31. maí 2010

Meirihluti?

(#twitter) Fyrir um tveimur árum var ég með þessar pælingar. Upp spunnust frekari vangaveltur í ummælum. Spurning hvort stemmingin hafi breyst núna.

Auðir seðlar

(#twitter) Væri ekki hægt að haga því þannig að auðir seðlar hefðu sama vægi og önnur atkvæði? Þannig væri auðir stólar í borgar- og bæjastjórnum í samræmi við hlutfall auðra seðla. Það þætti mér dáldið kúl.

26. maí 2010

Kosningar

(#twitter) Þetta fylgi Besta flokksins er magnað. Spurning hvort það haldi sér fram á kjördag. Gæti verið jafnvel að það fari vaxandi á næstu dögum. Hins vegar þykir mér ekkert ólíklegt að raunverulegt fylgi flokksins verði nokkuð minna í kosningunum. Að fólk sem segist ætla að kjósa Besta flokkinn í könnunum hætti við í kjörklefanum og annað hvort kjósi það sem það kaus síðast eða skili auðu. Að mörgum þyki nóg „refsing fyrir flokkakerfið“ að hóta að kjósa Besta flokkinn. (#twitter)

18. maí 2010

Dýrafjörður

Ég heyrði Sölva Tryggvason taka sér í munn máltækið „Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar“ um daginn. Hann fór rétt með upprunann þegar hann vísar í sögu Gísla Súrssonar. Hins vegar fór hann rangt með máltækið sjálft. Hann notaði það í sömu merkingunni og að öll spjót bærust nú að Lúxemborg. Að öll vötn falli til Dýrafjarðar vísar til þess að ekki verði aftur snúið.

Í þessu samhengi má líka nefna að enska máltækið „All roads lead to Rome“ merkir allt annað en hið svipaða íslenska. Þar er átt við að margar leiðir séu að sama markmiðinu.

(#twitter)

Besti flokkurinn

Leiðindaröflfærsla: Hef blendnar tilfinningar til þessa Besta flokks. Jújú, ágæt leið til að benda á skrípaleikinn sem pólítíkin er. En hversu langt á grínið að ná? Segjum að þau nái inn þessum sex frambjóðendum sem kannanir spá nú. Ætla þau þá að halda gríninu áfram og fá borgað fyrir það? Sinna öllum skyldum borgarfulltrúa í einhveru gríni? Varla, enda kom það fram í upphafi að þau ætli ekki að standa við nein af stefnumálunum. Ætli sé ekki frekar hætta á að grínið koðni niður og að þau átti sig á að starf borgarfulltrúa geti verið grautfúlt með fullt af ábyrgð og ákvörðunum sem þarf að taka sem snerta þúsundir manna en hvert á sinn hátt þannig að fólk er aldrei ánægt með neitt sem maður gerir. Ekki það að ég treysti ekki þessu fólki til ágætis verka, aðallega spurning á hvaða forsenum það er. (#twitter)

9. maí 2010

Undarlegt lið II

Enn skil ég ekki þessar deilur um fyrirhugaða breytingu á stjórnarráðinu og ráðuneytum. Í stjórnarsáttmálanum er skýrum orðum rætt um þessar breytingar. Þetta á varla að koma nokkrum á óvart og varla tilefni til deilna. Eller hur? (#twitter)