Ég fékk í afmælisgjöf bókin Beer Craft eftir William Bostwick og Jessi Rymill. Bókin fjallar á skýran hátt um hvernig er hægt að brugga gæða bjór heima hjá sér með ódýrum og einföldum hætti. Framsetningin er sérlega þægileg og farið skref fyrir skref í ferlið. Bókin er alveg laus við snobb og óþarfa röfl. Sýndar eru leiðir til að brugga með ódýrum búnaði í stað þess að leggja til að maður komi sér upp rándýru bjórbruggunar kerfi. Bókin kveikti í gömlum áhuga á að brugga, en hingað til hef ég alltaf haldið að maður þurfi að koma sér upp svo flottum græjum fyrst. Bókin segir ekki og ég hlakka til að sannreyna það.
Þegar við erum flutt til Íslands ætlum við að byrja. Í kjallarnum hjá okkur verður ágætis aðstaða til bruggunar og fín lageraðstaða úti í bílskúr. Á þessum síðum ætla ég að skrásetja ölgerðina hjá okkur.
Við erum búin að ákveða að byrjunina. Við leggjum fyrst í ljósöl (Pale Ale) og væntanlega í lager (pilsner) í beinu framhaldi, ef vel tekst til. Ég er búinn að rissa upp uppskrift með hjálp bókarinnar, en hún þarf nú kannski að fara eftir framboði á korni og humlum á Íslandi. Sjáum til.
En við erum a..k. spennt og leyfum áhugasömum að fylgjast með hér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli