14. nóv. 2004

Eins og alþjóð veit er ég smámæltur og þess vegna eru allir sunnudagar þunnudagar hjá mér. Í þetta sinn var ég þó ekki þunnur enda minn að passa barn lengi dags. Jú ég og RM lékum við hvurn okkar fingur í dag.

Í lestinni á leiðinni heim las ég Kittler. Ætli kvöldið fari ekki mestmegnis í það.

Mic er að elda. Ég læt mig hafa það í kvöld.

Bless

Engin ummæli: