12. maí 2005

Gilmore Systur...

...eru alveg magnað sjónvarpsefni. Svona líka leiðinlegt en gjörsamlega ávanabindandi. Eða er það kannski kærastan mín, Gilmoreaðdáandinn, sem er ávanabindandi.
Í nótt var ég andvaka og notaði tækifærið og klárai Da vinci lykilinn. Skemmtilegar fléttur en síðustu 150 síðurnar ferlega misheppnaðar. Ég hefði nú leyst þessa fléttu á allt annan hátt. Veit ekki hvernig samt. En það er ekki mitt áhyggjuefni.
Nú ætlum við Jóhanna að fara í bíó og kela undir myndinni (kelar maður kannski yfir myndum, fer það kannski eftir hvernig maður horfir á þær, kelar yfir sjónvarpinu en undir bíótjaldinu) The Assassination of Richard Nixon.

Vei

Og í dag uppgötvaði ég að bekkjarsystir mín er svona líka sláandi lík Berglindi Häsler. Bara dökkhærð. Enda tyrknesk. Ég er sá líka nýlega tvífara Oddvars og Ollu. Ekki í sömu manneskjunni. Um er að ræða tvo einstaklinga.

Bless

1 ummæli:

Króinn sagði...

Já, þú vildir ekki trúa þessu með Gilmore-mæðgna-fíknina. En ég sagði þér það!