Hjörtur Hér - sem þarf ekki að koma á óvart
Hér sit ég og brenni, ekki hrísvönd heldur geisladiska. Maður á kannski ekki að vera að opinbera svona dáðir. En kannski er ég bara að brenna aukaeintak handa sjálfum mér. Til öryggis.
Annars var maður nú bara svona á vappi um völlin hér og þar, hendast út og suður og elta flugurnar. Þá vissi ég ekki fyrr, það bara vildi svona til að við Jóhanna pöntuðum okkur miða til Barcelona eftir tvær vikur.
Við bara gátum ekki beðið. Og þar sem ég endurheimti tryggingarféð fyrir húsaleigu frá því í haust þá hefur maður meir að segja efni á þessu.
Svona eru dagar mínir.
Annars er gaman að gefa skít í pólitík. Get ég samt kosið Sollu héðan frá Amsterdam. Veit það einhver?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli