ég mikið upp úr því að vera trúlofaður, og það tvisvar. Hins vegar er eitt sem þær fyrrverandi unnustur mínar kenndu mér að meta. Það eru svona alls kyns sturtu og bað accessories. Jú, nú þegar ég fer í sturtu, sem verður æ tíðari athöfn í lífi mínu, jóðra ég mig í allskyns kremum og gelum og sápum. Smátt og smátt hef ég verið að uppgötva þann undraheim sem leynist í Etos (sem er svona apótekkeðja hér í landi). Í gær stóð ég í hálftíma fyrir framan rekkann sem á stóð body care í leit að nýrri tegund að sturtusápu. Það er ekki eins og það sé einfalt mál að velja sturtusápu nú til dags. Sturtusápufyrirtækin keppast við að finna upp nýjar active formulas með energizing ingredients og intensive body moisture. Á endanum vald ég eitthvað dót frá Nivea með nýrri Active Care Formula og meir að segja með myntuilmi. Svo stóðst ég ekki mátið og keypti Essentila Moisture for body and hand fyrir dry skin frá Vaseline Intensive Care. Svo nú er ég algjörlega í stakk búinn fyrir sturtuferðir þar sem ég fyrst löðra hárið í Head and Shoulders með sítrusilmi og svo skrokkinn með Nivea Active Energizer sem ég skola svo af mér, svo skelli ég facial geli með aloe vera á andlitið áður en ég jóðra mig aftur í Kókos Body Cream. Skola aftur og skola hár. Eftir þurrkun jóðra ég mig svo í Essential Body Moisture og set Nivea deódórant (for men) undir hendurnar, Body Shop Refreshing Footspray á iljarnar, Aveda á andlitið og Hugo Boss After Shave á háls og kinnar. Það versta er að þetta er rándýrt allt saman. En andleg vellíðan og heilsa skiptir náttúrulega öllu máli og verður ekki metin til fjár. Svo lyktar meður svo vel fyrir vikið.

16. nóv. 2004

Djöfulsins rugludallar þessi Hollendingar. Völdu Pim Fortuyn, það rasistasvín, sem merkasta Hollendinginn. Jæja... þeir um það.

15. nóv. 2004

Ef það er eitthvað sem toppar Tom Petty þá er það Johnny Cash að syngja Tom Petty - No I wont back down

Í sjötugasta sinn þennan vetur lenti ég í því í dag að eyða klukkustund á bókasafni í bókaleit og komast svo að því í afgreiðslunni að ég var ekki með bókasafnsskírteinið á mér. Hollenskir bókaverðið horfa á mann eins og aumingja, yppa öxlum og segja bara geen pas geene boeken ef maður gerir svoleiðis vitleysu.

Svo nú er ég heima og panta allar bækurnar í gegnum netið. Þannig læt ég bókaverðina tína til bækurnar og bíð svo bara eftir tölvuskeyti frá þeim um að þær bíði mín í afgreiðslunni. Já, þetta fáið þið fyrir óliðlegheitin.

Annars ber ég jafnan gríðarlega virðing fyrir bókavörðum.

14. nóv. 2004

Eins og alþjóð veit er ég smámæltur og þess vegna eru allir sunnudagar þunnudagar hjá mér. Í þetta sinn var ég þó ekki þunnur enda minn að passa barn lengi dags. Jú ég og RM lékum við hvurn okkar fingur í dag.

Í lestinni á leiðinni heim las ég Kittler. Ætli kvöldið fari ekki mestmegnis í það.

Mic er að elda. Ég læt mig hafa það í kvöld.

Bless

13. nóv. 2004

Í gær

Ég fór sum sé á ACLC fund í gær. Svona til að reyna að sanna það fyrir mér og öðrum að ég væri nú þrátt fyrir allt málvísindamaður. ACLC Stendur fyrir Amsterdam Center for Language and Communication. Eða eitthvað álíka. Jú - þarna var kona - frá Ítalíu sem hélt því fram að sambanburðuaraðferðin í sögulegum málvísinum væri byggð á röngum forsendum. Hún var heppin að hafa ekki verið slátrað að fyrirlestrinum loknum.

Nema hvað ég fór svo í borrelið á eftir fyrirlestrinum, sem er raunverulega ástæðan fyrir að flestir mæta á fyrirlestrana, sem eru á hverjum föstudegi. borrel er sum sé svona almenn áfengisdrykkja á göngum málvísindadeildarainnar.

Endaði á restaurant með nokkrum kvenkyns doktorsnemum í málvísindum ásamt einum kennara út táknmálsfræði, ósköp vinalegur, skeggjaður, samkynhneigður og smámæltur þjóðverji. Sem sagt hann, ég og stelpurnar. Það er voða notalegt að fara svona út með homma og sex stelpum. Maður fær alla athyglina og er ekkert að óttast um samkeppni.

Verst hvað þetta var allt saman pokalegt fólk. En við hverju býst maður svo sem af doktorsnemum í málvísinum... Nema gaurinn. Hann var töff. Enda leðurhommi.

Annars fór ég svo bara heim eftir að hafa komið við á kokkteilbar ásamt liðinu. Ákvað að forða mér þegar liðið fór að dilla sér við ABBA og Frank Sinatra.

Svona eru dagar mínir, sjúkir en fagrir.

12. nóv. 2004

Eftiráaðhyggja

Mér sýnist að skrif mín, sem í eðli sínu eru sjálfhverf, séu mestmegnis farin að þróast yfir í nöldur um hegðan og siði annarra annars vegar og upphafningu sjálfs míns hins vegar. Ég tel þetta ekki slæma þróun, þvert á móti.

Lesandi góður. Þú getur litið á þessa færslu sem örstutta sjálfsskoðun. Eða sjálfskoðun. Bíðum við. Hvers vegna að skrifa blogga, eða blogga? Er það til að aðrir getir lesið hugsanir mínar eða er það svo að ég geti lesið hugsanir mínar? Sjálfsfróun egósins kannski?

En það sem vakti upp þessar vangaveltur var einkum lestur minn á síðu Nýhilfólks sem er reyndar aðalefni þessarar færslu. Ég lít svo sem ekki á mig sem skáld þó skáld sé ég vissulega betra en mörg ungskáldin sem kjósa að kalla sig "skáld". Ljóð öskra ungskáldin. Ungu skáldin yrkja kvæði án þess að geta það. En það er önnur saga. Það sem fer í taugarnar á mér, svona eins og bókmenntafræði og stúdentapólitík, er fólk sem kýs að kalla sig skáld af því að það er svo djöfulli ófrumlegt, þó haldandi að það sé frumlegt, að standa uppi á sviði og öskra: Typpi, píka hóra, ég er að klóra mér í pungnum, sprungnum og útúrstungnum því veröldin er bara hórmang. Eða eitthvað álíka. Ögraögraögra, segja ungu "skáldin" ef ég set "ríða" nógu oft í ljóðið mitt þá er það töff. Get a life segi ég nú bara, and a job! Aumingjar.

Nei - eini maðurinn sem komst upp með að geta kallað sig skáld fyrir að segja ríða nógu oft var dagur enda var hann snillíngur.

Auðvitað má alveg tala um ríðingar og brund í skáldskap. Það getur meira að segja verið bara fallegt stundum. En þessi undarlega þörf fyrir að velta sér endalaust upp úr brundi og kúk á ekkert skylt við skáldskap. Að ögra er ekki að yrkja. Hins vegar. Að yrkja er að ögra. En þetta skilja ungskáldin ekki því þau sjá ekki framfyrir eigin standpínu. Og það er ekki af því af því að það sé svo stórt á þeim typpið. Nei, það er af því að öll þessi sjálfsfróun hefur gert þau blind.

En auðvitað á þetta ekki við öll ungskáldin eða Nýhilistana. Mörg hver eru þau ágætis skáld. Bara ekki jafngóð skáld og hann ég.
Ég sit hér. Jú, ég sit yfirleitt þegar ég slæ eitthvað inn á tölvuna. Ég gæti þó alveg eins staðið.

En hvað um það ég á að vera að skrifa útdrátt (takið eftir að ég segi útdrátt en ekki úrdrátt - það ku vera réttur málskilningur eins og ernae nefnir það) úr kaflanum The French Nouvelle Vague and Hollywood. En ég kem engu á blað. Prófessorinn, Rob Kroes, sem einmitt skrifaði kaflann sem ég á að skrifa um, heimta að við skilum útdrætti úr öllum köflum og greinum sem við lesum fyrir tíma. Svo á hverjum þriðjudegi og annan hvern föstudag vakna ég snemma til að skrifa útdrætti en dettur aldrei neitt í hug fyrr en hálftíma fyrir fyrirlesturinn og hamra þá einhverja steypu niður á blað. En athugið þetta: Við hvern einasta útdrátt frá mér hefur Prófessorinn merkt Very Interesting Points!!! Svo ég hef engar áhyggjur. Þetta er bjútíið við það að vera í kjaftafagi. Þú bullar bara eitthvað og notar soldið af gáfulegum orðum og spyrð spurninga á borð við: En hvað á hann Í RAUN OG VERU við með kúltúrisk áhrif eða Getur verið að það sé ekki í raun sjálfmyndin sem verður fyrir áhrifum heldur sjálfsímyndin? Svona rugl hefði maður ekki komist upp með í málvísindunum. Ekki það að þau séu svo klippt og skorin. Nei, heldur sjá menn þar í gegnum svona orðalengingar og útúrsnúninga. Það var einmitt ástæðan að ég hafði svona lítið tolerans fyrir bókmenntafræðinni á sínum tíma. Mestmegnis rugl fannst mér. Fattaði ekki bjútíið við að þrugla eitthvað óskiljanlegt blaður um exístens og dekadens og skert sjálf og föðurímyndir og sjá hlustendur kinka kolli og klóra sér í hökunni, ekki af því að þeir eru sammála, heldur af því að þeir skilja ekki boffs af því sem þú sagðir en þora ekki að viðurkenna það.

Ekki misskilja mig. Mér finnst medistudies alveg frábært fag. Mér finnst bara asnalegt að það er ekki tekið mark á manni nema að maður hlaupi í kringum kjarna málsins eins og köttur í kringum heitan graut. Komm on - get tú ðe poínt pípol.

Soldið erfitt að vera alinn upp í kjarnyrtu umhverfi málvísindanna. Hefði átt að tileinka mér meir í aðferðum bókmenntanna.

11. nóv. 2004

Helvíti gott hvernig Þórólfur sparkar í punginn á Vilhjálmi Þ. á leiðinni út.
Ekki er ég mikið íþróttafrík eða bílaáhugamaður. En ég er dálítill formúlueittpervert. Minn maður þar er Jacques Villeneuve - ég held með honum og því liði sem hann er í. Það voru erfiðir tímar þegar hann ákvað að láta reyna á hæfileika sína með BAR-liðinu. Sem betur fer hætti hann þar enda er það eins og að láta Tiger Woods slá bolta með svalaröri að láta Kanadíska meistarans keyra um á BAR-dollunni. Hjartað tók kipp þegar Villeneuve hann hljóp í skarðið fyrir Trulli í síðustu keppnum fyrir Renault.

Nú er gamli villingurinn kominn til Sauber og verður með þeim næstu tvö keppnistímabil. Ég hef enn alla trú á fyrrum heimsmeistaranum, hann er ekki bara góður ökumaður heldur er hann líka töffari og eins og allir vita hef ég mikið dálæti á töffurum. Nú er bara að vona að Sauber séu með almennilegan vagn fyrir Villeneuve að bruna á.

Þetta var nördaskapur mánaðarins. Nú held ég áfram að vera bara töffari.
"Honum hélst kannski illa á konum en hann gat að minnsta kostið eldað góðan mat".

Þetta verður líklega skrfað um mig í minningargreinum í framtíðinni. Eða verða mælt af vörum einhvers vina minna í samræðum í erfidrykkjunni. En er þetta alveg rétt. Ég þarf ekkert að fara leynt með það. Ég er góður kokkur er lásí elskhugi. En leiðin að hjarta konunnar er ekki í gegnum magann, svo mikið er víst því það hefi ég reynt til þrautar.

Tom Petty - Ég hlustaði á Tom Petty og skrifaði grein um Arafat. Tom Petty - jú - alltaf lærir maður eitthvað nýtt að meta. Ætli ég setji ekki diskinn bara aftur í ganga. Free Falling kallinn minn það er málið.

Sá í gær hiemildarmynd um Derrida. Kallinn rokkar. Blessuð sé minning hans. Nýja hetjan mín. Ekki endilega vegna skrifa hans sem eru óþolandi torf. Heldur bara af því að hann var töffari! Eins og ég. Ég með nýju heimagerðu klippinguna mína. Sem er töff.

Nóg þessari sjálfsdýrkun. Í bili.

Catmasterinn er, sýnist mér að íhuga Amsterdamjól ásamt frændunum. Enda er nú Katzið hálfgert frændi. Það fer að þéttast um fólk á dýnugólfinu hjá mér. Sem er fjör. Hvað var Eiríkur Orri annars að spá? Hvað með Finn? Og Hullann?

10. nóv. 2004

Póst klassísk kvykmynd er það sem To Die For er svo sannarlega
Jú - presentasjón í dag hjá mínum. Náði að sannfæra samnemendur mína um að To Die For væri sannanlega og það sem mikilvægara er prófessor Thomas Elsaesser einnig. Sem er gott því ég studdist einmitt við theóríu hans er ég analíseraði myndina. Jú, prata ég ekki íslensku lengur. Jæja - hvers vegna þarf ég það annars hér í útlandinu?

Annars er ég að spá að hætta í þessu námi mínu enda, samkvæmt mokkinum, er það fáttnýtt og tilgangslaust. Já, farinn í eitthvað gagnlegt eins og, tja, sálfræði, svo ég geti rukkað auma mannssál 6000 kall fyrir að segja honum að drekka rauðvín við svefntruflunum og að sorg sé taugalífeðlisfræðileg viðbrögð við trauma. Jú, það lýst mér á!

9. nóv. 2004

Eitthvað hefur stafsetning mín fjarið fjandans til ef marka má síðustu færslu. hvað er td með þessi tvö enn í þofalli af morgunn? þar á náttla bara að vera eitt enn eins og allir vita

en til andskotans með það eníveis... skiftir ekki fjandans máli... ég held bara áfram mínu striki

er ekki frá því að í morgun hafi verið frost. það var frostmorgunn. kominn tími til
Það er bara þannig. Nú er smá stund milli stríða (svo sem tvær klst) svo máksi ég hamri inn stuttri ferðasögu.

Jú það var sum sé fyrir nokkru að ég lagði í ferðalag um Norðurlönd, amk hluta þeirra. Fyrsti áfangastaður var KÖBEN hvar tóku á móti okkur, því við vorum jú tvö á ferð, ég og Ms. Notley, danska parið Christian og Louise. Að vanda hafði Cristian legið sveittur við skipulagningu og hafði dregið upp á kort það markverðasta sem sýna átti mér og Ms. Notley. Ég sá fljótlega að túrinn átti að vera sá nokkurnvegin sami og ég fékk er ég heimsótti þau hjónaleysi í ágúst sl. En hvað um það til Danaveldis var maður kominn og þá yrði bara gert eins og Daninn segði.

Í köben hitti ég líka hana systur mína. Og tvíburasystur hennar, Kristínu. Þær voru í hefðbundu fjöri og sýndu Dananum hvernig íslensk drykkjumenning er. Stóribróðir horfði á klökkur af stolti yfir litlusystur. Var mér svo formlega boðið í mat til þeirra tveggja næsta dag. Mér leist nú svo sem vel á að kíkja í heimsókn en vissi ekki alveg hvernig ég ætti að taka þessu með matarboðið, en létti þó þegar ég heyrði að vinur þeirra, Tandri myndi sjá um eldamennskuna!

Og jú eftir að hafa eytt deginum í venjubundinn útsýnistúr Christians um Danska húsagerðalist, auk þess að hafa farið á ríkislistasafnið til að sjá konu pissa í glas og drekka svo hlandið, hélt ég í matarboðið. Þetta er reyndar höll sem þau búa í þarna, eitthvurt ofsalegt bákn, og ósköp huggulegt. Jú, maturinn var góður og bjórinn nógur.

Þriðja dag í Köben. Hinn hefðbundni hjólatúr C&L að afloknum dönskum frokosti. Megnið af deginum fór þó í vandræði mín við að koma hjólfáknum hennar Louise upp á Norreport þar sem það púnteraði hjá mér á leið minni til BjarkaHildarogHrafkellsAra. Jú, fjölskyldan á Solbakken skyldi nú heimsótt. Og það var gert. Og það var gaman. Hrafnkell Ari er myndarmenni hið mesta og fékk athygli gestsins og annarra heimilismanna eftir því. En farið var nokkuð snemma af þeim bænum því snemma skyldi haldið næsta morgunn til Stokkhólms.

Það var og gert og var ég Staddur í Hólminum nokkru fyrir hádegi og fljótlega eftir það hitti ég Sigurð Nokkurn Ólafsson sem gert hafði sér erindi á Aðalbrautarstöðina einmitt til að sækja mig. Hafði Sigurður látið vaxa sér skegg nokkurt í stíl þýsk/amerískra klámmyndaleikara. Var hann hinn stoltasti og sagði mér, á meðan hann leiddi mig um Stokkhólmsborg að hann hefði nú einkum gert þetta til að stríða Gunnhildi. Sú kona beið okkar í eldhúsinu þegar við komum loks, eftir heljarinnar labbitúr, á Mariatorger. Kvöldið fór svo í stutta viðkynningu á hverfisbörunum en af mesta hófi því næsta morgunn skyldi snemma haldið til Helsinki.

Það var og gert og var ég staddur í Helsinki, sem ég uppgötvaði mér til skelfingar í flugtaki að er kölluð Helsingfors á sænsku, eftir að hafa setið af mér enska útgáfu af ferðaáætlun fluvélarinnar og var fullvissaður um að við værum þrátt fyrir allt á leið til Helsinki og lent í Helsinki og tekið rútu í miðbæinn var ég sem sagt staddur í Helskinki skömmu fyrir hádegi. Það beið mín ungur karlmaður, myndarlegri en djöfullinn, örður nafni Hreggviður. Við skáluðum í belgískum bjór og svo var tekið til við að þramma, en því var ég svo sem orðinn vanur frá Stokkhólmi og Köben.

Heimsókn mín í Finnlandi einkenndist svolítið af stríðsáhuga okkar Hregga. T.a.m. skoðuðum við eyjum eina fallega með eindæmum en við sáum fátt annað en myndarlegar fallbyssur sem gegnt höfðu veigamiklu hlutverki í Krímstríðinu. Einn fórum við seinna í ferðinni á stríðsmynjasafn þeirra Finna. En hápunkturinn í Finnlandsferðinni, fyrir utan að hitta hin gríðarlega vel heppnuðu Hreggviðsbörn, Ronju og Grím og hans frú, Annkukku, var náttla Saunabarinn. Jú, við Hreggviður, sem ætlaði heldur betur að bæta mér upp heimsóknir á hverfisbarina kvöldið áður, fórum snemma miðvikudagskvölds á ein alflottasta bar sem ég hef komið á. Tja, barinn sjálfur er nú kannski ekkert spennandi en herbergin tvö sem hann hefur að geyma bakatil eru mögnuð. Við gengum inn í kjallarabúlu í skuggasundi í Helsingfors. Laumulega göngum við á barinn og Hreggi blikkar barþjóninn og tilkynnir að við séum komnir í Saunu. Barþjónninn lítur flóttalega í kringum sig, grípur stærðarinnar lykklakyppu af snaga við barinn og biður okkur um að elta sig. Það fór um litla fuglshjartað mitt þegar við vorum leiddir inn bakatil á barnum en að sama skapi gladdist ég þegar ég sá dýrðina sem opnuð var fyrir okkur. Eins og klippt út úr senu í einu klámmyndinni sem ég hefi séð: Lillabláir veggir og leiðurstólar frá sjöundaáratugnum umhverfis sófaborð sem reyndir vera GULLFISKABÚR. Inn af því herbergi sturtuklefi of inn af honum Saunan. Tvo tíma máttum við eiga þarna saman tveir, ískápur fullur á bjór og sjónvarp og gettóblaster. Í miklum spenningi rifum við Hreggi okkur úr fötunum og hlupum allsberir og ofsaglaður beint inn í Saununa. Jú, Hreggi fær fjórtán prik í kladdann fyrir þessa hugmynd. Eftir Saunu tók við ofsafengið djamm með viðkomu á fínum veitingastað hvar maðurinn í fatahenginu komplimentaði okkur fyrir átfittið (Hreggi, maður sem kann sig, hafði Dressað okkur upp í tilefni kvöldsins.)

Hvað um það. Lýsingu á djamminu má líka fá hjá Hreggviði. Dagurinn eftir fór svo mestmegnis baráttu innyfla minna við þynnkuna - og fluferð til Stokkhólms.

Þangað voru komin Helga S. og Sölvi B. Það þýddi bara eitt. Nú skyldi Djammað. Mestmegnis djammið fór þó reyndar fram kvöldið eftir, að lokinni dagsferð um Vaxholm og bústað sendiherrahjónanna í Stokkhólmi, á á heimili Sigga og Gunnhildar, sem höfðu boðið allnokkrum íslendingum, tja, amk man ég eftir þremur gestum. vel lukkað partý sem endaði á nookuð heitum orðaskiptum um baráttuaðferðir femínista á íslandi. Þar setti ég mig á háan hest að vanda þegar ég hefi fengið mér full mikið í glas. En Sigurður Ólafsson kom og stillti til friðar, enda er maður að mennta sig í slíku og hefur án efa gripið tækifærið fegins hendi.

Laugardagur minn fór svo í vangaveltur um hvort ég myndi yfir höfðu komast úr landinu. Í öllu partýstandinu hafði ég gleymt að bóka mér far til baka. Það reddaðist þó án mikilla vandræða og fyrir vikið fékk ég að ferðast á fyrsta farrými í lestinni frá Stokkhólmi til Köben.

Í köben biðu mín sem fyrr Christian og Louise, sem höfðu ráðgert mikið fyllerý með vinum sínum handa mér. Ég kíkti svo sem í partýið og reyndi að bera mig mannalega en ofurþreyta eftir vikuferðalag fór þó að sækja á mig. Eftir að hafa sýnt það og sannað að ég gæti í raun drukkið eins og heljarmenni og hlotið að launum aðdáun vina þeirra, sér í lagi bráðhuggulegrar vinkonu, var mér fylgt heim og háttaður. Það er ekki að spyrja að gestrisninni á þeim bænum.

Næsta dag var það Rotterdam og svo Amsterdam og svo var sofið í tíu ár.

Myndir af þessu fara að birtast um leið og ég finn mér eitthvað drasl til að hýsa myndirnar.

8. nóv. 2004

6. nóv. 2004

Systir mín er með síðu á vef til lykke! Hún er í henni Köben.

Ég ákvað sum sé að skoða myndina To Die For sem póstklassíska kvikmynd. Hún hefur fimm lög af söguþræði (layers of narration) óvenjuleg sjónarhorn svo sem koddaskot (pillow-shots) og ofanhöfuðsskot (over head skot). Hún lýsir kynhverfum heimi og veltir upp spurningum um sjónvarpsvædda veröld auk þess hún er full af rennandi táknum.

4. nóv. 2004

Nágrannakona mín, sú er við Mic deilum með klósti og sturtu og forstofu, er laglaus, lagleg en laglaus. Hins vegar þykir henni ósköp skemmtilegt að raula með geislaspilaranum sínum. Þegar hún byrjar þá ríst ég yfirleitt umsvifalaust upp og sæki mér bjór í ísskápinn. Ég veit ekki hvað það er en þetta garg hennar kveikir þennan rosalega bjórþorsta hjá mér. Þess vegna sit ég hér og pæli í pósklassískum kvikmyndum með bjór í hönd.

skál fyrir því

segi ég brosandi - því þrátt fyrir allt er ég bara nokkuð sáttur sáttur sáttur
"hjartaskerandi saga og fyrir alla foreldra sem eiga börn"

jahá!

Halló halló halló! Á ekki að hleypa inn. Mér var sagt að það væri sjóv!

Ég á að flytja fyrirlestur á næsta miðvikudag. Um póstklassíska kvikmynd. Ég þarf því að finna mér póstklassíska kvikmynd til að horfa á, greina og kynna. Er þegar búinn að skoða Bram Stoker's Drakula, To Die For og Trainspotting. Veit einhver um góða Póst-klassíska kvikmynd fyrir mig að skoða.

Hún þarf helst að:

vera gerð eftir 1994
hafa magfaldan söguþráð og/eða brot á eðliegu streymi á tíma
lýsa sjálfsvitund um eigin strúktúr
drepa á málefnum um kynþætti, kyn, eða mannslíkamann
lýsa breytilegum/síð-nýlendu/alþjóðavæddum heimi
uppfull af rennilegum táknum
innihalda óvenjuleg sjónarhorn ómöguleg fyrir mannlegt sjónarmið

veit einhver um slíka mynd

3. nóv. 2004

Þetta voru víst um 20 þús þarna á Dam torgi í gær. Ekki í þögn heldur með læti eins og borgarstjórinn bað um. Við Haukur vorum í miðjum minningarmótmælunum á veitingastaðnum okkar. Við náðum að verða helvíti hívaðir á púlstaðnum okkar líka. Hauki þakka ég fyrir innlitið. Ég ber þess merki í dag. Skrokkur minn emjaði er ég rak hann á fætur í dag. En andinn var hnarreistur að vanda og hélt sér vakandi yfir sýningu á myndinn One fine day.

Þeir verða þrír prinsarnir sem hingað koma um jólin. En er pláss fyrir prinsa - og prinsessur.

Djöfull hata ég ég Bush maður. við Haukur reyndum að skola honum niður í gær. Gekk ekki.

2. nóv. 2004

Thad eru liklega allir svo uppteknir af thessu eldgosi ad enginn hefur heyrt um mordid sem var hjer i morgunn. Hann Theo van Gogh, kvikmyndaleikstjorann fraikni vara bara drepinn. Bara eltur uppi a hjolinu sinu, skotinn nidur og svo stunginn med kjothnif, bara hjerna i henni Austuamsterdam. Svona er thessi heimur. Vildi bara svona lata ykkur vita thar sem ekki heyrist mukk um thetta a Islandinu. Minningarathofn a Damminu klukkan 19:30 a eftir. Maksi jeg leidi Haukinn thangad. Hann verdur a ferd hjer eftir orfaar min. ed ad fara ad hitta hann a centraal nuna. Bless.

Það hefur verið staðfest. Guðlaugur Jón und Steinmahl hafa tryggt sér flugmiða í jólafrelsið í A'dam. Mér skilst að Finnurmagnússon.com og og litli trommuleikarinn hafi hugann fastan við slíkar áætlanir ogso. Þetta þýðir aðeins eitt. Það verða íslensk jól á Prinsasíkinu. Þá fyrst ber Prinsengracht nafn með rentu.

Ég iða í skinninu og drengirnir mega eiga von á góðu enda er aðfangadaskvöld í A'dam yndisleg upplifun. Í fyrra komst ég í svo gott jólaskap að ég gaf róna 10 evrur og við brostum báðir út að eyrum og ég galaði til hans Merry Christmas mijn vriend!

Þess má geta að nóg verður af andskotans plássinu hér um jólin. Amk tvö laus herbergi og svo íbúðin mín tilvonandi sem mun standa laus frá 23. desember. Hljómar ekki illa, hmm?
Það hefur verið staðfest. Guðlaugur Jón und Steinmahl hafa tryggt sér flugmiða í jólafrelsið í A'dam. Mér skilst að Finnurmagnússon.com og og litli trommuleikarinn hafi hugann fastan við slíkar áætlanir ogso. Þetta þýðir aðeins eitt. Það verða íslensk jól á Prinsasíkinu. Þá fyrst ber Prinsengracht nafn með rentu.

Ég iða í skinninu og drengirnir mega eiga von á góðu enda er aðfangadaskvöld í A'dam yndisleg upplifun. Í fyrra komst ég í svo gott jólaskap að ég gaf róna 10 evrur og við brostum báðir út að eyrum og ég galaði til hans Merry Christmas mijn vriend!

1. nóv. 2004

Svona rétt um það leyti sem ég hafði lært á Albert Heijn á de Dam þá breyttu þeir sjoppunni. Það mun líklega taka mig ár að finna út úr skipulaginu í henni núna. Það er annars alveg merkilegt hvað Hollendingar kunna ekki að skipuleggja matvöruverslanir. Kerfið þeirra, ef þeir hafa annars ettihvað kerfi, virðist vera svona útlitslegt. Já, appelsínur og kjóklingur líta svipað út. Setjum það saman. Eru ekki baunadósir í svipuðu lagi og pulsa - það fer þá saman í hillu.

Rugl. Og það er ekki eðlilegt hvað mér gengur alltaf ill að finna ger í þessum búllum. Og þar sem ég er svo þrjóskur að vilja ekki biðja um hjálp þá eyddi ég hálftíma í gersleit.

Annars er von á ferðasögu á næstunni. Nú verð ég hins vegar að fá mér brauðsneið með sinnepi. Og: Von er á fjölmenni hingað um jólin. Amk ef Finnur, Gulli, Þorri, Steinn, Védís og Kristín gera hugmyndir sínar að veruleika. En þó ef aðeins helmingurinn kæmi yrði það hín besta jólaveisla.

Hjörtur

28. okt. 2004

Halló krakkar - ég er í Helsinki - þunnur við Hreggi fórum í sauna og á fyllerí í gær. Sauna var fín- alveg frábær - hómóerótísk og falleg ... svo var bara fyllerí - minn fékk meir að segja símanúmer hjá stelpu - jájá - still got it maður ...

Hreggi og fjölskylda tóku vel á móti mér ... og börnin maður - þau eru fun! Ofsalega vel heppnuð - enda komin af góðu kyni

Stokkhólmur á eftir svo Köben á Lau og A'dam á sunn - þá kemur ferðasaga með myndum

so má náttla lesa söguna frá Hrekka bráðum - hún verður vel login og ósönn - en skemmtileg

25. okt. 2004

Halló krakkar

Ég er í Stokkhólmi. Sigurður og Gunnhildur eru að elda og ég er að drekka bjór og skoða nágrannana. Gaman saman. Köben var fín að vanda. C&L tóku vel á móti okkur Ms Notley. Systir mín ásamt Kristínu og Tandra tók vel á móti mér. Bjarki og Hildur og Hrafnkell Ari tóku vel á móti mér. Gaman saman.

Köben í gær - Stokkhólmur í dag - Helsinki á morgun

Hver er ég - hvar er ég ?

Er ég að bulla?

Maturinn er til - ég bið að heilsa - eða - nú andar suðrið

19. okt. 2004

það er bara þannig já.

fyrir nákvæmlega ári reit ég eftirfarandi:

Heine hjerna. Eins og vanalega.

Jeg og Kristján og Lovísa forum i mat til Mary fra Astraliu i gair. Hun byr i Jordaan-hverfi i Amsterdam. O, hve vid thremenningarnir vorum afbrydisamir og bolvudum Geuzenveld i sand og osku. Ef jeg held afram naista a naista ari aitla jeg ad finna mjer ibud i Jordaan, svo mikid er vist.

En hvad um thad.

Jón bregður kettinum (germynd)
Kettinum er brugðið (þolmynd)
Kettinum bregður ( ?? )

Er thetta sama fyrir bæ og að sökkva?

Hmmm - bara ad spá

Jeg uppgotvadi nyja hljomsveit a fostudag. Spain. O, hvilik snilld!


Getiði þrisvar hvar ég bý einmitt núna. Jæja, ég skal svara því: Í miðju Jordaan hverfi. Örlögin maður. Annars er Oorlog á hollensku nú bara stríð. Magnað ekki satt?
jú - finnur er til - en gulli minn? er hann til? svaraðu mér nú einhverntíma gulli minn og hættu þessu rugli.

ég held áfram að drekka kaffið mitt. búinn með einn fjórða af fjórfaldaespressóinu. það þýðir, eins og glöggir menn hafa líklega áttað sig á, að ég er búinn með einfaldan espresso.

í fréttum er þetta helst: ég fer til útlanda ekki á morgun, ekki hinn heldur hinn!


VEI

18. okt. 2004

Hvert er svarið við þessari spurningu?

Í dag hélt prófessor whatshisface leiðinlegan fyrirlestur um arkhævið. Arkhæv er þýtt sem skjalasafn á íslensku. Kann einhver betri þýðingu?

Eftir tíma fengum við, stúdentarnir, okkur kaffi. Stúdentarnir fengu sér kaffi eftir tíma. Þetta hljómar eins og dæmi í kennslubók eftir H. Þráinsson.

Það fengu nokkrir stúdentar sér kaffi eftir tímann.

Í kaffidrykkjunni komumst við að því að ég væri líklega Guð. Ef ekki Guð, þá amk sannleikurinn.

Ég var ekkert að amast við þeirri niðurstöðu og hélt heimáleið með grænan hatt á gulu hjóli.

Hver ætlar að koma hingað um jólin?
Já!

Í gær fór ég í bíó. Já, einmitt það. Og afhverju telst það frásagnarvert? Jæja, það væri þó ekki nema fyrir það að myndin var 7 og hálf klukkustund að lengd, og úngversk.

En myndin var hörkugóð, full löng en alveg bara fín sko. Ég verð reyndar að viðurkenna að síðustu tveir tímarnir tóku á, andlega og líkamlega.

Myndin byrjaði vel. Eftir korters opnunaratriðið, þar sem átján kýr voru í aðalhlutverki og raunar eina hlutverkinu, hóftst myndin fyrir alvöru. Hún hafði meir að segja söguþráð og spennuelement. Sem máski er nauðsynlegt ef á að keyra mann niður í sæti í sjö klukkustundir plús. En svo voru það síðustu tveir tímarnir sem fóru í hálfgert rugl. Söguþráðurinn leystist einhvernveginn upp. Senurnar urðu lengri og lengri og undir lokin var þetta orðið að einhverju "listrænu kjaftæði". Eða var það kannski bara ég og einbeitingin sem voru hætt að virka?

Hvað um það. Það verður einhver bið á því að ég fari aftur á 7,5 klst langa úngverska kvikmynd.

Hér eru upplýsingar fyrir áhugasama. Ég veit svo sem ekki hvar fólk ætti að geta nálgast hana. Þetta var one time onlí þarna í filmmuseum.

17. okt. 2004

Ég, sem slíkur, fyrir sjálfan mig, og einmitt í sjálfum mér, sjálfur ég, er að lesa, og ber þess að geta einmitt út af þeirri einföldu ástæðu að ég sæki tíma í klassískum textum, grundvallar ritum, því lesefni sem skiptir máli, sé gengið út frá því vísu að textar sem slíkir, í sjálfum sér, fyrir sitt eigið leyti, skipti máli, en vafasamt er að halda því fram að textar skipti endanlega máli, algjörlega og per se, en of langt mál er að fara út í hér í þessu riti, sem í raun er fyrir sig sjálft til grundvallar í sinni eigin mynd, en þá er ég sjálfur, í eigin mynd, ef sú mynd er í raun frummynd eða hvort heldur í senn frummynd og eftirmynd, eins og spegilmynd af prótótýpu er aldrei upprunaleg, nema í andhverfu sinni, hugmyndir byggðar á verkum Platós og enganvegin hægt að fjalla nánar um hér, in situ, ef svo má kalla, en þá er sú mynd af mér og birtist mér sjálfum, eða öllu heldur öðrum því manns eigin frummynd er ávallt falinn manni sjálfum og er það máski til marks um takmarkanir mannsins, hans sjálfsmynd og illusion, einkum og sér í lagi í sjálfu sér og fyrir sitt leyti, sú mynd sem öðrum birtist og öllum öðrum nema mér sjálfum er þessa stundina, ef sú stund er til, nútíðin, praesentia, því hvar eru í raun skilin á milli fortíðar og framtíðar ef tíminn líður stanslaust, en á þeirri stundu sem nú er liðin og hinni sömu sem heldur áfram, sit ég, eða öllu heldur sú verulega heild, entity, sem ég er, eða tel mig vera og birtist í augum annarra, og les, í bók, riti sem lagt er til grunvallar í fræðum sem þeim sem ég nú stunda um mun stunda og það sem mikilverðara er legg stund á, og því les ég bók eftir Derrida sem heitir, gengur undir því nafni, í hið minnsta í enskri þýðingu, Archive Fever en á frönsku heitir Mal d'archive.
Halló halló halló...

...á ekki að hleypa ínn? Það var sagt að það væri sjóv! újéé ... ég er í stuði. Ég er maður. Ég stuðmaður. Það er sunnudagur og ofsalegt fjör á Prinsengracht 231A. Ójá... tjigg tjigga tjigga. Ég fékk símhringingu í nótt í íslenska númerið. Hvur var að bjalla. Bimbirimbirimbamm? Á talhólfið vour leisin drykkjulæti.

Nú: Lesið í bókinni Archive fever. Derrida heitinn þar á ferð. Fyrst. Fjórfaldur espressó og kannski morgunmatur í tilefni af því að það er sunnudagur. Skýr og fargur.

Skilaboðin eru skýr. Skilaboðin eru skyr.

Svo allir að uppfæra mig í addressubókinni sinni. Ekki lengur frjalsi á hotmail.com heldur

hjortur á gmail.com

húrra..........

15. okt. 2004

Ég fór á Albert Kuyp markaðinn í dag. Til að versla fyrir matarboðið. Ég keypi:

Blómkálshaus
Knippi af fersku kóríander
Átta stórar gulrætur í sekk
Fjóra lauka í sekk
Fjórar Sítrónur í sekk
Kíló af tómötum
Kíló af kjúklingafíle
Átta ferska tjillí
Eggaldin
Gúrku
Hleif af tyrkjabrauði
Tandóríkrydd
Einn ananas
Dollu af kókosmjólk

Allt þetta fyrir 12,80 evrur.

Jú, þetta er það sem maður kallar goedkoop hér í landi.

Og hvað ætla ég að gera við þetta. Jú ég ætla að matreiða Aloo Curry, Gobhi, Tandoori Chicken og Curry Masala. Vei!
Það vill svo vel til að nóg er af heimildum um verstra sem og spagettívestra á bókasafninu og svo internetinu maður.

Í dag er lestur. Lestur er bestur. Í kvöld koma tvær konur til mín í mat. Hver veit svo hvað nóttin ber í skauti sér.

Á matseðlinum verður eitthvað óskaplega gott grænmetisdrasl þar sem önnur er grænmetisæta. Nú hefjast pælingar um grænmeti.

En í dag eiga amk tveir ungir menn afmæli. Annar fæddist á undan hinum og er Guðmundur Arnlaugsson. Hann er 28 ára í dag. Hann er sögukennari og tenór ásamt með fleiru. Guðmundi, eða Mumma eins og hann er jafnan kallaður, færi ég bestu óskir.
Hitt afmælisbarnið er svo sem komið af barnsaldri. Hann er tuttuguogfjögurra ára í dag. Hann er frændi minn, Þormóður Dagsson. Þormóður þessi, eða Þorri eins og hann er jafnan kallaður, einnug stundum Prinsinn eða litti trommuleikarinn, er einmitt trommari í hljómsveitum og einnig bókmenntafræðinemi, ásamt með öðru. Þorra færi ég bestu óskir í tilefni dagsins.

14. okt. 2004

Hæhójibbíjeiogjibbíogjei það er kominn fjórtándi október. Sem er svo sem ekkert merkilegt í sjálfu sér.

Nema hvað að ég er svona ofsaglaður með Firefoxinn, algjör refur. Allir að skipta. Já, og meðan ég man. Ég er sum sé hjortur þarna á gmail.com bara að skella att-merki á milli. Senda póst til að sjá hvort græjan virki. Minni á boðskortin fyrir áhugasama.

Í dag. Lesið meir um cúltúral diplómasíu á vegum Bandaríkjanna í Evrópu og svo allt um spagettívestra. Ætli kvöldið fari ekki í mesmegnis lestur líka, Derrida, og svo Night of the living dead til að slútta þessu.

Nú er bara rétt rúm vika þar til maður fer í reisu. Vei - og jibbí líka.
jójó - gaggalagó - jójó - sigga la fó

þökk sé firefox get ég nú notað gmail af fullum krafti. Af því að firefox veitir mér upplýsingar um hvort ég eigi ólesinn póst.

Svo koma svo. Allir að fá sér Firefox og Gmail. Ég á enn eftir 5 boðskort fyrir Gmail. Fyrstur biður fyrstur fær. Nú ullum við á Microsoftveldið og fáum okkur auk þess miklu betri og flottari græjur.

vei

og svo er hugmyndin að halda jól í Amsterdam ... hverjir ætla að mæta ... ég veiti húsaskjól og jólasteik ef þið veitið mér kompaní og rauðvín (sem einmitt er hræódýrt hér í bæ).

13. okt. 2004

Hæ krakkar hvað segiði? ekki neitt? Nei haldiði þá bara kjafti og þegiði og deyiði greyin mín litlu lömbin á veginum tilbúin á grillið. með grillleginum ég kveikíðí og set feitið í og steiki í eldinum heita og fæ reykinn í lungun og hósta og neita að grilla meira nema geitakjöt og fleira tildæmis fiska og eyra af manni. Klippi það af skærum og hamri krydda með salti og pipar, nammi. Þetta verður grillveisla, frammi í forstofu þannig að ostur og þanning er bannað og ostrur og rauðvín og annað sull sem er hannað fyrir homma og kellingar og feitan mann með fellingar.

Jújú - svona er þetta - annars er maður nú bara að bíða eftir að suðan komi upp svo ég geti hellt grjónunum útí - pottinn sko - er að elda með annarri og blogga með hinni
Halló - þetta þykkvir mér skrítið. Annars tók ég Night of the living dead á bókasafninu í gær. Svo hefi ég bestað ritgerðirnar mínar. Ég mun hafa sama tópikk í öllum þremur kúrsritgerðunum. Spagettívestra. Mun nálgast viðfangsefnið frá þremur mismunandi vinklum - út frá cúltúríksum áhrifum í Evrópu, út frá stöðu innan classískra/póstklassískar kvimynda í bandaríkjunum og út frá freud um sjálfið. Eða eitthvað - skoða þetta betur.

farinn að fá mér brauð með skrítna stöffinu sem ég keypti í Albert Heijn í dag. Hlakka til. Tilgreini hvurslags stöff er á ferðinni þegar ég er búinn að finna út hvað í andsk.... þetta er þetta er þetta er er er ...
Líkt ég væri drukkinn fór ég að röfla eitthvað um súkkulaði færslu á gestamiðann hjá Gulla. Ohhh. Súkkulaði súkkulaði súkkulaði - annars hef ég ekkert að segja um súkkulaði

Við Fabien fórum í gær á bar. Café Chris sem er minn hverfisbar (einn af hundrað reyndar). Drukkum fullmikið af bjór. En það er í lagi. Tíkall fyrir gott þriðjudagsfyllery handa tveimur. Maður kvartar ekki. Við komumst að því að ástarlíf okkar eru samhverfur. Spúkí!

12. okt. 2004

Ég mætti of seint í tíma í dag. Vegna þeirrar ástæðu að ég þurfti að bíða í tíu mínútur eftir tölvu til að geta prentað útdráttinn sem ég hafði skrifað svo meistaralega úr greininni um rokk og ról í ítalíu og svo hinni um kúltúríska diplómasíu á vegum Bandaríkjanna í Austurríki á eftirseinnastríðsárunum. Nema hvað að ég mætti svo sem svona fimm mínútum of seint. Sem var svo sem allt í lagi. Kennarinn brosti til mín og benti mér á að setjast niður og tilkynnti mér að verið væri að ræða efni fyrir lokaritgerðina í kúrsinum og að röðin væri komin að mér. Einmitt það já. Ég hafði einfaldlega steingleymt að hugsa um efni fyrir þessa ritgerð! Og ekki vildi ég bæta gráu ofan á svart, að mæta of seint í tíma og viðurkenna það að ég hefði nú bara alls ekkert hugsað um tópikk svo ég byrjaði bara að bulla eitthvað. Svo ég lýsti því fyrir honum hvernig ég hefði mikinn áhuga á að skoða amerískar kvikmyndir og þeirra hlutverk í að breiða út bandaríksa fagnaðarerindið á kaldastríðsárunum og myndi í ritgerðinni horfa einkum til kúrekamynda og skoða hvernig bandarískir siðir og venjur væru representeraðar í gegnum þær og jafnvel segtja þetta í samhengi við spagettívestrana. Eftir að hafa gubbað þessu út úr mér, án þess að hafa í raun hugmynd um hvað ég var að segja þagnaði ég og horfði í von og óvon á prófessorinn. Já, sagði hann, helvíti góð hugmynd, jú mér líst vel á þetta.

Þannig að - ég er víst að fara að skrifa um spagettívestra. Nú er bara að bruna á bókasafnið og vona að ég finni einhverjar heimildir um þetta.
Djöfull hlakka ég til tuttugasta og annars október maður.

Annars er bara þriðjdagur og nokkurt frelsi við völd. Kannski maður fái sér bjórkollu í kvöld.

"Hva, það er bara eins og þú sért hérna í stofunni hjá mér." "Nei, heyrðu, það heyrist bara svona hringing eins og í gömlum síma." Við Sgrðr vorum að spjalla á Skype. Hann var að ráðgera Rammstein í Rotterdam. Uppselt. Hann er líklega búinn að missa af öllum Rammsteintónleikum í heimi núna. Blessaður.

Merkilegt annars hvernig sumir dagar fara í mestmegnis ekki neitt. Kvöldið átti að vera notað í lestur um Rokk og ról í Ítalíu á eftirstríðsárunum og bandarískan áróður og ritskoðun í Austurríki á sama tíma. Jú, reyndar las ég báðar greinar, en kom mér bara alls ekki að því að skrifa um það reflections.

æjá - máski ætti ég að klára þetta fyrir háttinn. Kannski bara. En ég er orðinn of þreyttur. Ég held ég hiti mér te og lesi einn kafla í bókinn If you've seen one you've seen the mall.

Ég fór út í búð í gærkveldi. Ætlaði að kaupa mér eitthvað snarl, en nennti ekki að elda. Hollendingar eru ekkert mikið fyrir svona égerbaraeinnheimaognenniekkiaðeldamérneitteinfaldarétti eins og maður getur valið um í tugatali í tíuellefu - og verið snöggur að því. Svo ég keypti mér svona 32 party mix drasl í pakka til að djúpsteikja - svona einskonar kjúklinganagga - nema í þessum mix pakka voru líka einhver torræð fyrirbæri sem minntu á osta og hakkabuff.

Á leiðinni heim orti ég vísu:

Stend hér á götunni' og stari' út í bláinn
á stjörnurnar ofan við himinskjáinn
hugsa um lífið og heiminn og allt.
Helvíti er mér orðið kalt.

Það er farið að kólna hér í A'dam. Sólin skín samt sem hún eigi lífið að leysa. Svona eins og geitungur að síðhausti. veit að hann er að fara að drepast en ber sig ofsalega mannalega svona síðustu dagana. Reiðubúinn að drepa hvurn þann sem á vegi hans verður. Já, svoleiðis er sólin mín þessa dagana. Reiðubúin að drepa.

En nú er ég reiðubúinn í háttin. Enda þetta á spontant vísu. Sjáum til:

Bloggið er dautt ég drap það eins og Nietzsche
drullaði yfir Guð og skaut hann svo.
Tilveran rokkar og rólar þó að hvít sé
raunin sem sem efinn aldrei nær að þvo.



11. okt. 2004

Hmmm... ég er kominn á lista á einhverri RSS þjónusti á mikkivefur.is - ekki veit ég hvernig ég komst þangað? En þetta verður vonandi enn eitt skrefið í átt að veraldarfrægð. Millimetri á hverjum degi. Það er mottóið.

Annars hefur óskalistinn uppfærst eftir Rammsteindiskakaupin. Í efsta sæti trónir nú STAFRÆN MYNDAVÉL

Hvern langar að gefa mér DC?

Halló!!??

Hvern langar?
Halló krakkar! Ég fjárfesti í geisladisk í dag. Ég rataði í þrjár geisladiskabúðir. Geisladiskabúðir? Þetta orð hefi ég aldrei notað fyrr. Ég hefi alltaf sagt plötubúðir. En þessar þrjár búðir sem ég kíkti í selja bara geisladiska. Geislaplötur. Það er orð sem ég kann við. Ég gekk semsagt inn í þrjár plötubúðir á leiðinni heim. Í þeirri fyrstu fann ég geislaplötuna á 21 evru. Sem er slatti. Svo ég hugsaði með sjálfum með. Jafnvel ég hafi sagt það upphátt: "Nei, þetta er nú full dýrt." Svo ég steig á fákinn, hjólið, og brunaði áfram heim á leið, nokkuð af vanalegri leið, þar sem ég vissi af annarri plötubúð á óvanalegri leið. Steig ég af hjólinu og gekk inn þar sem ég fann plötuna á 19,99 evrur. Enn hugsaði ég með sjálfum mér og sagði jafnvel upphátt: "Nei, þetta er nú full dýrt." Svo aftur sté ég á fákinn á nokkurra kaupa og hélt áfram leið minni í átt að heimili mínu og enn örlítið af vanalegri leið, þar sem ég vissi af þriðju búðinni á annars stuttum vegi mínum milli heimilis og skóla, eða skal ég segja skóla og heimilis, þar sú var áttin í það skiptið. Af fáknum var stigið og inn í búð gengið hvar ég fann plötuna og nú á 18,99 evrur. Enn sagði ég við sjálfan mig, sennilega í hljóði: "Nei, þetta er nú full dýrt." Öngvu síður tók ég í það sinn ákvörun að kaupa gripinn, enda orðinn þreyttur á plötubúðarápi, auk þess sem þetta eintak var þó rétt rúmum tveimur evrum ódýrar en í búðinni þeirri fyrstu. Svo nokkuð sáttu steig ég á fákinn og beygði nú af þessari krókaleið og hjólaði beinustu leið heim. Þó með viðkomu í plötubúð sem einmitt er á þessari leið minni sem ég fer vanaleg í og úr skóla. Hægði ég verulega á ferðminni framhjá þeirri búð, reyndar svo mikið að ég stöðvaði fákinn alveg og leit í plötubúðargluggan hvar ég sá eintak af disknum sem ég hafði keypt nokkrum mínútum fyrr. Sá ég verðmiðann á disknum hvar stóð á letrað 17 evrur. Hjartað tók kipp og ég fann snögglega blóðbragð í munninum og fann hvernig háræðarnar í kinnum mér þrútnuðu við aukið blóðstreymi fram í þær. Ég hristi hausinn og sagði við sjálfan mig svo vel mátti heyra: "Nei, andskotinn, ég hefði átt að kíkja hingað fyrst." Svo hjólaði ég heim, skömmustulegur, vonsvikinn og fúll út í sjálfan mig. Hvað var ég að þvælast þessar krókaleiðir til að kaupa geisladiskinn þegar ég mátti vel vita að plötubúðin sem ég versla yfirleitt við, einmitt vegna þess að hún er á beinni leið heim til mín úr skóla auk þess sem hún býður geislaplötur jafnan á mun betra verði en aðrar búðir í bænum? Var það ævintýraþrá eða sú ranghugmynd að grasið sé alltaf grænna hinummegin? Hvað var ég að spá?

En hvað um það. Þegar heim var komið setti ég geislaplötuna á geislann og nokkrum sekúndubrotum síðar mátti heyra Rammstein flytja kyngimagnaða rokktónlist af þeirra alkunnu snilld. Enginn frumleiki svo sem á ferð heldur sama hljómafall og vanalega ásamt hárbeittum þýskum ljóðum. En hvað þurfa þeir svosem að vera að gera eitthvað fumlegt? If it ain't broken don't fix it. Sagði ekki einhvert skáldið það hér um árið?

10. okt. 2004

jó!

Derrida er dáinn - ég fékk aldrei að kynnast honum - hinsvegar fjárfesti ég í bók eftir hann fyrir stuttu. Ég ætla einmitt að lesa hana á morgun -

En ég er á lífi - átti í heimsókn til fjölskyldunnar á Bossastræti - þau kíktu hingað á prinsinn í gær - við fórum svo saman og ég eldaði oní gríslinganna - heiðarleg til raun gerð til sjónvarpsgláps - farið snemma í háttinn

Samt er ég þreyttur - og svangur - er held ég enn eftir mig frá því á föstudag - hey - þá rappaði ég í nætuklúppi í Amsterdam - einu skrefi nær heimsfrægð

Well - back to Foucault

8. okt. 2004

Jó, jó ég sit hérna sveittur, aumur námsmaður ofsalega þreyttur en námsglaður, ofsalega hress og drekk fjórfaldan espressó, með Foucault í þessari og Halwbachs í hinni sit ég hérna inni og les í bókinni minni en finn ekki síðuna sem ég á að lesa um minni. Foucault er flottur alls ekki púkó heldur töffari og svolítill blöffari sem maður skilur ekki stundum því hann skilur eftir undrun.

Á eftir ætla ég ekki á barinn því ef ég fer þar inn verð ég bara barinn, laminn og kraminn, fæ hamarinn í hausinn og verð marinn og blár og aumur og sár, rauður og grár, sauður með hár á bakinu og blár í framan sem mér finnst ekkert gaman því og ég þekki mann sem að stamar því honum er sama hvernig hann talar, eins og hani sem galar í sífellur tvisvar, ef ekki þrisvar og er voðalega mis, bara og og ofsalega hissa. Eins og ég þegar ég er að pissa og er viss að ég er að pissa framhjá, ég er sauður, því skaufinn er harður eins og byssa, blamm, já þú ert dauður!

7. okt. 2004

Hendur mínar anga af smjörlíki. Eigi er það þó eftir bakstur. Heldur var ég að gera við varahjólið mitt. Hví smjörlíki spyrjið þið. Jú, vegna þess að besta leiðin til að losna við óhreinindin eftir hjólið, olíuna á keðjunni og svona. Er að maka sig út í smjörlíki. Mun áhrifaríkara en sápa. jájá

Annars á hann Þrándur frændi minn afmæli í dag. Hann fær vísu.

Þrándur hann er alls ekki þrítugur í dag
þremur árum minna' og einu til
Tuttugu og sex ára Tóta syng ég lag
í tilefni af því að hann er til.
Blesi minn, í brekkunni góðu búinn er þér hvílustaður. Einhverntíma ái ég með þér örþreyttur gamall vonsvikinn maður. Ég er að fara til köben, rallarallarei. Ég er að fara til Stokkhólms, rallarallarei, ég er að fara til Helsinki, rallarallarei.

Hei - man
Aftur má gamna sér við að skoða textafræðileg tengsla færslanna hér á undan. Að neðan!

Að þessu sögðu er mál til komið að koma sér að verki.
Úr varð að ég skellti mér á tónleika með hljómsveitinni Migala í gærkveldi. Ásamt hinum danska Arne. Jú, hin skemmtan besta.

Ég drekk yfirleitt fjórfaldan espresso og allt upp í þrisvar á dag. Einn bolla að morgni, annan þegar heim er komið úr skóla og þann þriðja síðla kvölds. Ég hefi heyrt um fólk sem ekki getur drukkið kaffi síðla kvölds sökum meðfylgjandi svefntruflana. Ég vona að slík verði ekki örlög mín. Ég vona ekki að slík verði örlög mín. Mér finnst gaman að færa ekki til í setningum. Mér finnst ekki gaman að færa til í setningum.

Já - ég drekk yfirleitt fjórfaldan espresso. Allt upp í þrjá þannig á dag. Einn að morgni, einn eftir skóla og þann þriðja fyrir háttinn. Ég hef heyrt um fólk sem ekki getur drukkið kaffi seint að kveldi. Það vona ég að verði ekki örlög mín. Það vona ég ekki að verði örlög mín. Mér finnst alltaf jafn heillandi hvernig hægt er hengja ekki á mismunandi staði í setningum. Mér finnst ekki alltaf jafn heillandi hvernig hægt er að hengja á mismundandi staði í setningum.

Dagskrá dagsins (eðli málsins samkvæmt):

Nú þegar hefi ég lokið við sturtuferð og netvappi.
Morgunverður með BBC news í botni.
Fjórfaldur Espresso ásamt lestri á Foucault.
Matarsnæðingur með Karinu niðri í skóla.
Bókasafnsferð til að ná í ljósrit og jafnvel eina bók.
Haldið á ný heim til að lesa meiri Foucault.
Hitaðar leifar gærdagsins og etnar ásamt með Heineken Bock.
Horft á kvikmyndina Easy Rider og póst-klassísk einkenni hennar skoðuð.
Fengið sér fjórfaldan espresso og lesið dálítið í Foucault.
Farið í háttinn.

Er þetta týpískur fimmtudagur. Jú, mikið rétt. Svona eru fimmtudagar mínir, sjúkir er fagrir. Gulir eru straumar þínir, hland mitt í skálinni.

6. okt. 2004

Ahhh... lesin verður bókin Studying Contemporary American Film og að því loknu horft á kvykmyndina Easy Rider. Nema að hinn þýski Fabien hringi og reyni að plata mig í bjór. Þá mun ég líklega láta platast.
En bara tvo bjóra því á morgun verðu lesin bókin, eða lesið í bókinni, The Order of Things, eftir kappann hann Foucault. Þá þýðir ekkert að skokkurinn þurfi að glíma við eftirköst bjórdrykkju. Onei - slíkt fer ekki saman við Foucault

bless

búinn að ganga frá mestmegnis skandinavíutrippi

5. okt. 2004

Ekki það að ég skilji hvað mönnum gengur til með kynmökum með dýrum yfir höfuð. Hins vegar skil ég bara engan vegin hversvegna menn fara að leggjast á hross! Auðvitað mætti lauma hér inn brandara um það að ríða hrossum. En nei, þetta er ekkert fyndið. En samt, ég meina, hestar! Hann hefur þurft að klifra upp á stiga, amk koll. Eða var hann kannski bara að rúnka sér yfir þeim, eða að rúnka hestunum? Mun heppilegra hefði verið að snúa sér að rollum hefði maður haldið. Eða einhverju svona í manns stærðarflokki.

Já, ég skal segja ykkur það. Hestar. Allt er nú til. Mann grunaði nú að það væri sitthvað á seyði þarna á Þorlákshöfn.

"...eftir að sést hafði til hans koma út frá hesthúsi í hesthúsabyggðinni þar í bæ. Grunsemdir voru uppi um að maðurinn hefði verið að fá kynferðislega útrás á skepnum í húsinu."

Hvernig vöknuðu þessar grunsemdir? Eftir að sést hafði til hans koma út frá hesthúsinu. Hvernig draga menn svona ályktanir? Nema að hann hafi verið að koma út frá hesthúsinu!

Nei - þetta er eitthvað gabb.

Annars er þessi færsla tileinkuð Hulla frænda mínum. Ekki af því að hann hefur eitthvað með ríðingar á hestum að gera, í neinum skilningi. Nei, heldur af því að hann á afmæli.
Kona í síðum kjól stendur á brúnni og horfir hugsandi niður í grábrúnt síkið. Við hlið hennar stendur strákur, fimm ára á að líta og borar í nefið. Maður á hjóli reykir pípu. Heldur með annari hendi við stýrið en heldur á dagblaði í hinni. Bátur liðast hjá, fagurgulur, nýlega málaður.

Ég sit við skrifborðið á þriðju hæð og fylgist með út um gluggann.

Svona er dagar mínir, sjúkir en fagrir.

3. okt. 2004

Sunnudagur - ákaflega skýr og fagur - og nóg að gera - og um að vera
- ble

2. okt. 2004

Laugardargur Hann verður notaður í maraþonlestur. Ég þarf að flytja fyrirlestur á mánudag og haf ekki enn náð að lesa bókina sem ég á að fjalla um. Svo nú hefst lesturinn. 273 síður á einum degi. Það hlýtur að hafast.

Sunnudagur á morgun. Hann verður notaður til að undirbúa fyrirlesturinn. Jú, krakkar mínir. Nám er vinna og og meir að segja helgarvinna. Ég ætti kannski að skila yfirvinnu lista til lín og athuga hvort þeir leggi augapening inn hjá mér.

Hey - við ættum kannski öll að gera það sem erum á lánum hjá lín. hverjir eru memm í svona demónstratíon.

Annars ætla erlendir nemar að flykkjast í demónstratíón hér í bæ í dag. Að kvarta yfir háum skólagjöldum fyrir fólk utan sambandsins. soddan klíka þetta samban. en ég kvarta ekki því maður er svona eins og snýkidýr á sambandinu. EES maður - sniðgut dæmi.

1. okt. 2004

Þau sem vilja kjósa þjóðarblómið kjósi hér.

Mín röð er þessi

1. Blóðberg
2. Geldingahnappur
3. Blágresi
4. Gleymmérey
5. Hrafnafífa
6. Lambagras

7. Holtasóley (fer út)

Ég er alveg að missa mig í þessari kosningu. Ég er að spá að fara að dæmi stuðningsmanna Jóns Steinars og senda út stuðningsyfirlýsingu.

Annars var ég eiginlega kominn niður á Geldingahnappinn í gær en svo vitjaði blóðbergið mín í draum. Já það birtist mér í draumi sem dýrðlegt ævintýr.
Aðra myndina í New York þemanu var horft á í kvöld. Að þessu sinni Manhattan Woody Allens. Hún er ein af póstklassísku kvikmyndunum. Með svona póstmódernísk eliment.

Færslan hér á undan (að neðan) er líklega svona póstmódernísk. Ef ég man eitthvað rétt sem ég las um póstmódernimsa í íslenskum fræðum hér um árin. Annars hætti ég alltaf að hlusta þegar byrjað var að tala um póstmódernisma. Það er svona stefnulaus stefna. Eitthvað sem bókmenntafræðingar og kúltúralspekúlantar fundu upp þegar þeir voru hættir að nenna að gefa öllu þessu krappi nafn. Já, köllum þetta bara póstmódernísma. Eitthvað voða módern en samt eitthvað annað. Svona meira módern. Eitthvað dót sem brýtur allar reglur er en um leið nostalgíst. Með öðrum orðum: Kjaftæði. Það helsta sem póstmódernisminn gerir er að reyna að skilgreina sjálfan sig. En kemst aldrei að niðurstöðu af því að hann er allt í senn hann sjálfur og eitthvað annað.

En sum sé. Ég er að lesa aftur um póstmódernisma þessa dagana. Það er alveg jafn leiðinlegt og íslenskunni í denn. Miklu skotnari er ég í hugtakinu síðklassískar kvikmyndir.

Jú, filmstudies er bölvað kjaftafag. bjútíið við það er að maður getur eytt heilum fimmtudegi í að horfa á kvikmyndir án þess að fá sammara.

30. sep. 2004

Um daginn spurðu mig dægrin hvað ég væri að þvælast þetta á annarlegri strönd. "Ég er bara sprek", svaraði ég auðmjúkur, "og hafrekið að auki. Hér sit ég yfir drykkju, aleinn eins og þið sjáið og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il". Í loftinu fann ég ilm af gömlum blómum þegar betur var að gáð mátti sjá að þetta voru dauðarósir, ósköp litmjúkar. Dægrin hlógu og hvísluðu á milli sín, "óskabarn ógæfunnar". "Einhvern vegin hafa dagar lífs míns glatað lit sínum," hélt ég áfram, "þeir voru svo fagrir, sjúkir, en fagrir". "Hvar?" spurðu dægrin, "og hvar urðu ljóðin veðrinu að bráð?" Ég stóð orðlaus og tíminn stóð kyrr, eins og vatnið, kalt og djúpt. Ekkert hreyfðist, nema hrungjörn laufin í haustskóginum. Ég svaraði að lokum: "spyrjið myrkrið, það veit svo margt".
Blágresi, Blóðberg, Geldingarhnappur, Gleym-mér-ei, Holtasóley, Hrafnafífa og Lambagras

Af þessum sjö þykir mér vænst um Blóðberg og Geldingarhnapp. Ætli ég kjósi ekki Geldingahnapp.

Koma svo. Allir að kjósa Geldingarhnapp næstu tvær vikurnar.
Oj - Það var svona það fyrsta sem kom fram huga mér þegar ég las fréttir um að Geir hefði valið Jón Steinar. Það er líka held ég besta orðið sem lýsir þess. Oj!

28. sep. 2004

Nýtt þema hófst í gærkvöldi. New York myndir. Byrjað var á Mean Streets. Næst á dagskrá: Manhattan.

Jú, það er bara skemmtilegt að nema kvikmyndafræði.

Í öðrum fréttum. Ég hef ákveðið að gerast bandarískur ríkisborgari. Auk þess hef ég ákveðið að skipta um nafn, einkum til að auka möguleika mína á bandarískum ríkisborgararétti. Héðan í frá mun ég kallast Buck Johnson.

Og jú, í enn öðrum fréttum: Von er á frumburðinum í Kína í byrjun næsta árs. Hefur mér þegar verið meinað um umgengnisrétt enda móðirin í Falun Gong hreyfingunni, sem svífst einskis til að traðka á frelsi vestrænna hugsjónarmanna. Bandaríska ríkisstjórnin mun vonandi ganga í málið, sér í lagi ef Al Gore nær sigri í forsetakosningunum.

Pestin að neðan hefur að mestu leyti horfið eftir rækilega klósettferð í gærkvöldi. Þess í stað er ég sérlega andremmusetinn í kjölfar óskapans hóstagangs undanfarna daga. Þar kemur vinur veiðimannsins helst til hjálpar og dugar þar ekkert minna en blái pakkinn, extra strong.

27. sep. 2004

Hvað hef ég gert. Eitthvað hryllilegt er rotið inni í mér. Ég hef þurft að sleppa tvisvar í dag og upp gaus þessi hræðilega pest. Ekki svo að skilja að viðrekstur minn ilmi vanalega - nei, en í dag er eitthvað skelfilegt að gerjast þarna niðri. Minni mig á hálfrotnað kálfshræið sem ég þefaði uppi á ruslahaugunum á Tjörn í gamladaga. Nei þetta er skelfilegt. Og ég þori varla að fara á klóstið, hræddur um að kafna. Nema að ég bíði þar til nágranninn er farinn svo ég geti hægt mér með dyrnar opnar. Það er varla hættandi á annað. Mikið getur maður verið ógeðslegur stundum.
Sólin skín ekki en hún er nú þarna samt blessunin bak við skýin. Mánudagsmorgun, ekki í Vestamanna eyjum enda er Dísa drusla dansandi við Finnboga þarna undir Fjósakletti. En Eiríkur er farinn svo ég er ekki í teljandi hættu. Enda Amsterdam ekki hættuleg borg.

?Heiðruðum Bónus með nærveru okkar en var tekið eins og kóngafólki í frönsku byltingunni og biðum óendanlega lengi í röð.?

