28. júl. 2005

Uh

Hálfömurlegt að halda áfram með þessar fyrirsagnir.
Hér er annars viðbjóðsleg molla og ég svitna eins og belja. Fór niður í bæ til að reyna að spila eitthvað. Var lítið úr verki en náði þó að kaupa mér svona ól til að hengja gítarinn um axlirnar á mér. Nú verður mér vinnan auðveldari.

En í stað þess að spila fórum við konan mín að kveðja hann Erkki, finnskan vin hennar, sem ég reyndar hitti á Íslandi sumarið 2000, eins merkilegt og það er nú. Þá voru hann og Tómas vinur hans á ferð í Reykjavík með Stínu. Tómas þessi er einmitt fyrrverandi kærasti Jóhönnu og í gegnum þau erum við Stína kviðsvilfólk.

En nóg um það. Og kannski meira en nóg. Sum sé, við kvöddum Errki ásamt bróður hans, sem var reyndar systir hans hér áður, kærustu bróðurins og fyrrverandi kærasta hennar enn einum finnanum sem ég veit ekki hvernig fittar inn í fjölskylduna.

Nú sit ég heima, nakinn, sveittur og bíð eftir konunni minni sem vinnur fyrir salti í grautinn minn.

Airwaves

Ég sé að José Gonzales verður á Airwaves í ár. José er mikið spilaður á mínu heimili, enda beisd í Gautaborg og í kunnigjahópi konunnar minnar. Ég kann gríðar vel við töfrandi hljóma hans og hlakka til að kíkja á hanna á Airwaves. Annars var ég einmitt á útgáfutónleikum hans og hljómsveitarinnar hans, Junip. Sem var ekki verra.

Mæli með José Gonzales og Junip!

Annars hefur veðrir loks skánað og ég get því haldið á ný út í bæ og spilað fyrir gangandi vegfarendur. Máski fæ ég einhvern aur fyrir það. Amk meir en frá skattinum.

27. júl. 2005

Gísli hafsteinn þarna

Það er hreinlega ótrúlegt að heyra í Gisla Marteini í kastljósinu í fyrradag.

"Fólk er búið að velja og það hefur valið einkabílinn"

Hvurslags framtíðarsýn hefur þessi maður?

Ég held að ungir sjálfstæðismenn séu íhaldsömustu sjálfstæðismennirnir, svei mér þá!

Sammála honum þó um að sýna rauntíma á stoppistöðvum og að gera stoppistöðvar að þekktum einungum.

Jón Hreggviðsson

Konungar hentugleikans kyrja um farg husana sinna. Ég les um the terrorist act í bretlandi sem átti að vera efniviður minn í sellugrein dagsins. þar sem ég náði ekki að lesa mér til í tæka tíð varð umfjöllunin um eina af afleiðingum terrorist actsins.

Konan mín er farin til vinnu og eftir sit ég heimavinnandi húsmóðir. Búinn að vaska upp og máski ég þrífi hér gólfin.

126 er þær. Krónurnar sem ég fæ frá skattinum. Það ætti að duga mér fyrir brauði og salami.

25. júl. 2005

Rwanda

Við Jóhanna horfðum á Hotel Rwands sem ég hlóð niður á tölvuna.

Ógn og skelfing.

Gera hefði mátt mun betur í gagnrýni á aðgerðarleysi alþjóðasamfélagsins.

Ójá

Hér rignir sem aldrei fyrr.

Mér sýnist á öllu að maður sé á heimleið.

Mánudagur og mæðan tekur völd

Máski er kominn tími til að semja útihátíðarlag Andansmanna.

Það er ákveðin aðferðafræði við gerð texta útihátíðarlaga:

Viss orð verða að ríma saman

Tjöld, kvöld, gleðin tekur völd
taska, flaska
bjór og kór
saman gaman
Þrastalund, vinafund
frelsi, pilsi
gleðin ríkir enn, Andansmenn.

Regla: Ofstuðla skal í amk einni hendingu

Þannig má gera eitthvað á borð við:

Í fyrradag ég fötin setti í tösku
og flatsænging hún fær að fjúka með
bjórkippu og brennivín í flösku
bjartsýni og almennt partýgeð

Nú er útihátíð haldin enn á ný
og Andansmenn þeir syngja allir saman
við látum okkur finnast fátt um þetta mý
Í Þrastaskógi' er ávallt gleði' og gaman

Finnbogi er fjarri góðu partý
en frelsið það fær samt að ríkja hér
í Lundinum er orðið voða margt í
hér er frelsi, þetta líkar mér


Nú er bara að semja lagið og þá er ekkert því til fyrirstöðu að halda útihátíð, þó Drykkjuráð verði ekki á svæðinu.

Húrra

24. júl. 2005

ójá, getraunin

Svona fyrst ég var að byrja á þessu:

Þriðja vísbending. Faðir fjölskylduföðurins er einnig tíður gestur á heimilinu. Eiginkonunni einnig til ama. Leikarinn sem leikur fjölskylduföðurinn lék m.a. í myndinni Reindeer Games.

Sunnudagur

Það er sunnudagur. Ég útbjó laxasallat handa okkur hjónaleysunum og nú sit ég og vinn og hlusta á Love pleylistann sem ég útbjó í tölvunni. Ein og er syngur Gloria Estefan um Everlasting love.

Já, ég fékk dálítið prófarkalesturverkefni og gat því boðið ástinni minni upp á lax í gærkveldi. Svo horfðum við saman á Meet Joe black. Þá gall í Jóhönnu að við værum orðin svo dómestikeited. Jú, satt er það - enda er það bara fínt.

En aftur að verki. Lofaði kúnnanum að ég myndi skila verkefninu í dag.

Jóhanna situr og málar með litunum og penslunum sem ég gaf henni í afmælisgjöf. Hún er svo mikil listakona, hún stúlkan mín, sæta.

Gloria Jones syngur um Tainted love.

22. júl. 2005

Góðar tilraunir

Jóhanna er að skipta um á rúminu og ég sit og drekk kaffi í húsbóndastólnum. Ja, snemma byrjar það.

talandi um fjölskyldulíf: enging af tilgátunum er rétt og kemur því hér önnur vísbendind:

Bróðir fjölskylduföðurins er tíður gestur á heimilinu, eiginkonunni til nokkurs ama. Börnin eru þrjú, ein stúlka og tveir drengir.

Af bloggi

Eitt af því sem heldur lífi í bloggi og kjarki í bloggurum er vitneskjan um að einhver lesi bloggið. Þannig eru teljarar oft besti, eða versti vinur bloggarans og kommentakerfi bráðnauðsynlegt til að lífleg umræða um síðustu skrif geti skapast og um leið bloggaranum til vitnis að fólk sé á ferli í gegnum síðurnar.

Ekkert hefur verið kommentað hjá mér um stund og engan hefi ég teljarann svo að ég er orðinn nokkuð stressaður. Ætla ég því að bregða á ráð sem margur bloggarinn hefur gert en það er að hafa hér getraun.

Þessi er með vísbendingum og sérlega til þess fallin að vekja upp smá líf hér á síðunni í amk næstu þremur færslum ef vel text til.

Fyrsta vísbending:
Spurt er um sjónvarpsþáttaröð. Tilheyra sjónvarpþættirnir svo kölluðu aðstöðugríni eða sitkom og fjalla um fjölskyldu þar sem fjölskyldufaðirinn er settur í miðið.

Í öðrum fréttum er það að Jóhanna er komin með vinnu. Hún mun á þriðjudaginn byrja að hringja í Svía og reyna að selja þeim eitthvað. Eða hvað nú það er sem fólk gerir í svona kall centre. Sjálfur reyni ég að lifa af skrifum, sem gengur ekki neitt.

21. júl. 2005

Enn ein fyrirsögnin

Sjónvarp er ágætis kompaní þegar maður nennir ekki að lesa

Nú er auglýsingahlé í sjónvarpinu og í gangi er auglýsing fyrir Axe svitasprey, ein af nokkrum sem mér finnst nokkuð athugavert við. Þessi er svo að einhver gaur spreyjar svitaspreyinu á fatahengisstaur á meðan stúlka situr á rúmi í bakgrunni og flettir í blaði. Svo er klippt og næst má sjá stúlkuna dansa á erótískan hátt við fatahengisstaurinn þar sem hún nuddar náranum upp við hana og í bakgrunni spreyjar náunginn spreyinu yfir sjálfan sig.

Önnur auglýsing er svo að náungi heyrir þrusk fyrir utan dyrnar heima hjá sér og í panic spreyjar hann slóð inn á baðherbergi með Axe svitaspreyi. Í því opnast dyrnar og kona kemur inn og rennur beint á svitaspreyslóðina og inn á bað, á meðan laumar gaurinn annari konu út um útidyrnar.

æi ég veit ekki

annars er ég svona að fylgjast með þætti í sjónvarpinu um sifjaspell. Áðan játaði karl að hann og systir hans hefðu átt í ástarsambandi við systur sína, nú er móðir að tala um ást sína á syni sínum. Ég er við það að gefast upp. Jóhanna var enda rétt í þessu að kalla mig í kveðjuveislu fyrir ísraelska Jónatan, sem langar í trekant með okkur Jóhönnu. Það langar okkur ekki og kveðjum hann með bros á vör.

Kolbein

Um þessar mundir eru allir félagar Kolbeins í veið í Hlíðarvatni og Djúpavatni. Ég sit sár og sálast í Amstderdam á meðan. Máski ég skundi niður að síki á eftir og reyni að veiða eitthvað.

Onei, stöngin er ekki hér. Hún er á Íslandi. Á leiðinni norður,

19. júl. 2005

Hegningarlög

Ég hef svona aðeins verið að skoða almenn hegningarlög varðandi kynferðisbrot. Margt sem ég skil ekki. t.d.

Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
Hver sem greiðir barni eða ungmenni yngra en 18 ára endurgjald gegn því að hafa við það samræði eða önnur kynferðismök skal sæta fangelsi allt að 2 árum.

Nú skil ég ekki alveg muninn á "blekkingum, gjöfum eða á annan hátt" og "greiðir barni". Afhverju fær maður bara 2 ára fyrir að "greiða" en 4 ár fyrir að "gefa"?

Sum sé, ef ég segi við 17 ára ungling, ég skal GEFA þér pening ef þú hefur kynferðismök við mig og hann síðan kærir mig á ég á hættu á 4 ára fangelsi. Hins vegar ef ég segi við hana, ég skal BORGA þér fyrir að hafa kynferðismök við mig og unglingurinn kærir á ég bara hættu á 2 ára fangelsi.

Svo þykir mér þetta nokkuð merkilegt:

Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum.

Svo þykir mer eftirfarandi klausa merkileg í ljósi hernaðar íslenska ríkisins:

Sömu refsingu [fangelsi allt að 10 áru] skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.

Svo vil ég að síðustu minna á 86. grein almennra hegningarlaga:

Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

Tvær millur

"Að sögn móðurinnar hefur dóttir sín tekið af sér trúlofunarhringinn, sem kostaði rúmar 2 milljónir króna."

Það er ekki bara blaðafólk Fréttablaðsins sem er málhalt. Þetta er af mbl.is.

Hvernig annars getur trúlofunarhringur kostað tvær milljónir? Trúlofunarhringar okkar Jóhönnu kostuðu átta evrur, til samans.

Skil ekki svona.
Hingað inn kom Jóhanna með tárin í augunum og sagaðan lás. Búið að stela hjólinu fína.

That's it - we are moving from this stinking country.

hlusta á

jóhönnu newsom og hugsa um tintin - ekki ýkja undarleg tenging

blankheitin ríkja enn svo ég greip gítarinn á ný og hélt niður í bæ. Nokkuð skárra tímakaup, eða fjórar evrur fyrir tvo tíma. Samt hálf rýrt. Hugsa að ég geri þetta ekki að framtíðarjobbi.

18. júl. 2005

hugmynd

halló

kannski er laus íbúð í miðbæ reykjavíkur eða nágrenni frá september?
kannski er laust starf handa unnustu minni í reykjavík frá september?

svona hugmynd sko

15. júl. 2005

Blankheiti alger...

...svo ég greip gítarinn í dag og renndi niður í bæ. Spilaði á ýmsum götuhornum í um tvo tíma og uppskar 3 evrur og enn meiri aðdáun unnustunnar.

Þetta var heldur rýrt tímakaup. Einkum lifnaði við viðskiptunum þegar ég spilaði jassútgáfu af Britney Spears og blúsútgáfu af Bob Marley.

Bíð eftir svörum frá bókabúðunum þremur. Þangað til það blessast skrapa ég aur með gítaspili og ljúfum söng.

Hvaða lög myndu lesendur þessarar síðu telja að gæfu mest af sér? Einhverjar hugmyndir.

Nú ætla ég að steikja laukinn og paprikuna, sjóða pastað og bera fram með eplasaftið sem við gátum keypt fyrir peningana sem frúin frá Hamborg og einhverjir aðrir túristar gáfu mér.

13. júl. 2005

Stend ekki við það


Amsterdam 1815
Originally uploaded by hjortur.
Lúlli og Laila voru hér í nokkra daga.

Jiii hvað við höbbðum það huggulegt. Ströndin - Utrecht - Flevopark - Brouwerij 't IJ - Alto - Groene Olifant - Pakhuis Wilhelmina - Mikonos - og svo miklu fleira

Nú er spurning hvað tekur við - reyna að finna vinnu - eða amk einhvern aur.

Hvernig sem maður nú fer að því

Ha

Lúlli og Laila fá þökk fyrir skemmtilegt frí

vííí

6. júl. 2005

Ég ætla að hætta að nota þessar fyrirsagnir

Konan mín ryksugar hér á meðan ég sit í græna stólnum og þykist vera að vinna. En er bara að skrifa blogg til mestu óþurftar og tjatta við Halldóru á msn. Svo er ég svona að skima atvinnuauglýsingarnar á mogganum og svona. Er ekki einhver sem vill ráða mig í vinnu bara. Geri engar sérstakar launakröfur, kannnski 300.000 kall á mánuði. eða bara hvað sem er, kannski samloku og kók i gleri.

Jæja

Bling

taking a brake in the world today take everything you've got
nú er miðvikudagur og lúllioglaila koma á morgun. samkvæmt því á ég að klára ritgerðina í dag. haha. annars er ég búinn að missa nánast allan áhuga á þessu námi.

er þá ekki bara tími til að snúa aftur heim?

hmmmm

5. júl. 2005

Sjallarei

Sturtuferð lokið og ég sit í stólnum græna með lappann í kjöltunni eins og vera ber. Kaffi komið í bollann, þetta líka fína sænska kaffi sem við Jóhanna sæta sænska keyptum í IKEA.

Ég vek athygli á SUDOKU grein Margrétar á Sellunni. Það er smá SUDOKU æði í gangi hjá hjónaleysunum á Czaar Peterstraat - enda bjargaði spilið hinni flughræddu Jóhönnu í þrígang hér á ferðalagi okkar um daginn, auk þess að stytta okkur stundir í fjögurra tíma rútuferðalagi frá Köben til Göten.

SUDOKU rokkar

Kaffið drekk ég með bestu lyst og nú er tími til kominn að tengja

4. júl. 2005

Þrumur og eldingar

úti núna... þá er notalegt að sitja inni og vríta ritgerð...
annars eru þrumur og eldingar merkilegt fyrirbæri... ég er svo sem engin sérfræðingur um eldingar, slíkir sérfræðingar kallast held ég veðurfræðingar í daglegur tali...
hins vegar held ég að íslendingar séu mun betur menntaðir um allan fjandann en margar aðrar þjóðir, þannig hefi ég t.a.m. verið eini maðurinn í veislum hér ytra sem getur skýrt út um eldgos, jarðskjálfta, þrumur og eldingar, osmósu, ryð, eðlismun á röddum karla og kvenna, bjórgerð o.þ.h. Máski eyðum við of miklum tíma í svona useless info í íslenska skólakerfinu, eða er það ég sem er bara svona fróður?

Hins vegar veit ég ekki afhverju umræður um fyrrtalin fyrirbæri koma endurtekið upp í veislum hér í bæ, og ég veit heldur ekki afhverju dúfur eignast ekki unga.

MugisonOriginally uploaded by Janus Granka.
þetta var svona menningarlegur dagur í gær. fórum á openairjazztónleika í vondelpark. (þar hefði finnur notið sín). svo var farið á brouwerij 't IJ og fengið sér columbus. (þar hefði finnur notið sín). svo var arkað aftur nirðí bæ og farið á mugisontónleika. (þar hefði finnur notið sín). þetta var svona í fyrsta sinn sem ég nýt kappans á tónleikum. og hvílík veisla. júmm, maðurinn er brill í tónlist. einnig var séð bandið tunng, sem er líka brill. allir að kaupa tunng. líka veisla.
Nú er mánudagur og ritgerð tekur völd. sjiiit.

3. júl. 2005

live

sjitt. maður varð nú bara hálf klökkur á meðan þessari live8 útsendingu stóð, svona þegar svipmyndir birtust frá tónleikum um allan heim. maður varð skyndilega svona eins og partu af einhverju cosmó eða svona. veit ekki alveg. amk var þetta voð fallegt allt saman.

annars var maður alveg laus við allt pródúktív í gær. einhvernveginn náði ritgerðin ekkkert að fanga mig. Í stað þess fórum við Jóhanna sæta sænska á Dappermarkt og kauptum í matinn, grænmeti þar sem hún er öngvin kjötæta. Ég keypti mér líka brækur, brúnar, sem er hentugt ef slys ber að garði.

Hér er ekki beinlínis sólk en samt allt í lagi. Svo maður snú sé að sigurðamálum.

gulli. þetta er einmitt ástæðan fyrir að ég hef ekkert skrifað að undanförnu. ég hef frá voða litlu að segja. og hvers vegna að vera að skrifa á svona blogg ef maður hefur frá öngvu að segja.

ég meina, ha?

1. júl. 2005

Gulli kvartar

hann hlýtur því þetta blogg. Sem samt er ekki um neitt.

ég vaknaði klukkan fjögur í morgun og lá andvaka þar til ég gafst upp og fór á fætur um hálf sjö. Ég heyrði nágrannana hafa kynmök tvisvar á milli fimm og sex,fyrsta tramminn fara hjá klukkan 6.20 og öskubílinn keyra hjá skömmu síðar, einmitt um það leyti sem ég fór á fætur. Ugla hverfisins fór á ról um klukkan sjö. Ekki mikil náttugla sú.

Við Jóhanna fórum í IKEA í dag, hápunkturinn voru kjötbollurnar sænsku. Ég er voða svag fyrir öllu svona sænsku. Nú eigum við Jóhanna sæta sænska fullt af IKEA dóti, hrökkbrauð, kavíar, Läkerol, og Abba sinnepssíld. Hvað er málið með þessa ABBA dýrkun Svía, meir að segja síldin þeirra heitir Abba.

Annars hefi ég ekkert á móti Svíum, onei!

Gulli, þetta er handa þér, eins og ást mín, virðing og aðdáun.