Maður er eitthvað svona að reyna að hafa sig í að elda hér mat. Á leið minni í eldhúsið sá ég tölvuna bíða, standby, eins og það kallast og mátti ég til með að prókastínera um stund. Tölvan er í þeim hluta íbúðarinnar sem ég kalla borðstofu, það gæti þó allt eins verið eldhús eða sefnherbergi, nú eða skrifstofa. Innan úr betristofunni berast hins vegir fagrir tónar frá Neil Young sem spilar á ótengdan gítar og blæs í munnhörpu. Það er bara huggulegt hér á Czaar Peterstraat 108. Fyrir utan gluggann minn sé ég sporvagn númer tíu á leið vestureftir. Með honum tók ég mér far í gær og bar hann mig á fund við kærustuna. Á morgun mun hann bera mig sömu leið þótt erindið verði annað.
Já, sunnudagar er fagrir, sjúkir en fagrir, er maður liggur fyrir og óskar þess sem aldrei fyrr að maður væri ekki svona mikil fyllibytta. En það er í lagi því ég drekk aðeins í hófi. Í gær var einmitt hóf, svo ég drakk.
Máksi ég standi upp nú og skelli vatni í pott og skeri lauk, hvítlauk, papriku og ólífur og steiki á pönnu, dembi svo grjónum hríss í pottinn er vatnið er við suðu.
Það bera allir hrísvönd á bálköstinn sinn.
Og svo brenna þeir
og brenna
og brenna
og brenna
og brenna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli