26. feb. 2005

Laugardagur - og íbúðin hefur verið lauguð. Hér ilmar allt af hreinlæti og ég er bara nokkuð ánægður með mig. Segir líka ekki einhversstaðar: Hress sál í hreinni íbúð?

Annars uppgötvaði ég að í íbúðinni voru gestir á meðan við Jóhanna vorum í Lóna. Segir ekki einhverssataðar: Þegar Hjörtur er að heiman fara mýsnar á stjá? Jú, í hornum tveimur og uppí hillu sá ég músaskít sem ekki og þegar ég fór á fætur í morgun var smálortur meir að segja á borðstofuborðinu sem merkir aðeins eitt: Þar hefur verið mús á ferð í nótt. Á meðan við Jóhanna sváfum á okkar grænu eyrum. Svo nú er tímabært að fjárfesta í músagildrum. Þar til það hefur verið gert verð ég að skilja Titanic in Pan flutes diskinn eftir í gangi í græjunum á meðan ég er ekki heima. Það ætti að halda þeim í burtu, músunum.

24. feb. 2005

Minn er bara uppírúmi að horfa á sjónvarp og éta samlokur. TV dinner áður en ég held áfram lestri mínum um frægð. Law and Order í þetta sinn - fyrsta sería held ég með honum þarfan Chris Noth er það ekki annars, sem lék þarna í konurtalaumkynlíf þáttunum.

Mér finnst gaman að horfa á Law and Order en mér finnst crimilan intent og þarna SVU ekki gaman. Rétt áðan voru spíttmæðgurnar að ljúka sér af. Litla stelpan bara farin að Ríða!! Hvað er að gerast. Mér finnst spíttmæðgurnar ömó sjónvarpsefni.

Annars er ég mest að bíða eftir líkhúsfólkinu - reality/documentary

Það er gaman að læra TV studies.

Bless

Barcelona


Barcelona 023
Originally uploaded by hjortur.
Barcelóna beibí - hvað get ég sagt. Þetta var allt saman stórkostlegt og skemmtilegt en öngvu síður tímabært að fara þegar bærinn fylltist af ógeðslegum breskum fótboltabullum. Ég gjörsamlega hata þessa andskotans heimskingja. En það fékk ekki spillt fullkominni ferð sem innihélt hina fullkomnu blöndu af rómantík, fyllerí, mataráti, göngutúrum, metróferðum, hangsi og naked siesta. Húrra fyrir Barcelóna og húrra fyrir lífinu. Það er kúl. Sjá má myndir hér.

19. feb. 2005

Jæja . þá er maður bara búinn að læra . neinei . eins og . tja var það ekki Kristján Guðmundsson . sálfræðikennari í kvennaskólanum sem sagði . maður er aldrei búinn að læra (heima). en ég er amk hættur og farinn í fríið fyrst eru það draumalöndin og svo bara barcelóna . á spáni . er ekki barcelóna líka í brasilíu . reyndar ekki fyrr en átjánþrjátíu og fimm . ég stakk upp á því við Jóhönnu sætu sænsku að við myndum bara taka daginn snemma á flugvellinum og hella okkur full fyrir brottför eins og sannir íslendingar . hún fattaði að vísu ekki brandarann en tók vel í hugmyndina

18. feb. 2005

Jú - auðvitað hrökk maður í gang svona á endasprettinum. Einbeitinginn sagði til sín, eða öllu heldur lét á sér kræla og loks sit ég við stífan lestur. En það er of seint í rassinn gripið þegar kálið er komið út - ég sé nú ekki fram á að geta klárað þessa umsögn um bækurnar tvær og greinarnar þrjár fyrir mrogundaginn. Fokk itt.

Nei, ég er í huganum kominn til Barcelona bebí og þá er ekki aftur snúið. Jú, á morgun höldum við í hann ég og Jóhanna sæta sænska.

Æi - kjaftæði - ég hefi ekki neitt að segja - réttast væri bara að þegja

ég þakka Sigurði Ólafssyni fyrir skilmerkilega færslu um sitthvað fýsilegt í Barcelóna - hinum fyrrum Barcelónabúum þakka ég ekki fyrir - enda á maður svo sem ekki að gera neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn

Á morgun ætla ég að fljúgja burt úr þessum rigningarsora og baða mig í sollinum í Börsu - lifi rokk, glannalegt kynlíf og eiturlyf - lifi byltinginn og uppreisn holdsins á kostnað hugans - lifi ég og ástin

heyr - nú ætla ég að skrifa meir og hella mig fullan um leið - það er víst eina leiðin út úr þessum andskota - lifi fyllibyttur og dópistar - lifi Kurt og lifi rokkið - aftur

es. ykkur er öllum boðið í brúðkaupsveislu okkar Jóhönnu í Vegas í sumar - já, þér líka tintin

16. feb. 2005

I am sitting in the ultra nice computer lab in Bushuis ? it is decorated like a mountain cabin ? which is nice in a land of no mountains

I had been sitting in the library in a bad mood for hours when Swedish sweet Johanna came, kissed me on the cheek and said ?c?mon babe ? let go out and have breakfast? (she calls everything you eat before two o clock breakfast).

But why, Hjortur, why are you writing in English? Well, it?s because I have no Icelandic letters on this keyboard ? and anyway ? I write in English every day so why should today be any different.

Some days are not meant to be ? I guess this is one of them
Ég vaknaði einsamall í morgun og lá og hugsaði í hálftíma áður en ég staulaðist á fætur. Skellti kaffivélinni í gang og sturtaði mig. Svo lapti ég lafþunnt kaffið og las fréttir á netinu (sjáðu Siggi, með litlum!) á meðan Jack Johnson raulaði nokkur lag fyrir mig. Auðvitað er uppselt á tónleikana með honum í maí, auðvitað. Jæja, á maður nokkuð að vera að kvarta, Barcelonaferð eftir tvo og hálfan dag.

Hei þið fyrrum Barcelonabúar (og núverandi ef einhverjir lesa) gefið mér tipps um góða staði, og þá meina ég ekki endilega túristadót sem við kærustuparið höfum bæði tekið út nýlega. Nei ég meina, hvar er gott partý í Börsu?

Í les ég líklega ekki þessar þrjúhundruð síður sem eru á dagskránni, ég mun líklega stara út í loftið á bókasafninu og bölva mér í hljóði, og bókasafninu, sem ekki getur haft fleiri en eitt eintak af hverri bók. Útskýrið það fyrir mér bókasafnsfólk sem lesið þessa síðu, og ekki koma með neitt kjaftæði um plássleysi, á þessu bókasafni er önnurhver hilla tóm.

Er ég í vondu skapi


ehm



15. feb. 2005

ég er að horfa á "spottaðu hommann" í sjónvarpinu - í rannsóknarskyni að sjálfsögðu - andskotans gubb er þetta - en áhugavert.

annars á ég að vera að lesa - þarf að lesa tvær bækur og skila 4000 orða umsögn um þær fyrir föstudag. ég aulinn ég er rétt hálfnaður með aðra.

en áhugaverðar eru þær

uses of television - sem segir að án ísskápsins væri ekkert sjónvarp
celebrity and power - sem ég er ekki byrjaður á

14. feb. 2005

Amsterdam 146


Amsterdam 146
Originally uploaded by hjortur.
Við Jóhanna uppgötvuðum um daginn eitt af tvöþúsund sameiginlegum áhugamálum, ljósmyndun. Svo við skelltum canonmyndavélunum okkar í viðgerð og skelltum svo auglýsingu á netið og óskuðum eftir ódýrum stækkara og framköllunargræjum. Vonuðumst til að geta fengið sett á rétt um 60 evrur. Svo hringdi kona ein á laugardag og bauð okkur "smá svona ljósmyndagræjur" frítt. Við rukum strax til og sögðumst myndu sækja að samdægurs. Þegar við komu svo á staðinn beið okkar þessi fínasti Durst 601 stækkari og tveir hlunkakassar fullir af dóti. Kom í ljós að þau höfðu starfrækt stúdíó i denn en voru löngu hætt því, ætluðu að flytja og þurftu að losna við dótið. Svo við Jóhanna erum þvi komið með eitt stykki ljósmyndastúdíó hér á Czaar Paterstraat. Með öllu tilheyrandi.

Sem er fínt

11. feb. 2005

Amsterdam 115


Amsterdam 115
Originally uploaded by hjortur.
Haukur kom í gær og við fórum venjubundinn rúnt. Haukur vann billjardinn á heppni en þetta var svo sem jöfn og sanngjörn keppni. Hlakka til næstu heimsóknar. Annars er bara föstudagur og maður er soldið svona röstí. en það er líka bara allt í lagi.

10. feb. 2005

Ég datt inn á færslur mínar frá í nóvember svona fyrir slysni. Mikið var ég málglaður í nóvember. Og beinskeyttur. Nú nenni ég vart að rita aukatekinn staf. Hví er það? Hefur ritkúnstin snúið við mér bakinu? Hefi ég bara öngvu frá að segja? Um daginn ætlaði ég að skrifa grein á Selluna en varð að hætta. Í greininni er ég mestmegnis að drulla yfir Samfylkinguna. Máski skrifi greinina einhvurn daginn.
fokkitt

Amsterdam 095


Amsterdam 095
Originally uploaded by hjortur.
My Gas Heater has the function of heating my appartment. But it doesn't function when the appartment is really cold. So basically it has no function.
Í kvöld ætla að ég að fylla líkamann minn af eitri og dansa á næturhimninum. Falla svo í dásvefn og láta leiða mig í sannleikann um lífið og mig.

Talandi um mig. Flickr býður upp á að taga myndirnar. Hér eru myndir sem ég taga með ég.

Það er tíundi febrúar. Hvað gerðist aftur tíunda febrúar?

Jack Johnson er eitthvað að raula hér í horninu en ég er bara að dúlla mér eitthvað og reyna að koma mér að verki.

Ég var svona að taka úr kössum eftir flutningana og rakst þá á þrjár einnota myndavélar sem ég mundi ekkert hvaðan voru svo ég skellti mér si svona í framköllun í gær og í dag fékk ég afraksturinn og viti menn þar komu minningar á pappír í ljós. Myndir frá Barcelona þegar ég fór að heimsækja hann Þorra frænda minn og Tótu frænku. Myndir fár Jökulklifri okkar Gulla frænda Hvítasunnuhelgina 2003 og ferð í bústað Berglindar fyrstu júlíhelgi sama ár. Tjiiii hvað var nú gaman að skoða og rifja upp allt þetta.

Í dag er Borrel í skólanum og svo er von á venjubundnum rúnti okkar Hauks og svo bara djamm. Júmm - en nú þarf ég að lesa svo mér verði ekki kalt.

Já, 10. febrúar nú man ég. Það eru ellefu ár síðan. jahérna

8. feb. 2005

Amsterdam


Amsterdam
Originally uploaded by hjortur.
Sprengidagur. Í tilefni af því­ eldaði ég "saltkjöt" og baunir. Ö–llu heldur baunasúpu eða erwtensoep eins og hollendingar kalla það. Jamm - og þetta er ég að slafra í mig í þessum skrifuðum orðum. Internetið maður. Skál.

Amsterdam


Amsterdam 009
Originally uploaded by hjortur.
Ég heiti Hjörtur - ég er meyja

Ég vaknaði eldsnemma og flýtti mér á fund vegna tútoríalsins. Þetta verður hörku vinna. við fáum að ráða sjálf hvað við lesum en þrufum hins vegar að skila skýrslu, eða umfjöllun um hvað við ritum í hverri viku. Tvö stykki takk fyrir. Svo það verður ekkert hægt að prókastínera neitt. Neinei studystudystudy. Og ég er búinn að eyða deginum í hangs í staðinn fyrir studystudystudy. Svona er maður mikill kálfur stundum. Svo nú hætti ég þessu og fer að lesa eitthvað um Reality TV.

Annars er ég voða ánægður mer myndavélina mína. Eins og sjá má.

7. feb. 2005

Amsterdam


Amsterdam
Originally uploaded by hjortur.
Nú er maður bara kominn með digital myndavél en á meðan hún er í hleðslu þá testa ég flickr dótið með mynd af mér og Jóhönnu sætu sænsku.

Kveðja frá Amstedam

Flickr

This is a test post from flickr, a fancy photo sharing thing.
Sumir morgnar eru sumarmorgnar og aðrir morgnar eru vetrarmorgnar. Í dag var vetrarmorgunn og ég vaknaði snemma með syngjandi lagið Islands in the stream með Dolly Parton og Kenny Rogers. Það er merkilegt hvaða lög maður vaknar með í hausnum. Dagurínn í dag hefur verið dóníneraður af þessu lagi svo ég sá ekkert annað í stöðunni eða að skella mér á internetið og dánlóda því sem snöggvast. Svo þessa stundina eru Dolly og Kenny að syngja þetta saman.

Annars fór ég eldsnemma í morgun einmitt raulandi lagið Islands in the stream á skrifstofu De Key og endurheimti 400 evru tryggingu. Svo fór ég bara niðri bæ og keypti mér svona Canon myndavél á tilboði.

Svo fór ég í bókabúð og keypti tvær bækur um raunveruleikasjónvarp. Jú, þetta misserið ætla ég að fókúsera á R-TV. Fullkomin afsökun til að glápa á sjónvarpið í vísindaskyni.

Kaffivélin komin í hús. Leigði mér á laugardag svona Bakfiets, hjól með vagni að framan og sótti allt dótið mitt á Prinsengracht. Svo nú eru allar mínar veraldlegu eigur hér í A'dam komnar á Czaar Peterstraat.

Enn er síminn hljóður.

Nóg - er - komið

set vélina í hleðslu og svo fá lesendur þessarar síðu að fylgjast með lífi mínu í máli og myndum. Allt í anda R-TV

bless

4. feb. 2005

hallókrakkar.líkarykkurofbeldi

kallinn bara fluttur formlega frá Prinsengracht. Samt er ég þar nú. Sem gestur í þetta sinn. Sit með kjölturakkann minn í kjöltu minni sitjandi í kjöltu Jóhönnu sem senn ætlar að elda mér steik.

ég er í steik enda var heljarinnar kveðjupartý hér í húsinu í gær. fólk að fara. fólk sem maður hefur svona verið að kynnast undafarna mánuði og fer svo bara si svona. sussusvei.

ég ætla að koma mér upp svona myndasíðu brátt því hugmyndin er að frjárfesta í myndavél sem ég sá hér á súpertilboði. fínasta canon dígítal. er ég að spreða péngum eins og vitleysingur. Neinei. Bara smá fyrst ég á það.

bless

2. feb. 2005

Ég held að Sigrún frænka mín og Jói eigi þriggja ára brúðkaupsafmæli í dag.

En ég er ógiftur. Samt á ég kærustu sem situr á gólfinu hjá mér og reykir sígarettu. Ornar sér við gashitarann og horfir út í loftið. Hvað hún er að hugsa veit ég ekki.

Ég er hins vegar að hugsa um ferðina til Barcelona eftir rúmar tvær vikur. Nú er búið að tryggja Hostel bara þarna í miðju Gotneska hverfinu. Haldiði að það sé nú huggulegt.

Damien Rice er eitthvað að raula í græjunum og nú þarf maður að fara að hugsa sér til hreyfings. Háskólinn borgaði í gær svo nú á maður eitthvern slatta af seðlum. Kannski tímabært að greiða til baka lán og borga rentu.

1. feb. 2005

Hjörtur Hér - sem þarf ekki að koma á óvart

Hér sit ég og brenni, ekki hrísvönd heldur geisladiska. Maður á kannski ekki að vera að opinbera svona dáðir. En kannski er ég bara að brenna aukaeintak handa sjálfum mér. Til öryggis.

Annars var maður nú bara svona á vappi um völlin hér og þar, hendast út og suður og elta flugurnar. Þá vissi ég ekki fyrr, það bara vildi svona til að við Jóhanna pöntuðum okkur miða til Barcelona eftir tvær vikur.

Við bara gátum ekki beðið. Og þar sem ég endurheimti tryggingarféð fyrir húsaleigu frá því í haust þá hefur maður meir að segja efni á þessu.

Svona eru dagar mínir.

Annars er gaman að gefa skít í pólitík. Get ég samt kosið Sollu héðan frá Amsterdam. Veit það einhver?