Ég er ekki mikill málverndunarsinni, þó vissulega þyki mér við hæfi að fólki vandi mál sitt, eða að minnsta kosti íhugi hvað það er að segja. Tæki eins og Mannanafnanefnd þykir mér til að mynda ögn forsjárhyggið apparat. En það er kannski eins gott. Nefndin tekur t.a.m. fyrir nöfn sem foreldrar vilja skíra börnin sín og sum leyfir hún, eins og Bambi, Atlas, Sigur, Adel og Orfeus. Ég skal ekki segja. Fyrst nefndin er farin að leyfa svona nöfn má þá ekki alveg eins leggja hana niður. Marlís, hver vill heita Marlís. Vígunnur, er það kvennafn? Víggunnur Lingný Bambadóttir. Sonný, eða það líka kvennafn? En Nóvember, ætti að vera karlnafn, Ágúst Nóvember Bryndísuson. Elektra Gyðja Atlasdóttir.
Nei hættu nú alveg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli