13. maí 2005

Góð bjúgu

Móðir mín reyndi stundum að plata mig til að eta ákveðin Kópavogs bjúgu undir þeim formerkjum að þau væru betri en venjuleg bjúgu. Ég horfði á hana og sagði með fyrirlitningu í röddinni að það væri ekkert sem héti betri bjúgu, það væru ekki einu sinni til góð bjúgu! Nú verð ég að eta ofan í mig stóru orðin, ásamt bjúgum, því hér í hollandi fyrirfinnast alveg ágætis bjúgu, sem Hollendingar kalla reyndar kookworst. Munurinn er, fyrir utan að geyma svínakjöt, en ekki lömb eða hesta, er að þau etast köld, ellegar kæld og skorin í bita og sett í baunasúpur eða kartöflustöppur. Man ég þá að einu skiptin sem ég komst nálægt því að líka bjúgu var þegar móðir mín færði mér köld afgangsbjúgu ásamt með skyri, og ég kallaði skyrbjúgu, enda var ég einkar mikill húmorist sem barn, þó foreldrum mínum þætti ég fara leynt með þann húmor. Ég held að það sé misskilningur hjá Íslendingum að eta heit bjúgu eins og einhverjir villimenn, og veit ég ekki afhverju sá siður varð svo landlægur sem raun ber vitni. Mig grunar þó að Hallgerður Gísladóttir viti flest um það og meir en aðrir Íslendingar.
En sum sé, þessa stundina et ég köld hollensk svínabjúgu ásamt með köldum bjór á sólríkum degi, límdur við tölvuskjáinn eins og ég fái borgað fyrir það. Sem ég fæ ekki.

5 ummæli:

Króinn sagði...

Heit bjúgu eru góður matur.

Nafnlaus sagði...

nei

Króinn sagði...

Nafnlaus sagði...

sperlar eru góðir!

Sérstaklega heimatilbúnir hrossasperlar. Einhver kindabjúgu að sunnan komast sko ekki með tærnar þar sem norðlenskir heimatilbúnir sperlar hafa tærnar.

Nafnlaus sagði...

þetta átti altså að vera hælana ...