31. maí 2005

kalt

hjer er kalt - eda svona um that bil sama og i Reykjavik
sem er fint
tha fair kairastan ekki sjokk thegar vid lendum a Reykjanesi

sem verdur naista fimmtudag - seint um kvold

nu er utskriftarveisla hja familiunni Kempenaar thar sem jeg verd kynntur fyrir öllu slegtinu

gaman gaman

28. maí 2005

Heitt

Thad er svo heitt hjerna ad jeg er ad kafna

minn er svona ad hjalpa tengdo vid veisluundirbuning. bera ut bord og bekki og svona
johanna's bror er nemlig ad graduetast sem student og svona a thridjudag

en nu er thad grill hja herra kempenaar jamm og ja

mog ad gera hjer

skjaumst

26. maí 2005

hejsan

äda eitthvad
minn er bara i Gautaborg ad hlusta på Van Morrison og ad bida äftir stulkunni minni säm täkur sinn tima, ända stödd i eigin landi.
Nu a äftir förum vid i bainn ad skoda og svo vill hun nu endilega få sär öl en madur veit nu ekki med that

thakka Vädisi og Christian og Louise fyrir skemmtilegt siddegi i Köben

En nu eru thad Gautverjar og svona'

En Thangad til = Små Morrison og svona

hejdå

24. maí 2005

Farið

Í gær skilaði ég drafti til prófessoranna og í dag aflífa þeir mig. Á morgun leggjum við svo af stað, fyrst til Rotterdam svo til Köben svo til Gautaborgar. Stutt stopp í Köben. Svo sjáumst við bara á Íslandi frá og með 2. júní.

En fyrst. Lestur dauðanst fram að missierislokafyllerí sem Medía deildin býður útlensku nemendunum upp á. Borrel kallast slíkt.

Það verður fjör. Ekki of mikið enda þarf maður að risa úr rekkju fyrir sjö í fyrramál.

Hér var Karólína á dögunum. Það voru ánægjulegar tvær stundir.

Hef ég virkilega ekkert að segja. Nei. Þá er réttast að þegja.

22. maí 2005

Jájá

Ég setti nú svo sem Grikkland í annaðsæti, þarna á eftir Norðmönnum. Og Lettland í þriðja sæti. Svo maður var nú ekkert fjarri lagi.

Annars er ég að spá hversu mikil pólitík ræður þessum símakosningum. Ég gæti t.d. vel trúað að 12 stigin frá Íslandi hefðu allt eins geta farið til Króatíu hefði Wig Wam komið þaðan, eða hvað? Má vera að húmor og aðrir menningarlegir faktorar ráði þessu vali líka. En auðvitað pólitík - líka.

21. maí 2005

Af tvennu illu?

Kannski ekki. Solla vann og það er gott. Amk betra en halda í stromphausinn. Hins vegar sýnist mér að Solla ætli að halda áfram sleiknum við "þriðju leiðina" sem hefur ekki skila miklum framförum, svona sósíalískt séð amk.

En ekki nenni ég að hugsa um pólitík. Hún er leiðinleg.

Evróvísjón er skemmtilegt. Jafnvel þótt Ísland sé ekki með. En eru þátttaka Íslendinga í keppninni bara alltaf ávísun á vonbrigði. Í þetta sinn verður engum vonum brugðið því Nóregur vinnur þetta að sjálfsögðu. Og ég held með Nóregi - enda fæðingarlandið manns og svona.

Svo á ég líka Sænska kærustu. Sem hatar Nóreig eing og allir sannir Svíar. Svo það verður fjör á litla heimilinu á Czaar Peterstraat. Þrátt fyrir magavandræði og beinverki.

Skjáumst

20. maí 2005

Ávöxtur erfiðis mín

Í græjunum hljómar velvet underground - ég er að pæla

annars er ég að rita um Idols - löngu búinn að miss áhuga á verkefninu - ekki bætir úr skák að hvar sem ég leita mér heimilda um Idol dett ég niður á áhugavert efni um Big Brother sem er einmitt efni hinnar ritgerðarinnar - sem ég á að skila 22. júní

Þar verður rannsóknarspurningin eitthvað á þessa leið:

In what ways is Reality TV an indicator of the popular; that is, in what ways are these shows focal points for narratives of everyday issues that concern ordinary people?

Vision

Ekki komst Selma áfram. Enda söng hún ekki vel. En mér er svo sem sama enda held ég með Norðmönnum. Verra er að nú er Júróvísjón partý fyrir bí!

Dauði og Djöfull

18. maí 2005

LÍN

Ég veit ekki hvort afnám frítekjumarksins sé raunveruleg kjarabót. Fyrir mig t.a.m. gefst hvort eð er ekki mikill tími til að vinna þar sem skólaárið nær fram til 15 júlí og hefst aftur 1. september. Hversvegna eiga líka námsmenn að þurfa að vinna eins og hundar í öllum fríum til að geta látið enda ná saman. Eiga námsmenn ekki líka rétt á sumarfríi!?

Hins vegar gleðja mig eftirfarandi klausur:
Námsmönnum í Hollandi, Belgíu og á Ítalíu er tryggð sérstök hækkun á grunnframfærslu; fyrst og fremst vegna húsnæðiskostnaðar.

Námsmenn erlendis á yfirstandandi skólaári (2004-2005) fá aukalán til að mæta að hluta kostnaði vegna óvæntra og ófyrirséðra gengisbreytinga.

Reglur um sumarlán eru rýmkaðar. Slakað er á námsframvindukröfum og lánþegum auðveldað að flýta námslokum með sumarnámi.

Hins vegar er námslánakerfið svo gjörsamlega gallað og úrsérgengið að það er óskiljanlegt að enn sé verið að krukka í því og breyta. Það stoðar lítið að sauma á það bætur hér og þar og plástra annarsstaðar. Það er löngu orðið tímabært að skipta gjörsamlega um kerfi. Byrja bara upp á nýtt í stað þess að vera að hræra endalaust upp í þessum úldna graut.

Verst að ég áttaði mig ekki á þessu á meðan ég sat í Stúdentaráði á sínum tíma, sem er reyndar annað dæmi um úldið kerfi!

smá sýnishorn

In contemporary mass-educated and mass-mediated, post-modern society, we feel the necessity for a recomposition of the loss of ideals of community that never existed

það held ég að verði gaman að hlusta á þennan fyrirlestur minn... heh

karókí

annars var það skemmtilega óvænt ánægja þegar kom í ljós seint í gærkvöldi að joy division tribute tónleikarnir sem ég hélt ég væri á var í raun life joy division karókí

það var gaman

en að í dag eru nákvæmlega 25 ár síðan ian curtis, söngvari joy division hengdi sig, þá var mamma mín 28 ára - eins og ég er nú

svo að í dag ... snúast þessir tveir JD diskar sem ég á um sjálfa sig í geislaspilaranum

jajá

súpervæsirinn var að reka á eftir drafti og lýsti einhverjum áhyggjum að ég næði ekki að skila í tíma. Mig langaði helst að svara hvert stressið væri, það væri ekki eins og þessi rannsókn hefði nokkurt einasta gildi fyrir akademíuna eða samfélagið. Sleppti því að lofaði að skila inn nokkrum köflum fyrir þriðjudag.

Það er slæmt þegar maður hefur gjörsamlega enga trú á rannsóknarverkefni sem maður er að gera. Hver einasti stafur sem maður ritar niður finnst manni til mestu óþurftar og tímaeyðsla. Þá eru góð ráð dýr. Það er helst að LÍN haldi manni við efnið: einfaldlega vegna reglunnar - engar einingar - enginn péningur!

Annars á móðir mín afmæli í dag - hún fær bestu kveðjur.

17. maí 2005

Þrugl

það er meira hvað fólk getur lagt út í mikla þvælugerð til þess að segja það sem draga mætti saman svo: ídentití okkar er skert og við reynum að endurbyggja það með sjónvarpsglápi.

annars skín sólin inn um gluggann minn, og á matjurtagarðinn á gluggasyllunni. Það er samt ekki nema 11 gráðu hiti úti. Sem þykir ekki hlýtt. Nóg af Sigurðarmálum.

Glasi við hlið mér er bjór í glasi. Maður verður að létta sér púlið á einn eða annan hátt.

Mánudagur?

En samt ekki

Ég vaknaði og setti túnglskinssónötuna á fóninn og hellti upp á kaffi. Svona eru dagar mínir litmjúkir eins og dauðarósir. Svo ég vitni enn einu sinni í uppáhaldsljóðskáldið mitt. Hann var svo skemmtilega þúnglyndur hann Jóhann.

Annars er ég mestmegnis að rita upp fyrirlestur um Abandoned Commonplaces. Hvernig myndi maður þýða commonplaces yfir á íslensku? Fjölspeki? Dægurspeki? Hversdagsfræði? Alkunna?

Yfirgefin alkunna? Ekki svo slæmt.

Annars fjallar greinin mestmegnis um það að í póstmódernískum heimi höfum við snúið baki við alkunnunni, eða öllu heldur hefur alkunnan yfirgefið okkur, amk að okkar mati. Í hinu póstmóderníska, fyrrta, fjölmenntaða og fjölmiðlaða samfélagi þar sem við vitum allt um ekkert og ekkert um allt eigum við erfitt með að skilja eigin menningu, hvað þá menningu annarra. Í sárri þörf okkar á að endurkalla yfirgefna alkunnu reynum við að byggja upp sjálfsmynd okkar með hjálp nýrra miðla. Þar kemur raunveruleikasjónvarpi inn í myndina. Í uppspunnum raunveruleika reyna íbúar í húsnæði Stóra bróðurs að byggja upp persónur sínar á ný eftir að hafa verið sviptir þeim í upphafi dvalarinnar. Vandi þeirra er að persónan sem þeir skapa þarf að virðast einlæg og vera vinsæl. Áhorfandinn verður þáttakandi í þessari persónusköpun, bæði með að fylgjast með "í beinni" svo og með því að kjósa út óæskilegar persónur. Þannig hjálpa Stóra bróðurs þættirnir okkur að byggja sjálfmynd okkar sem nóta bene er alltaf komin frá öðrum.

Kjaftæði - jú, mikil ósköp!

16. maí 2005

enn er maí

og mál til komið...

ég keypti sekk af svörtum ruslapokum í gær. það er líklega ein bjánalegasta fjárfesting sem ég hef lagt í. keyptir eingöngu til að fleygja þeim. get ég ekki alteins hent þessari evru bara beint í ruslið? nei, ekki án þess að eiga svartan ruslapoka. þannig að eigi ég evru sem ég vil fleygja í ruslið þarf ég fyrst að eiga svartan ruslapoka, til að eiga svartan ruslapoka þarf ég að eiga evru, ef ég á svartan ruslapoka á ég ekki evru til að fleygja í ruslið og þar með er svarti ruslapokinn orðinn gagnlaust rusl. þannig gerði ég evruna að rusli án þess að fleygja henni í ruslið. hefði betur átt að geyma evruna og kaupa mér bjór. hann fer altjént bara aftur í klósettið og fyrir flöskuna fæ ég 10 cent í pant.

oh well

15. maí 2005

Ég sef nakinn...

...og er þess vegna berdreyminn. Í nótt. Circa klukkan 6:50 vaknaði ég upp, ekki með andfælum. En þegar ég lá í þessu móki hugsaði ég sem svo að ég ætti að kíkja á hhí síðuna til að tékka hvort ég hafi unnið í happdrættinu. Það var og. Þann tíunda maí vann ég 15 kílókrónur. Kemur sér vel þar sem ég á einmitt alls engan pening til að lifa af í ferðalaginu sem við Jóhanna leggjum í eftir tíu daga.

Húrra

(ég á erfitt með að einbeita mér að náminu á þessum sólríka degi í Amsterdam)

Helgidagur

Það rann uppfyrir mér þar sem ég stóð fyrir utan rammlæsta verslun Albert Heijns að líklegast væri helgidagur í dag, jafnvel hvítasunnudagur. Þá þakkar maður Guði fyrir heiðingjana. Ekki loka þeir á hvítasunnudegi eða öðrum helgidögum. Máski einkum að þeir loki á ramödu eða einhverjum öðrum skrílshelgideginum. Svo þökk sé islam gat ég keypt kaffi og brauð. Sem ég ætla að drekka og eta núna, ef Jóhanna drattast einhverntíma á lappir. Svona kona á fætur með þig! (Hún neitar, vill bara liggja og lesa. Da Vinci lykillinn er svona spennandi).

Sunnudagsspjall

Svona eins og hjá Sigurði, nema ekki um bækur, nema að litlu leyti.
Jóhanna er að lesa Da Vinci lykilinn sem ég kláraði á dögunum. Hún er sammála um að bókin sé spennandi en ekkert sérstök. Merkilegt þegar ekkert sérstök bók grípur mann svona. Nú læt ég lokið umfjöllun um bækur enda finnst mér fátt leiðinlegra. Hvað þarf fólk alltaf að vera að röfla um bókmenntir? Hef aldrei skilið það.

Við Jóhanna fórum sum sé á Dappermarkt í gær og keyptum hitt á þetta á spottprís, handsápur, sturtukrem (sem ég held að sé sturtukrem, innihald brúsans er ritað með kyrilísku letri), ferska basiliku, ferskt oregano, brauð, ólífuogfetamix, paprikur, hvítlauk og sængurver. Allt þetta fyrir tæpar tuttugu evrur. Sem verður að teljast fínt.

Svo nú er ég búinn að koma upp matjurtagarði í utanverðri gluggakistunni sem mig minnir að kallist jafnvel gluggasylla. Ásamt með basiliku og óreganó sem ég plantaði þar vona ég nú að spíri sinnepsfræ og tjillí. Svo verður mynta látin vaxa þar líka. Svo þetta verður hinn besti garður.

Fregnir berast af 24 gráðu hita í Gautaborg og einnig sagði í Siguðurðarmálum að hin mestu hlýindi væru í Stokkhólmi. Hér er nokkuð svalara, eða rétt um 15 gráður.

Dagurinn fer í Big Brother i Bahrein. Við Fabian höldum um fyrirlestur um efnið nk. fimmtudag.

Ekkert kaffi er til á heimilinu. Úr því verður að bæta sem allra allra fyrst.

14. maí 2005

Laugardagur

Við skötuhjúin vöknuðum ekki beinlínis snemma, en við vöknuðum þó. Ég setti Visions of Johanna á fóninn fyrir stúlkuna mína og lagaði kaffi og sauð egg. Svo fengum við okkur staðgóðan morgunverð, kaffi, appelsínusafa og egg, og ég bætti við köldu bjúga á diskinn minn og við átum þetta undir fögrum söng Dolly Parton. Það held ég að móðir væri sátt við mig nú. Sem ég vona að hún sé alla daga.
Nú eftir þetta klæðum við okkur upp og göngum á Dappermarkt og kaupum grænmeti og ég ætla að kaupa krydd og fræ til að setja í pott út í glugga. Nú er sumar og sólin skín og ekki verra að rækta kydd út í glugga.

13. maí 2005

Góð bjúgu

Móðir mín reyndi stundum að plata mig til að eta ákveðin Kópavogs bjúgu undir þeim formerkjum að þau væru betri en venjuleg bjúgu. Ég horfði á hana og sagði með fyrirlitningu í röddinni að það væri ekkert sem héti betri bjúgu, það væru ekki einu sinni til góð bjúgu! Nú verð ég að eta ofan í mig stóru orðin, ásamt bjúgum, því hér í hollandi fyrirfinnast alveg ágætis bjúgu, sem Hollendingar kalla reyndar kookworst. Munurinn er, fyrir utan að geyma svínakjöt, en ekki lömb eða hesta, er að þau etast köld, ellegar kæld og skorin í bita og sett í baunasúpur eða kartöflustöppur. Man ég þá að einu skiptin sem ég komst nálægt því að líka bjúgu var þegar móðir mín færði mér köld afgangsbjúgu ásamt með skyri, og ég kallaði skyrbjúgu, enda var ég einkar mikill húmorist sem barn, þó foreldrum mínum þætti ég fara leynt með þann húmor. Ég held að það sé misskilningur hjá Íslendingum að eta heit bjúgu eins og einhverjir villimenn, og veit ég ekki afhverju sá siður varð svo landlægur sem raun ber vitni. Mig grunar þó að Hallgerður Gísladóttir viti flest um það og meir en aðrir Íslendingar.
En sum sé, þessa stundina et ég köld hollensk svínabjúgu ásamt með köldum bjór á sólríkum degi, límdur við tölvuskjáinn eins og ég fái borgað fyrir það. Sem ég fæ ekki.

Sit og skrifa


Amsterdam
Originally uploaded by hjortur.
Eftir þrjár vikur verð ég staddur á Íslandi að faðma vini og fjölskyldu. En þangað til þarf ég að ríta svo sem um 10.000 orð um Idol á Íslandi. Svo nú geri ég það. Er búinn að koma mér upp spillista í tölvunni sem einmitt er tengd við nýju græjurnar. Þetta er mestmegnis rokk, enda dugar fátt annað betur við ritgerðaskrif. Beck rataði inn á listann fyrir slysni. Hann hefur verið tekinn af listanum enda deili ég ekki aðdáun margra á þeim tónlistarmanni. Finnst hann mestmegnis leiðinlegur. Máski það breytist, margt Kinkslegt við hann, ásamt öðru gömlu. En hann er bara ekki þessi STNÍLLÍGUR sem margir tala um. Svo eins og sjá má sit ég önnum kafinn, við hlið meistara Keith sem hangir á veggnum mínum.

12. maí 2005

Gilmore Systur...

...eru alveg magnað sjónvarpsefni. Svona líka leiðinlegt en gjörsamlega ávanabindandi. Eða er það kannski kærastan mín, Gilmoreaðdáandinn, sem er ávanabindandi.
Í nótt var ég andvaka og notaði tækifærið og klárai Da vinci lykilinn. Skemmtilegar fléttur en síðustu 150 síðurnar ferlega misheppnaðar. Ég hefði nú leyst þessa fléttu á allt annan hátt. Veit ekki hvernig samt. En það er ekki mitt áhyggjuefni.
Nú ætlum við Jóhanna að fara í bíó og kela undir myndinni (kelar maður kannski yfir myndum, fer það kannski eftir hvernig maður horfir á þær, kelar yfir sjónvarpinu en undir bíótjaldinu) The Assassination of Richard Nixon.

Vei

Og í dag uppgötvaði ég að bekkjarsystir mín er svona líka sláandi lík Berglindi Häsler. Bara dökkhærð. Enda tyrknesk. Ég er sá líka nýlega tvífara Oddvars og Ollu. Ekki í sömu manneskjunni. Um er að ræða tvo einstaklinga.

Bless

Fjólubláa hjólið

Einu sinni, sem oftar, átti ég leið um flugvöll. Svo vildi til að ég var eitthvað að fara að fljúga. Sem er reyndar alveg merkilegt fyrirbæri, að fljúga. Flugvellir eru merkilegt fyrirbæri. Jæja. Þá er ég búinn að tala um flugvelli. Fimm klukkutíma fyrirlestri lokið. Fimmtudagar eru frábærir. Um daginn, það hefur verið á laugardag. fékk ég hringingu frá Tótu frænku, símhringingu og söng, frá góðu fólki. Það gladdi mig svo mikið að ég varð klökkur. Bara svona í miðri veislu fékk ég hringingu. Til að losa um hnútinn í hálsinum eftir þetta dugði ekki minna en kippa af bjór. Svo dansaði ég af gleði inn í nóttina.

11. maí 2005

Amsterdam


Amsterdam
Originally uploaded by hjortur.
Hér hefur verið gestkvæmt. Hugleikur var hér ásamt Hrafnhildi og um leið og þau flugu komu hingað Christian og Louise. Það hefur verið fjör. En nú þarf maður heldur betur að snúa sér að ritgerðasmíðum. Seinna ætla ég svo að skrifa um flugvelli. Veit einhver um verkefni sem ég get tekið að mér. Bráðum.

Hjörtur heiti ég og drekk kaffi í öll mál. Ekki meiri bjór fyrir þig fíflið þitt.

Bless

10. maí 2005

Op is op

allt svona flickr búid

Flicr

Halló!

Thar sem ég er PRO notandi á flickr fékk ég á dögunum gjöf frá theim. Extra ár frítt og MÖGULEIKA Á AD GEFA TVEIMUR VINUM FRÍA ÁRSÁSKRIFT. Hafid samband ef thid hafid áhuga.

bless

Enn einn titillinn

"Jón hlaut brunasár á hendi og skrámur í andliti enda ætíð í öryggisbúningi"

Thad hefur verid gestkvaimt. Thad er mikid ad gera í skólanum.

stopp

4. maí 2005

Góður draumur maður

Mig dreymdí í nótt að á Íslandi væri sú krafa hávær að jólastjörnur yrðu bannaðar þar sem pedófílar notuðu þær til að ginna lítil börn heim til sín. Ég skrifaði langa grein um málið þar sem ég lagði til að ef slíkt yrði gert væri réttast að banna Smarties og rúsínur líka. Umboðsaðili Smarties lögsótti mig fyrir þau ummæli. Hinsvegar átti ég langt samtal við sendiráðsfrúnna í Stokkhólmi, sem þá var stödd í Köben og var hún sammála mér en hins vegar væri fátt sem hún gæti gert í málinu þar sem það varðaði ekki samvaldið.

Annars er Hulli minn hér í borginni ásamt kompaníi. Ég ætla að hitta hann innan skamms.

2. maí 2005

Drottningardagur


Amsterdam 1148
Originally uploaded by hjortur.
Það þarf ekkert að orðlengja um það. Hins vegar ætla ég að gera það. Á drottingardaginn fer fram stærsti flóamarkaður sem umgetur og það sem meira er, þar má gera góðkaup svo um munar. Við Jóhanna nýttum okkur það og keyptum pikknikktösku, plaggat af Keith Richard smátterísklæðnað svo og bestu kaupin: Þessar líka fínu græjur, Yamaha R300 magnara fyrir aðeins tvær evrur og þessa fínu hátalara með.
Drottningardagurinn er annars svona risastór sautjándi júni, bara hlýrri, appelsínugulari og bjór er seldur á hverju einasta götuhorni. Þá flykkist fólk út á götur og selur allt sem hægt er að selja. Sumir selja heilu búslóðirnar, aðrir tæma fataskápinn hjá sér, sumir losa sig við gömul leikföng eða bækur, aðrir selja steríógræjurnar sínar fyrir slikk, enn aðrir selja tannkrem, raksápu, bjór eða kjúkling. Við seldur aðgang að klósettinu á Prinsengracht 221-231. Fimmtíu cent á kjaft sem færði okkur (tíu manns) sextíu evru gróða. Fyrir það keyptum við bjór, vín og snakk. Ósköp er gaman á drottningardaginn.
Svo er ekki verra að vera þunnur á 1. maí og liggja í parkinum í 28 stiga hita og sofa úr sér. Í Hollandi nennir verkalýðurinn ekkert að mótmæla á 1. maí. Hann bara sefur úr sér eftir fylleríið á drottningardag.