12. nóv. 2004

Ég sit hér. Jú, ég sit yfirleitt þegar ég slæ eitthvað inn á tölvuna. Ég gæti þó alveg eins staðið.

En hvað um það ég á að vera að skrifa útdrátt (takið eftir að ég segi útdrátt en ekki úrdrátt - það ku vera réttur málskilningur eins og ernae nefnir það) úr kaflanum The French Nouvelle Vague and Hollywood. En ég kem engu á blað. Prófessorinn, Rob Kroes, sem einmitt skrifaði kaflann sem ég á að skrifa um, heimta að við skilum útdrætti úr öllum köflum og greinum sem við lesum fyrir tíma. Svo á hverjum þriðjudegi og annan hvern föstudag vakna ég snemma til að skrifa útdrætti en dettur aldrei neitt í hug fyrr en hálftíma fyrir fyrirlesturinn og hamra þá einhverja steypu niður á blað. En athugið þetta: Við hvern einasta útdrátt frá mér hefur Prófessorinn merkt Very Interesting Points!!! Svo ég hef engar áhyggjur. Þetta er bjútíið við það að vera í kjaftafagi. Þú bullar bara eitthvað og notar soldið af gáfulegum orðum og spyrð spurninga á borð við: En hvað á hann Í RAUN OG VERU við með kúltúrisk áhrif eða Getur verið að það sé ekki í raun sjálfmyndin sem verður fyrir áhrifum heldur sjálfsímyndin? Svona rugl hefði maður ekki komist upp með í málvísindunum. Ekki það að þau séu svo klippt og skorin. Nei, heldur sjá menn þar í gegnum svona orðalengingar og útúrsnúninga. Það var einmitt ástæðan að ég hafði svona lítið tolerans fyrir bókmenntafræðinni á sínum tíma. Mestmegnis rugl fannst mér. Fattaði ekki bjútíið við að þrugla eitthvað óskiljanlegt blaður um exístens og dekadens og skert sjálf og föðurímyndir og sjá hlustendur kinka kolli og klóra sér í hökunni, ekki af því að þeir eru sammála, heldur af því að þeir skilja ekki boffs af því sem þú sagðir en þora ekki að viðurkenna það.

Ekki misskilja mig. Mér finnst medistudies alveg frábært fag. Mér finnst bara asnalegt að það er ekki tekið mark á manni nema að maður hlaupi í kringum kjarna málsins eins og köttur í kringum heitan graut. Komm on - get tú ðe poínt pípol.

Soldið erfitt að vera alinn upp í kjarnyrtu umhverfi málvísindanna. Hefði átt að tileinka mér meir í aðferðum bókmenntanna.

Engin ummæli: