4. des. 2007

Við rákum upp stór augu í gærmorgun þegar við sáum í götunni fyrir utan gluggan hér svartan pallbíl og svartan benz-smájeppa.

„Nei sko! Þetta er bara eins og í Reykjavík,“ mælti Jóhanna.

Ég samsinnti með þögninni.

29. nóv. 2007

Ég er þreyttur. Þreyttur á íslenskum karlpúngum. Reyndar er ég þreyttur á mestmegnis íslensku þjóðinni en þó sér í lagi íslenskum karlpúngum. Þá er ég gríðarlega þreyttur á íslenskum karlpúngum sem skrifa á moggabloggið.

Nú eru hagkauparar búnir að koma upp einhverju pabbahorni í búðinni hjá sér. Jájá, gott og vel að þjónusta þreytta karla sem vilja frekar horfa á enska boltann og leika sér í playstation en að fylgja konunni sinni í búðina og versla með henni í matinn. Aumingjans konur sem eiga þannig karla segi ég þá bara.

Svo er skrifuð um það frétt og Sóley Tómasdóttir spurð álits á þessu framtaki hagkaupara. Hún segir að sjálfsögðu að henni finnist þetta skrýtið uppátæki. Þá fara karlpúngarnir á moggablogginu að emja og væla og saka hana og alla aðra femínista um fanatík og að vera að væla yfir öllum sköpuðum hlutum og að nú eigi að fara banna mönnum að hvíla sig og horfa á enska boltann og segja að konum sé nú sjálfsagt velkomið að kíkja á enska boltann og leika sér í playstation í „pabbahorninu“.

Því karlpúngar skilja ekki púnktinn. Sjá ekkert einkennilegt við það að árið 2007 ýti stærsti stórvörumarkaður landins undir þá undalegu staðalmynd að karlar nenni ekki að versla í matinn. að þeir fylgi aðallega með í hagkaup til að keyra konuna þangað. Að karlar hafi engan áhuga á því að annast heimilið, nema kannski að smíða sólpallinn og grilla svo á honum.

og nei, það væri ekki skref í rétta átt að bjóða upp á mömmuhorn í Húsasmiðjunni.

fífl

18. nóv. 2007

Sunnudagur

Þetta er búinn að vera hinn notalegasti sunnudagur. hér á bæ var farið nokkuð seint á fætur. þó fyrir hádegi heldur betur. kaffið drukkið í rólegheitum. svo hef ég svona verið að dudda (í boði fpm) við síðuna monthly.se. fiffað þar ýmislegt við virknina og raðað og lagað til. svo kíkti ég á sjónvarpið á eitthvurt viðtal við heimspekinginn Thomas Cruise Mapother IV. Mjög merkilegur náungi.

svo er ég að horfa akkúrat núna á Silfrið hans Egils. rasísk sjónarmið í bland við almenna skynsemi. frekar fáttæklegt allt saman...

8. nóv. 2007

Jazzå

Skelltum okkur á barinn í gær. Jazzbarinn. Þar er leikinn lifandi jazz á sunnudögum, mánudögum og miðvikudögum. Það er bara hressandi.

Svo er ég að vinna í bókun á flugmiða heim fyrir jólin

Jamm

og já

6. nóv. 2007

Færsla

Jæja - það er kannski kominn tími fyrir færslu hér á blogginu. Siggi var eitthvað að tala um að ég væri virkur internetnotandi svo best að ég standi undir væntingum. Fyrir ykkur þessar 10 hræður sem lesið þetta blogg. Ekki veit ég hverjir það eru. Jú, það er a.m.k. Siggi, Finnur Pálmi vafalaust líka, foreldrar mínir, býst við að tintin lesi líka. Svo einhverjir random fjórir-fimm. Annars er ég hættur að lesa annað blogg en það sem Google Reader bendir mér á að lesa. Það er nú ósköp fátt því merkilega margir að þeim bloggurum sem ég les gefa ekki bloggið sitt út með réttum hætti með atom eða rss. Shame on you people. Hér má finna einhverjar leiðbeiningar ef þið viljið veita á réttan hátt.

Annars var heljarinnar matarveisla hér á laugardaginn. Átta rétta máltíð og tilheyrandi fjör. Hel gaman.

25. okt. 2007

Það eru undarlegustu hlutir sem kveikja heimþrá í brjósti mínu. Í þetta sinn er það reggæ bandið Hjálmar sem sækir fram söknuðinn úr hugarfylgsnum mínum. Kannski vegna þess að fyrir réttum tveimur árum þegar ég var nýfluttur heim eftir tveggja ára vist í Amsterdam var umrædd hljómsveit í hávegum hafðir á klakanum kalda...

22. okt. 2007

París

Nú er búið að bóka miðann til Parísar. Undursamlegt. Amsterdam - Berlín - London - París (næst Róm?).

17. okt. 2007

Svo virðist sem ástandið í Búrma séu fregnir gærdagsins. A.m.k. virðast fjölmiðlar hafa misst áhugann á því sem þar er í gangi. Kannski vegna þess að herforingjastjórnin hefur hent fjölmiðlamönnum út úr landinu, ógnað öðrum og jafnvel drepið suma. En eftir farandi bréf fékk ég sent í dag:

Dear friends

Last week, Burma went dark--the military shut down all internet, telephone and communication links with the rest of the world. They did it because it has been the pictures, blog posts, and emails--of monks brutally murdered, journalists shot--that have done the most to galvanize the entire world on Burma. Without that flow of information, the media is reporting dry diplomatic processes--and each day the danger grows that the press will move on.

We can't allow the Burmese blackout to succeed. Avaaz is working to support highly respected Burmese democracy and civil society groups by sending them $100,000 in crucial technical and humanitarian support this week. These groups, working in the region with the right equipment and tools, can help bring stories out of Burma and poke holes in the blackout, shining spotlights on the ongoing cruelty in Burma. They are desperate for help to give humanitarian assistance to the victims of the crackdown and tell their stories to the world before the current window of media attention passes. Other donors take months to raise money; only we can be fast enough to meet this urgent need. Can we raise $100,000 (75,000 Euros) in the next 24 hours so the money can be transferred this week? Click below now to make a donation online:

https://secure.avaaz.org/en/end_the_burmese_blackout/1.php?cl=32437375

A massive military crackdown has quashed the public protests and thousands of peaceful monks and protesters are right now being brutalized in secret prisons, away from the TV cameras. Burma's people need us more than ever. Over the last several days, over 775,000 Avaaz members have answered the call for help and signed our petition, launched a global ad campaign, organized hundreds of protests, and lobbied their governments. Yesterday, we delivered our petition personally to UK Prime Minister Gordon Brown, and helped win stronger measures on Burma from the European Union. The UN Security Council, including China, has finally condemned the crackdown.

The pressure is working. Every news story on Burma cites the power of global public opinion in this situation. Burma's generals want to stifle that power by cutting off all communication, and there is a real danger this week that they will succeed, and the press will move on. But we can stop them. Click below to donate whatever you can:

https://secure.avaaz.org/en/end_the_burmese_blackout/1.php?cl=32437375

16. okt. 2007

Google

Það er kannski ekki hægt að segja að ég sé bara áhugamaður um Google. En margt sem ég hef lesið um Google hefur vakið áhuga minn. Þannig hef ég tekið í þjónustu mína margt af því sem Google hefur að bjóða. T.d. hef ég nýlega byrjað að nota Google Reader til að fylgjast með nýjust færslum á þeim bloggum sem ég les, sem og til að sýna mér nýjust fréttir á þeim fréttamiðlum sem ég helst les. Þægilegt. Einnig nota ég Google Docs mikið, t.d. við útgáfu Monthly, en það nýtist sérlega vel í vinnu þar sem margir þurfa að vinna með sömu skjölin. Þannig sleppur maður við að senda á milli skjöl og texta í tölvupósti heldur geymir þau bara miðlægt þar sem allir geta unnið með þau hver frá sinni tölvu og vel er haldið utan um þær breytingar sem hver og einni gera. Ákaflega þægilegt. Að sjálfsögðu nota ég Google Analytics til að fylgjast með umferð um monthly.se og Google Webmaster Tools til að tryggja gæði svæðisins. Google AdSense nota ég til að græða pening á svæðinu. Nú svo nota ég auðvitað Gmail. Og síðast en ekki síst skrifa ég þessi orð á Blogger. Sem er, ein og mestmegni internetsins, í eigu Google.

Allt er þetta mér að kostnaðarlausu, tja fyrir utan að einhversstaðar á server liggja ótalupplýsingar um mig, nethegðun og stóran part af tilveru minni. En það er lítið verð fyrir jafn ánægjulega þjónustu.

12. okt. 2007

Bölvaður melur

Ég hef svo sem aldrei áttað mig nákvæmlega á orðinu melur í skammarmerkingu. En ég myndi samt halda að Björn Ingi væri bölvaður melur.

Engu að síður er ánægjulegt að vinsti öflin séu komin í meirihluta og er bara að vona að þessi samsteypustjórn geri betri hluti en sjálfumglaði R-listinn. Og vinni úr mjúku málunum sem Sjallanum tókst þó að koma frá sér með nokkrum sóma.

11. okt. 2007

achso

Jú ætli sé ekki best að skrifa inn færslu. við skelltum okkur í brúðkaup til köben síðustu helgi. það var ó svo gaman.

1. okt. 2007

Það fór kannski í taugarnar á mér að fréttarvefurinn mbl.is skyldi kjósa að nota heitið Myanmar í fréttaflutningi sínum í stað Búrma. En það er svo sem í anda annarrar umfjöllunar vefritsins og blaðins um pólitísk átök í heiminum. Nú hefur ritstjórnin þó tekið við sér og kýs að nota nafnið Búrma, sem er að vissu leyti táknræn breyting þar sem blaðið tekur með þeim hætti afstöðu í málinu. Enda ekki annað hægt svo sem! Prik til mbl.is - þó að þessi stefnubreyting ætti sér ekki stað fyrr en stjórnvöld fóru að beina ofbeldi sínu að að "vestrænum fréttamönnum". Dæmigert

26. sep. 2007

Okkur berast nú fregnir af mótmælum í Búrma og ofbeldisverkum yfirvalda í garð mótmælenda. Hér getum við skrifað áskorun til Sameinuðu þjóðanna og forseta Kína til stuðnings málstaðnum.

Og hver er málstaðurinn? Margt kemur til.
burmacampaign.org.uk gefur nokkuð glögga lýsingu.
Hér svo skýrsla Amnesty International um ástandið í landinu.

Geisp

Ekki veit ég hvað það er sem veldur þeirri tilfinningu minni að þetta séu mestmegnis hálfvitar sem tjá sig um fréttir á moggablogginu...

En það er sum sé kominn miðvikudagur aldrei þessu vant. Það rignir hérna líka og það veldur því að maður heldur sig bara mestmegnis inni. Ojá. Held ég fari samt á tidskriftsverkstan á eftir og vinni þar enda á ég erindi niður í bæ eftir vinnu, að sækja skrúfu og dótarí til að festa klósettsetu nýja sem keypt var fyrir klósettið en passaði svo ekki þannig að ég þarf að sérsníða hana. Eða eitthvað

gosh hvað ég sagði nánast ekkert í þessari færslu

25. sep. 2007

Ég endurvinn. Eða læt gera það fyrir reyndar. Ég flokka til endurvinnslu. En ég komst þó að því um daginn að ég hefði mátt standa mig mun betur. Hingað til hef ég aðeins flokkað dagblöð, gler- og plastflöskur, pappa og lífrænan úrgang. Um helgina labbaði ég út á móttökustöð sem er hér á horninu og las á skiltið stóra til að átta mig hverju ég mætti eiginlega skila þangað. Og viti menn það var umtalsvert fleira sem ég mátti flokka og skila. Svo ég tók mig samstundis til og nú áðan fór ég ferð með:

Lífrænan úrgang
Niðursuðudósir
Hart plast
Drykkjarfernur
Pappa
Pappír
Dagblöð og tímarit
Ljóst gler
Dökkt gler
Rafhlöður

Og svo dembdi ég rusli í ruslafötuna. Sorp af þessu heimili er nú um það bil einn fjórði af því sem fellur til við daglega neyslu.

Næsta mál á dagsskrá: Draga úr vatns- og rafmagnsnotkun.

24. sep. 2007

blogger er sænskur hjá mér og býður mér að setja inn nýtt innlegg í hver sinn sem ég skrái mig inn. það er hið besta mál. annars er kominn mánudagur og ekki langt síðan ég sat á mánudegi fyrir framan tölvuskjáinn og bölvaði. það er rétt vika síðan. og hér er ég kominn aftur bölvandi, ekki þó af reiði eða vegna hugarangurs, heldur af gleði. já, ég bölva af gleði. og það ættu fleiri að taka sér til fyrirmyndar.

í gær var sunnudagur og ég fór ásamt jóku, móður hennar og stjúpföður út úr bænum og inn í skóg að tína sveppi. það var hin ágætasta skemmtun og jafnvel gleðilegri en að fara í berjamó, ég hef aldrei unað mér mikið í berjamó, nema kannski bara í útivistinni sem vissulega felst í því að tína ber.

en sveppi týndum við í gríð og erg, fjögur kíló voru þau víst í heildina, sem er slatti í ljósi þess hve léttir sveppir eru í raun.

osei

21. sep. 2007

Jú - ég var kominn á gott flug með að breyta þessum miðli í almenniliga dagbók þar sem daglegum venjum ok gjörningum er lýst. En allt fór fyrir ekki. Svo hvað er annars títt. Sitt hvað. Ég álpaðist t.d. loksins á sænskunámskeið. Var farinn að skammast mín fyrir hvað ég bjagast þetta áfram á einskismannstungu með sænskum hreim og ákvaða að ekki væri annað hægt en að læra þetta almennilega. Ekki gerist það á daginn þegar ég sit einn heima og les ensku af einum skjá og skrifa íslensku á annan. Lítið fer fyrir sænskunni þar. Og ekki nennum við Jóka að spjalla saman á þessu korkaða landi.

Nema hvað að í sænskutíma er ég búinn að fara tvisvar og þar er svo sem allt eins og á að vera í tungumálanámi. Kennslubækur sem minna mann á áttaára bekk, yfirbrosandi kennari sem talar til mann eins og maður sé aumingi og við hlið manns prófessorar í kjarneðlisfræði og straumfræði og læknar og verkfræðingar sem allir virðast vera hálfvitar þegar þeir opna munninn. Og svo ég málvísindamaðurinn sem þarf að sitja undir því þegar kennarinn reynir að útskýra fyrir mannskapnum hvað perfekt og pluperfekt og preterite er. En þetta er fjör og í tímum á ég í stórskemmtilegum samræðum um ekki neitt og til þess var leikurinn gerður.

17. sep. 2007

Ég er svo sem ekki að kenna fólki að skrifa fréttir þetta haustið eins og tvö undanfarin en ég má til:

Eftirfarandi frétt er fengin af mbl.is:

Lögregla segir að legið hafi við stórslysi er bílstjóri sofnaði undir stýri við Markarfljótsbrúna í morgun. Sex voru í bílnum sem var á leið í vesturátt og voru flestir í bílnum sofandi er bílstjórinn dottaði og ók út af veginum með fyrrgreindum afleiðingum. Fólkið slapp að mestu ómeitt og var því útvegað far til síns heima.


Ég læt lesendum eftir að greina hverjar hinar fyrrgreindu afleiðingar voru.

Menningarsunnudagur

Það má sjálfsagt kalla sunnudaginn í gær menningarlegan hvað varðar upplifun okkar Jóku. Það var sofið út eins og hægt var þar til ég dröslaðist á fætur skömmu fyrir hádegi og útbjó morgunmat/brönns/hádegismat. Skar meir að segja niður ananas og banana, bara vegna þess að þeir hljóma svo skemmtilega saman, og blandaði ásamt safti og útbjó það sem krakkarnir kalla smúþíðs og eru alveg vitlausir í. Þá var dúndrað sér niður í bæ og stefnan tekin á bókasafn og listasafn. Að þessu sinni, vegna veðurs voru hjólhestarnir skildir eftir heima og sporvagninn tekinn. Það var reyndist náttúrulega heljarinnar ferðalag því við nenntum ekki að bíða eftir þristinum og tókum ellefuna þess í stað. Ellefan gengur hins vegar ekki nálægt bókasafninu, né listasafninu, sem bæði eru við Götaplatsen. Ellefan gengur hins vegar niður á Järntorget og þar stukkum við út og ákváðum að bíða eftir þristinum. En við nenntum ekki að bíða í tíu mínútur og stukkum upp í ásinn sem dró okkur að Linnéplatsen. Þar stukkum við út og biðum eftir sexunni sem kom stuttu síðar og dró okkur alla leið að Korsvägen en þaðan löbbuðum við svo að Götaplatsen. Líklega hefði tekið mun styttri tíma að bíða bara eftir þristinum og láta hann bera okkur að Valand og ganga þaðan að Götaplatsen. En þetta reyndist hinn ágætasti bíltúr. Sunnudagsbíltúr.
Nú þá var það bókasafnið þar sem við eyddum talsverðum tíma og ég gekk þaðan út alsæll með Áhyggjudúkkur Steinars Braga undir höndinni ásamt hljóðbók á sænsku, Populärmusik från Vittula eftir Mikael Niemi. Jóka kom tómhent út enda þjáist hún af valkvíða.
Listasafnið beið okkar fullt af eftirvæntingu. Við horfðum á ljósmyndir Gregory Crewdson. Stórfenglegar. Og svo eitthvað ögrandi rugl sem ég nenni ekki að tala um.
Eftir sporvagnsferðina miklu bókaleitina og myndaáhorfið var hungrið farið að segja til sín svo við gengum (veðrið skánaði á meðan við nutum listanna) að Hagabio við Linnégatan til að snæða og ég að lesa í Áhyggjudúkkum. Ráðherramáltíð er mér skapi næst að segja. Hugmyndin var að kíkja á kvikmynd en ekkert heillaði svo við röltum að lokinni máltíð og lestri til Lottu sem býr í nágrenninu og ræddum málin við hana um stund. Þá var gengið heim og hoppað upp í ellefuna sem brunaði með okkur lokasprettin heim, rétt í tíma fyrir Sopranos í sjónvarpinu.

Jú, þetta var sunnudagur

15. sep. 2007

nú hefur það gerst, sem stundum gerist. lesendur þessa bloggs eru farnir að kvarta undan tíðindaleysi. það þykir mér í senn stórfenglegt og skrítið. en ætli ég láti ekki undan óskum vina minna, því mestmegnis eru það vinir mínir sem lesa þetta blogg, og skelli hér inn færslu

það er enda laugardagur og ég er, aldrei þessu vant, ekki að vinna. stórfenglegt. hvað hefi ég þá gert til að nota daginn. jú ég vaknaði og kveikti strax á sjónvarpi á meðan ég var að reyna að vekja restina af kroppnum og horfði á þennan þátt sem er yfirleitt á milli níu og tíu hér í sjónvarpinu, breskur þáttur þar svem tveimur liðum er dempt á það sem virðist vera bílakirkjugarð og eiga að smíða einhvert snilldar ökutæki á tíu klukkustundum. alveg ágætasta skemmtun. á meðan ég var að horfa á þetta vaknaði kroppurinn og ég sté á fætur og hitaði mér kaffi. kveikti á tölvunni, svona bara til að hafa hana í gangi og nýtti hana svo sem til að lesa mbl.is, tölvupósta og sitthvað fleira á meðan ég sötraði kaffi og drakk í mig kjark til að takast á við eina verkefnið sem var á tasklista dagsins: setja upp hillur. svo dólaði ég mér við að bora fyrir skrúfum og mæla og hamra og svei mér þá ef ekki eru bara komnar upp hillur hér í stofunni. verkið tók nákvæmlega þann tíma sem tekur exile on main st að renna í gengum spilarann. undursamlegt alveg hreint. svo til að halda upp á hilluruppsetninguna hellti ég mer folköl glas og smurði mér tvær brauðsneiðar og lagði á þær reykta skinku ásamt ferskri basilliku og paprikusneiðum svo og gúrkusneiðum og át og drakk. nú er ég að spá að skella mér út í rokið og hjóla smá og jafnvel setjast niður á kaffihús og lesa í bókinni State of War þar sem James Risen einhver skrifar um leyndarmál Bush-stjórnarinnar og CIA varðandi Írakstríðið og annan óskapnað. Forvitnilegt satt að segja.

Sumir spyrja kannski, hvar var Jóka á meðan öllu þessu stóð? Jú, hún reif sig upp eldsnemma til að ritstýra monthly magazine

jájá

6. sep. 2007

IMG_0756




Útsýnið úr Villa Angelospiti var nokkuð hresst bara. Við þessa dýrð vaknaði maður á hverjum morgni. Ef það er nú ekki til að endurræsa í manni kerfið þá veit ég ekki hvað. Næsta stopp: Morocco!


Kannski

3. sep. 2007

vakinn með rósum og morgunmat ... ekki slæmt

Við erum sum sé snúin aftur frá Krít og unaðslífinu þar. Húrra fyrir því.

Dagskráin í dag: Njóta dagsins!

23. ágú. 2007

allt að gerast

nú eru þetta bara rétt rúmir tveir dagar í Krítarferðina miklu. Það er reyndar betra en það því það eru bara 27 klst. þar við Jóka stígum upp í lestina til Köben, þá er nú ferðalagið offísíalt hafið. Svo þetta er allt að fara að gerast.

Annars tókum við Jóka upphitun á dæmið í gærkvöldi og horfðum á Grikkjann Zorba. Jú, myndin var tekin upp í þorpinu hvar við gistum sjáið til. Kokkino Chorio heitir það... jújú

Annars má átta sig á staðháttum hér.

En fyrst: vinnavinnavinnavinnavinna

22. ágú. 2007

Það verður annars ekki annað sagt um hann Villa borgarstjóra að hann lætur verkin tala og situr ekki við orðin tóm.

Nú er hann víst búinn að taka kælinn úr vínbúðinni í Austurstræti. Það ku hafa verið vegna rónanna fjögurra sem sitja jafnan á tröppunum fyrir utan óðal og sníkja bjór af meðborgurum sínum.

Hvernig það annað stenst að borgarstjórinn í Reykjavík geti með beinum hætti haft afskipti af innanhússrekstri vínbúða Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins skil ég ekki. Ég man ekki betur en að í áfengislögum komi aðeins fram að sveitastjórnir geti gert skilyrði um staðsetningu vínbúða og opnunartíma þeirra, ekki hvernig þær kjósa að haga verslunarrekstrinum sjálfum.

Væri þá ekki frekar rétt að fara fram á að sú grein áfengislaga sé virt sem segir að heimilt sé að neita að afhenda manni áfengi sé hann áberandi ölvaður.

Smátt og smátt hefur þjónusta vínbúðanna verið að færast í þá átt að hugmyndin um að færa smásölu léttvíns og bjór í almennar matvöruverslanir er ekki aðkallandi. Með því að lengja opnunartímann og selja kældan bjór má vel þagga í okkur sem viljum bjórinn í búðir, a.m.k. um sinn.

En borgarstjórinn er líka stjórnarmaður í SÁÁ svo það er ekki við öðru að búast en fanatík úr þeirri áttinni.

Heyrðist mér ekki líka að hann vildi vínbúðina burt úr miðbænum. Jamm - það er góð hugmynd. Senda íbúa miðbæjarins bara upp í Kringlu að versla vín. Eru þetta hvort eð er ekki allt bara námsmenn sem búa þarna. Geta bara tekið strætó ókeypis að versla bjórinn.
GHH er greinilega í hópi anarkmálfræðinga sem segja: ef maður segir eitthvað er hægt að segja það. Ég tilheyri þeim hópi líka og hef stundum hneykslað kollega mína á þýðingastofunni. Er þetta ekki hægt? Ég hef heyrt fólk segja þetta ótal sinnum...


En að hlakka til eftir einhverju dæmist sum sé skrítið.

Kannski: „ég hlakka til þessara fjögurra daga liðinna“

Hvað með það...

21. ágú. 2007

Lengir eftir fríi

Það er merkilegt þegar það verður svo mikið að gera í vinnu að maður hefur ekki tíma til að vinna vinnuna sína.

Mikið rosalega hlakka ég til eftir þessum fjórum dögum liðnum.

Það er Lou Reed sem heldur uppi fjörinu hér á meðan ég vinn. Ef fjör má kalla.

En ég kalla eftir umræðu frá þeim fjölmörgu málfræðingum sem ég veit að lesa þessa síðu. Hvernig dæmis notkun mín á sögninni hlakka eins og hún var hér að ofan? Slæm, góð, skrýtin, venjuleg? Rökstyðjið. (Áhugamenn um íslenskt mál og málfræði eru einnig hvattir til að bregðast við).

Now back to work................

20. ágú. 2007

Mánudagur

Það var erfitt að koma sér á fætur í dag til að fara í vinnuna (ganga að skrifborðinu). Allri helginni var eytt í vinnu og hér er ég aftur kominn eina ferðina enn.

En að þer ELO sem fær það hlutverk að koma mér í gang. Ég hef mikið hlustað á ELO að undanförnu. Ó svo ljúft

Einnig er ég að reyna að finna mér James Taylor Greatest Hits frá 1976

Þetta ku hins vegar vera rétt rúmlega fimm dagar í Krítarferð



Ó! Hve ljúft verður að komast í frí!!

18. ágú. 2007

Einsemd

Konan fór frá mér yfir helgina. Ég læt það ekki á mig fá enda dagskráin stíf:

Þýðingarvinna, a.m.k. 4 tímar hvorn daginn
Vefsíðuumsjón, eins og þörf krefur
Jogg í Slottsskogen
Horfa á Cleópötru, 3 klst. 52 mín
Klára bókina Kvinnan i Hissen och anda mystiska historier
Byrja kannski á reyfaranum Till allt som varit dött
Ryksuga
Elda og borða kjöt
Kíkja á barinn með Tomas, kannski

Merkilegt hvernig maður hefur einhvernveginn meiri tíma þegar maður er einn.
Kannski er það bara meira næði...

Hvert fór svo konan?
Í tveggjadaga spa hangs

seisei já

17. ágú. 2007

Bissí dagar núna. 10 vinnudagur við þýðingar og svo tímaritaútgáfa.

Við kláruðum mest megnis annað tölublað monthly í gærkvöldi ég sat svo við frameftir og greinamerkjalas og hugaði að smáatriðum. Það minnti mig ögn á andvökunæturnar yfir hinum og þessum Röskvu sneplum fyrir ca. 5-8 árum.

Að því loknu lá ég andvaka og hugsa um leiðir til að gera uppfærslu á listings fyrir monthly einfaldari. Held ég hafi dottið niður á lausn sem krefst ekki allt of mikillar tölvu vinnu.

Og svo er ég aftur kominn hingað að vinna. Þýðingarvinnuna núna og held því væntanlega áfram fram á kvöld.

15. ágú. 2007

Netið og svona

Þegar MySpace-æðið var að hefjast kíkti ég á gripinn og fann fljótlega að fyrirbærið væri ekkert fyrir mig. Hönnunin ljót, kerfið ónotendavænt, svifaseint og takmarkað. Ég sagði: þetta er drasl, ég bíð frekar eftir einhverju sem er meira í samræmi við nútímatækni.

Um daginn var ég beðinn um að taka þátt í facebook dæminu og jú þarna var þetta dæmi sem ég hafði í huga þegar ég var að velta fyrir mér hvort ekki væru til betri, flottari og svalari lausnir en þetta Mæspeiskrapp.

Húrra fyrir þessu. T.d. er ég núna að uppgötva þarna nýja tónlist.

Seisei já

14. ágú. 2007

dagbók dauðans

Hér sit ég í Tidskriftsverkstaden. Það er svona samkunduhús fyrir útgefendur blaða og jú, bíddu við. Það er ég vissulega. Hingað færði ég mig eftir að Bredbandsbolaget ákvað að svipta okkur interneti um stund. Bredbandsbolaget er líklega versta fyrirtæki í heimi.

En á Tidskriftsverkstaden er svo sem gott að vera. Hér er t.d. fólk. Og fólk er alveg ágætt bara, ef það er ekki fífl.

Nú eru þetta bara 11 dagar í Krítarferð. Það er næstum ekki neitt. Það er svona eins og það væri 13. desember og við værum að bíða eftir jólunum.

13. desember = næstum jólin
14. ágúst = næstum Krít

Svona er tilveran einföld og flókin í senn. Eins og skammtafræðin, krakkar mínir. Eins og skammtafræðin...

9. ágú. 2007

konungur

þeir segja mér það í spurðum að fyrir utan gluggann minn sé 24 stiga hiti. Ekki er hann minni hér inni. Það er huggulegt að sitja úti á stuttermabol á kvöldin og lepja rauðvín. Það hef ég varla gert síðan í A'dam um árið. Jiiii hvað huggulegt er að sumarið hafi látið sjá sig.

Á morgun byrjar hér utan við gluggann minn Way Out West.

Eftir vinnu á morgun ætlum við að setjast utan við girðinguna og athuga stemmarann. Kannski sólin skíni þá enn...

Kannski

8. ágú. 2007

Í sól og sumaryl - inni

Já - sumarið lét losk sjá sig og nú sjáum við sólbrunnið fólk - í miðjum ágúst - óalgeng sjón skilst mér hér í þessum heimshluta...

En já - Í gær þjáðist ég sum sé inni við vinnu á meðan sólin lék sér úti og hitaði loftið upp í 27 gráður, á celsíus. Ég hugsaði með mér... seisei - sólin hangir enn í loftinu klukkan fimm þegar ég hætti og þá fer ég út og slæst í leikinn.

Allt kom fyrir ekki.

Ég sat sveittur og vann eins og alki á meðan krakkarnir héngu með sólinni


úti


Og nú er sumarið búið - aftur

7. ágú. 2007

Svei mér sveiattinn

Þegar þetta er ritað eru 18 dagar og fjórar klst. í Krít. Ég man þegar það voru 32 dagar og það er ekki langt síðan. Samt sem áður 14 dagar. Það er sum sé ekki langt í Krítarferðina miklu. En ég fór nú samt bara til Köben um síðustu helgi. Þessa sem var að ljúka rétt í þessu.

Ó hve það var gaman...

Annars er sumarið loks komið hér í Skandinavíu með öllu tilheyrandi. Ég ætla með rauðvín og teppi, bók og bjór út á stefnumót núna eftir vinnu við sæta sænska stúlku í Slottsskogen.


Ó já

2. ágú. 2007

Svona svona

Jæja - Monthly dæmið fór vel á stað eftir útgáfuna. Ég hef nýtt kvöldin til að rigga upp og viðhalda þessari vefsíðu. Mér hefur meir að segja boðist að útbúa fleiri vefsíðu í kjölfarið. Ég flissa með sjálfum mér að því. Dreifingu blaðsins hefur miðað vel og nær öll fimmþúsund eintökin eru komin út í bæ, á kaffihús, túristaskrifstofur, hótel, tískuverslanir o.s.frv. Samtals á 76 stöðum víðsvegar um bæinn. Það kalla ég nokkuð gott miðað við að það eru nánast bara Jóhanna og Lotta sem hafa séð um dreifinguna.

Fólk virðist líka vera að lesa blaðið því heimsóknir aukast dag frá degi á vefsíðuna hjá okkur en eini staðurinn sem slóðin kemur fyrir á er í blaðinu (Google hefur enn bara skilað okkur einni heimsókn, einhver var að leita að stað til að týna bláber í Gautaborg). Svo höfum við séð þó nokkra með blaðið undir arminum.

Næsta eintak á að koma út 15. ágúst, enn flottara en fyrsta eintakið. Þetta er glæsilegt.


En annars er ég bara á leiðinni til Köben núna á eftir. Þar verð ég næstu fjóra dagana og skil Jóhönnu eftir heima - enda þarf hún að vinna fyrir salti í grautinn...

31. júl. 2007

Brandari

Reykjavík hefur verið útnefnd grænasta borg í heimi.

Ég tek þessari útnefningu með fyrirvara, rétt eins og GMB. Hann virðist alveg hafa skipt um skoðun síðan hann sagði: „Reykvíkingar hafa valið og þeir hafa valið einkabílinn!“ Mikið fagna ég því.

En það er ótalmargt eftir óunnið til að Reykjavík komist nálægt því að eiga svona nafnbót skilið:

Ég fagna grænum skrefum sem stíga á. Hvenær sem það nú verður gert.

En þau skref eiga án efa eftir að einkennast af hálfkæringi og hallærislegum tilraunum. Það virðist nefnilega aldrei vera hægt að gera neitt almennilega.

Af hverju er t.d. ekki fyrir löngu búið að leggja reiðhjólarein á Hverfisgötu og Lækjargötu? Gera kleift að hjóla án vandræða meðfram allri Hringbraut og Miklubraut? Fjölga grenndargámum fyrir endurvinnslu til muna? Bjóða námsmönnum fríar eða a.m.k. sérlega ódýrar ferðir með strætisvögnum?

Svo fáein lítil skref séu nefnd.

Vita borgarbúar yfir höfuð af þessum skrefum sem ætlað er að taka?

26. júl. 2007

Fjölsk

Fjölskylda Jóhönnu var hér í heimsókn frá Hollandi. Sum sé hollenska fjölskyldan. Það var vegna skírnar litlu systur Jóhönnu. Þar var saman kominn fjölskylda pabba hennar og fjölskylda stjúpmóður hennar (sem er sex árum eldri en ég). Það er ekki einfalt mál að taka þátt í fjölskylduboði sem fer fram á sænsku annars vegar og hollensku hins vegar

Það tókst þó einhvernveginn

25. júl. 2007

Garg

Við fórum um daginn í svona - draugagöngu - um daginn. Það var fönn - alveg átgætis fönn.

Nú er rétt rúm vika þar til maður skreppir þetta til Kaupinhafnar. Húrra fyrir því.

Svo þið Kaupinhafnarfólk - farið að fægja silfrið - núna!

24. júl. 2007

Heimsóknir á þessa eru í línulegu falli í átt að núlli. Ég veit ekki hvort það verður ég eða lesendur mínir sem fyrst gefast upp.

Þess má geta að ég held að endajaxlinn hjá mér sé smátt og smátt að rotna í sundur. Amk er ákaflega staðbundin rotnunarilmur sem kemur akkúrat þaðan - frá vinstri endajaxli niðri.

Mér skilst að tannlækningar í Svíþjóð séu nokkuð ódýrari en á Íslandi. Það ætti svo sem ekki að vera erfitt. Ég held að ég hafi greitt 30 þúsund fyrir síðustu heimsókn.


og samt er endajaxlinn að rotna...

Gamlir tímar

Mér hefur verið hugsað til gamalla tíma undanfarið. Jæja, kannski ekki gamalla - en eldri a.m.k. Það er undarlegt að geta notað miðstig til að draga úr frumstigi. Að eldri geti á einhvern hátt verið yngri en gamall. Þú skilur... Eldri kona er t.d. ekki alveg jafn gömul og gömul kona.

Hvað segirðu varstu að tala við gamla konu?
Nja, þetta var svona eldri kona.

Tengt afstæði. Jóhann er ekki gamall þó hann sé eldri en Gunnar.

Merkileg tík, þessi semantík.

En ég hef sum sé verið að hugsa um horfnar stundir. Gamla tíma. Eldri minningar.

Nostalgía? Svei mér.

En fyrst maður var farinn að spjalla um semantík og tungumál. Eitt er undarlegheit sem ég þreytist ekki á að flissa yfir í sænsku. Það er skrípi eins og: det här bordet. Eins og í setningunni: Är det här bordet ledigt? Beint mætti þýða þetta svo: Er þetta borðið hér laust?

Meikar bara ekki sens!

18. júl. 2007

Monnímonnómonní

Göteborg Monthly Magzine tekur þátt í AdSense til að græða smá péning á öllu saman. Það virkar þannig að við leyfum Goolge að birta hjá okkur auglýsingar og í staðinn fáum við péning; ef einhver af gestum okkar smellir á auglýsingarnar.

Svo allir að heimsækja monthly.se og smella og bóka hótel og svona.

Húrra fyrir því

Húrra húrra húrra

Enn einn dagurinn í Svíþjóð

Ég fór að beiðni Gullu og skellti inn niðurtalningu á krítarferðina. Bara af því bara...

jáójáogseisei

Annars er ráðgert að skella sér til Kaupinhávnar um verslunarmannahelgina. Ójá og seisei - já.

16. júl. 2007

Að lokinni

Ojæja - þá er Íslandsheimsóknum lokið - í bili - og ég get hafið bloggstörf á ný.

Tvennt gerðist hér í landi eftir að ég sneri aftur: Sólin fór að skína á ný og Göteborg Monthly Magazine kom út. Ég á heiður að einhverju í þessu tímariti. Kannski einkum hugdettunni og vefsíðunni. Jóhanna og Lotta eiga heiðurinn af öllu hinu. Sem er heilmargt.

En Göteborg Monthly Magazine kemur eingöngu út í Gautaborg. Því bendi ég ykkur hinum á að lesa bara hinn virðulega vef: www.monthly.se

Hannaður og uppsettur af mér. Get ég sagt með stolti.

Annars var hádegismaturinn tekinn hér úti í garði í 25 stiga hita, glampandi sól yfir bókinni High Noon in the Cold War.

Hressandi?

jamm

9. júl. 2007

Sumarnætur

Ég er á Íslandi. Hingað skrapp ég til að vera gjöf um stund. Það var skemmtilegt að vera gjöf og mér er sagt að gjöfin hafi verið skemmtileg. Ég vona samt að ég verði ekki gjöf aftur. Enda á svo sem ekki að gefa hverja gjöf oftar en einu sinni.

Síðan ég kom hef ég vakað um nætur. Það er magnað hvað maður getur enst út íslensku sumarnóttina og fram á morgun.

Aldrei vaki ég svona í Svíþjóð.



Þess má annars geta að þessi færsla er sú 1111 (ellefuhundruðogellefsta) þessa bloggs. Það er töff.

21. jún. 2007

Blogga í útlöndum

Þá er maður kominn aftur heim. Heim til Svíþjóðar. Enda á ég ekki heima á Íslandi. Þar er ég gestur og þvælist á milli bústaða.

En nú er ég heima hjá mér og það er gott að vera heima. Það er best að vera heima. Sofa í rúminu sínu. Sitja við skrifborðið sitt. Borða matinn sinn og drekka kaffið sitt. Sitja á klósettinu sínu og lesa bækurnar sínar.

Hér er hlýtt. Ekki of hlýtt en ekki kalt. Gott. Temmilegt. Passlegt. Gott.

Stuttermabolaveður - rólegheit - sporvagnar

Engir jeppar...

13. jún. 2007

Hví moggablogg

Stundum villist maður inn á moggabloggið. Einhvernveginn af því að það er fyrir augunum á manni. Þannig datt ég inn á þetta.

Nú nenni ég ekki að hafa þetta fyrir augunum á mér lengur. Þessvegna sótti ég þetta.

11. jún. 2007

Ég blogga bara í útlöndum


Annars var skipt um villu í Krít. Það er líka í góðu lagi. Þetta er risastórt...

5. jún. 2007

Bloggur


Jú ég blogga mestmegnis í útlöndum. Það er enda ekki mikið um að vera. Eða jú, nú er skipulagning á Krítarferð hojkokfog-hópsins langt komin. Þetta lítur vel út. Stórglæsilega satt að segja.

Þetta er villan! Þarna á myndinni sko:

Þá er bara spurning um hvar maður heldur áramót! Kannski í Tsjíle!?

Hvur veit svo sem....

4. jún. 2007

Hann er víst samborgari minn, Daninn sem lamdi dómarann á Parken í fyrradag. Ætli hann verði gerður heiðursborgari þar í kjölfarið?

Annar er þessi helgi að baki og ég sit eftir með lemstraðan búk. Það eru aldeilis átök að skemmta sé hér í bæ...

1. jún. 2007

hjúkkitt

Síðasti reykdagurinn á Íslandi. Guðisélof. Ég tók þátt í vitleysunni í kvöld. Fór á barinn. Allir reykingamenn landsins voru þar samankomnir í kappreykinginum. Það er fátt jafnundarlegt og hópur fólks sem kemur saman í lítinn sal til að fylla hann af reyk! Situr ofsa ánægt með súr augu og hóstandi. Ég hef aldrei upplifað jafnmikinn reyk samankomin í jafnlitlu rýmig og í kvöld.

En þetta er búið og nú er loks hægt að skemmta sér. ég gef reykingafólkinu þrjár vikur til að átta sig á hvað þetta er mikið æði.

Í kvöld hitti ég fullt af fólki sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Það er jafnan tilfellið þessa dagana. Það er gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki hitt lengi... þá er maður svo vinsæll eitthvað...

Kvöld talaði ég sænsku við svía sem vildu bara tala ensku... það var fjör

23. maí 2007

Jæja!

Ekki tókst mér nú að koma á vinstri stjórn eins og ég ætlaði mér. Kom þó einum vinstri flokki inní ríkisstjórn. Sumum finnst nú reyndar Samfylkingin enginn vinstri flokkur en það er líklega fólk sem horfir til hennar frá vinstri og sýnist hún því hægra megin. Það er eðlilegt.

Nema þetta sé spurningin um mjólkina. Léttmjólk er ekki mjólk af því að nýmjólk er miklu meiri mjólk. Það er della.

Mestu máli skiptir þó að framsóknarflokkurinn er farinn úr ríkisstjórn og þá eru bara eftir 6 hálfvitar þar á bæ. Skárra en 12 hálfvitar. Ekki satt!?

Þetta með hægri og vinstri er hins vegar óheppilegt. Einmitt út af þessu afstæði. Tökum dæmi. Ef ég stend framan við Stjórnarráðið og sný að vestur að Lækjartorgi eru MR og Tjörnin vinstra megin við mig og höfnin hægra megin við mig. Ef ég sný mér við er höfnin vinstramegin við mig og Tjörnin og MR hægra megin. Ef ég geng út að Tjörninni og sný mér í vestur er MR hægra megin við mig ásamt Stjórnarráðinu og höfninni.

Nær væri að tala um austur og vestur í pólitík. Þá væri ekki svo flókið að staðsetja Samfylkinguna.

15. maí 2007

Ísland

Kem til að redda málunum varðandi ríkisstjórnina á morgun!

Hvar verður svo besta partíið annað kvöld?


öööö - að gefnu tilefni er rétt að geta þess að ég verð einn á ferð. Jóka kemur ekki fyrr en 7. júní. Vitiði hver á afmæli 7. júní? Vitiðiða krakkar, vitiði?

Þjóðin

Ég hef verið að horfa á umræður stjórnmálamanna og annarra í kjölfar hinna dapurlegu kosningaúrslita. Þar þykir mér eitt hafa komið fram í máli fólks öðru framan. Menn hafa klifað á því að „þjóðin hafi gefið skýr skilaboð“ um hitt og þetta. Þannig segir t.d. Geir Haarde að þjóðin hafi gefið skýr skilaboð um að hún vilji sjá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.

Ég er nú svo sem maður lýðræðisins. Hef kosið að kalla mig lýðræðissinnaðan og frjálslyndan sósíalista (og er þess vegna landlaus í pólitík). Að mínu mati gefur „þjóð“ skýr skilaboð um eitthvað ef meirihluti kjósenda velur einn kost framar öðrum. Þannig sendi þjóðin (um 65% kjósenda) skýr skilaboð um að hún vildi einmitt ekki sjá Sjálfstæðisflokkinn í næstu ríkisstjórn. Einnig sendi þjóðin (um 52% kjósenda) skýr skilaboð um að hún vildi ekki að núverandi ríkisstjórn starfaði í meirihluta.

Þjóðin gaf á sínum tíma skýr skilaboð um að hún vildi ekki vera aðili að Íraksstríðinu. Þjóðin gaf líka skýr skilaboð um að hún vildi ekki að ríkið seldi Símann á sínum tíma. Þjóðin gefur skýr skilaboð um að hún vill breyta kvótakerfinu. Þá hefur þjóðin gefið skýr skilaboð um að hún vilji fá að kaupa léttvín í matvöruverslunum. Þessi skilaboð hafa öll verið hunsuð.

En einna skýrust eru skilaboð þjóðarinnar um eitt. Við viljum ekki að Framsóknarflokkurinn sé í ríkisstjórn. Við viljum reyndar ekki einu sinni sjá flokkinn á Alþingi! Þessi skilaboð virðast ætla að vera hunsuð, eins og flest skilaboð þjóðarinnar til þessa. Það er heldur ekki skrítið þegar stjórnmálamennirnir telja álit mikils minnihluta þjóðarinnar skýr skilaboð“.

Hvernig er það? Verður maður að kjósa Framsóknarflokkinn til þess að hlustað sé á mann?

14. maí 2007

mánudagur


stutt í Íslandsferð

hér er aflamynd úr kolbeinsferð



sjá hvað við erum kátir

11. maí 2007

Heimsóknin

SteinnSteinn og Sigurrós eru hér í heimsókn. Það er gaman.


Fallegt og gaman.

Nú eru aðeins fimm dagar þar til ég verð í heimsókn. Sókn heim. Heim til Íslands. Þar á ég ekki heima.

Minni á tilbúnað minn til að vera húsvörslumaður í Reykjavík ef með þarf.


Hjörtur

9. maí 2007

Vika

Eftir nákvæmlega viku mun ég stíga fæti á íslenska grund á ný. Þá hefur málmhólkur hraðþjónustu Íslands skotið mér yfir Atlantshafið svo ég geti andað að mér íslensku vori og bragðað á íslensku vatni.

Á Íslandi mun ég dveljast í um 10% af ári sem er slatti. Heilmikill slatti!

8. maí 2007

Sögu

Kolbeinar fóru í veiðiferð. Flåren heitir vatnið, Flattinge staðurinn. Flórinn á Flatengi. Ekki lofaði það góðu. Taxi í veiðihúsið. Það var þá í fyrsta sinn. Stígur tók á móti okkur. Smálenskur hreimurinn heillaði Sigurð og tóku þeir að spjalla. Sigurður tafsaði og Stígur þagði, glotti og þagði. Kofinn var höll.

Báturinn kom að gagni, sem klósett og farartæki. Aðalsteinn ræðarinn. Sigurður ræðnari.

Gedduleitin hófst. Skimað yfir vatnið. Hann var að vaka. Greinilega. Yfirlætisfullur í djúpinu.

Vatnið er eins og tíminn, blautt og kalt.

Sólin er eins og eilífðin, heit og góð.

Bjarki brosti - hann er ágætur...

En hvar var Christina?

30. apr. 2007

30. apríl

Þegar ég bjó í Amsterdam var jafnan húllumhæ mikið þann 30. apríl. Það er drottningardagurinn í Hollandi þegar haldið er upp á afmæli drottningarinnar (reyndar er afmælisdagur drottningarmóðurinnar). Hér í Svíþjóð er haldið upp á Valborgarmessu (sem reyndar er 1. maí). Ég skemmti mér konunglega þessa tvo drottningardaga sem ég upplifði í Amsterdam. Ég efast um að ég muni skemmta mér jafnvel í kvöld. Skandinavískt fyllerí er einhvernveginn mun subbulegra en hollensk fyllerí. Sérstaklega unglingafylleríin.

Baráttan gegn kapitalistasvínunum

Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna hafa eftirfarandi söluturnar valið að stinga nýafstaðinni skattalækkun beint í eigin vasa að öllu eða miklu leyti.

Við skulum sniðganga þau fyrirtæki.

Þetta eru arðræningjarnir:

Aðalhornið, Barónsstíg 27 Reykjavík
Allt í einu, Jafnaseli 6, Reykjavík
Anna frænka, Síðumúla 17, Reykjavík
Bettís, Borgarholtsbraut 19, Kópavogi
Biðskýlið, Kópavogsbraut 115, Kópavogi
Bitahöllin, Stórhöfða 15, Reykjavík
Brautarstöðin, Ármúla 42, Reykjavík
Dalsnesti, Dalshrauni 13,
Draumurinn, Rauðarárstíg 41, Reykjavík
Foldaskálinn, Hverafold 1-3, Reykjavík
Gotti, Garðastræti 2, Reykjavík
Grandakaffi, Grandagarði, Reykjavík
Grensásvídeó, Grensásvegi 24, Reykjavík
Grill-Nesti, Háholti, Mosfellsbæ
Grillturninn, Sogavegi, Reykjavík
Heimabíó, Njálsgötu 49, Reykjavík
Holtanesti, Melabraut 11, Hafnarfirði
Hvammsval, Hlíðarvegi 29, Kópavogi
Ísgrill, Bústaðarvegi 130, Reykjavík
Íshöllin, Melhaga 2, Reykjavík
Ísinn, Smáralind, Kópavogi
James Bond, Skipholti 9, Reykjavík
King Kong, Eddufelli, Reykjavík
Kópavogsnesti, Nýbýlavegi 10, Kópavogi
Leifasjoppa, Iðufelli 14, Reykjavík
Nesbitinn, Eiðistorgi 13, Seltjarnarnesi
Pólís-inn, Skipholti 50c, Reykjavík
Skalli, Hraunbæ 102, Reykjavík
Smábitinn, Síðumúla 29, Reykjavík
Svarti svanurinn, Rauðarárstíg 6, Reykjavík
Garðatorgi 1, Garðabæ
Söluturninn, Bæjarhrauni 20, Hafnarfirði
Söluturninn, Hagamel 67, Reykjavík
Söluturninn, Hraunbergi 4, Reykjavík
Söluturninn, Toppurinn, Síðumúla 8, Reykjavík
Texas, Veltusundi 3, Reykjavík
Trisdan (Skutlan), Lækjartorgi, Reykjavík
Vogaturninn, Gnoðarvogi 46, Reykjavík


Þá getum við beint viðskiptum okkar til þessara aðila í staðinn:

Bónusvídeó
Lækjargötu Hafnarfirði
Nesti (N1)
Select (Shell)
STÁ Video Kársnesbraut Kópavogi
Uppgrip (Olís)
Víkivaki Laugavegi 5 Rvík.

Á hjólunum er gleði og gaman

Ég keypti mér loksins hjól um daginn. Eftir að hafa hugsað um það frá því í janúar og skoðað hjól í boði á Blocket.se og meir að segja hringt eftir nokkrum án þess að nokkuð gerðist í þeim málum þá uppgötvaði ég litla búllu hér úti á horni sem kaupir, gerir við og meir að segja lagar notuð hjól. Ég keypti mér fagurgrænt DBS Kilimanjaro dömuhjól á 900 spenn. Svo nú geysist ég um götur Gautaborgar eins og vindurinn og læt sólina kyssa mig á ennið.

Annars styttist í Kolbeinsferðina svakalegu. Búið er að draga upp staðinn á korti með ómetanlegri hjálp Google-Maps. Með hjálp gervitungla mynda má gera sér grein fyrir afstöðu húsa og gatna sem gerir leitina að húsinu eins og leit að nál í filmuboxi.

28. apr. 2007

Í sólinni


Sverige 038
Originally uploaded by hjortur.
Hér er ég bara úti í sólinni að skoða internetið og svona. Tækni og gott veður! Það er fín blanda.


Húrra!

26. apr. 2007

Úr þjóðkirkjunni

Ég hef ætlað að gera það lengi en einhvernveginn alltaf gleymt því. En nú loksins prentaði ég út eyðublaðið, merkti við reitinn „Skráning utan trúfélaga“ og ætla að senda það á eftir.

Það er undarlegt að stofnun sem telur sér trú um að hún boði náungakærleik og mannvirðingu sýni stórum hópi þjóðarinnar jafnmikla mannfyrirlitningu.

25. apr. 2007

Daglegt mál

Að hlaupa upp til handa og fóta

Samkvæmt íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar ku eiginleg merking þessa orðtaks vera að bregðast á skjótan hátt við einhverjum til greiða. Það er enda sú notkun sem mér er töm. Þannig mætti segja: „Ég dæsti nú bara svona og hvíslaði með sjálfum mér hvað ég væri kaffiþyrstur og þá var nú hlaupið upp til handa og fóta og lagað kaffi, sett í pönnukökur og postulínið tekið fram!“

Ef orðtakinu er gúgglað má sjá að margir nota það í merkingunni, að gera úlfalda úr mýflugu, að fjargviðrast yfir e-u, að býsnast yfir e-u, að gera verður um e-ð út af e-u, að gera rekistefnu vegna e-s, gera mikið úr e-u, æsa sig (af óþarfa) yfir e-u o.s.frv.

24. apr. 2007

Tíkarspenar

Hvaðan í ósköpunum kemur orðið tíkarspenar? Það er í merkingunni hár sem tekið er saman með teygju í hliðum. Einhver bóndadurgurinn hefur sennilega horft á dóttur sína með hárið tekið saman á þennan hátt og orðið undrandi: „Hver rækallinn er að sjá þig stelpa, eins og með tíkarspena í hárinu!“

23. apr. 2007

Ranghvolfun

Hvaðan kemur sú að-því-er-virðist-vera alþjóðlega líkamstjáning að ranghvolfa í sér augunum? Er um að ræða náttúruleg viðbrögð við því að vera alveg sama, láta sér fátt um finnast, finnast eitthvað alveg fáránlegt eða drepleiðinlegt?

Er samt ekki rangt að tala um að "ranghvolfa"? Það er ekki eins og að augun snúist við í augntóftunum. Þeim er meira svona ýtt upp og færð til hliðar.

Ojæja, hvers vegna hrista menn þá hausinn, kinka kolli eða yppa öxlum...

Það er samt hægt að ranghvolfa í sér augunum þó að enginn sé að horfa. Yppir fólk öxlum í einrúmi?

En ypp, hrist og kink er svar, ranghvolf er bara viðbragð, eins og hlátur eða bros. Fólk hlær samt með sjálfu sér. Kannski sumir hlæi með sjálfum sér, hristi hausinn, ranghvolfi sér augunum og hvísli út í tómið "ég er nú meiri kjáninni".

19. apr. 2007

X X X

Þegar gegnið er um Amsterdamborg má víða sjá tákn borgarinnar krossana þrjá X X X. Margir kunna að telja að um sé að ræða tengingu við kynlífsiðnaðinn sem blómstrar í borginni, en svo er nú ekki.

Krossarnir þrír eru tákn verndardýrlings borgarinnar, heilags Andrews, og standa fyrir þær þrjár ógnir sem steðjuðu að borginni á árum áður.

Hvers vegna er ég að rifja þetta upp. Jú, þetta hlaut að koma upp í hugann eftir síðasta vetrardag í Reykjavík í gær. Hætturnar þrjár eru nefnilega eldur, flóð og sú þriðja plágur.

Við skulum vona að yfir Reykvíkinga leggist ekki plága í kjölfar brunans og svo flóðsins í gær.

Það væri þó kannski skynsamlegt ef borgarbúar tækju sig saman í bæn til heilags Andrew til verndar gegn þriðju ógninni.

En þeir eiga nú svo sem Sjúkrahús Reykjavíkur....

Gleðilegt sumar annars
og afmælisbörn dagsins fá líka hamingjuóskir héðan frá Gautaborg.

18. apr. 2007

Íbúð í Reykjavík

Hmm - annars er spursmál hvort einhvern vanti ekki húsgæslumann í miðbæ reykjavíkur á tímabilinu 16 maí til 20 júní. Ég gæti alveg tekið slíkt að mér. Svo sannarlega.

Góður draumur maður

Þvílíkur er spenningurinn fyrir Veiðiferð Kolbeins að mig er farið að dreyma veiðiferðir.

Já, við Kolbeinar höfum bókað okkur stugo í smálöndunum og verður haldið í hann eftir um, tja 16 daga! Hingað til hef ég aðeins fengist við silungs- og laxveiði. En í vatninu sem við ætlum að veiða í er enginn lax eða silungur heldur gedda og abborri og áll og eitthvað sem kann ekki að nefna. Mér skilst að besta leiðin við að veiða aborra sé að dýfa öngli í vatn. Besta leiðin við að veiða geddu ku svo vera sú að festa aborra á öngul og dýfa í vatn.

Sjáum til. Um helgina ætla ég að labba út á bensínstöð og fjárfesta í hræódýrri veiðistöng.

16. apr. 2007

Mánudagsblogg

Á forsíðu Göteborgs-Posten í gær stóð: "Dagen då sommarvärmen kom til Göteborg". Rætt var um síðasta laugardag.

Sumahiti svo sannarlega og fyrsta grillveisla sumarsins haldin hér úti í garði. Sennilega sú fyrsta af mörgum. Merkilegt hversu mikil dásemd gott veður er.

Annars náði ég nú ekki að njóta hitans of daginn enda að ná mér eftir veikindi sem ég stríddi við í lok síðustu viku. Svo ég hélt mig mestmegnis innandyra á meðan restin af samborgurum mínum sleikti sólina.

Annars er það helst að frétta að ég borðaði kjöt í gær í fyrsta sinn í um mánuð.

13. apr. 2007

Ég skellti mér í páskafrí og á meðan varð bloggergræjan sænsk.

Jamm - við Jóhanna örkuðum í páskafrí til Amsterdam. Þar hafði ég ekki verið síðan 13:30 þann 1. september 2005. Það var yndislegt að koma aftur til borgarinnar minnar litlu, ofan á fiets í sólinni framhjá grachten og skökkum kubbahúsum með stansi á bruin cafés og snæða þar bitterballen og sötra biertjes. Já, Amsterdam er í senn prettig, gezellig, geweldig og leuk!

4. apr. 2007

Gulli bein, sjálfur gundurinn, var að fjalla um skáldskaparmál Megasar í tengslum við andúð föður hans á neðanbeltishúmor. Vísar hann í því samhengi í texta lagsins Gamla gasstöðin við Hlemm sem er að finna á plötunni Fram & aftur blindgötuna. Eitt af mínum uppáhaldsMegasarlögum er í slíkum neðanbeltisanda og er að finna á annarri Megasarplötu, Á bleikum náttkjólum, er hann gerði í samstarfi við Spilverk þjóðanna, og kallast Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu. Texti lagsins fjallar að mestu leyti um hlandfarir eins og meistarinn sjálfur orðar það. Það er erfitt að gera upp á milli Megasarlaga en ég er alveg á því að umrætt lag er eitt af hans helstu afrekum.

Jóhanna sæta sænska er sérlega hrifin af Megasi og hans lögum. Ég hef sagt henni það oft og tautað með sjálfum mér að því miður verði hún bara vitni að hálfri dýrðinni því ekki skilur hún textana. Hvernig líf manns væri ef maður skyldi ekki skilja textana sem Megas semur við lögin sín (eða öfugt)?

2. apr. 2007

Af mér

Klukkan nálgast níunda tímann eins og óð fluga, suðandi og sveimandi. Ég sit rólegur á móti tölvuskjánum og nota áttunda tímann til að ljúka vinnu dagsins og þar með vinnudeginum. Hinum venjulega degi, sem markast ekki af vinnu heldur ljósi eða afstöðu Jarðar og Sólar, er lokið fyrir nokkru. Þannig er dagurinn afstæður eftir eðli hans og tilgangi. Dagar mínir eru fagrir, annarra dagar eru sjúkir, sumra dagar eru bæði, sjúkir og fagrir.

Nú sameinast ég öðrum nágrönnum mínum sem halda upp á kvöld, sumir með máltíð, aðrir með vöku, enn aðrir með göngu og jafnvel einhverjir með bæn. Ég ætla að halda upp á þetta kvöld með því að standa upp frá skrifborðinu, slökkva á tölvunni og skjánum og setjast fyrir framan annan skjá, annað hvort gluggann minn og horfa út eða sjónvarpið og horfa inn í það, svo lang sem óravíddir televísjónsins bera mig. Kannski inn í aðra veröld. Annan heim. Gerviheim Hollívúdd eða bara inn á fréttastofurnar í Stokkhólmi.

Litlaus eru kvöldin mín

30. mar. 2007

Það var svo mikil sumarfílingur í mannskapnum á Slottsskogsgatan 79b að við skelltum okkur á Tapasbar á miðvikudagskvöldið ásamt fríðu föruneyti. Mestmegnis í sumargleði en líka í tilefni þess að Lotta var að útskrifast. Fljótlega beyttist matardýrkunin í samdrykkju og rökræður um feminisma og kyngervi, sjálfsmynd og sjálfsímyndir.

Ég kom ekki hingað til að dansa heldur til að hugsa.

Og hlaupa - uppfærsla í dag. Tveimur mínútum bætt við hlaupatímann. Þetta gengur allt betur. Ég þakka nýju smúðímorgunmatarvenjum mínum.

Svo skilst mér að Steinn&Sigurrós séu væntanleg í maí!

28. mar. 2007

Nýja blöndunartækið

Joggur tekinn í dag. Ég átti víst að uppfæra yfir í stig tvö í jogg-áætluninni í dag:

A1-B2-A1-B2-A2-B2-A3-B2-A2-B2-A1-B2

A = Joggur
B = Gangur
n = mínútur


En ég var orðinn svo rútínuseraður að ég hélt við mig fyrsta stig. Það ætti ekki að gera mikið til. Uppfæri bara á föstudaginn.

Mamma hennar Jóhönnu gaf okkur grænmetisætunum svona blöndunartæki um daginn (e. blender). Tækið legið ónotað uppi í skáp síðan en núna - fyrst ég er kominn í svona rífandi sumarskap fannst mér ekki annað hægt að en að blanda mér svona drykk sem krakkarnir eru alveg vitlausir í og kalla Smoothie.

Svo á leiðinn heim úr joggnum kom ég við í ICA og valdi mér girnilegt grænmeti og ávexti.
Nú drekk ég dýrindis smúðí úr epla- og appelsínusafa, gulrót og banana með eplasídertopping.

Sælgæti!
Nú er bara vika í Amsterdamferðina langþráðu. Þar hef ég ekki verið síðan morguninn 1. september 2005 - þegar ég vaknaði upp fyrri allar aldir henti ferðatöskum inn í bílaleigubílinn og hentist af stað ósofinn, úrillur og stressaður út á Schiphol með 15 kíló í yfirvigt.

Fyrir stuttu fannst mér kunnátta mín í sænsku jafnmikil og kunnáttan í hollensku. Ætli sænskukunnáttan sé ekki nokkuð meiri núna. Ekki að ég hafi svo sem nokkra vitneskju um hvað ég kann í sænsku. Ég tala vart við nokkurn mann hér neitt. Nema þegar ég þarf að biðja um strætókort, inneign í símann eða bjór á bar.

Kannski ég ætti að fara að tala meira við Jóhönnu?

27. mar. 2007

Sæla

Göteborgs Posten segir að í gær hafi verið heitasti marsdagur síðan 1859. Þetta voru víst 18,9 gráður þegar best lét. Ég var nú svo sem lokaður inni mestan part dags. Náði þó að fara út og jogga í stuttbuxum og ermalausum bol. Afraksturinn var að sjálfsögðu skráður í hlaupadagbókina!

Ekki skil ég hvað allt þetta fólk er að gera sem hangir úti í sólinni við leik og skemmtun í Slottsskogen. Er fólk ekki í vinnu? Hvaða aumingjaskapur er þetta?

Í dag er þriðjudagur - útlit fyrir PubQuiz í kvöld - ég stundaði æfingar í sextugsafmælinu um helgina hvar leikinn var leikurinn Viltu vinna milljón eða Vem vill bli miljonär, eins og það heitir víst.

24. mar. 2007

Tók fram sumarjakkann, klæddi mig í hann og fór út. Þar voru allir. Slottsskogen uppfullur af fólki sem sat í grasinu, gekk um eða bara brosti framan í sólina. Fyrsti opinberi vordagurinn. Það á vel við enda skipt yfir í sumartíma eftir miðnætti.

Sextugsafmæli í kvöld - húrra fyrir því.
Þriggja ára afmæli á morgun.

23. mar. 2007

Jæja - þá er maður búinn að hlaupa/ganga 7,74 km í þessari viku á meðalhraðanum 7,45 km/klst. 0,8% af áætluðum endingartíma skónna liðin. Sigurðarmál segja 10-15 gráður og sól næstu dagana. Það held ég maður snæði ljöns á morgun hér í portinu - og hvur veit, grilli jafnvel.

21. mar. 2007

Joggur dagsins

Búinn að mæla hringinn. Hann er 3,87 km. Það er ágætis byrjun.

Sjá hér!

Nú er ég orðinn meðlimur í jogg.se. Þar get ég búið til hlaupaleiðir og mælt þær út. Haldið joggdagbók og allan fjandan. Sniðugt þetta internet!

Joggarinn

Annar joggur fór fram í dag. Gulla sendi mér jogg-áætlun fyrir byrjendur sem ég stúderaði í fyrradag og setti í framkvæmd í dag. Fyrsta vika er svona:

A1-B2-A1-B2-A2-B2-A2-B2-A1-B2-A1-B2

A = Joggur
B = Gangur
n = mínútur

Þannig hljóp ég samtals í átta mínútur og gekk í tólf. Fyrir utan fimm mínútna gang fyrir og eftir. Hálftíma sessjón í heildina. Heill Slottsskogshringur tekinn (Þarf að mæla hvað hann er langur).

Þetta er allt annað - ég dó ekki í þetta sinn!

Annars er orðin hefð að fara á PubQuiz á þriðjudögum. Þar vorum við í gær. Í síðustu vikur náðum við 9 réttum af 25. Í gær voru það 14. Þetta kemur hægt. Eftir tvær vikur vinnum við. Verðlaunin eru 400 króna inneign á barnum. Það má gera sér gott úr því. Ég eyddi einmitt 396 krónum þar í gær.

19. mar. 2007

Og svo stytti upp

Það hætti að snjóa um hádegisbil og vorið sneri aftur með sólina í farteskinu. Þá var ekki annað hægt að setja á sig nýju skóna og hlaupa út í Slottsskogen. Ekki veit ég hvað ég náði stórum hring. Kannski kílómetra, kannski tveimur. En hvað það var langt þá drap það mig næstum. Eftir nokkurt hlaup fór að gera vart við sig stingur í brjóstinu. Ég hljóp áfram. Þá fór stingur í kvið hægramegin að gera vart við sig. Ég hljóp áfram. Blóðbragðið fór að magnast í munninum og litlir hvítir dílar svifu fyrir augunum á mér. Ég hætti að hlaupa og labbaði, eða hálfskakklappaðist, í átt að búðinni. Ég var aðframkominn. Eitthvurt slím fór að renna uppávið, held ég úr lungunum og allir púlsstaðir æðakerfisins voru þrútnir, varirnar dofnar og suð fyrir eyrum.

En skórnir eru góðir og lappirnar á mér sáttar, það er bakið líka.

Á morgun reyni ég aftur.

Og svo fór vorið

Það sneri við og fór aftur heim. Hvar sem vorið á nú heima, fyrir sunnan a.m.k. Hér snjóar! Það verður því ekki farið út að jogga í dag. Sko - ekki byrjaður á jogg-lífstílnum og strax farinn að finna mér afsakanir fyrir að fara ekki út. Annars átti þetta að vera sumargjörningur hjá mér og það er ekki beinlínis sumar núna... ekki í dag.

Annars var farið í bíó í gær og séð the Departed. Það er góð mynd. Þar notar Scorsese lagið Gimme Shelter enn einu sinni. Þetta er í þriðja sinn sem hann notar það lag, svo ég viti til a.m.k.

18. mar. 2007

Sunnudagsbloggur

Það er fallegur sunnudagur hér. Hlýtt og sól. Það heltist hér yfir hagl og rok í um tvær mínútur. "Íslenskt veður!" hrópaði Jóhanna forviða.

Ég fór seint á fætur enda engin ástæða til að vera að rjúka framúr þegar maður hefur svo sem ekkert betra að gera en að liggja í rúminu og hugsa. Ég kom hingað ekki til að dansa, heldur til að hugsa!

En letikastinu lauk og ég hoppaði á fætur og fór að flokka. Flokka rusl. Hér í Svíþjóð er manni nefnilega gert auðvelt fyrir að flokka rusl. Þannig eru t.a.m. dagblaðagámar við hliðina á sorptunnunum hér heima. Einnig er þar sérstök tunna fyrir lífrænt sorp. Svo er hér úti á horni móttökustöð fyrir endurvinnanlegt efni, s.s. gler, plast, pappa og dagblöð, einnig er þar tekið við rafhlöðum og garðaúrgangi. Þessar stöðvar eru reyndar tvær hér steinsnar, ein í vestur í um þriggja mínútna labbi, hin í austur í um tveggja mínútna labbi.

Svo gerðist hið stórmerka í gær. Ég keypti mér jogg-skó. Nú verður joggað sem aldrei fyrr, enda hef ég aldrei fyrr joggað. En með þessa jogg-paradís í hverfinu, Slottsskogen er nú ekki annað hægt. Svo nú verður farið út að hlaupa í hádeginu. Ekki að hlaupa á eftir strætó eða kvenfólki heldur bara að hlaupa eitthvað út í bláinn til þess að hlaupa. Það er kannski kjánalegt en eitthvað þarf ég að gera til að sporna við að folkölið setjist utan á mig og skrokkinn minn allan.

Svo mótmælti ég í gær.

16. mar. 2007

Vordraumar

Hér vorar sífellt. Og með vorinu vakna draumar, já og kannski ástarþrá í brjóstum á ný. Kolbeinar líta hver annan ylhýrum augum og planéra veiðferð á til Smálands. Stuga hefur verið bókuð og árabátur fylgir með í kaupunum.

Er ekki tilvera dásamleg.

Fyrir aftan mig skýn sólin og smáfuglar kvaka, tísta og syngja, sitjandi á trjágreinum sem ber við bláan himin. Í dag ætla ég að vinna vinnuna mína og sjá svo til hvort kannski verði enn sól á lofti þegar ég losna. Þá vil ég út. Út vil ek. Ekki til að dansa, heldur til að hugsa.

Þessi bloggur hefur breyst í samræðuvettvang á milli mín og Sigurðar...

14. mar. 2007

Pub Quiz

Ég tók mér langan göngutúr eftir vinnu í gær. Hann leiddi mig á Notting Hill í hið vikulega Pub Quiz. Við gátum nú ekki nema 9 spurningar af 25, en það stafaði reyndar mestmegnis af vankunnáttu í sænskum samfélagsmálum - og reyndar því að ég bara hreinlega vissi ekki hvað höfuðborg Möltu heitir. Ég veit það núna og mun aldrei gleyma.

Ég held við förum á Pub Quiz næsta þriðjudag.

13. mar. 2007

Vinnutörn

Hér hef ég að mestu setið síðustu 24 tímana. Hlekkjaður við tölvuskjáinn.
Ég fékk mér þó göngutúr í blíðunni í gær. Hvílík dásemd. Eins og íslenskur sumardagur í kaldari kantinum. Sól, 9 stiga hiti, gola. Úti á götum sá maður skyndilega fólk. Gamlar konur, ungar konur sem ýttu barnavagni á undan sér, börn, gamlir kallar og verkamenn. Aðrir voru líklega í vinnunni.

Nú er allt að vakna til lífsins. Og hér er ég glaðvakandi snemma að morgni og vinni.
Nú ætla ég að standa upp, malla kaffibaunir og hellar þeim í könnu og hella út á þær vatni. Láta standa stund, pressa með síu og drekka.

Annars gaf ég mér kvoletístund í gærkvöldi með folköl og brauðsneið fyrir framan sjónvarpið og horfði á 100 Höjdare. Það er alveg frábær þáttur þar sem hinir heimsfrægu Filip og Fredrik heimsækja skrítið fólk í Skandinavíu. Mæli með því við alla að kíkja á þættina. t.d. klippur hér.

12. mar. 2007

Nálgast vorið?

Þeir sögðu mér það í óspurðum fréttum að úti væri 9 gráðu hiti. Enda heyri ég fuglana tísta og gái ég snöggt út um gluggann sé ég sólina skína yfir Slottsskogen. Kannski er vorið bara rétt ókomið. Kannski.

Ég drekk amk kaffið mitt úr bollanum mínum. Kaffið malaði ég áðan í kaffikvörninni sem ég festi á eldhúsvegginn í gær.

Maður finnur sér nú sitthvað til dundurs hér í henni Gautaborg.

11. mar. 2007

Þunnudagur

Það var haldin hátíð í gær. Auðvitað fór það svo að Ark vann.

Hér ætlaði ég að fara að röfla eitthvað um endurvinnslu en nú nenni ég því ekki

farinn að elda

10. mar. 2007

Laugardagur og svona

Thad er laugardagur. Af thví tilefni, og thar sem í dag er fyrsti frídagurinn minn í... tja sídan 25. febrúar, var farid í baejarferd. Verslud var peysa í H&M og baekur í Wettergrens og áfengi í Systembolaget og matur í Hemköp. Semsagt allt saman saensk fyrirtaeki.

Í kvöld er svo hátíd. Lokakvöld Melodifestivalet. Nú raedst hvor Ark komist áfram. Lagid má sjá og heyra á Músikbloggnum.

9. mar. 2007

Ferðalög

Ferðir og ferðalög hafa verið fyrirhuguð.

Amsterdamferð verður farin um páskana. Ó,hvílík dásemd! Svo er það Kolbeinsferð í Småland fyrstu helgina í maí. Ó sá unaður. Íslandsferð í maí og júní og partur af henni er veiðiferð í Miðfjarðará. Ó öll sú dásemd og dýrð

dregur okkur ómótstæðileg til sín....


Annars vil ég minna á að eftir 15 maí hefst beint flug til Gautaborgar frá Reykjavík. Einnig er hægt að komast hingað í gegnum Köben. Nú eða þá frá London. Hingað er reyndar hægt að koma frá London fyrir aðeins 12 pund.

Það er ekki mikið...
hmmmm

8. mar. 2007

Mogunstund

Ekki veit ég hvað klukkan var þegar GP skall á forstofugólfið hjá okkur. Það var a.m.k. enn myrkur úti. Við vöknuðum bæði með andfælum, enda ekki vön umgangi um þetta leyti sólarhringsins. Við létum þó eiga sig að fara framúr til að aðgæta, enda virtist ekki um meiri umgang að ræða. Blaðið lá enda kyrrt á forstofugólfinu þar til ég sótti það uppúr hálf níu.

Jú, við fengum okkur sum sé prufuáskrift af Göteborgs Posten og fyrsta eintakið kom í dag. Tilveran er smátt og smátt að skjóta rótum á milli okkar og hér.

Jack Johnson og vinir hljóma upp herbergið hvar ég sit við vinnu en úti tísta hvorki fuglar né aðrar verur. Þokumistur liggur yfir öllu svo vart sést í Slottsskogen sem þó er ekki nema í um 100 metra fjarlægð frá okkur.

Samt finn ég að vorið er þarna, rétt handan við skóginn. Kannski það komi í heimsókn um helgina!?

7. mar. 2007

Condecco

Stundum, af og til, þegar ég er kominn með algjört ógeð á að hanga einn heima. Öllu heldur vera einn við vinnu heima hjá mér. Varla er hægt a tala um að ég hangi einn heima þegar ég sit sveittur við vinnu. En stundum fer ég út. Pakka tölvunni ofaní tösku og hleyp út á kaffihús. Condecco heitir það og er eitt af fjölmörgum útibúum hér í bæ. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem hingað og í dag, eins og í öll önnur skipti, það er hin tvö skiptin, bæði hin, er í gangi vídeóupptaka af tónleikum Robbie Williams. Mér þykir það undarlegt sjónvarpsefni því (blessunarlega) fylgir því ekki hljóð. Í hver sinn sem ég lít upp af tölvuskjánum blasir því við mér Robbie þessi, hlaupandi, dansandi, hoppandi og í kringum hann misklæddar konur.

Kannski er þetta ekkert skrítið...

Annars eru helstu tíðindi dagsins (gærdagsins) að mokkurinn birti eftir sig færslu. Þar les ég að hann les mínar færslur og það er gott til þess að vita.

Honum og Sigga og fleirum, til ánægju, eflaust, tilkynni ég að ég skal hætta að nota bloggur í karlkyni. Reyndar hætta að nota orðið bloggur yfir höfuð og nota þess í stað vegó, sem stuttstöfun á orðinu vefdagbók (borið fram eins og LEGO).

Eða ekki

4. mar. 2007

Hjörtur og hirtirnir


Það viðrar svo vel hér í Gautaborg í dag svo ég fékk mér göngutúr um Slottsskogen hér við hliðina. Þegar ég var á vappi á milli trjánna tók ég þessa mynd. Ef vel er að gáð má sjá dádýr á miðri myndinni. Þau búa þarna í skóginum og hoppa glöð og fegin um.

Það er reyndar merkilegt að steinsnar frá þar sem ég fann dádýrin una sér frjáls í skóginum voru hirtir lokaðir innan girðingar skógargestum til yndisauka.

Ásamt páfuglum, öndum hestum og öðrum dásemdum náttúrunnar.

Lífið er alveg ágætt stundum... sérstaklega þegar veðrir er svona yndislegt.

Útvarp

Á sunnudögum frá 10-12 er hægt að hlusta á Íslendingaútvarp sem starfrækt er hér í Gautaborg. Ég ákvað að athuga hvað þar færi fram og stillti á 103,1. Síðasta hálftíman hefur ómað klassíks tónlist hér um allan salinn. Mér heyrist þetta vera Wagner mestmegnis, a.m.k. Brúðarmarsinn hans hérna áðan og hreinlega heyrist mér þetta bara vera Lohengrin komplett...

Jóhanna kallar á mig í morgunmat, sem er nú nær því að vera hádegismatur...

3. mar. 2007

laugardagur til vinnu

það er svo sem ekki mikið mál að vinna um helgar. ég stíg upp úr rúminu og sest við skrifborðið, jafnvel á nærklæðunum einum, með úfið hár og óþrifinn. í dag verður unnið og unnið þar til kvöldið kemur.

internetið kom en þá fór rafmagnið...

rafmagnið kom aftur... og internetið fór ekki

við skulum vona að internetið og rafmagnið uni sér saman hér á Slottsskogsgatan 79b

2. mar. 2007

Forvitnilegt

1. Närjeholme, Sodermanlands Lan, Sweden
2. Kópavogur, Gullbringusysla, Iceland
3. Tromsø, Troms, Norway
4. Huddersfield, Kirklees, United Kingdom
5. Närjeholme, Sodermanlands Lan, Sweden
6. Ishøj, Kobenhavn, Denmark
7. Reykjavík, Gullbringusysla, Iceland
8. Bobigny, Ile-de-France, France
9. Tromsø, Troms, Norway
10. Keflavík, Gullbringusysla, Iceland
11. Göteborg, Vastra Gotaland, Sweden
12. Paris, Ile-de-France, France
13. Reykjavík, Gullbringusysla, Iceland
14. Kópavogur, Gullbringusysla, Iceland
15. Reykjavík, Gullbringusysla, Iceland
16. Copenhagen, Staden Kobenhavn, Denmark
17. Reykjavík, Gullbringusysla, Iceland
18. Chicago, Illinois, United States
19. Kópavogur, Gullbringusysla, Iceland

Bredbandsbolaget

Á dyrnar hér bankaði vinalegur maður. Hann stakk mæli í símainntakið og hljóp niður í kjallara. Hann kom aftur upp með internetið

nú er veröldin bjartari

svo er ég líka búinn að nota netið til að bóka far til Amsterdam um páskana!

skúrinn - skúrin

Já. Sá mysingur hefur verið uppi að ég muni aðeins staldra við á landinu (Íslandi) í þrjá daga þarna í maí. Það er nú ekki svo heldur verða þeir þrjátíu fimm.

Þremur dögum eftir sautjánda júní flýg ég til baka hvert ég kalla heim.


Eriksnet bjargar deginum...

á mánudag munu höfuðstöðvar Bredbandsbolaget brenna... ég hringdi í þá áðan og tilkynnti þeim.

1. mar. 2007

Blue mountain

Það er nokkuð betra í mér skapið í dag. Hvers vegna, veit ég ekki. Enn er netlaust heimilið þó vissulega sé þar komið mótald eitt. Ég vorkenni því greyinu því það er eflaust allt af vilja gert. Það hamast og hamast en nær ekki að miðla okkur neinu neti, hvorki þráðlausu né þræddu.

Kannski er skapið betra því ég hellti úr skálum minnar reiði yfir sænskan Åkon einhvern, eða hvað hann nú heitir. Hann vinnur hjá Bredbandsbolaget við að hlusta á reitt fólk. Svo ég hrindi í hann á níundatímanum í morgun og spurði hann kurteislega hvort ég mætti spjalla örlítið við hann á ensku (því ekki get ég fyrir mitt litla líf tjáð mig um netvandræðin á sænsku, og varla heldur skammað nokkrar sál, a.m.k. ekki með neinum árangri, því mér skilst að sænskan mín sé í besta falli krúttleg og skondin). Åkon, eða hvað hét hann, sagði rogginn að auðvitað gæti ég talað ensku við hann, hann væri sérlega fær á enskri tungu og hún væri honum í raun sem annað móðurmál.

Svo ég þyrlaði upp á hann skömmum og leiðindum og einni og einni hótun og lauk svo máli mínu á því að segja: "Or I simply have to take my business elsewhere!"

Åkon sagðist ekkert geta gert en bað mig vinsamlegast að endurskoða hug minn því hann vonaði svo sannarlega að ég héldi viðskiptum mínum áfram við fyrirtækið. Ég hummaði eitthvað og hnussaði og ætlaði svo að biðja um að fá að tala við yfirmann hans eða einhvern sem gæti hjálpað mér þegar sambandið slitnaði og góðleg konurödd tjáði mér á sænsku að því miður væri ekki nægileg inneign á kortin mínu til að halda samtalinu áfram.

28. feb. 2007

öfuguggar

svíar eru öfuguggar. hér er allt öfugt og viðsnúið.

á sænsku er fæðingardagurinn minn: 760903 - þetta þurfti ég að skrifa í þrígang í dag og í öll skiptin ruglaði ég tölunum 760309 var einhvernvegin rökréttara. ég er nefnilega ekki fæddur níunda mars - eins og til dæmis tintin.

í venjulegum löndum snýr maður segulröndinni niður og til hægri þegar maður notar hraðbanka. Hér er það upp og til vinstri. Ég þarf alltaf að snúa kortinu mínu í nokkra hringi til að finna réttu leiðina.

í dag er ég fúll út í allt sem er sænskt. nema jóhönnu - þó vissulega taki hún reiði mína persónulega.

26. feb. 2007

Sumarheimsókn


Ég mæti í sumarheimsókn til Íslands þann 16. maí. Ég kem til að fagna þjóðhátíðardegi Norðmanna, afmæli móður minnar og þjóðhátíðardegi Íslendinga. Þremur dögum síðar fer ég heim.

Annars fær steinnsteinn óskir til hamingju vegna þess að hann á afmæli í dag og er þrítugur.

Sjáið hvað hann steinn var fallegur þegar hann á sínum yngri árum.

Steinn ei líkist steinunni pé,
stjúpföðursystur sinni.
Ég er eins og jólatré
ég er í hreppsnefndinni.

23. feb. 2007

Farangur

Ég fór á krá í gær. Pustervik heitir staðurinn. Reyndar varla krá. Meira svona skemmtistaður. Sá/sú sem hannaði innanrými staðarins hefur greinilega haft til hliðsjónar nestisstofuna í Hagaskóla eins og hún var þarna í kringum '90. Í dag er ég í sömu peysu og ég klæddist á barnum ígær. Sniðugt þetta reykingabann á börum.

Farangur. Er það eitthvað sem angrar mann á ferðalögum? Svona eins og munnangur er eitthvað sem angrar munninn manns. Er þetta orðið angur sem merkir lítið dust, sáldur eða álíka.

Iss - þetta er bara viðskeytið -angur.

22. feb. 2007

Ég verð auðmaður innan skamms


Þetta er stórkostlegt! Auður minn vegna GoogleAds er nú orðinn 2,39 dollarar. Það gera um 160 krónur íslenskar, sem eru mér reyndar lítils virði þessa dagana. Tæpar 17 krónur sænskar eru þetta. Ég gæti t.d. keypt fyrir það Samuel Adams Double Bock í Systembolaget...

Ég þakka gestum músíksbloggsins pent fyrir. Hvur veit... kanski ég eigi nóg fyrir sex svona kvikindum um helgina?

Snjór

Og þá fór að snjóa... Ég tók mér göngutúr sérstaklega til að njóta snjósins. Hann er nokkur. Snjórinn. Á Íslandi er sagt frá honum í fréttum. Þar er talað um ófærð og viðvaranir um að hreyfa ekki bílana sína og að landið sé allt á heljarþröm. Hafið ekki áhyggjur. Það liggur aðeins ökladjúpur snjór yfir öllu. Ekkert sem Jeppaþjóðin í norðri myndi láta slá sig út af laginu.

Annars er mestmegnis unnið þessa dagana. Varla farið út úr húsi. Unnið til sjö og eldaður matur og að honum loknum er maður of þreyttur til að gera nokkurn andskotann.

Annars er ég orðinn svo peníngagráðugur að ég ætla að gera mér músíkbloggin að féþúfu. Ykkur er velkomið að kíkja þangað inn og smella á auglýsingarnar hægra megin. Kostar ykkur neitt en getur gert mig að auðmanni. Fram til þessa hafa tekjur mínar þar verið o,43$.

Að sjálfsögðu var það Beggars Banquet sem ég ræddi um. Það er elsta stónsplatan mín. Það er skömm. Skömm á mínu heimili.

Á morgun ætla ég að gera eitthvað í því... Nei! Á laugardaginn.

21. feb. 2007

Kennitala

Það kom að því að mig langaði/ég þurfti að nota sænsku kennitöluna sem mig grunaði að búið væri að úthluta mér. Ég bjóst allt eins við því að fá send gögn hingað heim þar sem ég væri boðinn velkominn í sænska velferðarkerfið og ég fengi upplýsingar um hver kennitalan mín væri ásamt kannski einhverjum upplýsingum. Nú er liðinn einn og hálfur mánuður og kominn tími til að grennslast fyrir um þetta. Enda þörf á kennitölunni (vegna tryggingamála þar sem nú eru fjórar tölvur á heimilinu, tölvuskjár og svo náttúrulega búslóðin öll).

Svo ég hringdi. Jújú það er löngu búið að úthluta þér kennitölu. Jájá, var aldrei meiningin að senda mér um það gögn eða láta mig vita. Tja ég get svo sem sent þér þetta núna. Tja viltu ekki bara segja mér hver kennitalan er. Jú ég geri það og svo sendi ég þér gögn um það heim til þín.

Kannski er búið að úthluta okkur interneti fyrir löngu - hvur veit - kannski heitir internetið okkar eriksnet...

19. feb. 2007

Og þannig gerðist það að mánudagur steig enn einu sinni upp. Einu sinni enn. Unnið eins og vanalega á mánudögum. Nema nú með tveimur skjáum. Það er gott. Það er betra. Er það best? Í græjunum ómar Metric. Kannski ég tali um Metric á ensku á músíkbloggnum. Músíkbloggnum er ætlað að koma til móts við bókanjarðablogginu hans Sigga. Endalausar vangaveltur um eitthvað sem svo enginn les. Ojæja. Ég les nú svo sem bókabloggið hans Sigga. Og það er meirasta á íslensku. Músíkbloggurinn minn er ekki á íslensku.

Ég nota hvorugkyn þegar ég tala um bloggið hans Sigga, í samræmi við málvitund hans. En bloggur þegar ég tala um minn blogg. Er það ekki allt í lagi?

Einu sinni ákvað ég að skrifa ávallt bandaríkin með litlum staf. Ég hefi staðið ágætlega við það....

nóg um það aftur að vinnu

18. feb. 2007

Nýr skjár

Ég tók mér far með sporvagni númer 6 niður á Backaplan í gær. Gekk inn í Siba og keypti mér tölvuskjá. 19" philips flatskjá. Svo nú hefi ég tvo skjái fyrir framan mig. Internetið, Acrobat reader og MultiTerm á nýja skjánum og Word og Trados á tölvuskjá fartölvunnar, ásamt stjórnborðinu sjálfu.

Nú er bara að finna sér lyklaborð (sem ég gleymdi í gær) og þá er vinnustöðin hér fullkomnuð. Tja... þyrfti að vísu alminniligan stól... en eitt í einu kallinn minn, eitt í einu.

Jú, svo má internetið fara að detta inn svo ég geti hætt að níðast á honum Erik blessuðum.

Talandi um Erik - þá heyrði ég að Eric Hawk myndi sjá um okkar mál í Helsinki í maí! Húrra fyrir því... Hann mun þó ábyggilega ekkert eiga í vini mína í The Ark... sem ég vona svo sannarlega að komist áfram úr Melodifestival hér í Sverige!

Áfram Ark!!!!


Sjá á músíkbloggnum.

16. feb. 2007

Jú skyndilega var bara kominn föstudagur án þess að ég gæti nokkuð aðhafst. Þessi vika hefur flogið, máski mestmegnis vegna þess að ég hefi verið við vinnu. En það er svo sem gaman í vinnunni enda vinn ég heima og sit við hliðina á geisladiskasafninu og þannig hef ég allt í einu tíma til að hlusta á diska sem ég hefi ekki heyrt lengi. Búinn að skruna í gegnum Stones safnið sem er nú merkilega stórt en samt svo smátt ef miðað er við allar útgefnar Stones plötur. Ég tel 12 plötur, og þá eru taldar með safnplötur og þess háttar. Það er líka kannski til marks um eitthvað að elsta platan í safninu er frá 1968. Hvaða plata skyldi það nú vera?

annars er komið nýr músíkbloggur á netið.

15. feb. 2007

gátan var getin!

Getin var hún góð
gátan hér var að framan*.
Að launum hlýtur ljóð
lamdi ég því saman.
prísinn hlýtur próð**
Parísardaman.


*framan: merkir hér neðan
**próð: líklega prúð

þýðir ekkert

Hér var ég búinn að koma upp sérlega fínu hlekkjakerfi þar farið er eftir meginreglunni "þú hlekkjar mig og ég hlekkja þig". Þá raðast hlekkirnir í hlutfalli við heimsóknir sem koma úr frá hverjum hlekk. Nú er þetta fína hlekkjakerfi horfið og eftir standa þeir sem ekki hlekkja mig.

Sögnin að hlekkja er hér bein þýðing á hinn ensku 'link'. Þetta er líklega dæmi um afleita þýðingu og yrði hafnað af kollegum mínum. En fokkitt! Ég fæ ekki borgað fyrir þýðingar á þessum blogg svo mér er nokk sama.

Í græjunum syngur Bjarni hvíti lag sem mig minnir að sé eftir Villa Jóelsson.

Verðlaun hlýtur sá eða sú sem veit um hvaða tónlistarmenn er rætt og hvert lagið er.
Verlaunin eru staka sem birtast mun á þessum blogg.

14. feb. 2007

Bara að prófa svo sem

Annars má sjá þess mynd í samhengi hér

Er miðvikudagur?

Jú svo er víst, og ekki eins og það skipti nokkru andskotans máli. Hér sit ég og svína á Erik einhverjum sem láðst hefur að loka fyrir þráðlausa netið sitt. Ætli ég stilli mig samt ekki um að sækja bíómyndir og klám á netið í þetta sinn. Í þetta sinn.

Í gær var mestmegnis setið og unnið. Ég held þessi heimavinna verði mestmegnis til þess. Að ég sitji bara og vinni. Hver verða skilin vinnu og heimilis þegar maður vinnur heima? Það verða óljós ef einhver! En samt náði ég að slíta mig frá vinnunni heima og vinda mér í húsverkin. Eldamennskuna. Þar sem ég er mestmegnis orðinn afhuga kjöti... afhuga er máski ekki rétta orðið. Þar sem ég snæði sjaldan kjöt og mestmegnis grænmeti, baunir, grjón og pasta, hefi ég reynt að breikka matarúrvalið, baunabuff hefi ég nú gert að sérgrein minni. Í gær eldaði ég dýrindis baunabuffbollur einhverjar, laumaði inní þær ýmsu góðgæti og bar fram með hrísgrjónum, gúrku og tómötum og hvítlauskjógúrtsósu.

Jóhanna opnaði rauðvínsflösku og drakk hana.


Það er eins og einhver sé
aldrei hérna inni.
Ég er eins og jólatré
ég er í hreppsnefndinni.

13. feb. 2007

Ég virðist kominn í ritdeilur við veður-Sigurð í kommentakerfinu hans. Þær snúast mest megnis um það að ég er að reyna að sannfæra hann um forsendur við útreikninga á raunverulegri kjörsókn í stúdentaráðskosningum. Var ég svona heilaþveginn er hef ég nokkuð til míns máls?

Hins vegar má ekki skilja það svo að ég sé svo mikil röskvusál að ég megi ekkert slæmt heyra um þann félagsskap. Ég skal vera fyrstur manna til að segja að skítkastið í Stúdentaráði er yfirgengilegt og ég hefði aldrei trúað því hversu langt fólk er tilbúið að ganga í undirferli og svikráðum, blekkingum og lygum. Þarna eru í raun á ferð, ekki bara uppeldisstöðvar, heldur hreinlega svo kallað boot-camp fyrir upprennandi stjórnmálafólk. Skítkastið sem ég upplifði kom þó mest úr annarri áttinni, frá þeirri fylkingu sem ég starfaði ekki í. Þar horfði ég í augun á fólki sem ég vissi fyrir víst að var að ljúga og málflutningur þess einkenndist af blekkingum og maður fann svikráðin sveima yfir höfðunum á því. En kannski fólk hinum megin við borðið hafi sambærilega sögu að segja. Hvað veit ég?

Það var kannski þess vegna sem ég bjóst við öllu illu þegar loks kæmi að því að Vaka tæki við.

En eftir að hafa farið rækilega yfir sögu Stúdentaráðs og skipulagið þar sýnist mér að engu síður, þrátt fyrir sandkassaleikinn títtnefnda, að ráðið hafi aldrei verið öflugra en einmitt þegar tveggja fylkinga kerfi hafi verið í gangi.

En nóg um það - ég spurði Jóhönnu hvaða ártal hún vildi hlusta á og hún svaraði 1950, svo nú hljómar Duke Ellington í stereó! Mér datt í hug, þegar ég loks fjárfesti í geymsjúniti fyrir geisladiskana, að raða þeim krónólígískt. Það gæti verið skemmtilegt... erfitt en gaman!

12. feb. 2007

Ekkert svar

ekkert hljóð

frá netfólkinu ... yppir bara öxlum og hugsar um eitthvað sænskt ... vænti ég

við spurðum afhverju við fengjum ekki net. ekkert net í húsinu var svarið. en nágranninn okkar NÝI er með net. ekkert svar. ekkert hljóð....



...bara blóð

Ég er að hlusta á Lou Reed

fór í gær og keypti eina plötu með M.Ward eina plötu með Jack Johnson og eina plötu með Peps Persson.

Samt hlusta ég bara á Lou Reed

11. feb. 2007

þá er maður kominn heim. já, ég á heima í gautaborg.

til okkar flutti nágranni. hann varð nú svo sem ekki nágranni fyrr en hann flutti hingað. en þessi nágranni er tengdur internetinu og beinir því þráðlaust hingað inn í íbúðina til okkar. ég nýti mér það nú og vinn hér heima. á meðan hlusta ég á AC/DC og Suptertramp. Ég fíla bæði böndin í tætlur.
Þegar ég var unglingur gekk ég um tíma í svartri pakkúlpu. muniði, sem fengust í vinnufatabúðinni og voru yfirleitt svartar með neó-órans innklæði, eða hvað það heitir nú aftur þetta sem er innaní jökkum, fóður? Þær voru svo sem líka til grænar og bláar, en í Hagaskóla gengu menn í svörtum svona jökkum. Þá var í tízku að næla á ermi nælur alls kyns, borða og bætur. Á mínum jakka var bót sem merkt var AC/DC og sýndi ógurlegt bjarndýr baðað í ljósum logum. Einn dag var ég spurður hvort ég fílaði "eisídísi" Ég hafði ekki hugmynd um hvað maðurinn var að tala um.

Þá var ég barn og þekki bara bítlana og rolling stóns. nú veit ég betur og veit svo sannarlega hverjir AC/DC eru.

Á morgun munum við athuga hvers vegna í ósköpunum nýji nágranninn er með net en við ekki.

9. feb. 2007

stúdentaráð og svona

Röskva sigraði í gær með einhverjum 20 atkvæðum. Ég hélt mér væri orðið nokk sama um stúdentapólitík en engu síður gladdist gamla Röskvuhjartað við tíðindin.

Það var svo sem auðvitað að mér væri ekki sama um stúdentapólitík, enda stúdentaráð bráðnauðsynlegur hagsmunaaðili sem hefur áorkað ótrúlega miklu í gegnum tíðina. Þannig eru t.d. réttindi stúdenta við HÍ mun meiri og betri en í háskólum víða erlendis.

Ég er þess reyndar fullviss að einmitt vegna slagsmálanna á milli Vöku og Röskvu hafi jafnvel náðst meiri árangur en ella. Fylkingarnar hafa lagt svo mikið kapp á að halda áhrifum í ráðinu og helsta leiðin til þess er að sjálfsögðu að láta verkin tala.

En í þennan ríg fer ótrúleg starfsorka og tími og væntanlega má gefa sér að fundir stúdentaráðs yrðu mun skilvirkari ef menn einbeittu sér þar frekar að hagsmunagæslu fyrir stúdenta en að vernda hag fylkingarinnar sinnar. Að sitja stúdentaráðsfundi er án ef eitt að því leiðinlegasta sem ég hef gert um ævina.

Ég var þess vegna spenntur að sjá hvaða áhrif það hefði þegar fylkingarnar tvær, Vaka og Röskva, settust saman í meirihluta. Hvor það myndi efla eða veikla stúdentaráð. Ég er ekki frá því að starfið hafi í raun orðið lakara. Í það minnsta hefur minna borið á stúdentaráði að undanförnu. Og það getur varla stafað af því að minni þörf sé á ráðinu eða að verkefnin séu eitthvað færri. Nemendum Háskólans fjölgar stöðugt án þess að skólinn stækki nokkuð að ráði og vandi hans eykst sífellt í samræmi við það. Neysla eykst og verðlag hækkar stöðugt í þjóðfélaginu án þess að námslán nái að fylgja því eftir á nokkurn hátt og leigumarkaðurinn í Reykjavík er hreinasta helvíti.

Það verður því spennandi að sjá hvort Röskva nái að blása aftur lífi í alvöru stúdentabaráttu næsta árið eða hvort dagar fylkinganna séu máski bara taldir. Breytingum á skipulagi ráðsins sem Háskólalistinn boðar hefur a.m.k. verið hafnað. Gömlu fylkingarnar tvær standa svo að segja hnífjafnar en nú aftur ein í minnihluta og önnur í meirihluta.

Skítkastið getur hafist á ný. Við erum komin aftur í sandkassann - hvur veit - kannski er það bara málið?

7. feb. 2007

T.V.U.

The Velvet underground er ein af þessum hljómsveitum sem ég hefi ekki hlustað nægilega á. Einhvern veginn gleymt þeim dálítið. Kannski er það bara vegna þess að ég hef aldrei náð að heillast sérstaklega af Lou Reed.

Sumum finnst það skrítið. Að ég fíli Velvet Underground en ekki Lou Reed.
Tja t.d. fíla ég Rolling Stones alveg mega. En ekki Mick Jagger.
Eða Bítlana en ekki Paul McCartney.

Hins vegar Justin Timberlake en ekki 'N Sync

Eða... tja!

6. feb. 2007

Mökkar af reyk

Ég mundi reykjarmökkinn þegar ég steig inn á Boston. Ég var satt best að segja búinn að gleyma hvað hann var mikill. Eru ekki til reglur um loftræstingar á vínveitingastöðum? Líklega ekki. Þær eru þá annað hvort allt of vægar eða þverbrotnar á hverju kvöldi.

En Boston er huggulegur pöbb. Til hamingju með það.

Hér á ég ekki heima. Það finn ég nú. Enda er ég skráður Hjörtur Einarsson - Svíþjóð í þjóðskrá.

5. feb. 2007

Þjófar á ferð

Töskunni minni var stolið á Kastrup í gær kvöldi. Einhvern tímann á milli þess sem ég ræddi við bretann David og þegar ég keypti International Herald Tribune. Ég hef David ekki grunaðann. Frekar einhvern af þessum fulli Íslendingum sem voru að sniglast í kringum mig.

2. feb. 2007

Endurunnin ást

Vince Vaughn vill endurvinna ástir Aniston.

Skemmtilegt!


Ég sat í sporvagninum áðan og horfði á fólk. Nú tekur sporvagnsferðin svo stuttan tíma að vart tekur því að lesa í bók á meðan. Í sporvagninum hlustaði hver á sína tónlist. Allar nema ég voru með heyrnartól í eyrunum og hlustuðu á sína eigin „persónugerðu“ tónlist.

var það ekki síminn sem auglýsti persónugerðu símana, eða hringitón...

persónugerður hringitónn

fokkitt

ég er farinn til köben

skål!!

1. feb. 2007

Bless líf

Í gær sá ég kvikmynd á kvikmyndahátíðinni miklu hér í bæ. Hún heiti Bless líf (e. Goodbye, life). Hún er írönsk og fjallar um konu stríðinu á milli Íran og Írak sem stóð meginhluta níundaáratugarins. Myndin var skemmtileg og sorgleg í senn. Sem sagt stórgóð.

Hér er ekki beinlínis farið að vora - en dag hvern verður örlítið bjartara og það kætir sálina. Nú er orðið bjart úti fyrir klukkan níu en fyrir viku var enn dimmt á þeim tíma.

Ég er á nýja safninu og þýði - á morgun fer ég til Köben...


Eins og verk í vinstra hné
voðalegan finni.
Ég er eins og jólatré
ég er í hreppsnefndinni.

31. jan. 2007

Pedagogik

sit á safni. ekki með ákveðnum greini í þetta sinn þar sem ég hefi ekki rætt þetta safn áður. sit semsagt á öðru bókasafni. reyndar er þetta háskólabókasafnið, en ekki aðalsafnið heldur safnið í uppeldisfræðideildinni. jóka skráði sig fyrirvaralaust í uppeldisfræði og hún situr nú við hlið mér og les fyrir tímann á morgun. þetta er hið huggulegasta safn. spánnýtt og töff. internetið er hér svo hér get ég unnið. auk þess styttri sporvagnsferð. sem er svo sem ekkert endilega af góðu þar sem ég það eru mínar helstu lestrarstundir. svo nú verð ég lengur að klára fast food nation, sem er ekki gott því ég verð reiðari með hverri lesinni blaðsíðu og hlakka því til að klára hana.

ég bækurnar og blöðin sé
á bókasafni inni.
ég er eins og jólatré
ég er í hreppsnefndinni.

30. jan. 2007

moggablogg

þetta er svo sem ekki mogga bloggur en þessi færsla fjallar um mbl.is

þar stendur að Airbus hafið komið til Íslands til að æfa lendingar í íslenskum hliðarvindi. Ég og Christian vinur minn ræddum eina kvöldstund í Amsterdam um natíónalíseríngu og komumst til dæmis að því að það væri vart hægt að kenna t.d. sauðkindir eða kýr við þjóðir. Kannski eru margir ósammála. En, getur vindur verið íslenskur? Það er oft rætt um íslenska veðráttu, svona yfir höfuð. En er hægt að ganga svo langt að segja að hliðarvindur sé íslenskur? Spursmál.

Annað af mbl.is í dag. Þar er rætt um Dr Jón Braga Bjarnason, prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands, sem hefur „eytt þrjátíu árum í að rannsaka próteinkljúfandi ensím sem rífur próteinviðtakann á veirum þannig að þær geti ekki sýkt heilbrigðar frumur mannslíkamans.“ Þannig hefur hann fundið leið til að lækna t.d. fuglaflensu. Ég myndi varla segja að maðurinn hafi „eytt“ þessum þrjátíu árum. Sólundað þeim í óþarfa vitleysu.

þetta er kannski málfarsbloggur frekar en mogga bloggur.

þá eitt að lokum (lesendur mega eiga vona á svipuðu áfram):


Ég vekja skal nú vísnaspé
og vitna í þetta minni:
„Ég er eins og jólatré
ég er í hreppsnefndinni.“

og nú að einhverju allt öðru

Ég er royalisti. Ég tilkynnti þetta í hópi vina fyrir nokkrum árum. Það var í matarboði, lundaveislu. Ég sagðist vera royalisti og það sló þögn á hópinn. Einhver breytti um umræðuefni, fór að tala um yfirvofandi kennaraverkfall. En einhvern veginn lá þessi yfirlýsing mín í loftinu og varð þyngri og þyngri og sífellt óþægilegri þar til hún varð alveg yfirþyrmandi og fólk fór að afsaka sig og týnast úr veislunni eitt af öðru. Gekk bara frá borðum uppfrá ókláruðum matnum. Þar til að eftir vour bara ég og gestgjafarnir, sem ég kýs að nafngreina ekki hér, kærustupar þá en eru gift í dag og eiga barn, og annað á leiðinni hef ég heyrt. Hann fór að ganga frá borðinu en hún að hella upp á kaffi. Inni í eldhúsinu heyrði ég þau tala í hálfum hljóðum og henni var greinilega mikið niðrifyrir. Hann kom stuttu síðar inn í borðstofu með kaffi í könnu og koníakflösku. Hún fylgdi á eftir með þrjú glös og konfekt í skál. Þau settust niður andspænis mér við borðið og horfðu á mig alvarlegum augum. Hún tók hönd mína í sína og strauk létt yfir handabakið á meðan hún horfði djúpt í augun á mér og sagði: Hjörtur, er þetta satt? Ertu royalisti?

Við áttum gott samtal í kjölfarið, yfir kaffi og koníaki, en síðan þá, þessa kvöldstund, hef ég aldrei aftur minnst á þetta. Þar til í gær, þegar í sjónvarpinu var þátturinn Prinsar och prinsessor, að ég hvíslaði með sjálfum mér: Ég er royalisti.

Örsnöggt leit Jóhanna til mín, horfði á mig þögul, en sneri sér svo aftur að bóklestrinum.

29. jan. 2007

...og dísa drusla dansar ekki meir

beygin mín á bloggur og lúkkur vekur harðari viðbrögð en lúkkurinn a bloggnum. það er þó ágætt að maður komi við málkauninn á sumum.

ég lá ofan á rúminu mínu um daginn var að spá það sem S.B.Sigurðsson nefnir einmitt á sínum blogg. Hvernig í útlandinu maður eignast allt í einu tíma. Það er einhvern veginn þannig að nú þegar ég lýk vinnudeginum um rúmlega fimm er ég eitthvað svo óendanlega frjáls. Ég hefi skyndilega tíma sem mér fannst ég ekki eiga áður. Fer í búðina og dóla mér þar og fer svo heim og dunda við matargerð, les svo í bók eða kíki á sjónvarp, gutla á gítarinn, tek mér göngutúr eða bara ligg á rúminu og stari upp í loftið.

hvað er það? vinaleysið? ábyrgðarleysið? iðjuleysið?

Í sporvagninum les ég. Það er þá helst að ég nenni að lesa. Þessa dagana er ég að lesa bókina Fast Food Nation. Það er merkileg lesning og styrkir eða endurvekur sósíalískar tilfinningar mínar. Eða amk hatur mitt á kapítalismanum. Ég var því nokkuð spenntur þegar ég sá að myndin er sýnd á kvikmyndahátíðinni miklu sem stendur hér í bæ um þessar mundir. Eg tók mér einmitt ferð með sporvagni númer 6 til að horfa á hana. Myndin var ágætt, þrátt fyrir að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Eða varð ég fyrir vonbrigðum þrátt fyrir að myndin væri góð?

Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig?

Hvað veit maður?

26. jan. 2007

Fært sig

Í gær gerði ég mér ferð á Centralstationen til að sækja þangað lestarmiða. Aldrei hafði ég komið á Centralstationen áður. A.m.k. ekki inn í stöðvarhúsið sjálft. Nú sit ég á bókasafninu og er að spá í að færa mig um set. Máski á kaffihús sem ég man ekki hvað heitir en er við Vasaplatsen. Þar er einmitt þráðlaust net sem er mér svo bráðnauðsynlegt við vinnuna. Ekki endilega þráðlaust heldur mest megnis netsamband. En þráðlaust er kostur. Hvur veit, kannski nauðsyn. Hvað heitir aftur þetta kaffihús. Eitthvað með erlendu nafni. Café Burma... nei. Café Java... já! Þangað ætla ég . Að fá mér kaffi og einhverja af þessum listagóðu samlokum sem þau servera. Mmmm. Þrír tímar þar og þá er komin helgi... helgi... helgi... helgi... helgi...

Ég var eitthvað að virða fyrir mér skráningu um heimsóknir hingað á síðuna... sem verða tíðari með hverjum deginum (dregur væntanlega úr þeim um helgina). Þar er merkilegt að sjá að leitarorðin Þormóður Dagsson og Hugleikur eru í nokkuð jafnri samkeppni. Hverjir eru að leita svo títt af þeim bræðrum. Þeir sjálfir kannski. Eða hvor af öðrum.

Hvur veit.

Kvikmyndagetraun í lokin:

Í myndinni er fræg gríðarlöng sena (taka) sem er dæmi um aðstæður þar sem kvikmynd stígur út fyrir þann heim sem henni er skapaður með vísun til raunheimsins sem kvikmyndaáhorfandinn upplifir á þeim tíma.


ES. stúlkan síðhærða sem hefur verið að tefla internet skák hér síðasta klukkutímann er í raun fúlskeggjaður karlmaður

bloggur, lúkkur og djókur

Jú, það fór eins og mig grunaði. Einhver (ekki bara einhver heldur veður-Siggi sjálfur (og er þá ekki rætt um Sigga storm)) kommentar á beygingu mína á lúkk og blogg. Hvers vegna ég kjósi að beygja orðin í karlkyni.

Tökuorð eru skemmtilegur orðflokkur (jú, hægt er að tala um orðflokk í þessu samhengi en þá skal maður gæta þess að slík flokkun fellur ekki að hefðbundinni orðflokkagreiningu sem við eigum að venjast, s.s. nafnorð, sagnorð og lýsingarorð). Þau eru ekki upprunaleg orð í íslensku og þegar þau koma inn í málið eru þau oft berstrípuð formdeildum. Hvað á ég við, jú, beygingarleg atriði sem þau varða eru ekki til staðar og oft er að tilviljun háð í hvaða beygingarflokkum þau, lenda. Það er einkum hvað varðar kyn, en algengt er að tökuorð beygist veikt. Það er því ekki óalgengt að beyging slíkra orða sé nokkuð á reiki, þá sér í lagi þegar orðið er nýtt í málinu.

Djús er dæmi um tökuorð sem hefur ekki fast kyn í íslensku: Sumir segja djúsið en aðrir djúsinn og sumir nota jafnvel bæði. Svipað eru um saft. Sumir segja saftin en aðrir saftið.

Hvers vegna bloggur? Flestir ættu að vita að uppruni enska orðsins blog runnið frá orðunum web log. Það á sem sagt við um eins konar dagbók á vefnum. Orðið log hefur verið tekið inn í íslensku, þó ekki sé það algengt, og þá jafnan notað í karlkyni (nefnifall: loggur). Því þykir mér beinast liggja við að sambærileg taka á orðinu blog bloggur.

Enska orðið look gæti verið þýtt svipur á íslensku, er þá lúkkur er mögulegt tökurorð. Auk þess þykir mér einfaldlega fallegra að tala um lúkkinn frekar en lúkkið.

Svíar hafa þá hugmynd um íslensku að hún sé bara eins og sænska nema maður bæti -ur aftan við allt. Mér þykir ekki úr vegi að ýta undir þá hugmynd þeirra.

Hvað varðar leitina, sýnist mér að ekki dugi að leita með íslenskum stöfum. Þeir gufa upp á leiðinni inn á Google og því verður orð eins og t.d. strætó bara str t og slík leit skilar að sjálfsögðu fáum niðurstöðum.