30. nóv. 2003

Ég deili eldhúsi með Roger. Hann er frá Bandaríkjunum, Boston, nánar tiltekið.

Roger nemur listfræði. Honum leiðist það óskaplega. Hann er nefnilega listamaður og vill bara læra list. Roger er 22 ára. Hann á Hollenska kærustu sem heitir Annelies. Hún er falleg eins og sólin. Roger er nýorðinn meðeigandi í Bjórkompaníinu. Í kjölfarið var nafninu breytt út Christian and Heine's Beer Company í CHR BEER. Roger finnst gaman að taka þátt í umræðum um heimska Ameríkana. Hann hatar forsetann sinn og vill eiginlega ekkert snúa aftur til Boston. Enda held ég að hann staðfestist bara hér í Amsterdam. Hjá henni Annelies sinni.

29. nóv. 2003

Ég deili eldhúsi með Ann. Hún heitir reyndar Mafann. Hún er frá kína.

Mafann er pínulítil. Allavega óskaplega mjó. Hún er svo mjó að stundum tekur maður ekki eftir henni heldur horfir bara í gegnum hana. Hún kvartar yfir því að hún sé að fitna. Þá klappa ég henni á kollinn og segi: Vá hvað þú ert klikkuð vandræðagemsi (Mafann merkir nemlig vandræðagemsi). Mafann talar með rosalegum bandarískum hreim - og hún stúderar Ameríkufræði. Hún dýrkar Friends. Samt þolir hún ekki Bandaríkin og Bandaríkjamenn. En það er nú bara vegna þess að hún er Kínverji. Eins og við vitum eru Kínverjar helstu óvinir vestrænnar hugsunar, og raun vesturlanda. Jasvei!
Í gær söng ég og spilaði á tónleikum. Það var gaman. Að launum drakk ég frítt á barnum allt kvöldið. Það var fínt en kannski full mikið fyrir vikið. Tek það út í dag. Já, það er erfitt að vera rokkstjarna í Amsterdam.

28. nóv. 2003

Svo bregðast krossfiskar sem aðrir fiskar.

Í fyrsta sinn í mörg ár er skíðasvæðið í Bláfjöllum opnað í nóvember. Og hvar er Frjálsi? Í Hollandi! Í Hollandi er enginn snjór. En það skiptir ekki máli, því hér eru heldur engin fjöll.

Það er eins gott að það verði snjór í fjöllunum þegar ég kem á Klakann á nýju ári. Rétt upp hönd sem ætlar með mér á bretti þá.

En annars er nú voða fínt hérna í Hollandi. Er það ekki. Rétt upp hönd sem finnst fínt í Hollandi.

27. nóv. 2003

Ég deili eldhúsi með Li. Hún heitir reyndar Yueli. Hún er frá Kína.

Li er kvikmyndaleikstjóri, það er hún var það áður en hún kom hingað. Nú er hún nemi í kvikmyndafræðum. Hún talar eins og Laddi þegar hann er að leika Grínverjann. Það þykir mér fyndið. En maður á nú samt ekki að grína með fólk. Haa, miki grín, miki gaman.

Li finnst ég skrítinn. Það finnst mér í lagi enda er ég sennilega stórskrítinn, sér í lagi í augum Kínverja. Ég var nú samt ekkert að segja henni að hún talar eins og Grínverjinn. Enda hefði sá brandari örugglega ekki hitt í mark.
Það er svo margt sem minnast má. Þegar maður er með svona þráðlaust apparat þá getur maður hæglegt setið uppi í rúmi og bara bloggað. Það er ég að gera nú. En annars á maður ekki að vera að því því það er of þægilegt. Í gær fór ég á shadow festival sem haldið er í skugga idfa. Þetta voru einhverjir þrír klukkutímar af stuttum "heimildarkvikmyndum". Margar hverjar óskaplega leiðinlegar en sumar hverjar alveg ágætar. *Geisp* já ég hef lítið að segja ik wet maar á morgun eru tónleikarnir. Ég hlustaði í gær á bandið sem ég er að fara að hita upp fyrir o dauði og djöfull hvað þetta er vond tónlist. Jasvei, ég er dauðhræddur um að þessir 40 krakkar af Dolhaantjestraat standi bara upp og fari. Sem verður leiðinlegt fyrir hana Alyssu.

Í dag: Ritgerðarvinna!

26. nóv. 2003

Thad er midvikudagur. Sem eru svo sem engar frettir. En nu sit jeg i fyrsta sinni i langan tima i tolvuverinu nidri i skola (sem skirir islenskraleturtaknaleysi). Enda litil thorf ad koma hingad nema til ad prenta, eftir ad eg fjekk thradlausa netid heim.... aij... jeg nenni ekki ad skrifa thetta svona asnalega....

bless

24. nóv. 2003

Ég sit uppí sófa. Ég er með BRMC í tölvunni á fullu. Ég er að leysa verkefni. Ég er, þessvegna hugsa ég.

Í gær fórum við Kristján, Lovísa, Annalísa, Anína, Marí, Roger, Alissa og Alex á idfa sem er alþjóðlega heimildarkvikmyndahátíðin í Amsterdam (líklega skammstöfuð ahka eða bara aha á íslensku). Þar sáum við The Five Obstructions eftir Jørgen Leth og Lars von Trier. Hún var ó, svo góð. Vei!

Mér er að takast að kynna umheiminum fyrir FEBO, amk internatíónalísku stúdentunum hér í borg. Einn af öðrum frelsast þeir og falla fyrir djúpsteiktu undrunum sem FEBO hefur upp á að bjóða. Oseisei, vei!

Annað kvöldið í röð eldaði ég kúskús með grænmeti fyrir Kristján og Lovísu. Eldamennskan mín hitti í mark hjá danska parinu og nú heimta þau að ég eldi á hverju kvöldi. Tja, svo sem ekkert að því ef þau bjóða mér upp á bjór í staðinn.

Bráðum ætla ég að kynna ykkur fyrir eldhúsfélögum mínum hér í Amsterdam. En fyrst þetta. Vehei!
Litli sunnudagur - eina ferðina enn!

Erfið var hún blessuð síðasta vika og tók á skrokkinn minn litla vesæla. Svaf í nótt sem aldrei fyrr og hélt ég myndi aldrei vakna. En nú er ég klæddur og kominn á ról - í köflóttum sokkum og bleikum kjól.

Liisa þreif eldhúsið um daginn. Ég ákvað að flýja borgina á meðan og skellti mér til Utrecht. Liisa þreif eldhúsið í 2,5 klst (tvær og hálfa klukkustund en á ensku two and a half hours, meikar ekki sens þessi enska sko), vaskaði allt sem hægt var að vaska og ryksaug gólfið tvisvar og skúraði tvær umferðir. Ég leyfi mér að segja það, sem er ekki fallegt að skrifa illa um annað fólk á netinu, sér í lagi þegar það getur ekki lesið það sér til varnar, eða þannig, hún er fokkt opp!

21. nóv. 2003

So this is X-mas

Heyrðu kallinn. Radiohead í gær. Eitt orð. Fan-----tastic. Líklega með betri tónleikum sem anginn hefur farið á. Og í kvöld. Black Rebel Motorcycle Club. Ó, hve ljúft var að finna hart og hrátt rokkið sáldrast inn í mín brothættu bein! Minn og Maja og Hara í góðum gír á gólfinu. Hóhóhó... kannski, en bara kannski, einhvern daginn kaupi ég mér disk með BRMC og rokka í herberginu mínu, eins og dansandi apinn sem ég er.

Hey - ef einhver er á leið til Amsterdam þá kíkið endilega á tónleika með Bad Teenagae Moustache... en mætið snemma því Hjössi frjálsi hitar upp fyrir bandið. Jamm - þetta er Amsterdam fyrir þig


Kveðja

18. nóv. 2003

Hvað er eiginlega í gangi þarna á Íslandinu. Endalaus bankarán, sprengjuhótanir í flugvélum og ég veit ekki hvað. Hér í Amsterdam er mest lítið að gerast. Innflytjendaeftirlitið fagnar lítilli fjölgun innflytjenda, sem er afleiðing nýrra og strangari innflyjendalaga og versnandi efnahags í landinu. Löggan í Amsterdam bíður spennt eftir þúsundum skota sem eru á leið hingað vegna landsleiks Skota og Hollendinga á morgun.

Hvað annað...? Jú, veðrið á morgun: Rigning.

Jamm
Líf mitt er annað í kjölfar þráðlausrar nettilveru og tímasparnaðurinn nemur nú þegar þónokkrum kílósekúndum (þetta hugtak er í boði FPM). Af því tilefni (gæti orðast: Í tilefni af því) hefi ég tekið til í blogginu mínu og hent nokkrum aumingjabloggurum út. Í staðinn (þeirra í stað) hafa bæst við nýjir linkar á skemmtilega (mis þó) bloggara. Verði ykkur að góðu.

Í fréttum er þetta helst: Húsið ilmar af rottueitri. Það er þó ekki vegna þessa að hér séu rottur heldur litlar sætar mýs sem fara á stjá um nætur. Stundum vakna ég á nóttunni við skrjáfur (er þetta orð?) í glugga eða frá loftholi. En ekki í nótt. Í nótt ríkti þögnin á Dolhaantjestraat. Eitrið hefur sín áhrif.

Osei!

17. nóv. 2003

Hó - mikil snilld er thetta internet. Er thegar búinn ad finna 4 heimildir fyrir lokaritgerðina í Sociolinguistics. En afhverju skrifa ég enn th fyrir þ og d fyrir ð þegar ég hef þetta yndislega íslenska lyklaborð. Tja, vani myndi vera hið rétta svar. Eftir tíu vikna barning á útlensku lyklaborði ramba fingur mínir ósjálfrátt á erlenda fulltrúa þessara íslensku tákna.

Annars ætla ég að eyða nokkrum dögum í Köben á milli jóla og nýárs. Sniðugur ég að mæta þangað þegar flestir sem ég þekki þar verða á Íslandi í jólafríi. Hmm. Rétt upp hönd sem verður í Köben milli jóla og nýárs! (Hönd!)


Annars er ég búinn að hlusta á Pablo Honey, The Bends, OK Computer, Kid A og Amnesiac með Radiohead í dag. Húfff.... Afhverju. Jú vissulega er Radiohead góð hljómsveit, en er það ekki dáldið klikk að hlusta á fimm plötur í röð. Tja, ekki svo, enda ég ég að fara á tónleika með þeim, ekki á morgun heldur hinn...

Vei!
Litli sunnudagur.

Er í hálfgerðum vandræðum þar sem ég kláraði verkefnið í Generative Grammar í gær. En í staðinn nota ég tímann til að safna efni fyrir næstu grein á Selluna. Og les svo smá í Language Contact. Og auðvitað ætti ég líka að fara að undibúa ritgerðina í Sociolinguistics. Já, búið ykkur undir að fá póst frá mér um hana. Ég ætla að skrifa um gælunöfn og þarf hjálp vina og vandamanna til að safna upplýsingum um þau

16. nóv. 2003

Hvað kom fyrir blogger? Hvað er að sjá?

Þetta er fyrsta færsla úr nettengdu tölvunni minni. Með eðum og þornum og öum og æjum. Þráðlaus sit ég einn og sauma saman mína netdrauma.

Allt í einu varð lífið mitt svo miklu auðveldara. Þráðlaus nettilvera. Hver veit, kannski er ég á klóinu að rita þetta einmitt nú. Það er tildæmis obsjón. Eða inni í eldhúsi, eða inni í the Great Hall. Eða undir rúmi, uppí rúmi en þó ekki í sturtu. Þó það sé möguleiki er það bara asnaskapur.

Og hvað kom til að strákauminginn fékk sér tenginu. Jú, hann vann í Happdrætti Háskólans peningasummu sem dugar akkúrat fyrir deposit fyrir netkortinu.

Ég segi nú bara:

VEI!
Ekki bein útsending.

Svo fór ad lokum ad skotar unnu, eftir sídarihálfleik hvar Hollendingar voru einfaldlega betri. En skoski markvordurinn stód sig med prýdi. Og svo hefur Hollenska lidid thann leida vana ad skjóta yfir eda framhjá markinu.

En í gairkvöldi horfdi ég á barna-júróvísjón. Hrein snilld - nákvaimlega eins og Júróvísjón bara med krökkum og í kjölfarid mun afslappadra og skemmtilegra... en ein spurning! Afhverju tók ísland ekki thátt? Ég hefdi viljad sjá Jóhönnu Gudrúnu tharna uppá svidi í Köben!

VEI!

15. nóv. 2003

Bein útsending

56. mínúta. Skotar enn yfir en sami hradi og í fyrri hálfleik. Lidin halda boltanum nokkud jafnt en Hollendingar eiga í erfidleikum med Skosku vörnina. En hvur veit. Máski hún brotnar á endanum. Nokkur harka er farin ad fairast í leikinn enda allt í járnum!
Bein útsending

Hálfleikur. Stadan er enn 1-0 fyrir Skota. Hradinn í leiknum er grídarlegur en Hollendingar hafa í raun haft undittokin sidustu 20 minuturnar en ekki nad ad koma boltanum í netid. Thad er útlit fyrir spennandi seinni hálfleik. En ádur en hann hefst aitla ég ad saikja mér anna ískaldan bjór. Bídid spennt!
Bein útsending

24. mínuta. Jaap Stam átti glaisilegan skalla ad marki Skota en skoski markvordurinn rétt nádi ad verja. Spennan magnast.
Bein útsending

The Great Hall, 15. nóvember.

