12. feb. 2014

12. febrúar

Blankur sem endranær. Maður var svo sem ekki að veðja á ríkidæmi með þeim ákvörðunum sem maður hefur tekið í gegnum tíðina. En þetta er nú farið að verða ágætt.

Reyndar er nú viss bjartsýni ráðandi eftir góða tíð hjá þessu blessaða fyrirtæki okkar. Kannski maður eigi afgang eftir næsta mánuð. Það væri þá í fyrsta sinn í dágóðan tíma.


En maður nýtur svo sum lífsins. Kannski þess vegna er maður líka alltaf blankur.

4. feb. 2014

Bjartara

Það birti snögglega í tilverunni. Það gerist með hækkandi sól. En einnig hefur verið heiðskírt undanfarið svo það varð enn bjartara en ella.

Fólk farið að tals um vor í loft...

...við hlustum ekki á slíkt.

2. feb. 2014

Sunnudagur

Drengurinn harkaði af sér þessi veikindi eitursnöggt. En hóstinn situr í greyið astmabarninu. Ég vona að þetta eldist af honum.

Þetta hefur verið nokkuð viðburðarrík vika svona miðað við margar aðrar á þessum tíma árs. Göteborgs film festival er í gangi og fókusinn er á Ísland í þetta sinn. Á meðal íslenskra mynda er Málmhaus sem Obba leikur í. Hún kom í bæinn til að fylgja henni eftir. Sérstakt Íslandskvöld var á miðvikudaginn á Pustervik, þar sem Hjaltalín spilaði. Ég kíkti þangað með Anders og hitti þar líka Obbu. 

Á fimmtudaginn fengum við svo pössun og við Jóhanna fórum og sáum Málhaus og hittum svo Obbu eftir á. Það var gaman. Á Pustervik rakst ég líka á Ola Rapace, sem blótaði mestmegnis Gautaborg. Hressandi!

Í gær, laugardag, fengum við svo næturpössun og gátum kíkt á aðra mynd, Lamma shoftak, palestínska mynd um fólk í palestínskum flóttamannabúðum árið 1967. Mæli með henni.

Eftir hana fórum við á Moon Thai og í heimreisubjór á Tullen.

Nú eru þau mæðgin í mat hjá pake og ég vinn og fæ mé einn kaldan á Old Town.

ES. Affrysti frysinn í gær. Ánægður með það.