Við feðgar vorum heima í dag vegna veikinda þess yngri. Hann var þó ekki slappari en svo að hann sýndi af sé mikla kæti og hélt uppi stuði frameftir degi. Helst var þó dagurinn markverður fyrir þær sakir að þetta var fyrsti bleyjulausi dagurinn. Það gekk vel ef frá er talið eitt smáræðis slys.
Þriðja þáttaröð af Game of thrones hálfnuð eftir mikið maraþon. Þetta fer að verða ágætt.
Það kyngdi niður snjó hér seinni partinn og frameftir kvöldi. Ef drengurinn verður hress er ráðgerð sleðaferð.
Við gistum í Kållered í nótt. Hjá Lottu og Matt. Í dag fórum við svo í gönguferð út í skógi. Gengum í tæpan hálftíma. Settumst svo og hvíldum okkur, kveiktum bál og drukkum kaffi. Það var sex stiga frost, bjart og stillt.
Svona þarf maður að gera oftar.
Nói stóð sig eins og hetja. Gekk eins og herforingi í snjónum. Nú sefur hann sæll eftir langan dag.