Svó reit Bergsteinn. Þykir mér þetta skemmtileg líking. Er ég las hló ég með sjálfum mér og gott ef flissið færðist ekki framfyrir varinar svo heyra mætti.

Sjálfur er ég kvefaður enn. Merkileg þessi rútína kvefs. Nú er mesta horið hætt en hóstinn tekinn við. Hann verður þurr líklega eftir tvo daga og svo verð ég fínn á fös.

26. sep. 2004

eru ekki 365 dagar í ári? jú, mikið rétt, nema það sé hlaupár!

spurningin hafði hvílt lengi á mér frá því að ég vaknaði þann morguninn. hvað gerðist aftur þennan dag, 26. september? En sama hvað ég braut heilann þá gat ég ekki munað það. Það var svo þegar ég var að undirbúa annan umgang af tei að ég skyndilega mundi hvað það var. George Gershwin fæddist þennan dag árið 1898 í Brooklyn í bandaríkjunum. Hann, ásamt bróður sínum og örðum samdi einmitt óperuna Porgy and Bess sem ég er nú að lesa um í kúrsinum US as a cultural presence in Europe.

magnað ekki satt?
Stíflað er nefið og sölnuð er kinn
af sígandi vörum er farinn roðinn
En það er í lagi því það er sunnudagur og það er hætt að rigna . eiki í örðu var hér yfir helgina . á franska hótelinu svo skammt frá rauðahverfinu að heyra mátti stunur samfara samförum . jú hún er yndæl litla amsterdam

með tebolla í hönd , tebolli kemur jafnan í stað kaffis á kvefuðum morgnum hjá mér , og will oldham í græjunum verður lestur dagsins . television . allt um sjónvarp . mér til aðstoðar verður bein útsending bresku útvapsþjónustunnar búþ (e. bbc). má einnig kalla það breska ríkisútvarpið (brú) . ekkert er barnið á þessum bæ til að hafa ofan af fyrir . segir maður þetta ekki svoleiðis ? ekki verður neitt gert í þeim málum enda varla við hæfi að fara að eignast börn með herbergisfélaganum . hvað er ég annars að tala um börn ?

í baverkefni mínu er fjallaði um lýsingarhátt þátíðar af áhrifslausum hreyfingar- og breytingarsögnum sem BG kalla afbrigðilega tíð en ég kalla ástandshorf var setningardæmið jón hefur aldrei borðað börn.

Og hver er BG ? það er þitt að svara því . það eina sem þú þarft að gera er að kommenta á þessa síðu og skrifa svarið . sá sem fyrstur er með rétt svar fær vegleg verðlaun . út að borða fyrir tvo á FEBO !!

er þetta eingöngu dulinn aðferð til að fá fólk til að stytta mér stundir með kommentum á þessa síðu ? svarið er já og nei . já þetta er aðferð nei þetta er ekki dulin aðferð .

önnur spurning og að þessu sinni eru verðlaunin ekki af verri endanum . áritað eintak af fyrsta geisladisk mínum út um græna grundu - henson spilar fyrir gamla fólkið.

Nóg er komið sest er sól
syngur dalabúinn
hér sit ég í kvenmannskjól
kaldur, blautur, lúinn.



25. sep. 2004

Þeir voru átta barirnir sem við fórum á í gær. Hvað gerist í kvöld? Það er spurning.

Í dag var vaknað klukkan átta - en farið á fætur klukkan hálf þrjú - maður verður nú að vera góður við sig stundum.

Jú, þetta eru eitthvað fleiri sem lesa, eins og ég bjóst við.

24. sep. 2004

Ég var að fikta í punktinum. Ég held ég þurfi að hætta þessu. Þetta er orðið hálfávanabindandi.

Að meðaltali lesa 28 manns þessa síðu á hverjum degi. Ekki veit ég hvaða fólk þetta er. Bíddu lof mér að telja svona þá sem ég þykist viss um að lesa mig. Hmm... Finnur Pálmi veit ég að er einn af dyggustu aðdáendum. Pétur Maack hefi ég vitað til að lesi líka og ÓliVeigar hann vitnar oft til skrifa minna. Gulli minn og Hulli þeir lesta mig líka báðir. Þá eru komnir fimm. Foreldrar mínir lesa þetta víst líka, amk pabbarnir tveir og hún mamma mín. Átta. Tuttugu eftir. Siggi í Svíþjóð hann les þetta alveg örugglega og hún Tintin. Jájá, þetta er allt að koma. Heyrðu, Katrín vinkona hans Hulla, hana hitti ég og hún sagðist lesa mig. Ellefu. Þóra nefndi það í sumar að hún læsi. Stundum sagði hún. En það telst með. Olla skildi einu sinni eftir komment, það merkir að hún hefur einhverntíma verið að lesa þetta. Já, og Gunna rokk líka. Fjórtán, helmingur. Huxy má ekki gleyma, hún les en Benni var eitthvað að tauta að hann væri eiginlega hættur að lesa, jæja hann telst með. Tjaldurinn las þetta í eina tíð. Ætli hann lesi ekki enn? Og Þórdís. Hún skilur meir að segja stundum eftir komment. Ekki má gleyma Mumma. Ætli Hreggi lesi þetta? Hann amk þóttist í eina tíð aldrei lesa blogg en Mummi þykist viss um annað. Hvað eru þá komnir margir. Tuttugu. Hva! Gunnar Hrafn linkar á mig og skilur stundum eftir komment. Svo hann les þetta ábyggilega líka. Ég veit ekki með Lúlla og Lailu og Þorra þokkalega. Jú, Þorri les þetta. Veit sum sé bara ekki með L&L Hmmm. Tinna Guðmunds skildi eftir komment um daginn. En merkir það að hún lesi eða þrufti hún bara að hafa samband? Margrét V hún les þetta og Sonja í Danmörku líka. Diljá í Danmörku, hún hefur verið að lesa þetta og Krunka frænka held ég líka og Lóa frænka. Það eru þá 28. Er þetta fólkið allt? Þetta er kannski mistalið hjá mér. Svo eru reyndar helgar með í þessu en þá er yfirleit mun minni lestur svo að þetta eru líklega eitthvað fleiri. En látum hér við sitja. Svo. Hver les þetta og kannski frekar. Hver les þetta ekki? Rétt upp hönd!

23. sep. 2004

Ég hef fundið punkt undir vinstri augabrún. Þrýsti ég á hann með grönnum hlut eins og penna fæ ég ofsalegan sting sem leiðir upp á miðjan koll. Ég fikta stundum við þetta á meðan ég er að lesa. Ofsagamanhreint.


Ég er 34 ára.

Ég get náð kjöraldri - eða yngst - ef ég:

Nota tannþráð
minnka alkóhólneyslu niður í hálfan drykk á dag
borða morgunmat
fer í gymmið
læt mæla í mér blóðþrýsting
hætti óbeinum reykingum
borða meiri fisk
tek inn E-vítamín og meira kalk
borða meiri grjón
Kvef. Eitt viðbjóðslegasta fyrirbæri í heimi. Stíflaður á stíflunni hérna. Verstu stundir mína þegar ég er kvefaður er þegar ég vakna. Það er ömurlegt að vakna kvefaður. Augnlokin eru límd sama nefið yfirfullt af hori og háls og munnur sem sandpappír.

Vitiði. Hér gæti ég haldi stórskemmtilegan pistil um viðbjóð kvefsins en þar sem mér líður svo skratti illa er ég í engu stuðu fyrir svoleiðis stundir.

Ætli ég fari ekki að lesa um sjónvarp - en fyrst skrifa á samantekt um hvernig eða hvort við getum skilið fjölmenningu.

Bless

21. sep. 2004

Hæ - stíflu-Jón hérna!

Hér er skítkalt orðið - þá meina ég inni í herberginu mínu. Sembeturfer á tölvan mín það til að hita sig óskaplega sem yljar loppnum fingrum. En hér er sum sé skít kalt, úti sem inni. Vegna þess að rúðustrikaðir kerfishollendingarnir hafa ákveðið að hæfilegt sé að kveikja á kyndingunni 1. október. Svo ef september er kaldur, dem - óheppinn - þú verður bara að bíða fram að mánaðamótum kallinn - já, neinei það verður sko ekkert hitað fyrr en 1. okt. Já neinei ekkert múður.

Í sjónvarpinu er gaur á BBC (bíbísí) sem talar eins og hann hérna Kári - Kári - Kári - Stefánsson - heitir hann það ekki - hann þarna ÍE gaur . Jú

Eiríkur í öðru kemur hingað á fös - fíntsó - goed zo! Hann bókaði hótel í miðbænum - það sem hann veit ekki - í rauða hverfinu :)

Næst: Tími í hinum stórskemmtilega kúrs US as a cultural presence in Europe. Í dag - hvernig skiljum við fjölmenningu? Að því loknu - Übermennsch skúrar gólfið les eitt stykki bók um greiningu á klassísku hollývúddmyndunum eldar mat og fer á Jazz-jam-sessjón í Bimhuis með Arne hinum danska (sem C&L skildu hér eftir handa mér að japla á) og jafnvel hinum nýja Fabien Þjóðverja.

Er þetta svona? Svarið er einfalt: Já!

20. sep. 2004

Þessi Corgan þarna virðist vera sérfræðingur í þessu sem ég er að kanna í mínu research masters námi - Icelandic cultural and national identity in US relations - eða eitthvað - jájá ég þarf að skoða verk þessa náunga

Annar er ég bara farinn í tíma - þar mun ég fjalla gáfulega um áhrif ljósmyndarinnar á skilning okkar á samtíð og sögu og svona í tengslum við collective memory - þá vitið þið svona um það bil hvað ég er að stúdera hér á stíflunni.