Jæja. Við skulum vona það. Ég hef svona smám saman verið að koma út úr skápnum með hrifningu mína á Brad Pitt og öllu sem honum tengist. Hjónaband hans of Jennifer hefur blásið í mig trú á mannkyn og þar með talinn mig sjálfan. Ef það fer út um þúfur þá veit ég ekki hvað maður á að halda. Annars tel ég nú ekki líklegt að þetta "hætta saman og hugsa málið" endi með að þau taki aftur saman. Þetta er eitthvað svona sem maður segir þegar maður vill ekki viðurkenna að þetta sé búið. Ég þekki það of vel af eigin raun. Það einhvernveginn minnkar óþægindin ef maður splittar þannig, eins þegar maður segist ætla að halda áfram vináttu, það gengur aldrei. En sjáum til.
Jájá - ég veit - þetta er súr færsla og ég virðist eitthvað klikk. En komm on: Ég er bara að segja það sem við erum öll að hugsa.
Annar hefur mér ekkert miðað í dag. Bara alls ekki neitt. Sem er slæmt. En það breytir því ekki að ég fer á barinn í kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli