Þetta gerðist allt svo snögglega að Ég fékk lítið við ráðið. Jú, Ég fór ásamt Þjóðverjanum Fabien á pallborðsumræður í gær um myndina Weapons of Mass Deception. Á myndina verður horft á fimmtudaginn. Sjáum til þá hvort Ég mæli með henni. Umræðurnar voru heita þó allir væru á sama máli. Sem er fínt. En til að kæla okkur niður ákváðum við tveir, Ég og Fabien, að fara á bar. Það var ekki bara þorsti sem kallaði þó, því Ég var allnokkuð svangur þegar þarna var komið við sögu, enda hafði Ég ekkert etið um daginn nema brauðsneið með sinnepi, að vísu hinu fræga Zaanse sinnepi. Svo Fabien stakk uppá að við færum á Tapasbar nokkur er hann hafði uppgötvað. Snilld var hann. Kokkurinn kíkti af og til fram og spilaið undir fjöldasöng og dansi á gítarinn og kvaddi svo alli gesti með handabandi.
hó - hingað er kominn gestur
(Ég hefi ákveðið að rita framvegis Ég með stórum staf til að greina Mig frá öðrum sem nota sama persónufornafn um sálfasig, sem flestir gera.)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli