29. nóv. 2007

Ég er þreyttur. Þreyttur á íslenskum karlpúngum. Reyndar er ég þreyttur á mestmegnis íslensku þjóðinni en þó sér í lagi íslenskum karlpúngum. Þá er ég gríðarlega þreyttur á íslenskum karlpúngum sem skrifa á moggabloggið.

Nú eru hagkauparar búnir að koma upp einhverju pabbahorni í búðinni hjá sér. Jájá, gott og vel að þjónusta þreytta karla sem vilja frekar horfa á enska boltann og leika sér í playstation en að fylgja konunni sinni í búðina og versla með henni í matinn. Aumingjans konur sem eiga þannig karla segi ég þá bara.

Svo er skrifuð um það frétt og Sóley Tómasdóttir spurð álits á þessu framtaki hagkaupara. Hún segir að sjálfsögðu að henni finnist þetta skrýtið uppátæki. Þá fara karlpúngarnir á moggablogginu að emja og væla og saka hana og alla aðra femínista um fanatík og að vera að væla yfir öllum sköpuðum hlutum og að nú eigi að fara banna mönnum að hvíla sig og horfa á enska boltann og segja að konum sé nú sjálfsagt velkomið að kíkja á enska boltann og leika sér í playstation í „pabbahorninu“.

Því karlpúngar skilja ekki púnktinn. Sjá ekkert einkennilegt við það að árið 2007 ýti stærsti stórvörumarkaður landins undir þá undalegu staðalmynd að karlar nenni ekki að versla í matinn. að þeir fylgi aðallega með í hagkaup til að keyra konuna þangað. Að karlar hafi engan áhuga á því að annast heimilið, nema kannski að smíða sólpallinn og grilla svo á honum.

og nei, það væri ekki skref í rétta átt að bjóða upp á mömmuhorn í Húsasmiðjunni.

fífl

18. nóv. 2007

Sunnudagur

Þetta er búinn að vera hinn notalegasti sunnudagur. hér á bæ var farið nokkuð seint á fætur. þó fyrir hádegi heldur betur. kaffið drukkið í rólegheitum. svo hef ég svona verið að dudda (í boði fpm) við síðuna monthly.se. fiffað þar ýmislegt við virknina og raðað og lagað til. svo kíkti ég á sjónvarpið á eitthvurt viðtal við heimspekinginn Thomas Cruise Mapother IV. Mjög merkilegur náungi.

svo er ég að horfa akkúrat núna á Silfrið hans Egils. rasísk sjónarmið í bland við almenna skynsemi. frekar fáttæklegt allt saman...

8. nóv. 2007

Jazzå

Skelltum okkur á barinn í gær. Jazzbarinn. Þar er leikinn lifandi jazz á sunnudögum, mánudögum og miðvikudögum. Það er bara hressandi.

Svo er ég að vinna í bókun á flugmiða heim fyrir jólin

Jamm

og já

6. nóv. 2007

Færsla

Jæja - það er kannski kominn tími fyrir færslu hér á blogginu. Siggi var eitthvað að tala um að ég væri virkur internetnotandi svo best að ég standi undir væntingum. Fyrir ykkur þessar 10 hræður sem lesið þetta blogg. Ekki veit ég hverjir það eru. Jú, það er a.m.k. Siggi, Finnur Pálmi vafalaust líka, foreldrar mínir, býst við að tintin lesi líka. Svo einhverjir random fjórir-fimm. Annars er ég hættur að lesa annað blogg en það sem Google Reader bendir mér á að lesa. Það er nú ósköp fátt því merkilega margir að þeim bloggurum sem ég les gefa ekki bloggið sitt út með réttum hætti með atom eða rss. Shame on you people. Hér má finna einhverjar leiðbeiningar ef þið viljið veita á réttan hátt.

Annars var heljarinnar matarveisla hér á laugardaginn. Átta rétta máltíð og tilheyrandi fjör. Hel gaman.