25. júl. 2005

Mánudagur og mæðan tekur völd

Máski er kominn tími til að semja útihátíðarlag Andansmanna.

Það er ákveðin aðferðafræði við gerð texta útihátíðarlaga:

Viss orð verða að ríma saman

Tjöld, kvöld, gleðin tekur völd
taska, flaska
bjór og kór
saman gaman
Þrastalund, vinafund
frelsi, pilsi
gleðin ríkir enn, Andansmenn.

Regla: Ofstuðla skal í amk einni hendingu

Þannig má gera eitthvað á borð við:

Í fyrradag ég fötin setti í tösku
og flatsænging hún fær að fjúka með
bjórkippu og brennivín í flösku
bjartsýni og almennt partýgeð

Nú er útihátíð haldin enn á ný
og Andansmenn þeir syngja allir saman
við látum okkur finnast fátt um þetta mý
Í Þrastaskógi' er ávallt gleði' og gaman

Finnbogi er fjarri góðu partý
en frelsið það fær samt að ríkja hér
í Lundinum er orðið voða margt í
hér er frelsi, þetta líkar mér


Nú er bara að semja lagið og þá er ekkert því til fyrirstöðu að halda útihátíð, þó Drykkjuráð verði ekki á svæðinu.

Húrra

Engin ummæli: