23. júl. 2004

Blogg án íslenskra stafa. Kunnugir lesendur thessa bloggs aittu ad vita til hvers thad bendir. Jú, mikid rétt. Bloggad frá tölvuverinu í háskólanum.

Reyndar sjá glöggir lesendur sennilega ad einu íslensku leturtáknin sem vantar eru <þ> og <&eth> og <æ>.

Mollan heldur áfram sem er í lagi per se en ekki svo ánaigjulegt thegar lagst skal til svefns. Engin er loftkailingin í herberginu nýja fína og til lítils er ad opna glugga en annars ad hleypa in bitgjörnum móskítóflugum.

Nú styttist í heimför, eda skal ég segja Íslandsför thví nú um stundir og um thessar mundir á ég hreint heldur betur alls ekki heima á Íslandi.

Dagurinn í dag: Endar lausir hnýttir. Hýttir lausir endar. Hvad tekur vid? Endalausir hnútar? Thad vona ég thó ekki.

Séd var myndind Fahrenheit 911 í gair. Um hana verdur ritadur dómur á einu virtasta veftímariti allra tíma. Já, lesandi gódur. Nú má vera ad thú haldir fingri á lofti, thess fullviss ad umraitt virdulegt veftímarit sé einmitt thad sem thú lest á thessari stundu. En nei, svo er thó ekki, thó vissulega sé thad virdulegt, og thó í meira lagi virdanlegt. Hid virdulegasta veftímarit sem ég á vid er hins vegar hid vinstrijafnada tímarit sellan.is sem predikad hefur vangaveltur um tjódlífsmál og önnur málefni frá hlidum vinstrisinnadrar spekúlísjónar. Og thar med sný ég mér aftur ad kjarnanum, adalatridinu sem stendur til hlidar vid thennan útúrdúr. Nefnilega, lesandi gódur eins og thú veist hafir thú verid ad fylgjast med, sem ég geri ad fullu rád fyrir thví vissulega eru lesendur thessa virdanlega tímarits vel med á nótunum, enda flestir thenkjandi menn og konur, kvikmyndin, eda öllu heldur áródursheimildarmyndin Fahrenheit 911. Hún thótti mér merkjanlega merkileg thó flest sem thar kaimi fram hafi ég lesid í bók, eftir einmitt sama mann og myndina gerir.

Er thá nokkud eftir annad en ad slá botn í thessa illskiljanlegu og innihaldslausu fairslu?

Thad held ég ekki.

22. júl. 2004

Lín greiddi rúman þriðjung milljónar inn á reikninginn minn í dag. Sem merkir að staðan hjá mér er í plús í fyrsta sinn í meir en ár. Að vísu bara 148 króna plús, en plús engu að síður og það sem meira er: plús sem dugar fyrir einum bjór á Café de Westertoren. Nú er mér ekkert að vanbúnaði, log off ............
Úff!

úff getur haft merkinguna 'mér er þetta um megn'. Enda er mér þetta um megn. Hér er of heitt í augnablikinu. Það er líklega stærsti gallinn við að hafa fimm stóra glugga sem vísa í suður og vestur í herbergi sem trónir yfir nærliggjandi húsaþök. Sólin lýsir inn í herbergið lungann af deginum og skapar svona gufubaðs/bakaraofns stemmingu verði manni á að skilja glugga eftir lokaða yfir sólbjartan dag. Hér er ólíft. Var ætlunin að eyða rest dagsins í lestur og tiltekt innandyrar áður en Hróðgeir og Annalísa koma til mín í mat. Nei, frekar sest ég út á pallinn hjá Café de Westertoren og kæli mig með einum bjóri, enda ódýrari en vatnið þar á bæ, eingögnu ein evra og sextíu sent. Það eru um 145 krónur íslenskar. Eftir tvo daga mun ég þurfa að borga þrefalt slíkt verð fyrir sambærilegt magn af bjór. En það er kannski engin nauðsyn að nota bjór þar til að kæla sig enda hitastið tíu gráðum minna en hér. Ástkæra Íslandið mitt, ég sakna þín ekki baun!

21. júl. 2004

Molla
 
Úti er molla. Inni er molla. Molla molla molla. Lognmolla. Mollulogn. Er það ekki einhvernveginn svona sem ritstíll Hallgríms Helgasonar er?  Hallgríms sonar Helga? Helgasonar Hallgríms? Skallagríms. Hallgrímur Skallagrímur. Hjörtur, leiðist þér? Nei ég hef bara ekkert að segja. Nú þá ættir þú bara að þegja. Jájá, en guð veit (með litlum staf, æjá það er satt) ég var ekki neitt að segja. Ég þagði bara eins og dúkka og dustaði kjólinn. Og dansaði síðan aftur upp bæjarhólinn.
 
But back to the film theory. I just got a letter. They say I don't have enough background in film to take the course Film Theory I&II. Well, I'll show them, those bastards!
Á klukkutíma fresti spila bjöllurnar í Westerkerk part af sálmi sem ég þekki en man ekki kvæðið við. Annójíng. Í kvöld fór ég á tónleika með hinni fögru Karínu. Thermals spiluðu gott gott grönns. Þar hitti ég Hróðgeir og hina fögru Önnulísu. Á bassann spilaði falleg kona. Kvenkyns bassaleikarar þykja mér sexí! Lífið er full af fallegum konum. Fallegar konur eru fullar af lífi.

19. júl. 2004

Sá Spídermann - annan þátt í gær!
 
Í einu magnaðasta kvikmyndahúsi er ég hefi nokkurt sinn komið í.
 
Hvernig metur maður mynd eins og Spídermann - annan þátt? Ekki er hún kvikmyndalegt stórvirki - en stendur fyrir sínu - gerir vonlausu ástarsambandi MJ og PP góð skil, máski full mikil. Skemmtilegar en þó gervilegar bardagasenur. Doctor Octopus er sérlega vel endurskapaður í myndinni og líklega bezti partur myndarinnar. En myndin er óþarflega löng - það hefði vel verið hægt að koma öllu efni myndarinnar fyrir á 90 mínútum. Hvenær ætlar þessu málæði að ljúka - kjarnyrtar myndir eru alveg jafn góðar, ef ekki betri en þessar romsur sem gerðar eru í dag. Það er skiljanlegt þegar efnismiklar sögur, eins og t.d. Hringadróttinssaga, eru filmaðar að þær rammist ekki innan þriggja tíma. En þegar myndasögur (comics) eru filmaðar, sem í eðli sínu eru knappur og hnitmiðaður miðill, ættu  90-100 mínútur að vera fyllilega nóg (nú er spurning hvort Hullman sé sammála).
 
En sem gamall Spídermann aðdáandi var ég alveg sáttur við þessa röklegu kvikmyndauppfærslu. Hún er líka rökleg sem miðjumynd í trílógíu - svokallað meginmál - á milli inngangs og lokaorða.

17. júl. 2004

fljótt skipast þau veðrin í lofti - jájá - á einni mínútu breyttist sól og blíða í þrummuveður
 
þetta hefur líklega verið besti dagurinn í Amsterdam í sumar, svona veðurlega séð. Sól og 26 stiga hiti og svona.
 
Minn fór bara á markaðinn - hann er þrjár mínútur í burtu - magnað, ekki satt?
Móskító...  
 
Það er greinilega meir um móskító í Amsterdam en í Geuzenveld.  
 
Í fyrrinótt var ég bitinn fimm sinnum á nánast sama staðinn, hægri öxl, sú sem stóð fram úr sænginni mest af nóttinni. En ég læt það ekki á mig fá heldur sit bara útí glugga og horfi á útsýnið. Hvernig er það annars, horfir maður á útsýni? Eða dáist maður bara að því?  
 
Hvað um það, útsýnið er dásamlegt héðan af þriðju hæð á Prinsengracht.  
 
Dúí!
Ég er að hlusta á Rás tvö. Það er ósköp notalegt svona, með kaffibollann svona í höndinni og Rás tvö í eyrunum. Það er einhver gaur frá VÍS að tala um bílstóla. Hann notar hið merkilega fyrir bæri vera að + nh. ´"Við erum að sjá að fólk er ekki að nota barnabílstjóra nægilega mikið." "Fólk er ekki að átta sig á mikilvægi þess að vera ekki með lausa hluti í aftursætinu".
 
Jájá, ég er ekki alveg að fíla þetta. En þetta er að aukast rosalega málinu. Ég veit líka að málvísindamenn eru að hafa áhyggjur af þessu en nokkrir eru að rannsaka afhverju þetta stafar. Jæja, ég er að fara út vegna þess að ég er alveg að fíla þetta sólskin sem er úti!
 
Íslenskan er að vera merkilegt túngumál.  

16. júl. 2004

Mita liggur á rúminu mínu og horfir á East Enders. Ég fékk erfði nefnliega risaskjássjónvarpið frá Dolhaantjestraat. Með þess hjálp horfði ég einmitt á sjónvarpið rétt fyrir háttinn í gærkveldi. Þar var verið að sýna myndina Network sem gerð var fæðingarár mitt. Það ár var svo sem ekkert í fyrndinni en engu síður þótti mér merkilegt hvað efni myndarinnar á mikið erindi í dag. Og sérlega áhugavert þótti mér efnið í ljósi þess að það fjallar um tilvonandi fræðasvið mitt, medíuna. Jú, þessa dagana íhuga ég mikið á hverju mig langar að snerta í rannsóknum mínum næstu tvö árin (skáði mig sum sé í Research Master in Media Studies). Er mikið þessa dagana að spá í gagnverkandi áhrifum fjöldans og medíunnar (the mass and the media), þ.e. hvernig almenningur hefur áhrif á fjölmiðlana og hvernig fjölmiðlarnir hafa áhrif á almenning.
 
Jú, sjáðu til ég er ósköp mótíveraður.
 
Díses, ég ég er hættur að nota/muna íslensk hugtök. Hvað er aftur að vera mótíveraður?
 
tja.... áhugasamur... ætli það sé bara ekki best
 
 
 
Óvenjuleg voru hljóðin að utan þegar ég lagði höfuðið á koddann, ferðabúinn til draumalandsins. Bílaniður og bátanna neðan frá síkinu, hlátrasköll og söngur fólks á gangi og bjölluhljómur hjólanna ómar í takt við hljóm klukkunnar í turni vesturkirkju. Jú, ég er á nýjum stað. Fluttur. Íbúi í miðborg Amsterdam.
Á eftstu hæð horfi ég út um gluggann minn á húsaþökin í nágrenninu og lít niður á Prinsecgracht fyrir neðan mig hvar er stanslaus umferð báta á milli húsbáta sem liggja fastir við land og á landinu þurfa fótgangandi að vara sig á hjólunum sem geysast fram hjá kaffihúsnum og kránum sem standa á hverju götuhorni.
Amsterdam heitir hún borgin sem ég bý í. Loksins laus úr Geuzeveld, ekki lengur galinn hani heldur orðinn lítill prins. Nóg er plássið í herberginu mínu sem ég fyllti af húsgögnum, hef ekki búið svo vel síðan ég bjó í miðborg Reykjavíkur. Úr einni miðborg í aðra. Svona er lífið. Lífið mitt.

15. júl. 2004

búinn að pakka niður...

hingað kom ég með eina ferðatösku (að vísu hjúmongus) og laptop. Í kvöld hefi ég pakkað niður í sjö kassa og þrjár ferðatöskur ásamt því að flytja sófaborð, hægindastól, þvottagrind, standlampa, gítar, tvær gólfmottur og fatahengi. Það að auki hefi ég hent tveimur fullum ruslapokum af rusli.

Það er merkilegt hverju maður sankar að sér á ellefu mánuðum

en nú verðlauna ég mig með kúba líbra og havanavindli. það gerist var betra!

á morgun blogga ég frá nýjum og betri stað - skál fyrir því

14. júl. 2004

ég þarf að þvo þvott því á morgun flyt ég

hvað gerir maður annað við þvott en að þvo hann?

Jú, hengja hann upp. Það er líka hægt.

Og brjóta hann saman...

ég og mín fyrrverandi, við brutum hann oft saman

nú brýt ég hann einn

12. júl. 2004

History of the world með honum þarna grínara sem ég man ekki hvað heitir en man nú að heiti Brooks eitthvað, Mel Brooks var það.

Í dag gerði ég:

EKKI NEITT

Það er ágætt. En á morgun geri ég hitt og þetta svona enda ekki gott að gera ekkert of lengi. Það er ekki gott að gera ekkert of lengi.

Hvað um það - ætti ég ekki bara að fara að sofa eða eitthvað. Það er hvort eð er ekkert að gera.

Annars verð ég á Íslandi í mánuð frá 24 júlí... hver ætlar að vera fyrstur til að hitta mig í bjór?

kveðja
meistarinn

11. júl. 2004

Hefði ég titla yfir færslum mínum þá myndi ég ekki vita hvaða titil ég ætti að hafa á þessari færslu. Ég er þess vegna hálf feginn að hafa ekki titla yfir færslum mínum.

Hins vegar var þessi pæling ágætis lausn á sígilda vandamálinu hvernig skal byrja þessa færslu.

Bloggfall varð. Nokkrar ástæður. Sérlega leiðinleg internettenging sem kemur og fer á 30 sek fresti. Óskapleg vinnutörn. Hrikalegt appslafelsi í kjölfar óskaplegrar vinnutarnar og tja útskrift sem leiddi til þess að ég get nú státað af einu stykki mastersgráðu.

kallið mig bara meistara Hjört!

6. júl. 2004

No Icelandic letters so I?ll just write it in English. I?ve been writing in English for the past two months and should be able to do it.

My parents arrive today ? actually quite soon so I should get going to the airport called Schiphol.

I?m thinking about using MS word in Icelandic. It will be fun writing ritsjóri and getting automatically ritstjóri.

Well
Got to go

\h

4. júl. 2004

[síðasta EM bloggið]

Ég er að horfa á Grikki taka við gullmedalíum á EM.

Hér í eldhúsinu rífst fólk um hvort Grikkir hafi unnið þetta á heppninni einni saman. Ég tala manna hæst og er sko alls ekki á því máli.

Og sjá: Hér fer bikarinn á loft og lýðurinn tryllist. Það er gríski lýðurinn.

Onei, það er sko engin heppni sem ræður þessu, þó vissulega eigi hún hlut að máli. En það dugir ekki bara heppni að vinna Portúgal tvisvar, Frakkland og Tékkland.

onei!

2. júl. 2004

[EM blogg]

Fyrsti hlutur fyrst: Holland - Portúgal. Hollendingar áttu svo sem skilið að falla úr keppni í þessum leik. Höfðu sýnt slæma takta í riðlunum og komust í raun út úr þeim með hjálp Tékka. Portúgalir, hins vegar, sýndu miklu betri takta en Hollendingar og það er líka skemmtilegt að heimamenn komist í úrslit. Enda gráta fáir hér í Hollandi. Liðið endaði í þriðja til fjórða sæti, sem þykir bara alls ekki slæmt.

Grikkland, Grikkland, Grikkland. Það má nú segja að þetta hafi verið andskotans lukka þarna í gærkvöldi. Að negla inn silfurmarki og svona líka tæpt, bæði markið og tíminn. Ekki nóg með að komast í úrslit, öllum að óvörum, heldur gerðu þeir það á kostnað Tékka, sem höðu unnið alla leiki sína til þessa.

Svo keppninni líkur eins og hún hóft. Grikkir og Portúgalir opnuðu keppnina svo það fer vel á því að þeir ljúki henni líka. Hins vegar fór það svo í opnunarleiknum að Grikkir unnu Portúgali. Ómögulegt er að spá fyrir um hvernir fer. Hins vegar hafa Portúgalir verið sterkari í fyrri leikjum mótsins. Það þarf þó ekki að segja neitt, því Tékkar höfðu verið sterkasta liðið í mótinu, þar til þeir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir frísku liði Grikkjanna. Svo að þetta getur farið á alla vegu.

Ég held þó með Grikkjum. Þeir eiga alveg skilið að vinna eftir að hafa lagt Frakka og Tékka. Svo er líka gaman fyrir gestgjafa ólympíuleikanna að vera sitjandi Evrópumeistarar. Auk þess sem Portúgalir gerðu vonir mína um Órangskan sigur að engu.