Í gær skilaði ég drafti til prófessoranna og í dag aflífa þeir mig. Á morgun leggjum við svo af stað, fyrst til Rotterdam svo til Köben svo til Gautaborgar. Stutt stopp í Köben. Svo sjáumst við bara á Íslandi frá og með 2. júní.
En fyrst. Lestur dauðanst fram að missierislokafyllerí sem Medía deildin býður útlensku nemendunum upp á. Borrel kallast slíkt.
Það verður fjör. Ekki of mikið enda þarf maður að risa úr rekkju fyrir sjö í fyrramál.
Hér var Karólína á dögunum. Það voru ánægjulegar tvær stundir.
Hef ég virkilega ekkert að segja. Nei. Þá er réttast að þegja.
1 ummæli:
Mikið erum við samstíga, drengirnir. Ætla einmitt að henda inn drafti í dag líka. Vona þó að ég verði ekki aflífaður en þó er aldrei að vita. Annars verður gaman að vita af þér hérna í sama landinu þó að við náum líklega ekki að träffast í þetta skiptið.
Skrifa ummæli