19. apr. 2007

X X X

Þegar gegnið er um Amsterdamborg má víða sjá tákn borgarinnar krossana þrjá X X X. Margir kunna að telja að um sé að ræða tengingu við kynlífsiðnaðinn sem blómstrar í borginni, en svo er nú ekki.

Krossarnir þrír eru tákn verndardýrlings borgarinnar, heilags Andrews, og standa fyrir þær þrjár ógnir sem steðjuðu að borginni á árum áður.

Hvers vegna er ég að rifja þetta upp. Jú, þetta hlaut að koma upp í hugann eftir síðasta vetrardag í Reykjavík í gær. Hætturnar þrjár eru nefnilega eldur, flóð og sú þriðja plágur.

Við skulum vona að yfir Reykvíkinga leggist ekki plága í kjölfar brunans og svo flóðsins í gær.

Það væri þó kannski skynsamlegt ef borgarbúar tækju sig saman í bæn til heilags Andrew til verndar gegn þriðju ógninni.

En þeir eiga nú svo sem Sjúkrahús Reykjavíkur....

Gleðilegt sumar annars
og afmælisbörn dagsins fá líka hamingjuóskir héðan frá Gautaborg.

Engin ummæli: