Sjónvarp er ágætis kompaní þegar maður nennir ekki að lesa
Nú er auglýsingahlé í sjónvarpinu og í gangi er auglýsing fyrir Axe svitasprey, ein af nokkrum sem mér finnst nokkuð athugavert við. Þessi er svo að einhver gaur spreyjar svitaspreyinu á fatahengisstaur á meðan stúlka situr á rúmi í bakgrunni og flettir í blaði. Svo er klippt og næst má sjá stúlkuna dansa á erótískan hátt við fatahengisstaurinn þar sem hún nuddar náranum upp við hana og í bakgrunni spreyjar náunginn spreyinu yfir sjálfan sig.
Önnur auglýsing er svo að náungi heyrir þrusk fyrir utan dyrnar heima hjá sér og í panic spreyjar hann slóð inn á baðherbergi með Axe svitaspreyi. Í því opnast dyrnar og kona kemur inn og rennur beint á svitaspreyslóðina og inn á bað, á meðan laumar gaurinn annari konu út um útidyrnar.
æi ég veit ekki
annars er ég svona að fylgjast með þætti í sjónvarpinu um sifjaspell. Áðan játaði karl að hann og systir hans hefðu átt í ástarsambandi við systur sína, nú er móðir að tala um ást sína á syni sínum. Ég er við það að gefast upp. Jóhanna var enda rétt í þessu að kalla mig í kveðjuveislu fyrir ísraelska Jónatan, sem langar í trekant með okkur Jóhönnu. Það langar okkur ekki og kveðjum hann með bros á vör.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli