IDFA byrjar í dag. Ef einhver er áhugasamur um heimildarkvikmyndir þá mæli ég með því að sá hinn sami skelli sér. Annars var ég að lesa þessa frétt. Var einmitt að vinna á umræddri auglýsingastofu. Á einmitt heiðurinn af textanum á frímerkinu. Þar stendur: Canis familiaris.
Í dag fékk ég bréf, dagsett fyrir þremur dögum, þar sem mér er tilkynnt um að greiði ég ekki húsaleigu innan þriggja daga verði ég borinn út. Það er þá í dag. Það skrýtna við þetta allt saman er að ég skulda alls enga húsaleigu. Svo nú fer dagurinn í eitthvað helvítis vesen hjá leigusalanum. Eins og ég hafi ekki nóg annað að gera.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli