2. nóv. 2004

Það hefur verið staðfest. Guðlaugur Jón und Steinmahl hafa tryggt sér flugmiða í jólafrelsið í A'dam. Mér skilst að Finnurmagnússon.com og og litli trommuleikarinn hafi hugann fastan við slíkar áætlanir ogso. Þetta þýðir aðeins eitt. Það verða íslensk jól á Prinsasíkinu. Þá fyrst ber Prinsengracht nafn með rentu.

Ég iða í skinninu og drengirnir mega eiga von á góðu enda er aðfangadaskvöld í A'dam yndisleg upplifun. Í fyrra komst ég í svo gott jólaskap að ég gaf róna 10 evrur og við brostum báðir út að eyrum og ég galaði til hans Merry Christmas mijn vriend!

Þess má geta að nóg verður af andskotans plássinu hér um jólin. Amk tvö laus herbergi og svo íbúðin mín tilvonandi sem mun standa laus frá 23. desember. Hljómar ekki illa, hmm?

Engin ummæli: