3. júl. 2005

live

sjitt. maður varð nú bara hálf klökkur á meðan þessari live8 útsendingu stóð, svona þegar svipmyndir birtust frá tónleikum um allan heim. maður varð skyndilega svona eins og partu af einhverju cosmó eða svona. veit ekki alveg. amk var þetta voð fallegt allt saman.

annars var maður alveg laus við allt pródúktív í gær. einhvernveginn náði ritgerðin ekkkert að fanga mig. Í stað þess fórum við Jóhanna sæta sænska á Dappermarkt og kauptum í matinn, grænmeti þar sem hún er öngvin kjötæta. Ég keypti mér líka brækur, brúnar, sem er hentugt ef slys ber að garði.

Hér er ekki beinlínis sólk en samt allt í lagi. Svo maður snú sé að sigurðamálum.

gulli. þetta er einmitt ástæðan fyrir að ég hef ekkert skrifað að undanförnu. ég hef frá voða litlu að segja. og hvers vegna að vera að skrifa á svona blogg ef maður hefur frá öngvu að segja.

ég meina, ha?

Engin ummæli: