22. jún. 2008

Sitthvað á sunnudegi

EM: Ég var dauðstressaður að svo myndi fara. Nokkuð dæmigert fyrir Hollendingana að leika grimmt í riðlakeppninni en klúðra málunum í úrslitum. Þá eru þjóðirnar tvær sem ég hélt með dottnar út. Hvað tekur við?

Útilokunaraðferðin:

Ekki Ítalía
Ekki Þýskaland
Ekki Tyrkland
Rússland sem sló út bæði liðin mín? Varla

Spánn verður það að vera. Heja spánn í kvöld þá...

Hiti: Hér er kalt. Úti er kalt og svo er heita vatnið farið hér. Svo inni er ískalt líka. Dauði og djöfull...

Pólitík: Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tók við hér fyrir rétt rúmu ári spáði ég að það myndi auka fylgi Samfylkingarinna, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Eitthvað finnst mér vera að rætast úr því. Það er mín spá að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking verði framvegis nokkuð svipaðir að stærð, með þetta á bilinu 30-35% fylgi. Í kjölfarið mun fylgi Vinstri grænna aukast eitthvað, vera eitthvað í kringum 20% og restin dreifist svo á flokksskrýpi og klofningsframboð. Er það ekki?

Hvenær ætlar sumarið eiginlega að láta sjá sig á ný?

Engin ummæli: