15. maí 2005

Sunnudagsspjall

Svona eins og hjá Sigurði, nema ekki um bækur, nema að litlu leyti.
Jóhanna er að lesa Da Vinci lykilinn sem ég kláraði á dögunum. Hún er sammála um að bókin sé spennandi en ekkert sérstök. Merkilegt þegar ekkert sérstök bók grípur mann svona. Nú læt ég lokið umfjöllun um bækur enda finnst mér fátt leiðinlegra. Hvað þarf fólk alltaf að vera að röfla um bókmenntir? Hef aldrei skilið það.

Við Jóhanna fórum sum sé á Dappermarkt í gær og keyptum hitt á þetta á spottprís, handsápur, sturtukrem (sem ég held að sé sturtukrem, innihald brúsans er ritað með kyrilísku letri), ferska basiliku, ferskt oregano, brauð, ólífuogfetamix, paprikur, hvítlauk og sængurver. Allt þetta fyrir tæpar tuttugu evrur. Sem verður að teljast fínt.

Svo nú er ég búinn að koma upp matjurtagarði í utanverðri gluggakistunni sem mig minnir að kallist jafnvel gluggasylla. Ásamt með basiliku og óreganó sem ég plantaði þar vona ég nú að spíri sinnepsfræ og tjillí. Svo verður mynta látin vaxa þar líka. Svo þetta verður hinn besti garður.

Fregnir berast af 24 gráðu hita í Gautaborg og einnig sagði í Siguðurðarmálum að hin mestu hlýindi væru í Stokkhólmi. Hér er nokkuð svalara, eða rétt um 15 gráður.

Dagurinn fer í Big Brother i Bahrein. Við Fabian höldum um fyrirlestur um efnið nk. fimmtudag.

Ekkert kaffi er til á heimilinu. Úr því verður að bæta sem allra allra fyrst.

Engin ummæli: