15. maí 2005

Ég sef nakinn...

...og er þess vegna berdreyminn. Í nótt. Circa klukkan 6:50 vaknaði ég upp, ekki með andfælum. En þegar ég lá í þessu móki hugsaði ég sem svo að ég ætti að kíkja á hhí síðuna til að tékka hvort ég hafi unnið í happdrættinu. Það var og. Þann tíunda maí vann ég 15 kílókrónur. Kemur sér vel þar sem ég á einmitt alls engan pening til að lifa af í ferðalaginu sem við Jóhanna leggjum í eftir tíu daga.

Húrra

(ég á erfitt með að einbeita mér að náminu á þessum sólríka degi í Amsterdam)

Engin ummæli: