4. maí 2005

Góður draumur maður

Mig dreymdí í nótt að á Íslandi væri sú krafa hávær að jólastjörnur yrðu bannaðar þar sem pedófílar notuðu þær til að ginna lítil börn heim til sín. Ég skrifaði langa grein um málið þar sem ég lagði til að ef slíkt yrði gert væri réttast að banna Smarties og rúsínur líka. Umboðsaðili Smarties lögsótti mig fyrir þau ummæli. Hinsvegar átti ég langt samtal við sendiráðsfrúnna í Stokkhólmi, sem þá var stödd í Köben og var hún sammála mér en hins vegar væri fátt sem hún gæti gert í málinu þar sem það varðaði ekki samvaldið.

Annars er Hulli minn hér í borginni ásamt kompaníi. Ég ætla að hitta hann innan skamms.

6 ummæli:

Króinn sagði...

Skemmtilegt þetta með sendiherrafrúna í Stokkhólmi...

gulli sagði...

já, ýkt góður draumur. heyrðu, af hverju er ég aldrei inni á þessum linkalista þínum. er það af því að hann er drasl?

Nafnlaus sagði...

Nei Gulli minn, það er vegna þess að þú ert ekki skráður hjá mikkavef...

þú verður að skrá þína veitu þar... ég get svo sem gert það fyrir þig.

bless

Króinn sagði...

Er ég sem sagt skráður þar? Voða veit maður lítið um heima tölvunnar.

gulli sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
gulli sagði...

það væri yndislegt, Hjörtur minn