13. nóv. 2004

Í gær

Ég fór sum sé á ACLC fund í gær. Svona til að reyna að sanna það fyrir mér og öðrum að ég væri nú þrátt fyrir allt málvísindamaður. ACLC Stendur fyrir Amsterdam Center for Language and Communication. Eða eitthvað álíka. Jú - þarna var kona - frá Ítalíu sem hélt því fram að sambanburðuaraðferðin í sögulegum málvísinum væri byggð á röngum forsendum. Hún var heppin að hafa ekki verið slátrað að fyrirlestrinum loknum.

Nema hvað ég fór svo í borrelið á eftir fyrirlestrinum, sem er raunverulega ástæðan fyrir að flestir mæta á fyrirlestrana, sem eru á hverjum föstudegi. borrel er sum sé svona almenn áfengisdrykkja á göngum málvísindadeildarainnar.

Endaði á restaurant með nokkrum kvenkyns doktorsnemum í málvísindum ásamt einum kennara út táknmálsfræði, ósköp vinalegur, skeggjaður, samkynhneigður og smámæltur þjóðverji. Sem sagt hann, ég og stelpurnar. Það er voða notalegt að fara svona út með homma og sex stelpum. Maður fær alla athyglina og er ekkert að óttast um samkeppni.

Verst hvað þetta var allt saman pokalegt fólk. En við hverju býst maður svo sem af doktorsnemum í málvísinum... Nema gaurinn. Hann var töff. Enda leðurhommi.

Annars fór ég svo bara heim eftir að hafa komið við á kokkteilbar ásamt liðinu. Ákvað að forða mér þegar liðið fór að dilla sér við ABBA og Frank Sinatra.

Svona eru dagar mínir, sjúkir en fagrir.

Engin ummæli: