30. nóv. 2004

Ameríkuvæðing - Alþjóðavæðing - Alheimsvæðing

Á þessu þrennu er talsverður munur. Tja, amk eðlismunur. Mun ég gera þetta að efnivið mínum á næstunni. Jú, talsverðar líkur eru á því. En nú? Mestmegnis fátt. Nú rita ég greindalegar vangaveltur um júró-rapp. Athygli vekur að víða um heim er rapp tónlist eþnískra minnihlutahópa. Á Íslandi er rapp tónlist sósíalista og stór hluti af ameríkuandhófi. Tel ég. En hvað veit ég - enginn er ég sérfræðingurinn. Tja, að vísu er ég að sérhæfa mig í þessu dóti.

Amerísk áhrif í júró-menningu.

Svolítið merkilegt að nota amerískan kúltur í andhófi gegn amerískum kúltur. En það er kannski það sem júróbúar hafa verið að gera í gegnum tíðina. Spagettívestrinn, nouvelle vague og fleira, á margan hátt notað til að gagnrýna ameríkuvæðingu í eigin landi og benda á lítil gæði ameríkukúltúrs.

jæja

28. nóv. 2004

Halló - hér verður ekki bloggað um fótbolta

Af plasti ertu kominn og að plasti skaltu aftur verða. Kannski einhvern daginn, eftir milljón ár, verða líkamsleifar mínar að pleimókalli. Spáið í það. Eru það örlög mín að endurfæðast sem pleimókall? Eða plastflaska, og svo aftur sem flíspeysa?

Hér í Amsterdam er myrkur enda klukkan hálf sex. Kvölda tekur. Fyrir stafni er framtíðin, full af myrkri, um stundarsakir áður en birtir á ný.

Ég æltaði reit ég áðan. Með þessu áframhaldi verða hinir síðustu frystir!
Halló - hér verður ekki bloggað um fótbolta

Ég æltaði að framkvæma hér skrif um hversu viðbjóðslega góð OK Computure en í þann mund slökkti herbergisfélaginn á græjunum og sagðist ekki geta hlustað á þetta. Svo ég verð bara að skrifa um hversu fúll ég er út í herbergisfélagann.

Eða ekki

Er að reyna að hefa undirbúning fyrir ritgerðarskrif. Titillinn: Roland Barthes in Marlboro Country. Hvernig hljómar það?

Sjáum til

Tjáum sil

27. nóv. 2004

Laugardagur

Í dag ætla ég að taka mér frí frá öllum lestri en gera öngvu síður eitthvað magnað og merkilegt.

Hvað það verður veit ég ekki
vandi er um slíkt að spá.
Máski ég mála hjól á dekki
meir að segja tveimur, já.

25. nóv. 2004

Hér er skítkalt. Sem er gott. Ég kann ákaflega vel við kulda, það er sé ég í stakk búinn fyrir hann. Það er ósköp notalegt að þeystat um á hjólinu og finna kuldann bíta í kinnarnar á meðan aðrir partar líkamans eru vel varðir gegn honum. Þökk sé vetrarjakkanum góða, hlýjum gallabuxum, vetlingum og húfu var ég eins og grænn riddari á brúna fáknum mínum. Á svona dögum er Amsterdam sérlega falleg.

Ég reit grein um þjóðsönginn á selluna í dag. hafði svo margt að segja að ég náði ekki að segja allt sem ég vildi segja . en ég segi það bara seinna . annars hef ég bara fengið heilmikið respons vegna greinarinnar . sem er gott

Góður dagur . annars . hófst á kvikmyndinni Incident at Loch Ness sem Zak Penn leikstýrir og fjallar um Werner Herzog sem leikur sjálfan sig í myndinni. Eitt orð (svo ég vitni í MVB): Brilljant!

Svo hitti ég hina huggulegu Jóhönnu frá Svíþjóð á bókasafninu hvar við sátum og lærðum saman, sem var gaman.

Í kvöld verður horft á Weapons of Mass Deception.

Góðar stundir

24. nóv. 2004

Þetta gerðist allt svo snögglega að Ég fékk lítið við ráðið. Jú, Ég fór ásamt Þjóðverjanum Fabien á pallborðsumræður í gær um myndina Weapons of Mass Deception. Á myndina verður horft á fimmtudaginn. Sjáum til þá hvort Ég mæli með henni. Umræðurnar voru heita þó allir væru á sama máli. Sem er fínt. En til að kæla okkur niður ákváðum við tveir, Ég og Fabien, að fara á bar. Það var ekki bara þorsti sem kallaði þó, því Ég var allnokkuð svangur þegar þarna var komið við sögu, enda hafði Ég ekkert etið um daginn nema brauðsneið með sinnepi, að vísu hinu fræga Zaanse sinnepi. Svo Fabien stakk uppá að við færum á Tapasbar nokkur er hann hafði uppgötvað. Snilld var hann. Kokkurinn kíkti af og til fram og spilaið undir fjöldasöng og dansi á gítarinn og kvaddi svo alli gesti með handabandi.

hó - hingað er kominn gestur

(Ég hefi ákveðið að rita framvegis Ég með stórum staf til að greina Mig frá öðrum sem nota sama persónufornafn um sálfasig, sem flestir gera.)

23. nóv. 2004



kmasterinn frændi minn rokkar á síðunni sinni eins og mixtúra af stormsker og jay leno á sterum - eða ekkva!

mokkurinn með sýnidæmi í aðferðafræði á sellunni

ég ætla að drulla yfir bekkjafélaga minn

fyrst er spurt: er það eins og að lemja fatlaða að skrifa illa um útlending sem skilur ekki íslensku. nei, ekki ef útlendingurinn er innfæddur í landinu þar sem færslan er skrifuð. rassvasaheimspeki? já - þær eru yfirleitt bestar . betri en nietzsche altjént . ég er svo mikill snillíngur (og skrifa þess vegan snillíngur svo . eins og aðrir snillíngar) að ég hefi kunnað að stafsetja nietzsche frá því ég man eftir mér . en nóg af upphafningu míns sjálfs . fyrst skal kúkað á ógeðið í bekknum:

hann er auli

gott mál . næst á dagskrá .

brauð með sinnepi . jú hinu fræga zaanse sinnepi sem ku vera næstfrægasta sinnep í heimi á eftir hinu franska dijon . jú sjáið til . ég er lífskúnster . eins og hann hérna sigurður eitthvað . nei hvað heitir hann . stefán ? nei bíðum við . gaurinn þarna með gleraugun . fékk péning frá rúv eða einhverjum til að flakka um evrópu og borða . sigurður eitthvað h. richter . nei . hall . nei . sighvatsson . neinei . sigurður b. já eitthvað svoleiðis . sigurður b. hilmarsson . nei ekki sigurður b. hvað í andsk. sigurvin b. hauksson . nei sighvatur . sigþór . sigmar. sigmar . já sigmar b. hauksson . ollræt ég er eins og hann . sumsé matgæðingur . fyrir utan það erum við ekkert eins . ég er auðvitað miklu betri .

en hvað var málið. já ég ætla að borða . svo ætla ég að senda póst á einhverja sjónvarpsstöðina og fá péning fyrir að borða
Halló - hér verður ekki bloggað um fótbolta

Sá þetta á öndvegis ritinu Deiglunni:

Þetta hefur samt verið að breytast. Konum í sjálfstæðum rekstri hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Þetta eru konur sem vinna langan vinnudag og hvort heldur sem þær eru tekjulægri eða -hærri en makar þeirra, hafa þær hreinlega ekki tíma til að sinna hlutverki húsmóðurinnar ásamt rekstrinum.

Reyndar átta ég mig ekki alveg á hvað hún Jara er að segja í þessari Efnisgrein, eða greininni allri. Ég held hún sé að meina að konur þurfi ekkert að skammast sín fyrir það að ráða sér húshjálp ef þær eru í sjálfstæðum rekstri sem veitir þeim ekki jafn mikinn pening og körlum eða þá tíma til að sinna heimilinu. Rétt eins og karla skammast sín ekkert fyrir að fara með bílinn sinn á þvottastöð.

Kannski ætti konan líka bara að biðja kallinn sinn um að leggja hönd á plóg við húsverkin, hann ætti að hafa tíma fyrst hann þarf ekki lengur að þvo bílinn.

Skrýtið lið þessar hægrikonur.

22. nóv. 2004

Halló - hér verður ekki bloggað um fótbolta.

Það er máudagar og allir vita hvað það þýðir.

Ég talaði við Þorra á skæpinu í gær. Ég talaði við fpm á skæpinu í gær.

Hangikjöt á jólum. Og laufabrauð. Mamma, má ég fá laufabrauð?

21. nóv. 2004

Hvað er þetta annars með Guðna Ágústsson. Hann virðist svo mikil vitleysingur að maður er hissa að hann skuli vera á lífi! "Krakkar, eriggi pulsan góð?" Annars er spursmál hversu margir frammarar koma hingað í gegnum linkinn hennar Dagnýjar. Oh well...

Hingað koma fimm hressar sálir til að eyða jólum. hef að vísu ekki fengið nákvæmlega staðfest frá catmasternum. en sum sé sex manna partý hér um jól. það er því útlit fyrir gleðileg jól. svo ætlar finnsi pé að vera alveg fram yfir áramót. hann á þá von á kaldri dýfu.

hversvegna. jú vegna þess að á nýársmorgun hafa hollendingar það fyrir sið að hlaupa út í sjó. norðursjó, ískaldan að sjálfsögðu. jú, það verður fjör. maður tekur bara séniverflösku með sér til að ylja sér á eftir.

hvað um það, ég ætla .... að fá mér ... samloku með skinku ... skinku ... og ... sinnepi

20. nóv. 2004

Halló halló halló

ég svaf út . það var meira svona slys . farið var á idfa sýningu í gær . myndin var ekkert spes . farið var í bjór eftir á . komið seint heim . og því vaknað seint .

fór samt á markaðinn skömmu eftir vöknun . keypti brauð og papriku . svona er lífið . dásamlegt að spássera svona um markaðinn bara hérna í götunni á hverjum laugardeg . jújú þetta er adam fyrir þig

19. nóv. 2004

Það er föstudagur. Ekki flöskudagur. Því á mánudag á ég að vera umræðustjóri um Orientalim eftir Edward Said. Svo helgin, eins og síðustu dagar, fer í að lesa bókina, svo ég geti kastað fram athygliverðum umræðupunktum.

Cat Power. You are free. Ég keypti þann diskinn í dag. Nokkuð helvíti magnaður bara. Já svei mér. Heljargott eintak.

Annars er ég bara í óskaplega vondu skapi enda þreyttur og kaffiþurfi. Hugsa ég reyni að laga það. Hvernig? Hita mér kaffi og drekka úr könnu, steikja mér beikon og egg á pönnu.

Blökkufólk per se fer ekkert sérlega í taugarnar á mér. Heldur ekki konur, eða þá sá hluti þeirra sem eru einstæðar mæður. En svartakonan frá NewYork sem er með mér í tímum fer í taugarnar á mér. Hún er svona sósíalísk, lesbísk, svört einstæð móðir frá New York. Hún tilheyrir þá líklega svona mínimalhópi, frekar en minnihlutahópi. Hvað um það. Miðað við sósíal mixtúruna sem hún er þá bjóst ég við að það yrði litríkt og skemmtilegt að vera með henni í tímum. Neinei, þá kemur bara í ljós að hún er svona óendanlega leiðinleg. En hún er samt doldið kúl. Leiðinleg, en kúl!

18. nóv. 2004

Ég mun deyja 15 febrúar árið 2060. Ekki veit ég hvernig. Líklega úr elli. Vona þó að að gerist í fallhlífastökki. Það væri meistaraleg leið að drepast. Fá hjartaáfall 83 ára í fallhlífastökki.

Ég hugsa að ég sé talsvert allmennilegur bloggari. Fullt af skemmtilegum færslum á dag. Amk er ég betri en hann bróðir minn, sem hefur ekki bloggað síðan í maí. Jæja, þegar ég var á hans aldri þá hafði ég að vísu aldrei bloggað.

Hvernig veit ég þetta með dauðan? Það stendur hér.
regla er orð sem ég á erfitt með að skrifa á lyklaborð - verður yfirleitt relga

einnig öðrum sem jafnan verður örðum

ég býst að þetta sé vegna þess að önnur höndin verður afbrýðisöm út í hina ef sú síðari fær of marga stafi að skrifa í röð. r - e - g eru t.d. allt stafir í umsjón vinstri handar svo sú hægri laumar in -l- þarna sem þriðja staf. Þannig eru líka ö og ð á valdi hægri handar en sú vinstri vill ól skjóta inn sínu -r- til að jafna hlutföllin.

Eitt er það orð, eða öllu heldur skammstöfun sem ég er að reyna að koma á framfæri í msn-samskiptum. Það er bah . bah er ekki svona úff-orð eins og, tja, úff, oh, æji, osfrv heldur skammstöfun fyrir 'bið að heilsa'

nú vitið þið það
Hann þarna ritstjóri DV eða hvað hann nú er, Mikki Torvason. Hann fer í taugarnar á mér. Alveg óendanlega. Ég held hreinlega að maðurinn hljóti að vera hálfviti. Jæja, maður á ekki að vera tala illa um fólk, sér í lagi fatlaða.
Nú er ég í stakk búinn fyrir að storma inn á skrifstofu DE KEY og láta öllum illum látum. Ég er ekki sérlega stríðsglaður maður eða mikið fyrir rifrildi. En þegar manni er hótað útburði sökum skuldar sem er ekki á neinum rökum reist þá verður maður nú soldið reiður, í það minnsta svolítið sár.

Svo nú er ég kominn með í hendurnar bankayfirlit nokkurt þar sem koma fram greiðslur mínar til umrædds DE KEY. Ég hlakka hreinlega til að fara þarna inn á skrifstofuna og vera með læti. Gaman þegar maður hefur fullkomlega hreinan skjöld í svona málum.

Hey, var að fá í þessu emil frá DE KEY, sjáum hvað þar stendur...

...jæja, lítur út fyrir að ég þurfi ekki að storma inn á skrifstofuna þrátt fyrir allt. Sem er svo sem ágætt enda rigning úti og hálftíma leiðangur þarna úteftir á hjóli.

Þeir segjast ætla að líta í skrárnar eða eins og fröken Ylona Benneker segir í bréfinu: "I will check your file and our administration and will let you know by email what has happened with your payments".

Sjáum hvað setur. Kannski banka lögrelgumenn uppáhér í millitíðinni.
IDFA byrjar í dag. Ef einhver er áhugasamur um heimildarkvikmyndir þá mæli ég með því að sá hinn sami skelli sér. Annars var ég að lesa þessa frétt. Var einmitt að vinna á umræddri auglýsingastofu. Á einmitt heiðurinn af textanum á frímerkinu. Þar stendur: Canis familiaris.

Í dag fékk ég bréf, dagsett fyrir þremur dögum, þar sem mér er tilkynnt um að greiði ég ekki húsaleigu innan þriggja daga verði ég borinn út. Það er þá í dag. Það skrýtna við þetta allt saman er að ég skulda alls enga húsaleigu. Svo nú fer dagurinn í eitthvað helvítis vesen hjá leigusalanum. Eins og ég hafi ekki nóg annað að gera.

17. nóv. 2004

Ekki hafði ég mikið upp úr því að vera trúlofaður, og það tvisvar. Hins vegar er eitt sem þær fyrrverandi unnustur mínar kenndu mér að meta. Það eru svona alls kyns sturtu og bað accessories. Jú, nú þegar ég fer í sturtu, sem verður æ tíðari athöfn í lífi mínu, jóðra ég mig í allskyns kremum og gelum og sápum. Smátt og smátt hef ég verið að uppgötva þann undraheim sem leynist í Etos (sem er svona apótekkeðja hér í landi). Í gær stóð ég í hálftíma fyrir framan rekkann sem á stóð body care í leit að nýrri tegund að sturtusápu. Það er ekki eins og það sé einfalt mál að velja sturtusápu nú til dags. Sturtusápufyrirtækin keppast við að finna upp nýjar active formulas með energizing ingredients og intensive body moisture. Á endanum vald ég eitthvað dót frá Nivea með nýrri Active Care Formula og meir að segja með myntuilmi. Svo stóðst ég ekki mátið og keypti Essentila Moisture for body and hand fyrir dry skin frá Vaseline Intensive Care. Svo nú er ég algjörlega í stakk búinn fyrir sturtuferðir þar sem ég fyrst löðra hárið í Head and Shoulders með sítrusilmi og svo skrokkinn með Nivea Active Energizer sem ég skola svo af mér, svo skelli ég facial geli með aloe vera á andlitið áður en ég jóðra mig aftur í Kókos Body Cream. Skola aftur og skola hár. Eftir þurrkun jóðra ég mig svo í Essential Body Moisture og set Nivea deódórant (for men) undir hendurnar, Body Shop Refreshing Footspray á iljarnar, Aveda á andlitið og Hugo Boss After Shave á háls og kinnar. Það versta er að þetta er rándýrt allt saman. En andleg vellíðan og heilsa skiptir náttúrulega öllu máli og verður ekki metin til fjár. Svo lyktar meður svo vel fyrir vikið.

16. nóv. 2004

Djöfulsins rugludallar þessi Hollendingar. Völdu Pim Fortuyn, það rasistasvín, sem merkasta Hollendinginn. Jæja... þeir um það.

15. nóv. 2004

Ef það er eitthvað sem toppar Tom Petty þá er það Johnny Cash að syngja Tom Petty - No I wont back down

Í sjötugasta sinn þennan vetur lenti ég í því í dag að eyða klukkustund á bókasafni í bókaleit og komast svo að því í afgreiðslunni að ég var ekki með bókasafnsskírteinið á mér. Hollenskir bókaverðið horfa á mann eins og aumingja, yppa öxlum og segja bara geen pas geene boeken ef maður gerir svoleiðis vitleysu.

Svo nú er ég heima og panta allar bækurnar í gegnum netið. Þannig læt ég bókaverðina tína til bækurnar og bíð svo bara eftir tölvuskeyti frá þeim um að þær bíði mín í afgreiðslunni. Já, þetta fáið þið fyrir óliðlegheitin.

Annars ber ég jafnan gríðarlega virðing fyrir bókavörðum.

14. nóv. 2004

Eins og alþjóð veit er ég smámæltur og þess vegna eru allir sunnudagar þunnudagar hjá mér. Í þetta sinn var ég þó ekki þunnur enda minn að passa barn lengi dags. Jú ég og RM lékum við hvurn okkar fingur í dag.

Í lestinni á leiðinni heim las ég Kittler. Ætli kvöldið fari ekki mestmegnis í það.

Mic er að elda. Ég læt mig hafa það í kvöld.

Bless

13. nóv. 2004

Í gær

Ég fór sum sé á ACLC fund í gær. Svona til að reyna að sanna það fyrir mér og öðrum að ég væri nú þrátt fyrir allt málvísindamaður. ACLC Stendur fyrir Amsterdam Center for Language and Communication. Eða eitthvað álíka. Jú - þarna var kona - frá Ítalíu sem hélt því fram að sambanburðuaraðferðin í sögulegum málvísinum væri byggð á röngum forsendum. Hún var heppin að hafa ekki verið slátrað að fyrirlestrinum loknum.

Nema hvað ég fór svo í borrelið á eftir fyrirlestrinum, sem er raunverulega ástæðan fyrir að flestir mæta á fyrirlestrana, sem eru á hverjum föstudegi. borrel er sum sé svona almenn áfengisdrykkja á göngum málvísindadeildarainnar.

Endaði á restaurant með nokkrum kvenkyns doktorsnemum í málvísindum ásamt einum kennara út táknmálsfræði, ósköp vinalegur, skeggjaður, samkynhneigður og smámæltur þjóðverji. Sem sagt hann, ég og stelpurnar. Það er voða notalegt að fara svona út með homma og sex stelpum. Maður fær alla athyglina og er ekkert að óttast um samkeppni.

Verst hvað þetta var allt saman pokalegt fólk. En við hverju býst maður svo sem af doktorsnemum í málvísinum... Nema gaurinn. Hann var töff. Enda leðurhommi.

Annars fór ég svo bara heim eftir að hafa komið við á kokkteilbar ásamt liðinu. Ákvað að forða mér þegar liðið fór að dilla sér við ABBA og Frank Sinatra.

Svona eru dagar mínir, sjúkir en fagrir.

12. nóv. 2004

Eftiráaðhyggja

Mér sýnist að skrif mín, sem í eðli sínu eru sjálfhverf, séu mestmegnis farin að þróast yfir í nöldur um hegðan og siði annarra annars vegar og upphafningu sjálfs míns hins vegar. Ég tel þetta ekki slæma þróun, þvert á móti.

Lesandi góður. Þú getur litið á þessa færslu sem örstutta sjálfsskoðun. Eða sjálfskoðun. Bíðum við. Hvers vegna að skrifa blogga, eða blogga? Er það til að aðrir getir lesið hugsanir mínar eða er það svo að ég geti lesið hugsanir mínar? Sjálfsfróun egósins kannski?

En það sem vakti upp þessar vangaveltur var einkum lestur minn á síðu Nýhilfólks sem er reyndar aðalefni þessarar færslu. Ég lít svo sem ekki á mig sem skáld þó skáld sé ég vissulega betra en mörg ungskáldin sem kjósa að kalla sig "skáld". Ljóð öskra ungskáldin. Ungu skáldin yrkja kvæði án þess að geta það. En það er önnur saga. Það sem fer í taugarnar á mér, svona eins og bókmenntafræði og stúdentapólitík, er fólk sem kýs að kalla sig skáld af því að það er svo djöfulli ófrumlegt, þó haldandi að það sé frumlegt, að standa uppi á sviði og öskra: Typpi, píka hóra, ég er að klóra mér í pungnum, sprungnum og útúrstungnum því veröldin er bara hórmang. Eða eitthvað álíka. Ögraögraögra, segja ungu "skáldin" ef ég set "ríða" nógu oft í ljóðið mitt þá er það töff. Get a life segi ég nú bara, and a job! Aumingjar.

Nei - eini maðurinn sem komst upp með að geta kallað sig skáld fyrir að segja ríða nógu oft var dagur enda var hann snillíngur.

