12. maí 2005
Fjólubláa hjólið
Einu sinni, sem oftar, átti ég leið um flugvöll. Svo vildi til að ég var eitthvað að fara að fljúga. Sem er reyndar alveg merkilegt fyrirbæri, að fljúga. Flugvellir eru merkilegt fyrirbæri. Jæja. Þá er ég búinn að tala um flugvelli. Fimm klukkutíma fyrirlestri lokið. Fimmtudagar eru frábærir. Um daginn, það hefur verið á laugardag. fékk ég hringingu frá Tótu frænku, símhringingu og söng, frá góðu fólki. Það gladdi mig svo mikið að ég varð klökkur. Bara svona í miðri veislu fékk ég hringingu. Til að losa um hnútinn í hálsinum eftir þetta dugði ekki minna en kippa af bjór. Svo dansaði ég af gleði inn í nóttina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli