8. apr. 2009

Stranger than paradise

Gummi gat þetta. Kannski var síðasta vísbendingin full ítarleg. Svona miðað við hvað hinar voru loðnar. Hefði mátt bíða með Iggy Pop og Tom Waits.

En þetta var sum sé Stranger than paradise í leikstjórn Jim Jarmusch.

7. apr. 2009

Föstudagsgetraun - 4. vísb.

Ekki kom svarið á föstudaginn. Svo við höldum bara áfram. Komin eru nokkur gisk. Pulp Fiction, Bottle Rocket, Dirk Diggler. Ekkert rétt.


1. Vísbending: Að venju tengist getraunin kvikmyndaheiminum. Spurt er um kvikmynd. Hún er annað leikstjórnarverk leikstjórans.

2. Vísbending: Myndin er í raun stuttmynd en varð seinna fyrsti þáttur í þriggja þátta kvikmynd með sama heiti.

3. Vísbending: Með lengri útgáfu myndarinnar markar leikstjórinn sér einkenni sem er ríkjandi í seinni myndum hans. Kvikmyndir þar sem nokkrar ólíkar sögur eru sagðar sem tengjast með einum eða öðrum hætti.

4. Vísbending: Leikstjórinn er í hópi svo kallaðra óháðra leikstjóra og hefur fengið til liðs við sig nokkra af skærustu stjörnum óháðrar kvikmyndgerðar, t.d. Johnny Depp, Winonu Ryder, Steve Buscemi, Forest Whitaker og Bill Murray. Einnig hafa Tom Waits og Iggy Pop komið oftar en einu sinni fram í myndum hans. (nú hafið þið eitthvða til að gúggla.)

3. apr. 2009

Föstudagsgetraun - 3. vísb.

Jæja, komin tvö gisk. Hvorugt rétt.

Þriðja vísbending ætti að kasta nokkru ljósi á málið:


1. Vísbending: Að venju tengist getraunin kvikmyndaheiminum. Spurt er um kvikmynd. Hún er annað leikstjórnarverk leikstjórans.

2. Vísbending: Myndin er í raun stuttmynd en varð seinna fyrsti þáttur í þriggja þátta kvikmynd með sama heiti.

3. Með lengri útgáfu myndarinnar markar leikstjórinn sér einkenni sem er ríkjandi í seinni myndum hans. Kvikmyndir þar sem nokkrar ólíkar sögur eru sagðar sem tengjast með einum eða öðrum hætti.

Föstudagsgetraun - 2. vísb.

Klukkutími liðinn og ekkert svar hefur borist. Kominn tími á 2. vísbendingu:

1. Vísbending: Að venju tengist getraunin kvikmyndaheiminum. Spurt er um kvikmynd. Hún er annað leikstjórnarverk leikstjórans.

2. Vísbending: Myndin er í raun stuttmynd en varð seinna fyrsti þáttur í þriggja þátta kvikmynd með sama heiti.

Dauði og djöfull - Föstudagsgetraun

Ég var einn af ánægðustu viðskiptavinum í íslenska bankakerfinu, skv. fjölmörgum auglýsingum. Ég þurfti að minnsta kosti ekki að kvarta. En núna er bankinn minn ekki til lengur og ég er viðskiptavinur Kaupþings.

Fyrsta reynsla af nýja bankanum er ekki góð. Hjá SPRON þurfti ég aldrei að bíða nema örfáar sekúndur til að fá samband við þjónustufulltrúa. Eftir um fimm mínútna bið í símanum áðan gafst ég upp.

En hvað um það. Vettvangur.com ætlar að fara vel af stað. Auðvitað bregst Sigurður ekki með málræpuna og dælir þarna inn skrifum. Gott hjá honum.

Hver veit nema að ég hendi inn grein að loknum vinnudegi.

Nú eru barirnir farnir að opna útiserveringuna hjá sér. Við nýttum okkur það á Linné-terrössunni í gærkvöldi.

Hel fínt.

Síðasta föstudagsgetraun var hálf mislukkuð. Nú, þar sem ég veit hversu skarpir lesendur þessa bloggs eru, hendi ég framm einni svínþungri.

1. Vísbending: Að venju tengist getraunin kvikmyndaheiminum. Spurt er um kvikmynd. Hún er annað leikstjórnarverk leikstjórans.

31. mar. 2009

vettvangur.com

Ég notaði helgina í að búa til vef. Vettvangur.com heitir hann og er Sigurður Ólafsson upphafsmaður hans. Þar ætlum við Siggi, og vonandi fleiri, að skrifa um okkar hugðarefni þegar lausar stundir gefast. Siggi verður án efa þúsund sinnum framtakssamari en ég enda getur hann röflað og tuðað endalaust um hvað sem er, fyrir nú utan það að hann er atvinnulaus og hefur því ekkert betra að gera.

Annars var það ekki það eina sem gerðist um helgina, á föstudeginum sátu hér Jóhanna og Lotta og gerðu lokaátak í ferðahandbókinni um Gautaborg sem þær hafa verið að skrifa undanfarið. Bókin sú er byggð á efninu á Monthly.se (annar vefur sem ég smíðaði). Um kvöldið kíktum við út á lífið og enduðum í kólumbísku partíi einhversstaðar í ólöglegum næturklúbbi. Þetta hljómar reyndar skuggalegra en það er í raun.

Á laugardeginum fórum við í tveggja og fimm ára afmælisveislu. Það voru systkini Jóhönnu sem eltust um ár. Jóhanna yfirgaf mig um kvöldið í vinnuferð með Lottu svo ég þurfti að sjá um mig sjálfan. Sötraði bjór sem ég stal frá pabba Jóhönnu og viskí sem ég átti fyrir á meðan ég duddaði í vefmálum. Sunnudagurinn fór svo í hörkugöngutúr gegnum Slottsskogen og oníbæ og til baka. Á ferðalaginu nældi ég mér í Konungsbók eftir Adda Indriða. Lá svo fyrir og kláraði hana næstum því.

Eitthvað fór helgin samt skakkt oní mig því ég vaknaði í morgun hundveikur og er það enn. Lá fyrir meir og minna eftir hádegi og fram á kvöld.

Æ svei. Vonum að þetta hrökkvi af mér í nótt.

27. mar. 2009

Clint Eastwood

Jú, þetta var of augljóst.

Sverrir gat

Þess má geta að þegar ég fæ útborgað ætla ég að rölta í Specsavers og kaupa mér gleraugu sem heita Clint. Það þykir mér töff.

Aukaspurning: Hver er uppáhaldsmyndin mín í leikstjórn Eastwood?

Föstudagsgetraun

Það er föstudagur og þarf ekki að spyrja hverjir fá að verma stereógræjurnar í dag.

Reyndar datt annar hátalarinn út um daginn svo ég spila þá í mónó.

Í fréttum er þetta helst að ég er búinn að tapa auðkennislyklinum fyrir heimabankann.

oh well

Föstudagsgetraunin:

Spurt er um kvikmyndaleikstjóra. Hann er karlmaður og fæddist á fyrrihluta síðustu aldar.

26. mar. 2009

Vísindaleg vinnubrögð

Í menntaskóla lærði ég einhver vinnubrögð um það hvernig ætti að orða spurningar í könnun. Eitt atriði var að hafa þær ekki leiðandi.

Núna er ég að hlusta á viðtal við ritstjóra heimasíðu félags leiðsögumanna. Það er í kjölfar mjög neikvæðrar einkunnar sem Geysissvæðið fékk í könnun á þeirri síðu. Það er vissulega fréttnæmt í sjálfu sér. En þegar í ljós kemur að spurning könnunarinnar var:

„Er Geysissvæðið subbuleg slysagildra sem er íslenskri ferðaþjónustu til skammar?“

Þá er kannski ekki undarlegt að niðurstaðan hafi verið neikvæð fyrir Geysissvæðið.

24. mar. 2009

Bleika gullið og kjötrósirnar

Ég sá þennan þátt á SVT um daginn, um eldislaxinn norska og fiskimjölið íslenska. Aulahrollur held ég að nái ekki að lýsa tilfinningunni.

Í kjölfarið sendi ég póst á helstu fjölmiðla landsins og tippsaði um þáttinn.

Var það kannski þessvegna sem þetta var í fréttaaukanum um daginn?

19. mar. 2009

Vorvísa

Þessi er akkúrat fimm ára gömul. Hún á akkúart jafnvel við núna hér í Gautaborg og í Amsterdam 15. mars 2004.

Það er sólskin úti og sumarhjörtun tifa,
syngjandi fuglar á trjánum allt í kring.
Á degi sem þessum er dásamlegt að lifa
svo dansandi glaður af ánægju ég syng.


Seisei já!


Köben um helgina. Það er klárt mál.

18. mar. 2009

17. mar. 2009

Má ég sparka

Það má nú bara vera að maður sé að fara að kíkja á jútú í sumar.

svei mér

15. mar. 2009

Annálar

Gildi bloggins verða mér ljós um þetta leyti á hverju ári. Ég er nefnilega stundum veðurbloggari, einkum þegar veðrið er gott. Ég hef náð, kannski fyrir tilviljun, að dokúmentera á hverju ári, vorkomuna.

Í dag röltum við Jóka niður í bæ. Við höfðum litið út um gluggan þegar við röltum á fætur um morguninn og sagt hvort við annað: Vorið er víst bara komið.

Á leiðinni í bæinn vorum við að velta því fyrir okkur hvort það væri ekki nokkuð fyrr á ferðinni en vanalega. Reyndum að rifja upp hvenær vorið bankaði á í fyrra. Þá hugsaði ég með sjálfum mér að ég gæti eflaust flett því upp á blogginu mínu.

Viti menn: Þann 4. mars í fyrra rita ég langa skýrslu um þessi mál, í tilefni af því að mér finnst vorið vera að koma. "Styttist í það?" Nefnist færslan

12. mars 2007 reit ég færslu með heitinu "Nálgast vorið?". 24. mars tala ég svo um fyrsta opinbera vordaginn.

2006 var ég á Íslandi og skrifaði ekkert um vorkomu, enda ekkert vor á Íslandi, bara vetur og sumar.

2005 var ég í Amsterdam. Ég tilkynni um vorkomu þann 15. mars, sem er nú svipað og hér í Gautaborg síðustu tvö ár, þrátt fyrir að liggja töluvert sunnar. Ég held hins vegar að skilgreining á vori hafi verið nokkuð strangari hjá mér þá, því fyrsta vordaginn tilkynnig ég um 19 gráður (á móti 9 gráðum í Gautaborg).

Árið 2004 skrifa ég vorfærslu 1. mars og 17 mars held ég því hreinlega fram að sumarið sé komið.

Lengar aftur nær ekki þetta blogg. Enda hafði ég fram að því verið á Íslandi á "vorin".

En sum sé. Vorið hefur síðustu árin komi um miðjan mars. Eins og í ár

8. mar. 2009

Búinn með skattinn

Það var ekki lengi gert að fylla út skattaskýrsluna. Ég verð að segja að myndin er ekki allt of dökk.

Tekjur á árinu 3.500.000
Eign í lok árs 1.100.000
Skuld í lok árs 1.500.000

Ég á lítið, skulda lítið og þéna lítið. Það er einfalt og gott.

3. mar. 2009

Heimasími

Eftir tvö ár hér í Gautaborg erum við loks búin að fá okkur heimasíma. Það var gert í því skyni að lækka internetkostnaðinn (heimasími+internet+farsími hjá sama fyrirtækinu lækkar mánaðarnetgjaldið um helming). Þannig að við erum komin með heimanúmer:

031 194 237

Gjörsamlega galið númer. Svo þurfum við að grafa upp símtækið uppi á háalofti til að hægt sé að hringja í okkur. En endilega prófa.

Bless bless

4. feb. 2009

Svo merkilegt lið

Það er alveg merkilegt að menn (aðallega sjálfstæðismenn) skuli ennþá nenna að hlaupa stjórn Seðlabankans til varnar.

Pólitískar hreinsanir, einelti, hatur, heift segja þeir. Á málflutningi sjálfstæðismanna nú virðist nokkuð ljóst að það stóð aldrei til að stokka upp í Seðlabankanum. Sameina hann fjármálaeftirlitinu segja þeir, líklega með því að fella fjármálaeftirlitið inn sem deild í bankanum. En að láta stjórnina víkja og hætta þessu rugli með þrjá pólitískt skipaða bankastjóra kom greinilega ekki til greina. Alveg eins og það kom aldrei til greina að neinn innan sjálfstæðisflokksins myndi segja af sér eða yfir höfuð taka á sig einhverja ábyrgð.

Krafa mótmælenda síðustu vikur og mánuði var uppstokkun í kerfinu. Allstaðar, í ríkisstjórn, fjármálaeftirliti, seðlabanka, í bönkunum og á Alþingi. Það eina sem er óbreytt er Seðlabankinn (sem nú virðist ætla að breytast). Allir sýndu þessum kröfum skilning, nema sjálfstæðismenn. Það þykir mér bara svo merkilegt.

3. feb. 2009

Landbúnaður

Ég sá merkilegt viðtal í fréttum í gær við bændur sem framleiddu metangas úr mykju kúnna sinna. Húrra fyrir þeim.

Ein helstu rök sem eru notuð á móti einhverskonar þreifingum í átt til Evrópusambandsins eru að það myndi rústa landbúnaði hér á landi. Kannski satt. Miðað við óbreytt ástand!

Það er ekki hægt að segja að íslensku landbúnaðu standi einhverskonar traustum fótum eða hafi gert síðustu 30 árin, hafi hann gert það yfir höfuð. En ég er ekki viss um að verndartollar, niðurgreiðslur og styrkir til mjólkurframleiðslu og lambakjötsframleiðslu sé endilega það sem við eigum að fókusa sérstaklega á.

Í landbúnaði felast ótrúlega mörg tækifæri, eins og viðtalið við metanbændurna sýndi.

snöggvast detta mér í hug nokkur áhersluatriði

Aukin áhersla á ónýttar aukaafurðir í landbúnaði, s.s. eldneytisframleiðslu
Aukin áhersla á lífræna ræktun og setja íslenskar afurðir í sérflokk í þeim efnum
Aukin áhersla á heimaframleiðsu og sölu til túrista, reyna að byggja upp héraðsbundin vörumerki
Aukin áhersla á skógrækt


jájá - og hvað fleira....

29. jan. 2009

Merkilegur dómur

Í dag féll dómur í Hæstarétti þar sem Gaukur Úlfarsson er sýknaður af meiðyrðakæru Ómars R. Valdimarssonar. Gaukur mátti sum sé kalla Ómar rasista.

Grein áfrýjanda, sem málið varðar, var birt í miðli, sem var opinn án endurgjalds sérhverjum þeim, sem kaus að kynna sér hana. Fallast verður á með áfrýjanda að þessi skrif megi skoða sem lið í almennri umræðu um stjórnmál í aðdraganda alþingiskosninganna 2007. Stefndi tók þátt í þeirri umræðu á sama vettvangi, meðal annars með þeim greinum, sem birtust á vefsvæði hans og áður var lýst. Hann hefur ekki andmælt fyrrgreindum staðhæfingum áfrýjanda um þá andstæðu tauma, sem þeir drógu hvor fyrir sitt leyti í þessari umræðu


Með þessu sýnist mér fordæmi gefið fyrir því að uppnefna aðra bloggara, svo fremi að það séu hluti af umræðunni hverju sinni.

Þannig mætti ég kalla Björn Bjarnason fasistasvín, Ögmund Jónasson kommúnístadrullusokk og Sóleyju Tómasdóttur femínistakellíngu.

Eller hur?

28. jan. 2009

þetta lið

Rosalega eru Sjálfstæðismenn að misskilja punktinn. Það vildi enginn þessa ríkisstjórn. Þeir kenna Samfylkunni um að hafa viljandi slitið stjórnasamstarfinu. Að það hafi verið Samfylkingin sem guggnaði, stóð ekki í lappirnar, gafst upp. Eins og það hafi verið málið, að standa af sér mótmælin, reiðina, vantraustið, óvinsældirnar. Að hetjudáðin fælist í því að sitja sem fastast við völd, gegn allri skynsemi.

Undarlegt. Dæmi um þessa veruleikafyrringu sem liðið þar er haldið.