Landsleikur Skota og Hollendinga. 21 mínúta lidin og Skotar voru ad skora fyrsta mark leiksins. Hitinn í mannskapnum er grídarlegur.
Í gair var föstudagur.

Fór í tíma í Sociolinguistics ásamt 10 bekkjarsystrum mínum. Fór svo á fyrirlestur um máltöku morfema. Svo út ad borda og bíó med Karinu og Maju. Sáum Intolerable Cruelty. Svo drykkir thar sem vid mailtum okkur mót vid Louise og Ann. Í gair var ég umkringdur kvenfólki, thad get ég svarid. En thad er ég reyndar alla daga.

Jamm - kallinn minn... thetta er Amsterdam fyrir thig!

Og hvernig var myndin? Hmmm... hún kom á óvart! Skemmtilega á óvart.

Í dag - landsleikur Hollands og Skotlands og Generative grammar í amk 5 klst.

Eitt orð:

VEI!

13. nóv. 2003

Jamm - fór á athygli verda fyrirlestur i dag um Evrópuskeptík. Afar fródlegur. Bjór á the Getaway i kjölfarid og svo heimspekilegar vangaveldur um ekki neitt í tramminu á leidinni heim.

Sellan vöknud til lífsins (eina ferdina enn) og ég á grein dagsins thar. Enn á ný um jafnrétti kynja. Stundum festist madur bara alltaf í sama farinu.

Liisa brau kaffikönnuna í dag. Baitti fyrir thad med thvi ad vaska upp allt leirtau í húsinu. Líka thad sem var hreint fyrir. Ég segi thad bara: Hún er fokkt op!

12. nóv. 2003

Þú ætlaðir bara aðeins að drepa tímann, en að endingu var það tíminn sem drap þig!

Jamm - kaldur midvikudagur og fatt annad vid haifi en ad vitna i "Meistarann"

Fyrir aftan mig situr stulka - hugguleg svo sem - en mikid oskop talar hun hatt vid sjalfa sig! Svo er hun lika i ljotri peysu. Annad en hann - jeg - i islenskri lopapeysu - i Amsterdam

Það bera allir hrísvönd á bálköstinn sinn!

11. nóv. 2003

Thetta verdur liklega versta vika i heimi!

Byrjar a thvi ad jeg fai frjettir um ad kisan min sje dain. Svo eydi jeg heilum degi i rafmagnsleysi vid ad leysa verkefni sem jeg nai ekki ad klara fyrir skilafrest thar sem thad lokadist inni i rafmagnslausri tolvu. Svo sef jeg yfir mig thegar jeg aitla loks ad skila thvi eldsnemma i morgun, ferdast halftima i straito sem af einhverjum astaidum hafdi verid breytt i frystigam akkurat i dag. Kem nidur i skola til thess ad prenta ut verkefnid og uppgotva ad jeg hafdi skilid prentkortid eftir heima svo jeg tharf ad kaupa nytt en er bara med 50 kall svo jeg tharf ad fara ut i banka til ad skipta honum og kaupi svo loks nytt prentkort bid i rod i korter eftir lausri tolvu og svo loks thegar bidin er a enda kemst jeg ad thvi ad i flytinum i morgun hafdi jeg bara skilid eftir shortcut a disknum en ekki skjalid sjalft sem jeg aitladi ad prenta svo jeg tharf ad ferdast aftur i frystigamnum alla leid til Geuzenveld og til baka sem thydir ad jeg nai ekki ad lesa fyrir timann i Language Contact sem merkir trhja klukkutima algerlega uti a thekju i tima. Allt thetta OG THAD ER BARA THRIDJUDAGUR !!!

Eitt orð:

Godverdamme!!!!!
Hingad er eg kominn alla leid fra Geuzenveld til Amsterdam til thess eins ad prenta ut tvair bladsidur. En gleymdi eg ekki prentkortinu heima. Daudi og djofull.

Tok stratio. Thad var virkilega kaldara inni i straito en uti. Hjer eru menn ekkert ad hafa fyrir thvi ad kveikja a mistodinni thegar kolnar. Hjer eru menn heldur ekkert ad hafa fyrir thvi ad koma rafmagninu i gang thegar thad fer af. Sat allan gairdaginn (litla sunnudag) aleinn i myrkrinu, nakinn fyrir framan tolvuskjainn og vann verkefni og vonadi ad batteriin myndu endast thar til jeg klaradi verkefnid... sem thau audvitad gerdu ekki.

Eitt orð

SVEI!

7. nóv. 2003

Í dagslok settist ég hér nidur til ad tékka á stödunni í bankanum sem er nokkud betri en fyrr í dag. Ekki svo ad skilja ad mínusinn sé eitthvad minni. En heimildin er hairri og thad bídur upp á.... tja t.d. thann kost ad borga húsaleigu thennan mánudinn.

Rétt í thessu var ég ad spjalla vid naiturvördinn. Thennan sem passar upp á ad vid verdum ekki rænd eda drepin í svefni. Hann aitlar sko heldur betur ad kíkja í heimsókn til Íslands. Ég baud honum pláss á Tryggvagötunni eins og venja er.

Í kvöld steikti ég himneskar pönnukökur handa Kristjáni og Lovísu. Hitti í mark og Lovísa dansadi og söng af ánægju eins og prinsessan sem hún er og ef vel var ad gáð mátti sjá sælubros á Kristjáns vör. Svo horfðum við á MTVMUSICAWARDS eða amk partinn thar sem SigurRos vann fyrir besta myndbandið. Thar med var kvöldid fullkomnad og ég gat ekki klárad verkefnid fyrir morgundaginn. En ég geri thad bara á morgun. Thví thá er kominn nýr dagur og sporin sem ég stíg í nótt fyrnast fljótt...

Og afhverju er ég ad segja frá thessu.... tja... afhverju ert thú ad lesa thetta?

Eitt orð:

VEI!

5. nóv. 2003

Í ár verður ljóð eftir mig í jólabókaflóðinu. Af því tilefni orti ég ljóð rétt í þessu:

Þau tvö
hönd í hönd
saman.
Svo margt sameiginlegt
en alltaf þetta eina sem aðskilur þau,
lágmarksparið


Vek athygli á þessu
Það var og!

Vaknadi vid thad ad ég tognadi í löppinni. Ekki veit ég hvernig ég fór ad thví en ég er helaumur í fótnum mínum fallega. En viti menn - glampandi sól fyrir utan gluggann minn og himinblámi hamingjunnar. Þrátt fyrir fótameinið fór ég á faitur, enda ekki annad haigt á svona drottins dýrðar degi.

Og hvað tekur við? Þriggja stunda lestur í Principles and parameters.

Tvö orð yfir þ:að:


VEI!

4. nóv. 2003

Akkúrat núna!

Sitjum vid inni í the great hall - sötrandi birgdir CHR-BEER... smakkandi á Glenfiddich í bodi Hauks... thair ítölsku láta sér thó naigja Grappa í bodi foreldra minna. Mánudagar eru kalladir litlu-sunnudagar hér á Dolhaantjestraat.

Eitt ord yfir thad:

VEI!


Thetta líst mér á! Mér verdur hugsad til allra vinnustundanna heima hjá mömmu vid blómavökvun og kattapössun. Svo ekki sé talad um öll skiptin sem madur hefur borid grillid fram og til baka úr bílskúrnum. Thetta eru sannarlega störf í thágu foreldra minna og mér reiknast einhverjir tugir thúsunda króna í gegnum tídina. Reyndar fylgdi med frítt faidi og húsnaidi en ad thví frádregnu erum vid örugglega ad tala um 5-6 krónur. Thá er bara spurning hvort madur fari ekki í mál. Já, og öll skiptin sem madur hefur hjálpad hinum og thessum ad flytja. Thar á ég ábyggilega inni thónokkra Brynjólfa Sveinssyni. Og, bensínkostnadurinn sem farid hefur í ad skutla vinum sínum út um allan bai. Thetta er ábyggilega farid ad hlaupa á hundrudum thúsunda samanlagt. Ég aitla ad hafa samband vid lögfraidinginn minn nú thegar!

3. nóv. 2003

Ahhh... kominn mánudagur med tiheyrandi fríi. Nóttin var heví - en kannski var hún meira heví hjá Hauki - sem ég thakka fyrir innlitid og viskíid.

Ahhh... kominn mánudagur med tilheyrandi verkefni í GG. Bezt ad koma sér ad verki thvi fyrr en varir er dagurinn úti og komid kvold og thá er of seint ad skila verkefninu.

Ahhh... kominn mánudagur og ekkert í ísskápnum. Ég myndi kíkja í heimsókn til Alberts ef ekki vairi rigning og ef ég vairi ekki búinn ad týna PIN-kortinu mínu

Svei - attan