18. maí 2010

Dýrafjörður

Ég heyrði Sölva Tryggvason taka sér í munn máltækið „Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar“ um daginn. Hann fór rétt með upprunann þegar hann vísar í sögu Gísla Súrssonar. Hins vegar fór hann rangt með máltækið sjálft. Hann notaði það í sömu merkingunni og að öll spjót bærust nú að Lúxemborg. Að öll vötn falli til Dýrafjarðar vísar til þess að ekki verði aftur snúið.

Í þessu samhengi má líka nefna að enska máltækið „All roads lead to Rome“ merkir allt annað en hið svipaða íslenska. Þar er átt við að margar leiðir séu að sama markmiðinu.

(#twitter)

Engin ummæli: