26. sep. 2006

Ekki dauður enn

Ég veit ekki hvort segja megi að hurð hafi skollið nærri hælum í gær. En í það minnsta var útlitið svart um stund.
Ég vaknaði með verk fyrir brjóstinu, en hugsaði svo sem ekkert meira um það. Harkaði af mér, beit á jaxlinn og hrækti eins og karlmenni. Ég gekk til vinnu en þegar þangað var komið var verkurinn orðinn sár og ég farinn að finna sterkan púls upp í háls. Þegar ég svo fékk aðsvif fannst mér tímabært að hringja í lækni. Ég sagði honum eins og var. Viðbrögðin létu ekki standa á sér:
?Hringdu í sjúkrabíl núna, ég hef samband við hjartadeildina á Landspítala þegar í stað.?
Ég hringdi í sjúkrabílinn og á meðan ég beið rann ævi mín fyrir sjónum mér. Ég hugsaði um góð sumur í Svarfaðardal, fyrsta skóladaginn fyrir 24 árum, fyrsta kossinn, fyrsta fylleríið, árin tvö í Amsterdam, o.s.frv. Jú, ævin hafði svo sem verið góð hingað til, no regrets, svo ég var ekkert allt of stressaður þegar ég steig loksins upp í sjúkrabílinn. Þar var ég mældur í bak og fyrir og svo brunað með mig á slysó. Það var svo sem huggulegt þarna í sjúkrabílnum, þó að ég óski þess að þurfa aldrei aftur að þiggja far með slíkri bifreið.
Á sjúkrahúsinu voru gerðar á mér allar hugsanlegar mælingar; hjartalínurit og blóðprufa, röntgenmyndir teknar, hitinn mældur og eitthvað annað sem ég kann ekki að nefna. Hjartað úrskurðað í góðum gír og lungum líka: Ég er líklega ekki að drepast. Sendur heim með verkjalyf í poka.
Er það þá svona sem fertugsaldurinn byrjar?

22. sep. 2006

Hjólið

Fyrir nú utan það að vera umhverfisvænsti ferðamöguleikinn, heilsusamlegasti og ódýrastur í rekstri.

oh hananú!
Mikið er það gleðilegt að maðurinn sem er formaður umhverfissviðs Reykjavíkurborgar er sá sami og sagði:

"Reykvíkingar hafa valið og þeir hafa einkabílinn"


Og ég er með lausn hvernig forðast má þetta vandamál: Ekki nota IE!

Önugur?

Önugur segir Gulla. Hundfúll er kannski rétta orðið. Alveg brjálaður

- stuna -

Í gærkvöldi lá ég einn heima í vondu skapi og tók til í My Documents. Þar voru svona skjöl á reiki frá því í A'dam. Fullt af gæðastöffi. Dagbókarskrif. Bréf til vina. Smásögur nokkrar sem ég reit. Ein meir að segja býsna góð og sem ég man ekkert eftir að hafa verið að skrifa. Hlýtur að hafa verið gert í áfengis- eða hassvímu eitthvert góðkvöldið. Svo ljóðabálkur sem Miss Notley skrifaði um okkur eldhúsfélagana. Þá fékk ég fiðring og hugsaði til fyrstu viknana í Amsterdam. Það var góður tími. Svo fór ég að lesa færslu frá afmælisdeginum mínum fyrir þremur árum:

"Jeg heiti Heine. Studentanumerid mitt er 0317977. Jeg er 27 ara.

Jeg by a Dolhaantjestraat. Dolhanntje thydir Brjaladur Hani, ollu heldur litill brjaladur hani, thvi -tje er smaikkunarvidskeyti i hollensku (jamm jeg er nemi i malvisindum sko). A Dolhaantjestraat 20 bua um 60 manns. Husinu er skipt upp i 5 kommunur thar sem 12 manns deila saman klosetti, sturtum og eldhusi. I minni kommunu erum vid reyndar bara 7. Jeg, danska parid Kristjan og Lovisa, kinverska Li og kinverska An, nysjalenska Anna og finnska Lisbet (jeg er ad visu alls ekki vissu um nofnin a thessu lidi en eitthvad verd jeg ad kalla thau ekki satt). Jeg og Kristjan og Lovisa tokum okkur saman i morgun og stofnudum kommunusjod, skipudum nysjalensku stelpuna sem formann og finnsku sem gjaldkera. Svo akvadum vid ad redda okkur husgognum sameiginlega. Jeg kalla thetta Islensk-Danska verzlunarfjelagid...

