10. mar. 2012

Mysingur og te

Það er laugardagur og letidagur. Sit hér og háma í mig brauðsneið með mysingi og drekk með því te. Les gamlar bloggfærslur frá því í mars 2005. Það var greinilega góður tími. En nú er líka góður tími.
Inni sefur barnið og við foreldrarnir notum tíma og gerum ekki neitt. En nú í þessu vaknar hann einmitt og babblar. Best að fara inn og leika við hann!