Einnig má vera að allir þessir hestadraumar séu sprottnir upp frá öllum þessum skrifum mínum um kúrekmyndir. En nú er þessu að fara að verða lokið. Set endapunkt nú um hádegið og hendi þessu í Elsaesser. Þá er ég kominn í frí á ný, jibbí.
Miles í græjunum. Nú er ég kominn með allt diskasafnið í hendurnar á ný, það er þann hluta þess sem ég hefi hér í Amsterdam, sem er ekki nema helmingur. Mér reiknast að ég hafi eytt um hálfri milljón í geisladiska um ævina. Æ, maður á ekki að vera að reikna svona út. Ha!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli