27. jan. 2005

Ætlar þessi lukka engan endi að taka? Ég ætlaði til öryggis í dag að athuga hvort örugglega væri ekki næg innstæða á reikningnum svo ég gæti greitt þenna 40 evru rafmagns- og gasreikning. Upphæðin öskraði hins vegar á mig: 641,70 evrur!! Míkrósoft greiddi mér loks. Sem merki ekkert annað en aukapening í vasann þar sem ég var fyrir lögnu búinn að gefa þetta upp á bátinn.

Keypti mér sárþráðan alklæðnað eða öllu heldur buxur tvennar og tvær peysur. Nú get ég gengið um götur Amsterdam móður minni til sóma. Svo keypti ég líka geisladiska. Það er svo ósköp gaman að uppgötva nýja tónlist. Í gær heyrði ég undurfagra tóna á kaffihúsinu Thijssen og ég spurði fallegu þjónustustúlkuna hvað hún væri að spila. Jack Johnson sagði hún.

Nú á ég nýja diskinn með Jack Johnsson, ástfanginn í nýjum fötum og slatta af seðlum á reikningnum og í vasanum á nýju buxunum. Gerist þetta mikið betra? Tja ég er að drekka bjór!

Skál

Engin ummæli: