30. sep. 2005

Föstudagsblogg: finnurpálmi er í london - gott hjá honum. Ég ætla til london bráðum. gott hjá mér. En hins vegar er föstudagur í dag og það merkir bara eitt - og annað. Mikið djöfull hefur annars vikan liðið fljótt.

haaaaa
Ég hef hitt fólk finnst bloggið mitt svo fyndið og skemmtilegt. Mikið hlýtur það fólk að lifa leiðinlegu lífi! Hins vegar held ég að ég sé alveg þrælskemmtilegur kennari. Ekki góður kennari. En skemmtilegri en t.d. prof.dr. Eric Ketelaar, og líklega betri. Ketelaar þessi er helsi arkæfisti Hollendinga og sérlegur ráðgjafi drottningarinn um þau málefni. Hann er líka einn leiðinlegast maður sem ég hef fyrirhitt. Svo það er svo sem ekki erfitt að vera skemmtilegri en hann. En a.m.k. tel ég mig vera það. En hvað veit ég. Ég er náttúrulega nokkuð hlutdrægur í þessu máli. Svona dáltið.

Föstudagur annars hér á bæ. Ég er mikill föstudagsmaður.
Ekki er ég kona yfir fertugu. Samt er ég með tennisolnboga. Hinsvegar er ég örvhentur, svo ef ég væri fertug kona væri mér afa hætt við að fá brjóstakrabbamein, og tennisolnboga.
Forðist okkur var frumsýnt í gær, frábær stykki. Allir að forðast okkur!

28. sep. 2005

Einhverra hluta vegna er ég með þjóðsöng Rússlanda á heilanum. Lasagna var það í gær. Vinnustundir 8 er of langur tími. 6 stunda vinnudagur er feykinóg. Andskotinn hvað við ættum líka að hafa efni á því.

27. sep. 2005

Jónína Bjartmarz??? Hvað kemur hún Baugsmálinu við? Jónína Ben. Hvað var ég að hugsa um Jónínu Bjartmarz? Og hvað er þetta með z-una í Jónínu Bjartmarz?

Hver er Jónína Bjartmarz
GUÐ MINN GÓÐUR

Já, virkilega sniðug hjá þér Mikjáll minn - (Mikjáll hét hann í Æskunni amk í denn. Er Æskan ennþá til. Eitt sinn var ég áskrifandi að Æskunni. Það var áður ein ég sagði henni upp og fór að kaupa Bravo fyrir vasapeninginn!)
Atburðaráðsin í Baugsmálinu er orðin meira krassandi en nokkur sápuópera. Ég bíð bara eftir fregnum um að Jón Gerald sé í raun illur tvíburabróðir Jóns Ásgeirs og hafi fyllst bræði þegar faðir hans, Jóhannes, afneitaði honum. Styrmir hafi gengið honum í föðurstað í gegnum áralangt ástarsamband hans og móður Jóns Geralds, Jónínu Bjartmarz.

26. sep. 2005

pizzan á föstudag var líklega besta pizza í heimi. mér er ekki algjörlega kunnugt um hvernig afgangurinn af föstudagskvöldi þróaðist. jú - eitthvað var um það að pantað væri mojito og miðnes á barnum. annars er gundurinn miklu betur í þessu en hann ég. hann ég sem ekkert kann svo sem. þannig séð.

23. sep. 2005

jú - það er sum sé föstudagur. hivetenging barst í gær. nú er netið þráðlaust. prinsins og frjálsi keyrðu í vinnuna í dag eftir sudoku dagsins. katrín stóð og beit í kinn. það er föstudagur og í kvöld verður etin pítsa og drukkin með henni eitthvað sem heitir - uh rauðvín. Útgáfupartý á morgun.

jei!

21. sep. 2005

tintin klukkaði mig - ég fell sko ekki fyrir þessu aftur en vísa á færsluna hér nokkuð að neðan. tintin kemur annars til mín í mat í kvöld ásamt erninum frænda mínum. við munum snæða rautt karrí en engan lauk. ég mun splæsa gato negro.

ég hóf að spreða í gær og keypti síma handa konunni minni svona bleikan eins og kjötrós. í staðinn fyrir pels. nú þarf ég bara að kaupa maltvískí. Nú þarf ég bara að fara í heimsókn til fpm og drekka maltviskí.

20. sep. 2005

Núna, einmitt núna er innstæðan á bankareikningnum hjá mér í plús! Það hefur ekki gerst síðan í ágúst 2003. 100 kílókrónur inni - sem fá reyndar að fjúka á næstu dögum. Reikna svo með kvartmilljón inni eftir 10 daga. Þá kaupi ég sko pels handa konunni og maltviskí handa mér.

Jei!
Hjá Íslandsbanka fá námsmenn m.a. "ókeypis persónugert debetkort."

Er það málið? Eru þetta persónugerð debetkort?
Ég hefi leir undir nöglum..
kaffið rauk úr bollanum mínum áðan. Nú er það kalt.

JÁ GÓÐIR GESTIR. ÉG ER HÉR EINN Í HÚSINU. MÉR LEIÐIST.
þetta eru um 35 milljónir sem ríkið þarf að greiða í málsvarnarlaun og sakakostnað. peningum vel varið!
Ég hefi ákveðið að aka að gefa út ljóðabókina I am Spartakus. Ljóðin verða frumflutt hér á síðunni. Öllu heldur frumsýnd. Þau munu svo frumflutt á ljóðaupplestri á einhverjum barnum. Ég bíð bara eftir að einhver bjóði mér að flytja ljóð á einhverjum barnum.

Hér kemur fyrsta ljóðið. Það verður ekki endilega fyrsta ljóðið í bókinni. Ljóðið er runnið undan gamalli bloggfærslu.

Ungu skáldin

Ungu skáldin yrkja kvæði
um kúk og piss og sæði
halda þau séu algjör æði

Ungu skáldin yrkja kvæði
um eigin saur og blautu drauma

sjá ekki framfyrir
eigin standpínu
það er samt ekki
stórt á þeim tippið

þau eru bara orðin hálfblind
af allri þessari sjálfsfróun

Aldna skáldið orti kvæði
og ungu skáldin éta það

Ungu skáldin yrkja kvæði
án þess að að geta það.
Sé einhver sem les þetta viðskiptavinur Hive - má hann/hún hinn/hin sami/sama nefna það hér og fá þennan fría mánuð og svona

bless
1. Ég þoli ekki keðjubréf af neinu tagi. Séu mér send keðjubréf sendi ég þau umsvifalaust til baka í höfuð viðkomandi með skít og skömm. Keðjubréf sem hóta manni dauðsfalli og öðru óláni þykja mér ógeðfelld með endemum og slíkt ætti að banna með landslögum.
2. Ég hefi lengi vel hatast við Icelandair og þá fákeppni sem félagið hefur mátt njóta í þúsund ár. Ég hef lagt mig fram við að ferðast með Express í hvert sinn sem ég fer af landi. Nú er ég hins vegar stoltur eigandi vildarkorts félagsins og VISA og sé að ég get fengið ferð til London fyrir 14.000 fyrir okkur bæði, mig og Jóhönnu. Sem ég mun bóka hið snarasta.
3. Ég hef aldrei skilið afhverju Íslendingar halda úti landsliði í fótbolta, hvað þá að hér séu fleiri hundruð fótboltalið að bítast um bikara ár hvert. Íslensk knattspyrna er sorglegri en ævir John Merricks og Burt Reynolds samanlagðar ætti, líkt og keðjubréf að banna með landslögum.
4. Ég er einlægur aðdáandi Sálarinnar hans Jóns míns.
5. Ég er veikgeðja hræsnari, gjörsamlega laus við prinsipp. Ég kaus eitt sinn Samfylkinguna og studdi R-listann. Ég hef stolið mjólk og klósettpappír af þroskaheftum og verið handtekinn af lögreglunni. Þau atvik eru þó með öllu ótengd. Til vitnis um veikt lunderni mitt er þessi færsla.

Ég klukka huxy til baka sbr. 1. lið - auk þess alla þá sem lesa þessa síðu og eiga afmæli í janúar og september.

19. sep. 2005

Heyrðu - það var svona svakaleg veisla í Snorrabrautinni um helgina. Þá smakkaði ég besta lunda sem ég hef smakkað. Já! Ég ætlaði að hringja í Gulla í dag vegna einhvers. Man ekkert hvað það var.

16. sep. 2005

Föstudagurinn sem er í manni maður!!
Mér finnst google dæmið dáldið skemmtilegt. Fyrir utan þessa venjulegu leit. Þar sem maður slær inn og getur leitað að síðum eða myndum. Þá eru svona fídusar. T.d. að skrifa define: og svo leitarorð. Þá kemur vélin með nokkrar skilgreiningar á orðinu. Svo er hægt að fara á scholar.google.com og leita að lærðum greinum og ritgerðum. Earth.google.com er annað dæmi þar sem maður getur skoðað jörðina úr lofti. Alveg hreint magnað fyrirbæri! News.google.com er fréttasíða þar sem hægt er að leita líka að fréttum sérstaklega. Á print.google.com er hægt að leita að bókum og lesa í þeim. Svo í gær var opnað fyrir google.com/blogsearch þar sem á að vera hægt að leita í bloggsíðum eingöngu. Ef maður slær inn movies: og svo nafn á kvikmynd í leitarglugga er hægt að finna allt um viðkomandi kvikmynd. Hentar afar vel í mínu starfi. Ef maður kann skammstafanir fyrir gjaldmiðla er hægt að fá gengismun útreiknaðan, t.d. með því að slá inn "2,6 USD in EUR"

Veit svo sem ekki afhverju ég er að skrifa þessa lofgrein. Jæja, vildi bara koma þessu að.
Strætóinn sem ég tek í vinnuna heitir S1 - s-einn - seinn. Ekki veit það á gott. Ég kom þó á réttum tíma í vinnuna. Hljómsveitin Morþóður varð samferða í vinnuna. Þetta ættum við að gera oftar í vetur og ræða væntanleg tónverk. Ég hef það á tilfinningunni að hljómsveitin Morþóður eigi eftir að meika það big-time.

14. sep. 2005

27 mínútur í strætó er svo sem ekki mikill tími. Það tók mig 33 mínútur að ferðast frá Doolhantjestraat og niður að De Dam þarsíðasta vetur. Í strætó í dag datt mér eitthvað í hug sem ég vildi ræða hér. Man það ekki nú. Það var fyrir um 24 mínútum síðan.

Vinnan er byrjuð. Ég get ekki sagt að ég hafi það alveghreint á hreinu hvað ég á að gera hér. En það kemur í ljós.

Hlakka til í kvöld.

13. sep. 2005

Fólki sem starfar í Hafnafirði og ferðast með strætó er ekki ætlað að komast í banka.

9. sep. 2005

Það er um að gera að fara að vanda málfar á þessu bloggi fyrst nemendur virðast fylgjast hér með! Annars er von á Jóhönnu í kvöld og ég hlakka svo til. Helgin verður notuð í flutninga því á Snorrabrautinni bíður okkar tómt herbergi í listakommúninni miklu. Þar vaskaði ég upp. Ég fékk starf í gær. Ég hafnaði starfi í gær. Það er nóg að gera.
já!

7. sep. 2005

Rignir yfir mig atvinnuviðtölum. Hvað á ég að gera. Tapa ekki á að fara í viðtal. Jájá.

5. sep. 2005

Þá er Frjálsi bara kominn með vinnu á Kvikmyndasafni Íslands. Já!
Þá er Frjálsi bara kominn með kennslu í Háskólanum.
Þá er Frjálsi bara kominn með hús á Snorrabrautinni.
Þá er Frjálsi bara kominn með kassana frá Amsterdam.
Þá er Frjalsi bara kominn og ekkert að fara alveg strax
Nú er bara að bíða að Sæta sænska komi
Þá verður Frjálsio bara kominn með Sæta sænska.

Lífið er svo sem bara gott, svona miðað við aðstæður.
Mig langar í nýju Rolling Stones plötuna.
Einhvernveginn er allt of mikið að gera til að gera nokkuð.
Æjá!