14. jan. 2005
Dagurinn í dag hefur verið sérlega góður. Heilsaði mér með sólksinsbjörtu brosi og ljósum lokkum í stíl. Svo komst ég að því, eftir að hafa hitt bekkjarfélagana í hádeginu, að ég er líklega lengst kominn með þessa bévuðu ritgerð. Þar á sama stað komst ég að því að ritgerði ætti mínimal að vera 3500 orð en ekki 7000 eins og ég hélt í fyrstu. Ég er kominn upp í 3734 orð og gæti því hætt nú og skilað henni inn. Reyndar væri sú ritgerð líklega versta ritgerð í heimi og líkla myndi slíkt ritverk ekki verðskula heitið ritgerð samkvæmt skilgreiningum á rigerðum sem skulu jú hafa inngang meginmál og lokaorð auk þess sem forsíða og heimildarskrá þykja æskileg líka. Sem stendur er ekkert af þessum til orðið svo heita megi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli