23. maí 2007

Jæja!

Ekki tókst mér nú að koma á vinstri stjórn eins og ég ætlaði mér. Kom þó einum vinstri flokki inní ríkisstjórn. Sumum finnst nú reyndar Samfylkingin enginn vinstri flokkur en það er líklega fólk sem horfir til hennar frá vinstri og sýnist hún því hægra megin. Það er eðlilegt.

Nema þetta sé spurningin um mjólkina. Léttmjólk er ekki mjólk af því að nýmjólk er miklu meiri mjólk. Það er della.

Mestu máli skiptir þó að framsóknarflokkurinn er farinn úr ríkisstjórn og þá eru bara eftir 6 hálfvitar þar á bæ. Skárra en 12 hálfvitar. Ekki satt!?

Þetta með hægri og vinstri er hins vegar óheppilegt. Einmitt út af þessu afstæði. Tökum dæmi. Ef ég stend framan við Stjórnarráðið og sný að vestur að Lækjartorgi eru MR og Tjörnin vinstra megin við mig og höfnin hægra megin við mig. Ef ég sný mér við er höfnin vinstramegin við mig og Tjörnin og MR hægra megin. Ef ég geng út að Tjörninni og sný mér í vestur er MR hægra megin við mig ásamt Stjórnarráðinu og höfninni.

Nær væri að tala um austur og vestur í pólitík. Þá væri ekki svo flókið að staðsetja Samfylkinguna.

15. maí 2007

Ísland

Kem til að redda málunum varðandi ríkisstjórnina á morgun!

Hvar verður svo besta partíið annað kvöld?


öööö - að gefnu tilefni er rétt að geta þess að ég verð einn á ferð. Jóka kemur ekki fyrr en 7. júní. Vitiði hver á afmæli 7. júní? Vitiðiða krakkar, vitiði?

Þjóðin

Ég hef verið að horfa á umræður stjórnmálamanna og annarra í kjölfar hinna dapurlegu kosningaúrslita. Þar þykir mér eitt hafa komið fram í máli fólks öðru framan. Menn hafa klifað á því að „þjóðin hafi gefið skýr skilaboð“ um hitt og þetta. Þannig segir t.d. Geir Haarde að þjóðin hafi gefið skýr skilaboð um að hún vilji sjá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.

Ég er nú svo sem maður lýðræðisins. Hef kosið að kalla mig lýðræðissinnaðan og frjálslyndan sósíalista (og er þess vegna landlaus í pólitík). Að mínu mati gefur „þjóð“ skýr skilaboð um eitthvað ef meirihluti kjósenda velur einn kost framar öðrum. Þannig sendi þjóðin (um 65% kjósenda) skýr skilaboð um að hún vildi einmitt ekki sjá Sjálfstæðisflokkinn í næstu ríkisstjórn. Einnig sendi þjóðin (um 52% kjósenda) skýr skilaboð um að hún vildi ekki að núverandi ríkisstjórn starfaði í meirihluta.

Þjóðin gaf á sínum tíma skýr skilaboð um að hún vildi ekki vera aðili að Íraksstríðinu. Þjóðin gaf líka skýr skilaboð um að hún vildi ekki að ríkið seldi Símann á sínum tíma. Þjóðin gefur skýr skilaboð um að hún vill breyta kvótakerfinu. Þá hefur þjóðin gefið skýr skilaboð um að hún vilji fá að kaupa léttvín í matvöruverslunum. Þessi skilaboð hafa öll verið hunsuð.

En einna skýrust eru skilaboð þjóðarinnar um eitt. Við viljum ekki að Framsóknarflokkurinn sé í ríkisstjórn. Við viljum reyndar ekki einu sinni sjá flokkinn á Alþingi! Þessi skilaboð virðast ætla að vera hunsuð, eins og flest skilaboð þjóðarinnar til þessa. Það er heldur ekki skrítið þegar stjórnmálamennirnir telja álit mikils minnihluta þjóðarinnar skýr skilaboð“.

Hvernig er það? Verður maður að kjósa Framsóknarflokkinn til þess að hlustað sé á mann?

14. maí 2007

mánudagur


stutt í Íslandsferð

hér er aflamynd úr kolbeinsferð



sjá hvað við erum kátir

11. maí 2007

Heimsóknin

SteinnSteinn og Sigurrós eru hér í heimsókn. Það er gaman.


Fallegt og gaman.

Nú eru aðeins fimm dagar þar til ég verð í heimsókn. Sókn heim. Heim til Íslands. Þar á ég ekki heima.

Minni á tilbúnað minn til að vera húsvörslumaður í Reykjavík ef með þarf.


Hjörtur

9. maí 2007

Vika

Eftir nákvæmlega viku mun ég stíga fæti á íslenska grund á ný. Þá hefur málmhólkur hraðþjónustu Íslands skotið mér yfir Atlantshafið svo ég geti andað að mér íslensku vori og bragðað á íslensku vatni.

Á Íslandi mun ég dveljast í um 10% af ári sem er slatti. Heilmikill slatti!

8. maí 2007

Sögu

Kolbeinar fóru í veiðiferð. Flåren heitir vatnið, Flattinge staðurinn. Flórinn á Flatengi. Ekki lofaði það góðu. Taxi í veiðihúsið. Það var þá í fyrsta sinn. Stígur tók á móti okkur. Smálenskur hreimurinn heillaði Sigurð og tóku þeir að spjalla. Sigurður tafsaði og Stígur þagði, glotti og þagði. Kofinn var höll.

Báturinn kom að gagni, sem klósett og farartæki. Aðalsteinn ræðarinn. Sigurður ræðnari.

Gedduleitin hófst. Skimað yfir vatnið. Hann var að vaka. Greinilega. Yfirlætisfullur í djúpinu.

Vatnið er eins og tíminn, blautt og kalt.

Sólin er eins og eilífðin, heit og góð.

Bjarki brosti - hann er ágætur...

En hvar var Christina?