22. jún. 2008

Sitthvað á sunnudegi

EM: Ég var dauðstressaður að svo myndi fara. Nokkuð dæmigert fyrir Hollendingana að leika grimmt í riðlakeppninni en klúðra málunum í úrslitum. Þá eru þjóðirnar tvær sem ég hélt með dottnar út. Hvað tekur við?

Útilokunaraðferðin:

Ekki Ítalía
Ekki Þýskaland
Ekki Tyrkland
Rússland sem sló út bæði liðin mín? Varla

Spánn verður það að vera. Heja spánn í kvöld þá...

Hiti: Hér er kalt. Úti er kalt og svo er heita vatnið farið hér. Svo inni er ískalt líka. Dauði og djöfull...

Pólitík: Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tók við hér fyrir rétt rúmu ári spáði ég að það myndi auka fylgi Samfylkingarinna, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Eitthvað finnst mér vera að rætast úr því. Það er mín spá að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking verði framvegis nokkuð svipaðir að stærð, með þetta á bilinu 30-35% fylgi. Í kjölfarið mun fylgi Vinstri grænna aukast eitthvað, vera eitthvað í kringum 20% og restin dreifist svo á flokksskrýpi og klofningsframboð. Er það ekki?

Hvenær ætlar sumarið eiginlega að láta sjá sig á ný?

20. jún. 2008

Ég verð að segja að fregnir af ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vekja hjá mér talsverða undrun og ugg. Þar kemur fram að nauðganir á átakasvæðum verði skilgreindar sem hernaður en ekki sem fylgifiskur hernaðarátaka. Ég hef ekki enn lesið sjálfa ályktunina en sé hún orðrétt svona, má þá ekki skilja að verið sé að gera nauðganir löglegar í hernaði? Hernaður getur verið löglegur ef löglega er boðað til stríðs. Á ekki frekar að skilgreina hernað á átakasvæðum sem stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni frekar en að skilgreina hann sem "hluta af hernaði". Ég skil þetta ekki! Vonandi er ég að misskilja...

18. jún. 2008

Leiðindi

Mikið var þetta eitthvað dæmigert hjá Ítölunum í gær. Að ná fram sigri með vítaspyrnu og hálfgerðu sjálfsmarki úr aukaspyrnu einum leikmanni fleiri. Drulluleiðinlegt lið sem átti alveg skilið að vera sent heim eftir riðlakeppnina. Mig langaði satt að segja að sjá hvorugt liðið í úrslitum en ég sárkenndi í brjóst um Frakkana strax á 23. mínútu.

Í kvöld Svíþjóð - Rússland. Getur orðið hörkuspennandi. Ef Svíar vinna eða gera jafntefli verður þetta fjörug því þar keppa liðin tvö sem ég held með í keppninni. Ég held samt meira með Hollenska liðinu. Eins og alltaf

11. jún. 2008

öööö - fyrirgefðu mér á meðan ég gubba

Jæja - Svíarnir náðu að skella Evrópumeisturunum. Ég hálfpartinn bjóst við því. Veðjaði reyndar á 1-1 jafntefli þarna á barnum í gærkvöldi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistarar eru Grikkir ekki með neitt frábært lið. A.m.k. er það ekkert betra en sænska liðið, sem ég held að fáir hafi spáð sigri í þessari keppni. Það var þó gaman að sjá sigur í gær, eftir almennt séð ekkert sérlega skemmtilegan leik.

En Hollendingarnir eru og verða mitt lið. Fólk virðist sérlega hrifið af hollenska liðinu nú eftir frábæran leik á móti Ítölum - sumir jafnvel farnir að spá þeim sigri. Jú, það væri vissulega skemmtilegt. En þetta er hins vegar nokkuð dæmigerð byrjun hjá Hollendingum, þeir eru með helvíti gott lið og spila skemmtilegan fótbolta, byrja vel en ná svo alveg að klúðra málunum. En þeir hafa svo sem næstum alltaf komist í undanúrslit á EM frá því þeir unnu þarna 1988 og ættu alveg að geta það í ár og þá vantar bara herslumuninn til að fara í úrslit og svo þarf kannski örlítið meira átak til að sigra þar. Vona bara að ekki komi til vítaspyrnukeppni.

9. jún. 2008

myndavél


ég fór hamförum og keypti mér einhvurn ofsalegan síma um daginn. hef svona verið að testa hann undanfarið. það er t.d. hægt að koma fyrir í honum um 3000 lögum til að hlusta á. svo er hægt að taka myndir á hann. mér finnst myndavélin ekki slæm.

heyrst hefur

hafa fleiri tekið eftir aukingu á svona "heyrst hefur" fréttum á mbl.is ?