18. maí 2010

Besti flokkurinn

Leiðindaröflfærsla: Hef blendnar tilfinningar til þessa Besta flokks. Jújú, ágæt leið til að benda á skrípaleikinn sem pólítíkin er. En hversu langt á grínið að ná? Segjum að þau nái inn þessum sex frambjóðendum sem kannanir spá nú. Ætla þau þá að halda gríninu áfram og fá borgað fyrir það? Sinna öllum skyldum borgarfulltrúa í einhveru gríni? Varla, enda kom það fram í upphafi að þau ætli ekki að standa við nein af stefnumálunum. Ætli sé ekki frekar hætta á að grínið koðni niður og að þau átti sig á að starf borgarfulltrúa geti verið grautfúlt með fullt af ábyrgð og ákvörðunum sem þarf að taka sem snerta þúsundir manna en hvert á sinn hátt þannig að fólk er aldrei ánægt með neitt sem maður gerir. Ekki það að ég treysti ekki þessu fólki til ágætis verka, aðallega spurning á hvaða forsenum það er. (#twitter)

2 ummæli:

Fjalsi sagði...

Nújá. Svo ég ég að Sigurður Ólafsson og Egill Helgason voru þegar búnir að röfla um sama efni í dag. Ojæja.

Króinn sagði...

Jájá, við Sigurður Helgason og Egill Ólafsson erum way ahead of you.

Annars held ég að ég hafi verið að rjúfa um það bil þriggja mánaða röfl-þögn með röfli mínu. Lengsta samfellda þögn skrifræpumannsins svo langt sem augað eygir.