28. okt. 2004

Halló krakkar - ég er í Helsinki - þunnur við Hreggi fórum í sauna og á fyllerí í gær. Sauna var fín- alveg frábær - hómóerótísk og falleg ... svo var bara fyllerí - minn fékk meir að segja símanúmer hjá stelpu - jájá - still got it maður ...

Hreggi og fjölskylda tóku vel á móti mér ... og börnin maður - þau eru fun! Ofsalega vel heppnuð - enda komin af góðu kyni

Stokkhólmur á eftir svo Köben á Lau og A'dam á sunn - þá kemur ferðasaga með myndum

so má náttla lesa söguna frá Hrekka bráðum - hún verður vel login og ósönn - en skemmtileg

25. okt. 2004

Halló krakkar

Ég er í Stokkhólmi. Sigurður og Gunnhildur eru að elda og ég er að drekka bjór og skoða nágrannana. Gaman saman. Köben var fín að vanda. C&L tóku vel á móti okkur Ms Notley. Systir mín ásamt Kristínu og Tandra tók vel á móti mér. Bjarki og Hildur og Hrafnkell Ari tóku vel á móti mér. Gaman saman.

Köben í gær - Stokkhólmur í dag - Helsinki á morgun

Hver er ég - hvar er ég ?

Er ég að bulla?

Maturinn er til - ég bið að heilsa - eða - nú andar suðrið

19. okt. 2004

það er bara þannig já.

fyrir nákvæmlega ári reit ég eftirfarandi:

Heine hjerna. Eins og vanalega.

Jeg og Kristján og Lovísa forum i mat til Mary fra Astraliu i gair. Hun byr i Jordaan-hverfi i Amsterdam. O, hve vid thremenningarnir vorum afbrydisamir og bolvudum Geuzenveld i sand og osku. Ef jeg held afram naista a naista ari aitla jeg ad finna mjer ibud i Jordaan, svo mikid er vist.

En hvad um thad.

Jón bregður kettinum (germynd)
Kettinum er brugðið (þolmynd)
Kettinum bregður ( ?? )

Er thetta sama fyrir bæ og að sökkva?

Hmmm - bara ad spá

Jeg uppgotvadi nyja hljomsveit a fostudag. Spain. O, hvilik snilld!


Getiði þrisvar hvar ég bý einmitt núna. Jæja, ég skal svara því: Í miðju Jordaan hverfi. Örlögin maður. Annars er Oorlog á hollensku nú bara stríð. Magnað ekki satt?
jú - finnur er til - en gulli minn? er hann til? svaraðu mér nú einhverntíma gulli minn og hættu þessu rugli.

ég held áfram að drekka kaffið mitt. búinn með einn fjórða af fjórfaldaespressóinu. það þýðir, eins og glöggir menn hafa líklega áttað sig á, að ég er búinn með einfaldan espresso.

í fréttum er þetta helst: ég fer til útlanda ekki á morgun, ekki hinn heldur hinn!


VEI

18. okt. 2004

Hvert er svarið við þessari spurningu?

Í dag hélt prófessor whatshisface leiðinlegan fyrirlestur um arkhævið. Arkhæv er þýtt sem skjalasafn á íslensku. Kann einhver betri þýðingu?

Eftir tíma fengum við, stúdentarnir, okkur kaffi. Stúdentarnir fengu sér kaffi eftir tíma. Þetta hljómar eins og dæmi í kennslubók eftir H. Þráinsson.

Það fengu nokkrir stúdentar sér kaffi eftir tímann.

Í kaffidrykkjunni komumst við að því að ég væri líklega Guð. Ef ekki Guð, þá amk sannleikurinn.

Ég var ekkert að amast við þeirri niðurstöðu og hélt heimáleið með grænan hatt á gulu hjóli.

Hver ætlar að koma hingað um jólin?
Já!

Í gær fór ég í bíó. Já, einmitt það. Og afhverju telst það frásagnarvert? Jæja, það væri þó ekki nema fyrir það að myndin var 7 og hálf klukkustund að lengd, og úngversk.

En myndin var hörkugóð, full löng en alveg bara fín sko. Ég verð reyndar að viðurkenna að síðustu tveir tímarnir tóku á, andlega og líkamlega.

Myndin byrjaði vel. Eftir korters opnunaratriðið, þar sem átján kýr voru í aðalhlutverki og raunar eina hlutverkinu, hóftst myndin fyrir alvöru. Hún hafði meir að segja söguþráð og spennuelement. Sem máski er nauðsynlegt ef á að keyra mann niður í sæti í sjö klukkustundir plús. En svo voru það síðustu tveir tímarnir sem fóru í hálfgert rugl. Söguþráðurinn leystist einhvernveginn upp. Senurnar urðu lengri og lengri og undir lokin var þetta orðið að einhverju "listrænu kjaftæði". Eða var það kannski bara ég og einbeitingin sem voru hætt að virka?

Hvað um það. Það verður einhver bið á því að ég fari aftur á 7,5 klst langa úngverska kvikmynd.

Hér eru upplýsingar fyrir áhugasama. Ég veit svo sem ekki hvar fólk ætti að geta nálgast hana. Þetta var one time onlí þarna í filmmuseum.

17. okt. 2004

Ég, sem slíkur, fyrir sjálfan mig, og einmitt í sjálfum mér, sjálfur ég, er að lesa, og ber þess að geta einmitt út af þeirri einföldu ástæðu að ég sæki tíma í klassískum textum, grundvallar ritum, því lesefni sem skiptir máli, sé gengið út frá því vísu að textar sem slíkir, í sjálfum sér, fyrir sitt eigið leyti, skipti máli, en vafasamt er að halda því fram að textar skipti endanlega máli, algjörlega og per se, en of langt mál er að fara út í hér í þessu riti, sem í raun er fyrir sig sjálft til grundvallar í sinni eigin mynd, en þá er ég sjálfur, í eigin mynd, ef sú mynd er í raun frummynd eða hvort heldur í senn frummynd og eftirmynd, eins og spegilmynd af prótótýpu er aldrei upprunaleg, nema í andhverfu sinni, hugmyndir byggðar á verkum Platós og enganvegin hægt að fjalla nánar um hér, in situ, ef svo má kalla, en þá er sú mynd af mér og birtist mér sjálfum, eða öllu heldur öðrum því manns eigin frummynd er ávallt falinn manni sjálfum og er það máski til marks um takmarkanir mannsins, hans sjálfsmynd og illusion, einkum og sér í lagi í sjálfu sér og fyrir sitt leyti, sú mynd sem öðrum birtist og öllum öðrum nema mér sjálfum er þessa stundina, ef sú stund er til, nútíðin, praesentia, því hvar eru í raun skilin á milli fortíðar og framtíðar ef tíminn líður stanslaust, en á þeirri stundu sem nú er liðin og hinni sömu sem heldur áfram, sit ég, eða öllu heldur sú verulega heild, entity, sem ég er, eða tel mig vera og birtist í augum annarra, og les, í bók, riti sem lagt er til grunvallar í fræðum sem þeim sem ég nú stunda um mun stunda og það sem mikilverðara er legg stund á, og því les ég bók eftir Derrida sem heitir, gengur undir því nafni, í hið minnsta í enskri þýðingu, Archive Fever en á frönsku heitir Mal d'archive.
Halló halló halló...

...á ekki að hleypa ínn? Það var sagt að það væri sjóv! újéé ... ég er í stuði. Ég er maður. Ég stuðmaður. Það er sunnudagur og ofsalegt fjör á Prinsengracht 231A. Ójá... tjigg tjigga tjigga. Ég fékk símhringingu í nótt í íslenska númerið. Hvur var að bjalla. Bimbirimbirimbamm? Á talhólfið vour leisin drykkjulæti.

Nú: Lesið í bókinni Archive fever. Derrida heitinn þar á ferð. Fyrst. Fjórfaldur espressó og kannski morgunmatur í tilefni af því að það er sunnudagur. Skýr og fargur.

Skilaboðin eru skýr. Skilaboðin eru skyr.

Svo allir að uppfæra mig í addressubókinni sinni. Ekki lengur frjalsi á hotmail.com heldur

hjortur á gmail.com

húrra..........

15. okt. 2004

Ég fór á Albert Kuyp markaðinn í dag. Til að versla fyrir matarboðið. Ég keypi:

Blómkálshaus
Knippi af fersku kóríander
Átta stórar gulrætur í sekk
Fjóra lauka í sekk
Fjórar Sítrónur í sekk
Kíló af tómötum
Kíló af kjúklingafíle
Átta ferska tjillí
Eggaldin
Gúrku
Hleif af tyrkjabrauði
Tandóríkrydd
Einn ananas
Dollu af kókosmjólk

Allt þetta fyrir 12,80 evrur.

Jú, þetta er það sem maður kallar goedkoop hér í landi.

Og hvað ætla ég að gera við þetta. Jú ég ætla að matreiða Aloo Curry, Gobhi, Tandoori Chicken og Curry Masala. Vei!
Það vill svo vel til að nóg er af heimildum um verstra sem og spagettívestra á bókasafninu og svo internetinu maður.

Í dag er lestur. Lestur er bestur. Í kvöld koma tvær konur til mín í mat. Hver veit svo hvað nóttin ber í skauti sér.

Á matseðlinum verður eitthvað óskaplega gott grænmetisdrasl þar sem önnur er grænmetisæta. Nú hefjast pælingar um grænmeti.

En í dag eiga amk tveir ungir menn afmæli. Annar fæddist á undan hinum og er Guðmundur Arnlaugsson. Hann er 28 ára í dag. Hann er sögukennari og tenór ásamt með fleiru. Guðmundi, eða Mumma eins og hann er jafnan kallaður, færi ég bestu óskir.
Hitt afmælisbarnið er svo sem komið af barnsaldri. Hann er tuttuguogfjögurra ára í dag. Hann er frændi minn, Þormóður Dagsson. Þormóður þessi, eða Þorri eins og hann er jafnan kallaður, einnug stundum Prinsinn eða litti trommuleikarinn, er einmitt trommari í hljómsveitum og einnig bókmenntafræðinemi, ásamt með öðru. Þorra færi ég bestu óskir í tilefni dagsins.

14. okt. 2004

Hæhójibbíjeiogjibbíogjei það er kominn fjórtándi október. Sem er svo sem ekkert merkilegt í sjálfu sér.

Nema hvað að ég er svona ofsaglaður með Firefoxinn, algjör refur. Allir að skipta. Já, og meðan ég man. Ég er sum sé hjortur þarna á gmail.com bara að skella att-merki á milli. Senda póst til að sjá hvort græjan virki. Minni á boðskortin fyrir áhugasama.

Í dag. Lesið meir um cúltúral diplómasíu á vegum Bandaríkjanna í Evrópu og svo allt um spagettívestra. Ætli kvöldið fari ekki í mesmegnis lestur líka, Derrida, og svo Night of the living dead til að slútta þessu.

Nú er bara rétt rúm vika þar til maður fer í reisu. Vei - og jibbí líka.
jójó - gaggalagó - jójó - sigga la fó

þökk sé firefox get ég nú notað gmail af fullum krafti. Af því að firefox veitir mér upplýsingar um hvort ég eigi ólesinn póst.

Svo koma svo. Allir að fá sér Firefox og Gmail. Ég á enn eftir 5 boðskort fyrir Gmail. Fyrstur biður fyrstur fær. Nú ullum við á Microsoftveldið og fáum okkur auk þess miklu betri og flottari græjur.

vei

og svo er hugmyndin að halda jól í Amsterdam ... hverjir ætla að mæta ... ég veiti húsaskjól og jólasteik ef þið veitið mér kompaní og rauðvín (sem einmitt er hræódýrt hér í bæ).

13. okt. 2004

Hæ krakkar hvað segiði? ekki neitt? Nei haldiði þá bara kjafti og þegiði og deyiði greyin mín litlu lömbin á veginum tilbúin á grillið. með grillleginum ég kveikíðí og set feitið í og steiki í eldinum heita og fæ reykinn í lungun og hósta og neita að grilla meira nema geitakjöt og fleira tildæmis fiska og eyra af manni. Klippi það af skærum og hamri krydda með salti og pipar, nammi. Þetta verður grillveisla, frammi í forstofu þannig að ostur og þanning er bannað og ostrur og rauðvín og annað sull sem er hannað fyrir homma og kellingar og feitan mann með fellingar.

Jújú - svona er þetta - annars er maður nú bara að bíða eftir að suðan komi upp svo ég geti hellt grjónunum útí - pottinn sko - er að elda með annarri og blogga með hinni
Halló - þetta þykkvir mér skrítið. Annars tók ég Night of the living dead á bókasafninu í gær. Svo hefi ég bestað ritgerðirnar mínar. Ég mun hafa sama tópikk í öllum þremur kúrsritgerðunum. Spagettívestra. Mun nálgast viðfangsefnið frá þremur mismunandi vinklum - út frá cúltúríksum áhrifum í Evrópu, út frá stöðu innan classískra/póstklassískar kvimynda í bandaríkjunum og út frá freud um sjálfið. Eða eitthvað - skoða þetta betur.

farinn að fá mér brauð með skrítna stöffinu sem ég keypti í Albert Heijn í dag. Hlakka til. Tilgreini hvurslags stöff er á ferðinni þegar ég er búinn að finna út hvað í andsk.... þetta er þetta er þetta er er er ...
Líkt ég væri drukkinn fór ég að röfla eitthvað um súkkulaði færslu á gestamiðann hjá Gulla. Ohhh. Súkkulaði súkkulaði súkkulaði - annars hef ég ekkert að segja um súkkulaði

Við Fabien fórum í gær á bar. Café Chris sem er minn hverfisbar (einn af hundrað reyndar). Drukkum fullmikið af bjór. En það er í lagi. Tíkall fyrir gott þriðjudagsfyllery handa tveimur. Maður kvartar ekki. Við komumst að því að ástarlíf okkar eru samhverfur. Spúkí!

12. okt. 2004

Ég mætti of seint í tíma í dag. Vegna þeirrar ástæðu að ég þurfti að bíða í tíu mínútur eftir tölvu til að geta prentað útdráttinn sem ég hafði skrifað svo meistaralega úr greininni um rokk og ról í ítalíu og svo hinni um kúltúríska diplómasíu á vegum Bandaríkjanna í Austurríki á eftirseinnastríðsárunum. Nema hvað að ég mætti svo sem svona fimm mínútum of seint. Sem var svo sem allt í lagi. Kennarinn brosti til mín og benti mér á að setjast niður og tilkynnti mér að verið væri að ræða efni fyrir lokaritgerðina í kúrsinum og að röðin væri komin að mér. Einmitt það já. Ég hafði einfaldlega steingleymt að hugsa um efni fyrir þessa ritgerð! Og ekki vildi ég bæta gráu ofan á svart, að mæta of seint í tíma og viðurkenna það að ég hefði nú bara alls ekkert hugsað um tópikk svo ég byrjaði bara að bulla eitthvað. Svo ég lýsti því fyrir honum hvernig ég hefði mikinn áhuga á að skoða amerískar kvikmyndir og þeirra hlutverk í að breiða út bandaríksa fagnaðarerindið á kaldastríðsárunum og myndi í ritgerðinni horfa einkum til kúrekamynda og skoða hvernig bandarískir siðir og venjur væru representeraðar í gegnum þær og jafnvel segtja þetta í samhengi við spagettívestrana. Eftir að hafa gubbað þessu út úr mér, án þess að hafa í raun hugmynd um hvað ég var að segja þagnaði ég og horfði í von og óvon á prófessorinn. Já, sagði hann, helvíti góð hugmynd, jú mér líst vel á þetta.

Þannig að - ég er víst að fara að skrifa um spagettívestra. Nú er bara að bruna á bókasafnið og vona að ég finni einhverjar heimildir um þetta.
Djöfull hlakka ég til tuttugasta og annars október maður.

Annars er bara þriðjdagur og nokkurt frelsi við völd. Kannski maður fái sér bjórkollu í kvöld.

"Hva, það er bara eins og þú sért hérna í stofunni hjá mér." "Nei, heyrðu, það heyrist bara svona hringing eins og í gömlum síma." Við Sgrðr vorum að spjalla á Skype. Hann var að ráðgera Rammstein í Rotterdam. Uppselt. Hann er líklega búinn að missa af öllum Rammsteintónleikum í heimi núna. Blessaður.

Merkilegt annars hvernig sumir dagar fara í mestmegnis ekki neitt. Kvöldið átti að vera notað í lestur um Rokk og ról í Ítalíu á eftirstríðsárunum og bandarískan áróður og ritskoðun í Austurríki á sama tíma. Jú, reyndar las ég báðar greinar, en kom mér bara alls ekki að því að skrifa um það reflections.

æjá - máski ætti ég að klára þetta fyrir háttinn. Kannski bara. En ég er orðinn of þreyttur. Ég held ég hiti mér te og lesi einn kafla í bókinn If you've seen one you've seen the mall.

Ég fór út í búð í gærkveldi. Ætlaði að kaupa mér eitthvað snarl, en nennti ekki að elda. Hollendingar eru ekkert mikið fyrir svona égerbaraeinnheimaognenniekkiaðeldamérneitteinfaldarétti eins og maður getur valið um í tugatali í tíuellefu - og verið snöggur að því. Svo ég keypti mér svona 32 party mix drasl í pakka til að djúpsteikja - svona einskonar kjúklinganagga - nema í þessum mix pakka voru líka einhver torræð fyrirbæri sem minntu á osta og hakkabuff.

Á leiðinni heim orti ég vísu:

Stend hér á götunni' og stari' út í bláinn
á stjörnurnar ofan við himinskjáinn
hugsa um lífið og heiminn og allt.
Helvíti er mér orðið kalt.

Það er farið að kólna hér í A'dam. Sólin skín samt sem hún eigi lífið að leysa. Svona eins og geitungur að síðhausti. veit að hann er að fara að drepast en ber sig ofsalega mannalega svona síðustu dagana. Reiðubúinn að drepa hvurn þann sem á vegi hans verður. Já, svoleiðis er sólin mín þessa dagana. Reiðubúin að drepa.

En nú er ég reiðubúinn í háttin. Enda þetta á spontant vísu. Sjáum til:

Bloggið er dautt ég drap það eins og Nietzsche
drullaði yfir Guð og skaut hann svo.
Tilveran rokkar og rólar þó að hvít sé
raunin sem sem efinn aldrei nær að þvo.



11. okt. 2004

Hmmm... ég er kominn á lista á einhverri RSS þjónusti á mikkivefur.is - ekki veit ég hvernig ég komst þangað? En þetta verður vonandi enn eitt skrefið í átt að veraldarfrægð. Millimetri á hverjum degi. Það er mottóið.

Annars hefur óskalistinn uppfærst eftir Rammsteindiskakaupin. Í efsta sæti trónir nú STAFRÆN MYNDAVÉL

Hvern langar að gefa mér DC?

Halló!!??

Hvern langar?
Halló krakkar! Ég fjárfesti í geisladisk í dag. Ég rataði í þrjár geisladiskabúðir. Geisladiskabúðir? Þetta orð hefi ég aldrei notað fyrr. Ég hefi alltaf sagt plötubúðir. En þessar þrjár búðir sem ég kíkti í selja bara geisladiska. Geislaplötur. Það er orð sem ég kann við. Ég gekk semsagt inn í þrjár plötubúðir á leiðinni heim. Í þeirri fyrstu fann ég geislaplötuna á 21 evru. Sem er slatti. Svo ég hugsaði með sjálfum með. Jafnvel ég hafi sagt það upphátt: "Nei, þetta er nú full dýrt." Svo ég steig á fákinn, hjólið, og brunaði áfram heim á leið, nokkuð af vanalegri leið, þar sem ég vissi af annarri plötubúð á óvanalegri leið. Steig ég af hjólinu og gekk inn þar sem ég fann plötuna á 19,99 evrur. Enn hugsaði ég með sjálfum mér og sagði jafnvel upphátt: "Nei, þetta er nú full dýrt." Svo aftur sté ég á fákinn á nokkurra kaupa og hélt áfram leið minni í átt að heimili mínu og enn örlítið af vanalegri leið, þar sem ég vissi af þriðju búðinni á annars stuttum vegi mínum milli heimilis og skóla, eða skal ég segja skóla og heimilis, þar sú var áttin í það skiptið. Af fáknum var stigið og inn í búð gengið hvar ég fann plötuna og nú á 18,99 evrur. Enn sagði ég við sjálfan mig, sennilega í hljóði: "Nei, þetta er nú full dýrt." Öngvu síður tók ég í það sinn ákvörun að kaupa gripinn, enda orðinn þreyttur á plötubúðarápi, auk þess sem þetta eintak var þó rétt rúmum tveimur evrum ódýrar en í búðinni þeirri fyrstu. Svo nokkuð sáttu steig ég á fákinn og beygði nú af þessari krókaleið og hjólaði beinustu leið heim. Þó með viðkomu í plötubúð sem einmitt er á þessari leið minni sem ég fer vanaleg í og úr skóla. Hægði ég verulega á ferðminni framhjá þeirri búð, reyndar svo mikið að ég stöðvaði fákinn alveg og leit í plötubúðargluggan hvar ég sá eintak af disknum sem ég hafði keypt nokkrum mínútum fyrr. Sá ég verðmiðann á disknum hvar stóð á letrað 17 evrur. Hjartað tók kipp og ég fann snögglega blóðbragð í munninum og fann hvernig háræðarnar í kinnum mér þrútnuðu við aukið blóðstreymi fram í þær. Ég hristi hausinn og sagði við sjálfan mig svo vel mátti heyra: "Nei, andskotinn, ég hefði átt að kíkja hingað fyrst." Svo hjólaði ég heim, skömmustulegur, vonsvikinn og fúll út í sjálfan mig. Hvað var ég að þvælast þessar krókaleiðir til að kaupa geisladiskinn þegar ég mátti vel vita að plötubúðin sem ég versla yfirleitt við, einmitt vegna þess að hún er á beinni leið heim til mín úr skóla auk þess sem hún býður geislaplötur jafnan á mun betra verði en aðrar búðir í bænum? Var það ævintýraþrá eða sú ranghugmynd að grasið sé alltaf grænna hinummegin? Hvað var ég að spá?

En hvað um það. Þegar heim var komið setti ég geislaplötuna á geislann og nokkrum sekúndubrotum síðar mátti heyra Rammstein flytja kyngimagnaða rokktónlist af þeirra alkunnu snilld. Enginn frumleiki svo sem á ferð heldur sama hljómafall og vanalega ásamt hárbeittum þýskum ljóðum. En hvað þurfa þeir svosem að vera að gera eitthvað fumlegt? If it ain't broken don't fix it. Sagði ekki einhvert skáldið það hér um árið?

10. okt. 2004

jó!

Derrida er dáinn - ég fékk aldrei að kynnast honum - hinsvegar fjárfesti ég í bók eftir hann fyrir stuttu. Ég ætla einmitt að lesa hana á morgun -

En ég er á lífi - átti í heimsókn til fjölskyldunnar á Bossastræti - þau kíktu hingað á prinsinn í gær - við fórum svo saman og ég eldaði oní gríslinganna - heiðarleg til raun gerð til sjónvarpsgláps - farið snemma í háttinn

Samt er ég þreyttur - og svangur - er held ég enn eftir mig frá því á föstudag - hey - þá rappaði ég í nætuklúppi í Amsterdam - einu skrefi nær heimsfrægð

Well - back to Foucault

8. okt. 2004

Jó, jó ég sit hérna sveittur, aumur námsmaður ofsalega þreyttur en námsglaður, ofsalega hress og drekk fjórfaldan espressó, með Foucault í þessari og Halwbachs í hinni sit ég hérna inni og les í bókinni minni en finn ekki síðuna sem ég á að lesa um minni. Foucault er flottur alls ekki púkó heldur töffari og svolítill blöffari sem maður skilur ekki stundum því hann skilur eftir undrun.

Á eftir ætla ég ekki á barinn því ef ég fer þar inn verð ég bara barinn, laminn og kraminn, fæ hamarinn í hausinn og verð marinn og blár og aumur og sár, rauður og grár, sauður með hár á bakinu og blár í framan sem mér finnst ekkert gaman því og ég þekki mann sem að stamar því honum er sama hvernig hann talar, eins og hani sem galar í sífellur tvisvar, ef ekki þrisvar og er voðalega mis, bara og og ofsalega hissa. Eins og ég þegar ég er að pissa og er viss að ég er að pissa framhjá, ég er sauður, því skaufinn er harður eins og byssa, blamm, já þú ert dauður!

7. okt. 2004

Hendur mínar anga af smjörlíki. Eigi er það þó eftir bakstur. Heldur var ég að gera við varahjólið mitt. Hví smjörlíki spyrjið þið. Jú, vegna þess að besta leiðin til að losna við óhreinindin eftir hjólið, olíuna á keðjunni og svona. Er að maka sig út í smjörlíki. Mun áhrifaríkara en sápa. jájá

Annars á hann Þrándur frændi minn afmæli í dag. Hann fær vísu.

Þrándur hann er alls ekki þrítugur í dag
þremur árum minna' og einu til
Tuttugu og sex ára Tóta syng ég lag
í tilefni af því að hann er til.
Blesi minn, í brekkunni góðu búinn er þér hvílustaður. Einhverntíma ái ég með þér örþreyttur gamall vonsvikinn maður. Ég er að fara til köben, rallarallarei. Ég er að fara til Stokkhólms, rallarallarei, ég er að fara til Helsinki, rallarallarei.

Hei - man
Aftur má gamna sér við að skoða textafræðileg tengsla færslanna hér á undan. Að neðan!

Að þessu sögðu er mál til komið að koma sér að verki.
Úr varð að ég skellti mér á tónleika með hljómsveitinni Migala í gærkveldi. Ásamt hinum danska Arne. Jú, hin skemmtan besta.

Ég drekk yfirleitt fjórfaldan espresso og allt upp í þrisvar á dag. Einn bolla að morgni, annan þegar heim er komið úr skóla og þann þriðja síðla kvölds. Ég hefi heyrt um fólk sem ekki getur drukkið kaffi síðla kvölds sökum meðfylgjandi svefntruflana. Ég vona að slík verði ekki örlög mín. Ég vona ekki að slík verði örlög mín. Mér finnst gaman að færa ekki til í setningum. Mér finnst ekki gaman að færa til í setningum.

Já - ég drekk yfirleitt fjórfaldan espresso. Allt upp í þrjá þannig á dag. Einn að morgni, einn eftir skóla og þann þriðja fyrir háttinn. Ég hef heyrt um fólk sem ekki getur drukkið kaffi seint að kveldi. Það vona ég að verði ekki örlög mín. Það vona ég ekki að verði örlög mín. Mér finnst alltaf jafn heillandi hvernig hægt er hengja ekki á mismunandi staði í setningum. Mér finnst ekki alltaf jafn heillandi hvernig hægt er að hengja á mismundandi staði í setningum.

Dagskrá dagsins (eðli málsins samkvæmt):

Nú þegar hefi ég lokið við sturtuferð og netvappi.
Morgunverður með BBC news í botni.
Fjórfaldur Espresso ásamt lestri á Foucault.
Matarsnæðingur með Karinu niðri í skóla.
Bókasafnsferð til að ná í ljósrit og jafnvel eina bók.
Haldið á ný heim til að lesa meiri Foucault.
Hitaðar leifar gærdagsins og etnar ásamt með Heineken Bock.
Horft á kvikmyndina Easy Rider og póst-klassísk einkenni hennar skoðuð.
Fengið sér fjórfaldan espresso og lesið dálítið í Foucault.
Farið í háttinn.

Er þetta týpískur fimmtudagur. Jú, mikið rétt. Svona eru fimmtudagar mínir, sjúkir er fagrir. Gulir eru straumar þínir, hland mitt í skálinni.

6. okt. 2004

Ahhh... lesin verður bókin Studying Contemporary American Film og að því loknu horft á kvykmyndina Easy Rider. Nema að hinn þýski Fabien hringi og reyni að plata mig í bjór. Þá mun ég líklega láta platast.
En bara tvo bjóra því á morgun verðu lesin bókin, eða lesið í bókinni, The Order of Things, eftir kappann hann Foucault. Þá þýðir ekkert að skokkurinn þurfi að glíma við eftirköst bjórdrykkju. Onei - slíkt fer ekki saman við Foucault

bless

búinn að ganga frá mestmegnis skandinavíutrippi

5. okt. 2004

Ekki það að ég skilji hvað mönnum gengur til með kynmökum með dýrum yfir höfuð. Hins vegar skil ég bara engan vegin hversvegna menn fara að leggjast á hross! Auðvitað mætti lauma hér inn brandara um það að ríða hrossum. En nei, þetta er ekkert fyndið. En samt, ég meina, hestar! Hann hefur þurft að klifra upp á stiga, amk koll. Eða var hann kannski bara að rúnka sér yfir þeim, eða að rúnka hestunum? Mun heppilegra hefði verið að snúa sér að rollum hefði maður haldið. Eða einhverju svona í manns stærðarflokki.

Já, ég skal segja ykkur það. Hestar. Allt er nú til. Mann grunaði nú að það væri sitthvað á seyði þarna á Þorlákshöfn.

"...eftir að sést hafði til hans koma út frá hesthúsi í hesthúsabyggðinni þar í bæ. Grunsemdir voru uppi um að maðurinn hefði verið að fá kynferðislega útrás á skepnum í húsinu."

Hvernig vöknuðu þessar grunsemdir? Eftir að sést hafði til hans koma út frá hesthúsinu. Hvernig draga menn svona ályktanir? Nema að hann hafi verið að koma út frá hesthúsinu!

Nei - þetta er eitthvað gabb.

Annars er þessi færsla tileinkuð Hulla frænda mínum. Ekki af því að hann hefur eitthvað með ríðingar á hestum að gera, í neinum skilningi. Nei, heldur af því að hann á afmæli.
Kona í síðum kjól stendur á brúnni og horfir hugsandi niður í grábrúnt síkið. Við hlið hennar stendur strákur, fimm ára á að líta og borar í nefið. Maður á hjóli reykir pípu. Heldur með annari hendi við stýrið en heldur á dagblaði í hinni. Bátur liðast hjá, fagurgulur, nýlega málaður.

Ég sit við skrifborðið á þriðju hæð og fylgist með út um gluggann.

Svona er dagar mínir, sjúkir en fagrir.

3. okt. 2004

Sunnudagur - ákaflega skýr og fagur - og nóg að gera - og um að vera
- ble

2. okt. 2004

Laugardargur Hann verður notaður í maraþonlestur. Ég þarf að flytja fyrirlestur á mánudag og haf ekki enn náð að lesa bókina sem ég á að fjalla um. Svo nú hefst lesturinn. 273 síður á einum degi. Það hlýtur að hafast.

Sunnudagur á morgun. Hann verður notaður til að undirbúa fyrirlesturinn. Jú, krakkar mínir. Nám er vinna og og meir að segja helgarvinna. Ég ætti kannski að skila yfirvinnu lista til lín og athuga hvort þeir leggi augapening inn hjá mér.

Hey - við ættum kannski öll að gera það sem erum á lánum hjá lín. hverjir eru memm í svona demónstratíon.

Annars ætla erlendir nemar að flykkjast í demónstratíón hér í bæ í dag. Að kvarta yfir háum skólagjöldum fyrir fólk utan sambandsins. soddan klíka þetta samban. en ég kvarta ekki því maður er svona eins og snýkidýr á sambandinu. EES maður - sniðgut dæmi.

1. okt. 2004

Þau sem vilja kjósa þjóðarblómið kjósi hér.

Mín röð er þessi

1. Blóðberg
2. Geldingahnappur
3. Blágresi
4. Gleymmérey
5. Hrafnafífa
6. Lambagras

7. Holtasóley (fer út)

Ég er alveg að missa mig í þessari kosningu. Ég er að spá að fara að dæmi stuðningsmanna Jóns Steinars og senda út stuðningsyfirlýsingu.

Annars var ég eiginlega kominn niður á Geldingahnappinn í gær en svo vitjaði blóðbergið mín í draum. Já það birtist mér í draumi sem dýrðlegt ævintýr.
Aðra myndina í New York þemanu var horft á í kvöld. Að þessu sinni Manhattan Woody Allens. Hún er ein af póstklassísku kvikmyndunum. Með svona póstmódernísk eliment.

Færslan hér á undan (að neðan) er líklega svona póstmódernísk. Ef ég man eitthvað rétt sem ég las um póstmódernimsa í íslenskum fræðum hér um árin. Annars hætti ég alltaf að hlusta þegar byrjað var að tala um póstmódernisma. Það er svona stefnulaus stefna. Eitthvað sem bókmenntafræðingar og kúltúralspekúlantar fundu upp þegar þeir voru hættir að nenna að gefa öllu þessu krappi nafn. Já, köllum þetta bara póstmódernísma. Eitthvað voða módern en samt eitthvað annað. Svona meira módern. Eitthvað dót sem brýtur allar reglur er en um leið nostalgíst. Með öðrum orðum: Kjaftæði. Það helsta sem póstmódernisminn gerir er að reyna að skilgreina sjálfan sig. En kemst aldrei að niðurstöðu af því að hann er allt í senn hann sjálfur og eitthvað annað.

En sum sé. Ég er að lesa aftur um póstmódernisma þessa dagana. Það er alveg jafn leiðinlegt og íslenskunni í denn. Miklu skotnari er ég í hugtakinu síðklassískar kvikmyndir.

Jú, filmstudies er bölvað kjaftafag. bjútíið við það er að maður getur eytt heilum fimmtudegi í að horfa á kvikmyndir án þess að fá sammara.