Kristjan og Lovisa aitla ad elda handa mjer mat i kvold. Jeg skaffa raudvin, svona i anda Islensk-danska verzlunarfjelagsins. Tha verdum vid buin ad saikja okkur sofann og hilluna sem vid saum i ruslagami i morgun. Islensk-danska verzlunarfjelagid er med stor plon. vid aitlum t.d. ad utbua fana til ad henga i fanastongina sem er fyrir utan Dolhaantje. Thar a ad vera merki Islensk-danska verzlunarfjelagsins: Litill, brjaladur hani...

A Dolhaantje eru tveir residents assistants their heita badir Jeorone. Samkvaimt ordabok Islensk-danska verzlunarfjelagsins merkir Jeorone einmitt profastur a hollensku.

Jamm jeg heiti Heine. Jeg by a Litla, brjalada hananum. Jeg er 27 ara."


Svona var nú það. En það er föstudagur og best að halda áfram önugheitunum. Það er þó ágætt að í öllum þessum önugheitum er ein manneskja sem veitir mér heilmikla sáluhjálp. Takk fyrir það.

20. sep. 2006

Stefán Jóhann Stefánsson

Þegar ég er orðinn stór ætla ég að vera eins og Stefán Jóhann Stefánsson.

Kværulant ku svona menn kallaðir.

Yndislegt

Tölvupóstur

Fólk sem gefur bara upp netfang þegar það auglýsir íbúð til leigu en svarar svo ekki póstinum er fífl.

Einnig tel ég að það ætti að standa í landslögum að leiguverð á fermetra fari ekki yfir 1.000,- krónur.

Hinn frjálsi markaður er engum til góðs nema kapítalistasvínunum sem ekkert gott eiga skilið hvort eð er.

Jú - svo mætti ríkið taka einkabílinn eignarnámi og þjóðnýta. Í staðinn mætti smíða fullkomnasta strætókerfi í heimi.

18. sep. 2006

Af engu

Hvað eru draumar? Mig dreymdi svo undarlega hluti nótt. Þegar ég vaknaði var ég ekki alveg viss hvort um draum hafi verið að ræða.
Er það varla enn.

En mánudagur. Reis snemma úr rekkju og klæddi mig í tilveruna eina ferðina enn. Stundum væri yndislegt að þurfa ekki að klæða sig heldur svífa nakinn um einhversstaðar hvergi.

14. sep. 2006

Magnið

Þá er Magnið hætt og við getum farið að snúa okkur að öðrum hlutum, t.d. að ráðast á græðgi á húsaleigumarkaði og velta upp almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

t.d.

11. sep. 2006

Myndir

Áhugasamir og hnýsnir geta nú skoða sér til gamans myndir frá ferðinni miklu frá Prag til Risan og aftur til baka.

Hér á orðinu myndir sem skrifað er hér: MYNDIR

10. sep. 2006

veikindahelgi

helgindaveikihitinn hefur soðið á mér heilann

iii

Joe, Ameríkaninn sem allir elska, sagði við mig nóttina sem ég varð þrítugur, þegar hann hélt ég væri ofsa sorrý að vera orðinn árinu eldri: Don't worry, thirties is the new twenties. Orðin heyrði ég svo endurtekin í CSI Miami nokkrum dögum síðar. Það hljómar samt ofsalega katsí. Nú getur maður farið að hegða sér eins og tvítugur á ný.

Í sjónvarpinu sá ég svo í dag á bol einhverrar konu: Brunette is the new blonde.

Það er greinilega margt að breytast. AMK í henni Ameríku.

8. sep. 2006

Veikur

Veikur heima - dauði og djöfull

Ég nota þá tækifærið og prófa skjá-bíó foreldra minna.

bleh

4. sep. 2006

"Skilaboð mín til heimsins eru þessi: Komið fram við okkur eins og við komum fram við ykkur"


Svo komst Bush að orði.

Af fíflum

Einhvern tíma voru hestaþjófar réttdræpir? Eða var það ekki. Það sama finnst mér eigi að gilda um hjólreiðaþjófa. Ég er almennt á móti dauðarefsingum en gera má undantekningu í þessu tilviki. Endilega drepið þann sem stal hjólinu mínu síðasta laugardagskvöld. Eða var það sunnudagsmorgun? Á sjálfan afmælisdaginn?

Dauði og djöfull...


Svo finnst mér líka að heimila ætti pyndingar á fólki sem rukkar 100.000 kr. fyrir 50 fermetra kjallaraholu í þingholtunum.

1. sep. 2006

Íbúð óskast

Ég er kominn til Íslands. Hefði betur verið kyrr í Gautaborg.

Mig vantar íbúð!

Veit einhver um íbúð sem ég get leigt í einhvern tíma. Helst nálægt vinnustöðum mínum í miðri Reykjavík.