13. maí 2005

Sit og skrifa


Amsterdam
Originally uploaded by hjortur.
Eftir þrjár vikur verð ég staddur á Íslandi að faðma vini og fjölskyldu. En þangað til þarf ég að ríta svo sem um 10.000 orð um Idol á Íslandi. Svo nú geri ég það. Er búinn að koma mér upp spillista í tölvunni sem einmitt er tengd við nýju græjurnar. Þetta er mestmegnis rokk, enda dugar fátt annað betur við ritgerðaskrif. Beck rataði inn á listann fyrir slysni. Hann hefur verið tekinn af listanum enda deili ég ekki aðdáun margra á þeim tónlistarmanni. Finnst hann mestmegnis leiðinlegur. Máski það breytist, margt Kinkslegt við hann, ásamt öðru gömlu. En hann er bara ekki þessi STNÍLLÍGUR sem margir tala um. Svo eins og sjá má sit ég önnum kafinn, við hlið meistara Keith sem hangir á veggnum mínum.

1 ummæli:

dora wonder sagði...

hefurðu hlustað á sea change? það er góóð beck plata.