18. maí 2005

LÍN

Ég veit ekki hvort afnám frítekjumarksins sé raunveruleg kjarabót. Fyrir mig t.a.m. gefst hvort eð er ekki mikill tími til að vinna þar sem skólaárið nær fram til 15 júlí og hefst aftur 1. september. Hversvegna eiga líka námsmenn að þurfa að vinna eins og hundar í öllum fríum til að geta látið enda ná saman. Eiga námsmenn ekki líka rétt á sumarfríi!?

Hins vegar gleðja mig eftirfarandi klausur:
Námsmönnum í Hollandi, Belgíu og á Ítalíu er tryggð sérstök hækkun á grunnframfærslu; fyrst og fremst vegna húsnæðiskostnaðar.

Námsmenn erlendis á yfirstandandi skólaári (2004-2005) fá aukalán til að mæta að hluta kostnaði vegna óvæntra og ófyrirséðra gengisbreytinga.

Reglur um sumarlán eru rýmkaðar. Slakað er á námsframvindukröfum og lánþegum auðveldað að flýta námslokum með sumarnámi.

Hins vegar er námslánakerfið svo gjörsamlega gallað og úrsérgengið að það er óskiljanlegt að enn sé verið að krukka í því og breyta. Það stoðar lítið að sauma á það bætur hér og þar og plástra annarsstaðar. Það er löngu orðið tímabært að skipta gjörsamlega um kerfi. Byrja bara upp á nýtt í stað þess að vera að hræra endalaust upp í þessum úldna graut.

Verst að ég áttaði mig ekki á þessu á meðan ég sat í Stúdentaráði á sínum tíma, sem er reyndar annað dæmi um úldið kerfi!

2 ummæli:

Pétur Maack sagði...

Heyrðu pældu þá í þessu:
Röskva fagnaði afnámi frítekjumarks af því að það sé kjarabót fyrir flesta

Vaka hafnaði og var á móti því að skrifa upp á breytingartillögurnar vegna þess að eins og þú bendir á þá er afnám frítekjumarks engin kjarabót fyrir þá sem eru undir því.

Mér finnst veröldin e-ð vera að verða öfugsnúin...

Nafnlaus sagði...

ha... já - eitthvað hafa hlutirnir snúist við ... lánasjóðsstefna kemur kannski ekkert röskvu og vöku heldur hvort maður hafi setið í minni- eða meirihluta nýlega