Auðvitað má alveg tala um ríðingar og brund í skáldskap. Það getur meira að segja verið bara fallegt stundum. En þessi undarlega þörf fyrir að velta sér endalaust upp úr brundi og kúk á ekkert skylt við skáldskap. Að ögra er ekki að yrkja. Hins vegar. Að yrkja er að ögra. En þetta skilja ungskáldin ekki því þau sjá ekki framfyrir eigin standpínu. Og það er ekki af því af því að það sé svo stórt á þeim typpið. Nei, það er af því að öll þessi sjálfsfróun hefur gert þau blind.

En auðvitað á þetta ekki við öll ungskáldin eða Nýhilistana. Mörg hver eru þau ágætis skáld. Bara ekki jafngóð skáld og hann ég.
Ég sit hér. Jú, ég sit yfirleitt þegar ég slæ eitthvað inn á tölvuna. Ég gæti þó alveg eins staðið.

En hvað um það ég á að vera að skrifa útdrátt (takið eftir að ég segi útdrátt en ekki úrdrátt - það ku vera réttur málskilningur eins og ernae nefnir það) úr kaflanum The French Nouvelle Vague and Hollywood. En ég kem engu á blað. Prófessorinn, Rob Kroes, sem einmitt skrifaði kaflann sem ég á að skrifa um, heimta að við skilum útdrætti úr öllum köflum og greinum sem við lesum fyrir tíma. Svo á hverjum þriðjudegi og annan hvern föstudag vakna ég snemma til að skrifa útdrætti en dettur aldrei neitt í hug fyrr en hálftíma fyrir fyrirlesturinn og hamra þá einhverja steypu niður á blað. En athugið þetta: Við hvern einasta útdrátt frá mér hefur Prófessorinn merkt Very Interesting Points!!! Svo ég hef engar áhyggjur. Þetta er bjútíið við það að vera í kjaftafagi. Þú bullar bara eitthvað og notar soldið af gáfulegum orðum og spyrð spurninga á borð við: En hvað á hann Í RAUN OG VERU við með kúltúrisk áhrif eða Getur verið að það sé ekki í raun sjálfmyndin sem verður fyrir áhrifum heldur sjálfsímyndin? Svona rugl hefði maður ekki komist upp með í málvísindunum. Ekki það að þau séu svo klippt og skorin. Nei, heldur sjá menn þar í gegnum svona orðalengingar og útúrsnúninga. Það var einmitt ástæðan að ég hafði svona lítið tolerans fyrir bókmenntafræðinni á sínum tíma. Mestmegnis rugl fannst mér. Fattaði ekki bjútíið við að þrugla eitthvað óskiljanlegt blaður um exístens og dekadens og skert sjálf og föðurímyndir og sjá hlustendur kinka kolli og klóra sér í hökunni, ekki af því að þeir eru sammála, heldur af því að þeir skilja ekki boffs af því sem þú sagðir en þora ekki að viðurkenna það.

Ekki misskilja mig. Mér finnst medistudies alveg frábært fag. Mér finnst bara asnalegt að það er ekki tekið mark á manni nema að maður hlaupi í kringum kjarna málsins eins og köttur í kringum heitan graut. Komm on - get tú ðe poínt pípol.

Soldið erfitt að vera alinn upp í kjarnyrtu umhverfi málvísindanna. Hefði átt að tileinka mér meir í aðferðum bókmenntanna.

11. nóv. 2004

Helvíti gott hvernig Þórólfur sparkar í punginn á Vilhjálmi Þ. á leiðinni út.
Ekki er ég mikið íþróttafrík eða bílaáhugamaður. En ég er dálítill formúlueittpervert. Minn maður þar er Jacques Villeneuve - ég held með honum og því liði sem hann er í. Það voru erfiðir tímar þegar hann ákvað að láta reyna á hæfileika sína með BAR-liðinu. Sem betur fer hætti hann þar enda er það eins og að láta Tiger Woods slá bolta með svalaröri að láta Kanadíska meistarans keyra um á BAR-dollunni. Hjartað tók kipp þegar Villeneuve hann hljóp í skarðið fyrir Trulli í síðustu keppnum fyrir Renault.

Nú er gamli villingurinn kominn til Sauber og verður með þeim næstu tvö keppnistímabil. Ég hef enn alla trú á fyrrum heimsmeistaranum, hann er ekki bara góður ökumaður heldur er hann líka töffari og eins og allir vita hef ég mikið dálæti á töffurum. Nú er bara að vona að Sauber séu með almennilegan vagn fyrir Villeneuve að bruna á.

Þetta var nördaskapur mánaðarins. Nú held ég áfram að vera bara töffari.
"Honum hélst kannski illa á konum en hann gat að minnsta kostið eldað góðan mat".

Þetta verður líklega skrfað um mig í minningargreinum í framtíðinni. Eða verða mælt af vörum einhvers vina minna í samræðum í erfidrykkjunni. En er þetta alveg rétt. Ég þarf ekkert að fara leynt með það. Ég er góður kokkur er lásí elskhugi. En leiðin að hjarta konunnar er ekki í gegnum magann, svo mikið er víst því það hefi ég reynt til þrautar.

Tom Petty - Ég hlustaði á Tom Petty og skrifaði grein um Arafat. Tom Petty - jú - alltaf lærir maður eitthvað nýtt að meta. Ætli ég setji ekki diskinn bara aftur í ganga. Free Falling kallinn minn það er málið.

Sá í gær hiemildarmynd um Derrida. Kallinn rokkar. Blessuð sé minning hans. Nýja hetjan mín. Ekki endilega vegna skrifa hans sem eru óþolandi torf. Heldur bara af því að hann var töffari! Eins og ég. Ég með nýju heimagerðu klippinguna mína. Sem er töff.

Nóg þessari sjálfsdýrkun. Í bili.

Catmasterinn er, sýnist mér að íhuga Amsterdamjól ásamt frændunum. Enda er nú Katzið hálfgert frændi. Það fer að þéttast um fólk á dýnugólfinu hjá mér. Sem er fjör. Hvað var Eiríkur Orri annars að spá? Hvað með Finn? Og Hullann?

10. nóv. 2004

Póst klassísk kvykmynd er það sem To Die For er svo sannarlega
Jú - presentasjón í dag hjá mínum. Náði að sannfæra samnemendur mína um að To Die For væri sannanlega og það sem mikilvægara er prófessor Thomas Elsaesser einnig. Sem er gott því ég studdist einmitt við theóríu hans er ég analíseraði myndina. Jú, prata ég ekki íslensku lengur. Jæja - hvers vegna þarf ég það annars hér í útlandinu?

Annars er ég að spá að hætta í þessu námi mínu enda, samkvæmt mokkinum, er það fáttnýtt og tilgangslaust. Já, farinn í eitthvað gagnlegt eins og, tja, sálfræði, svo ég geti rukkað auma mannssál 6000 kall fyrir að segja honum að drekka rauðvín við svefntruflunum og að sorg sé taugalífeðlisfræðileg viðbrögð við trauma. Jú, það lýst mér á!

9. nóv. 2004

Eitthvað hefur stafsetning mín fjarið fjandans til ef marka má síðustu færslu. hvað er td með þessi tvö enn í þofalli af morgunn? þar á náttla bara að vera eitt enn eins og allir vita

en til andskotans með það eníveis... skiftir ekki fjandans máli... ég held bara áfram mínu striki

er ekki frá því að í morgun hafi verið frost. það var frostmorgunn. kominn tími til
Það er bara þannig. Nú er smá stund milli stríða (svo sem tvær klst) svo máksi ég hamri inn stuttri ferðasögu.

Jú það var sum sé fyrir nokkru að ég lagði í ferðalag um Norðurlönd, amk hluta þeirra. Fyrsti áfangastaður var KÖBEN hvar tóku á móti okkur, því við vorum jú tvö á ferð, ég og Ms. Notley, danska parið Christian og Louise. Að vanda hafði Cristian legið sveittur við skipulagningu og hafði dregið upp á kort það markverðasta sem sýna átti mér og Ms. Notley. Ég sá fljótlega að túrinn átti að vera sá nokkurnvegin sami og ég fékk er ég heimsótti þau hjónaleysi í ágúst sl. En hvað um það til Danaveldis var maður kominn og þá yrði bara gert eins og Daninn segði.

Í köben hitti ég líka hana systur mína. Og tvíburasystur hennar, Kristínu. Þær voru í hefðbundu fjöri og sýndu Dananum hvernig íslensk drykkjumenning er. Stóribróðir horfði á klökkur af stolti yfir litlusystur. Var mér svo formlega boðið í mat til þeirra tveggja næsta dag. Mér leist nú svo sem vel á að kíkja í heimsókn en vissi ekki alveg hvernig ég ætti að taka þessu með matarboðið, en létti þó þegar ég heyrði að vinur þeirra, Tandri myndi sjá um eldamennskuna!

Og jú eftir að hafa eytt deginum í venjubundinn útsýnistúr Christians um Danska húsagerðalist, auk þess að hafa farið á ríkislistasafnið til að sjá konu pissa í glas og drekka svo hlandið, hélt ég í matarboðið. Þetta er reyndar höll sem þau búa í þarna, eitthvurt ofsalegt bákn, og ósköp huggulegt. Jú, maturinn var góður og bjórinn nógur.

Þriðja dag í Köben. Hinn hefðbundni hjólatúr C&L að afloknum dönskum frokosti. Megnið af deginum fór þó í vandræði mín við að koma hjólfáknum hennar Louise upp á Norreport þar sem það púnteraði hjá mér á leið minni til BjarkaHildarogHrafkellsAra. Jú, fjölskyldan á Solbakken skyldi nú heimsótt. Og það var gert. Og það var gaman. Hrafnkell Ari er myndarmenni hið mesta og fékk athygli gestsins og annarra heimilismanna eftir því. En farið var nokkuð snemma af þeim bænum því snemma skyldi haldið næsta morgunn til Stokkhólms.

Það var og gert og var ég Staddur í Hólminum nokkru fyrir hádegi og fljótlega eftir það hitti ég Sigurð Nokkurn Ólafsson sem gert hafði sér erindi á Aðalbrautarstöðina einmitt til að sækja mig. Hafði Sigurður látið vaxa sér skegg nokkurt í stíl þýsk/amerískra klámmyndaleikara. Var hann hinn stoltasti og sagði mér, á meðan hann leiddi mig um Stokkhólmsborg að hann hefði nú einkum gert þetta til að stríða Gunnhildi. Sú kona beið okkar í eldhúsinu þegar við komum loks, eftir heljarinnar labbitúr, á Mariatorger. Kvöldið fór svo í stutta viðkynningu á hverfisbörunum en af mesta hófi því næsta morgunn skyldi snemma haldið til Helsinki.

Það var og gert og var ég staddur í Helsinki, sem ég uppgötvaði mér til skelfingar í flugtaki að er kölluð Helsingfors á sænsku, eftir að hafa setið af mér enska útgáfu af ferðaáætlun fluvélarinnar og var fullvissaður um að við værum þrátt fyrir allt á leið til Helsinki og lent í Helsinki og tekið rútu í miðbæinn var ég sem sagt staddur í Helskinki skömmu fyrir hádegi. Það beið mín ungur karlmaður, myndarlegri en djöfullinn, örður nafni Hreggviður. Við skáluðum í belgískum bjór og svo var tekið til við að þramma, en því var ég svo sem orðinn vanur frá Stokkhólmi og Köben.

Heimsókn mín í Finnlandi einkenndist svolítið af stríðsáhuga okkar Hregga. T.a.m. skoðuðum við eyjum eina fallega með eindæmum en við sáum fátt annað en myndarlegar fallbyssur sem gegnt höfðu veigamiklu hlutverki í Krímstríðinu. Einn fórum við seinna í ferðinni á stríðsmynjasafn þeirra Finna. En hápunkturinn í Finnlandsferðinni, fyrir utan að hitta hin gríðarlega vel heppnuðu Hreggviðsbörn, Ronju og Grím og hans frú, Annkukku, var náttla Saunabarinn. Jú, við Hreggviður, sem ætlaði heldur betur að bæta mér upp heimsóknir á hverfisbarina kvöldið áður, fórum snemma miðvikudagskvölds á ein alflottasta bar sem ég hef komið á. Tja, barinn sjálfur er nú kannski ekkert spennandi en herbergin tvö sem hann hefur að geyma bakatil eru mögnuð. Við gengum inn í kjallarabúlu í skuggasundi í Helsingfors. Laumulega göngum við á barinn og Hreggi blikkar barþjóninn og tilkynnir að við séum komnir í Saunu. Barþjónninn lítur flóttalega í kringum sig, grípur stærðarinnar lykklakyppu af snaga við barinn og biður okkur um að elta sig. Það fór um litla fuglshjartað mitt þegar við vorum leiddir inn bakatil á barnum en að sama skapi gladdist ég þegar ég sá dýrðina sem opnuð var fyrir okkur. Eins og klippt út úr senu í einu klámmyndinni sem ég hefi séð: Lillabláir veggir og leiðurstólar frá sjöundaáratugnum umhverfis sófaborð sem reyndir vera GULLFISKABÚR. Inn af því herbergi sturtuklefi of inn af honum Saunan. Tvo tíma máttum við eiga þarna saman tveir, ískápur fullur á bjór og sjónvarp og gettóblaster. Í miklum spenningi rifum við Hreggi okkur úr fötunum og hlupum allsberir og ofsaglaður beint inn í Saununa. Jú, Hreggi fær fjórtán prik í kladdann fyrir þessa hugmynd. Eftir Saunu tók við ofsafengið djamm með viðkomu á fínum veitingastað hvar maðurinn í fatahenginu komplimentaði okkur fyrir átfittið (Hreggi, maður sem kann sig, hafði Dressað okkur upp í tilefni kvöldsins.)

Hvað um það. Lýsingu á djamminu má líka fá hjá Hreggviði. Dagurinn eftir fór svo mestmegnis baráttu innyfla minna við þynnkuna - og fluferð til Stokkhólms.

Þangað voru komin Helga S. og Sölvi B. Það þýddi bara eitt. Nú skyldi Djammað. Mestmegnis djammið fór þó reyndar fram kvöldið eftir, að lokinni dagsferð um Vaxholm og bústað sendiherrahjónanna í Stokkhólmi, á á heimili Sigga og Gunnhildar, sem höfðu boðið allnokkrum íslendingum, tja, amk man ég eftir þremur gestum. vel lukkað partý sem endaði á nookuð heitum orðaskiptum um baráttuaðferðir femínista á íslandi. Þar setti ég mig á háan hest að vanda þegar ég hefi fengið mér full mikið í glas. En Sigurður Ólafsson kom og stillti til friðar, enda er maður að mennta sig í slíku og hefur án efa gripið tækifærið fegins hendi.

Laugardagur minn fór svo í vangaveltur um hvort ég myndi yfir höfðu komast úr landinu. Í öllu partýstandinu hafði ég gleymt að bóka mér far til baka. Það reddaðist þó án mikilla vandræða og fyrir vikið fékk ég að ferðast á fyrsta farrými í lestinni frá Stokkhólmi til Köben.

Í köben biðu mín sem fyrr Christian og Louise, sem höfðu ráðgert mikið fyllerý með vinum sínum handa mér. Ég kíkti svo sem í partýið og reyndi að bera mig mannalega en ofurþreyta eftir vikuferðalag fór þó að sækja á mig. Eftir að hafa sýnt það og sannað að ég gæti í raun drukkið eins og heljarmenni og hlotið að launum aðdáun vina þeirra, sér í lagi bráðhuggulegrar vinkonu, var mér fylgt heim og háttaður. Það er ekki að spyrja að gestrisninni á þeim bænum.

Næsta dag var það Rotterdam og svo Amsterdam og svo var sofið í tíu ár.

Myndir af þessu fara að birtast um leið og ég finn mér eitthvað drasl til að hýsa myndirnar.

8. nóv. 2004

6. nóv. 2004

Systir mín er með síðu á vef til lykke! Hún er í henni Köben.

Ég ákvað sum sé að skoða myndina To Die For sem póstklassíska kvikmynd. Hún hefur fimm lög af söguþræði (layers of narration) óvenjuleg sjónarhorn svo sem koddaskot (pillow-shots) og ofanhöfuðsskot (over head skot). Hún lýsir kynhverfum heimi og veltir upp spurningum um sjónvarpsvædda veröld auk þess hún er full af rennandi táknum.

4. nóv. 2004

Nágrannakona mín, sú er við Mic deilum með klósti og sturtu og forstofu, er laglaus, lagleg en laglaus. Hins vegar þykir henni ósköp skemmtilegt að raula með geislaspilaranum sínum. Þegar hún byrjar þá ríst ég yfirleitt umsvifalaust upp og sæki mér bjór í ísskápinn. Ég veit ekki hvað það er en þetta garg hennar kveikir þennan rosalega bjórþorsta hjá mér. Þess vegna sit ég hér og pæli í pósklassískum kvikmyndum með bjór í hönd.

skál fyrir því

segi ég brosandi - því þrátt fyrir allt er ég bara nokkuð sáttur sáttur sáttur
"hjartaskerandi saga og fyrir alla foreldra sem eiga börn"

jahá!

Halló halló halló! Á ekki að hleypa inn. Mér var sagt að það væri sjóv!

Ég á að flytja fyrirlestur á næsta miðvikudag. Um póstklassíska kvikmynd. Ég þarf því að finna mér póstklassíska kvikmynd til að horfa á, greina og kynna. Er þegar búinn að skoða Bram Stoker's Drakula, To Die For og Trainspotting. Veit einhver um góða Póst-klassíska kvikmynd fyrir mig að skoða.

Hún þarf helst að:

vera gerð eftir 1994
hafa magfaldan söguþráð og/eða brot á eðliegu streymi á tíma
lýsa sjálfsvitund um eigin strúktúr
drepa á málefnum um kynþætti, kyn, eða mannslíkamann
lýsa breytilegum/síð-nýlendu/alþjóðavæddum heimi
uppfull af rennilegum táknum
innihalda óvenjuleg sjónarhorn ómöguleg fyrir mannlegt sjónarmið

veit einhver um slíka mynd

3. nóv. 2004

Þetta voru víst um 20 þús þarna á Dam torgi í gær. Ekki í þögn heldur með læti eins og borgarstjórinn bað um. Við Haukur vorum í miðjum minningarmótmælunum á veitingastaðnum okkar. Við náðum að verða helvíti hívaðir á púlstaðnum okkar líka. Hauki þakka ég fyrir innlitið. Ég ber þess merki í dag. Skrokkur minn emjaði er ég rak hann á fætur í dag. En andinn var hnarreistur að vanda og hélt sér vakandi yfir sýningu á myndinn One fine day.

Þeir verða þrír prinsarnir sem hingað koma um jólin. En er pláss fyrir prinsa - og prinsessur.

Djöfull hata ég ég Bush maður. við Haukur reyndum að skola honum niður í gær. Gekk ekki.

2. nóv. 2004

Thad eru liklega allir svo uppteknir af thessu eldgosi ad enginn hefur heyrt um mordid sem var hjer i morgunn. Hann Theo van Gogh, kvikmyndaleikstjorann fraikni vara bara drepinn. Bara eltur uppi a hjolinu sinu, skotinn nidur og svo stunginn med kjothnif, bara hjerna i henni Austuamsterdam. Svona er thessi heimur. Vildi bara svona lata ykkur vita thar sem ekki heyrist mukk um thetta a Islandinu. Minningarathofn a Damminu klukkan 19:30 a eftir. Maksi jeg leidi Haukinn thangad. Hann verdur a ferd hjer eftir orfaar min. ed ad fara ad hitta hann a centraal nuna. Bless.

Það hefur verið staðfest. Guðlaugur Jón und Steinmahl hafa tryggt sér flugmiða í jólafrelsið í A'dam. Mér skilst að Finnurmagnússon.com og og litli trommuleikarinn hafi hugann fastan við slíkar áætlanir ogso. Þetta þýðir aðeins eitt. Það verða íslensk jól á Prinsasíkinu. Þá fyrst ber Prinsengracht nafn með rentu.

Ég iða í skinninu og drengirnir mega eiga von á góðu enda er aðfangadaskvöld í A'dam yndisleg upplifun. Í fyrra komst ég í svo gott jólaskap að ég gaf róna 10 evrur og við brostum báðir út að eyrum og ég galaði til hans Merry Christmas mijn vriend!

Þess má geta að nóg verður af andskotans plássinu hér um jólin. Amk tvö laus herbergi og svo íbúðin mín tilvonandi sem mun standa laus frá 23. desember. Hljómar ekki illa, hmm?
Það hefur verið staðfest. Guðlaugur Jón und Steinmahl hafa tryggt sér flugmiða í jólafrelsið í A'dam. Mér skilst að Finnurmagnússon.com og og litli trommuleikarinn hafi hugann fastan við slíkar áætlanir ogso. Þetta þýðir aðeins eitt. Það verða íslensk jól á Prinsasíkinu. Þá fyrst ber Prinsengracht nafn með rentu.

Ég iða í skinninu og drengirnir mega eiga von á góðu enda er aðfangadaskvöld í A'dam yndisleg upplifun. Í fyrra komst ég í svo gott jólaskap að ég gaf róna 10 evrur og við brostum báðir út að eyrum og ég galaði til hans Merry Christmas mijn vriend!

1. nóv. 2004

Svona rétt um það leyti sem ég hafði lært á Albert Heijn á de Dam þá breyttu þeir sjoppunni. Það mun líklega taka mig ár að finna út úr skipulaginu í henni núna. Það er annars alveg merkilegt hvað Hollendingar kunna ekki að skipuleggja matvöruverslanir. Kerfið þeirra, ef þeir hafa annars ettihvað kerfi, virðist vera svona útlitslegt. Já, appelsínur og kjóklingur líta svipað út. Setjum það saman. Eru ekki baunadósir í svipuðu lagi og pulsa - það fer þá saman í hillu.

Rugl. Og það er ekki eðlilegt hvað mér gengur alltaf ill að finna ger í þessum búllum. Og þar sem ég er svo þrjóskur að vilja ekki biðja um hjálp þá eyddi ég hálftíma í gersleit.

Annars er von á ferðasögu á næstunni. Nú verð ég hins vegar að fá mér brauðsneið með sinnepi. Og: Von er á fjölmenni hingað um jólin. Amk ef Finnur, Gulli, Þorri, Steinn, Védís og Kristín gera hugmyndir sínar að veruleika. En þó ef aðeins helmingurinn kæmi yrði það hín besta jólaveisla.

Hjörtur