Hálfömurlegt að halda áfram með þessar fyrirsagnir.
Hér er annars viðbjóðsleg molla og ég svitna eins og belja. Fór niður í bæ til að reyna að spila eitthvað. Var lítið úr verki en náði þó að kaupa mér svona ól til að hengja gítarinn um axlirnar á mér. Nú verður mér vinnan auðveldari.
En í stað þess að spila fórum við konan mín að kveðja hann Erkki, finnskan vin hennar, sem ég reyndar hitti á Íslandi sumarið 2000, eins merkilegt og það er nú. Þá voru hann og Tómas vinur hans á ferð í Reykjavík með Stínu. Tómas þessi er einmitt fyrrverandi kærasti Jóhönnu og í gegnum þau erum við Stína kviðsvilfólk.
En nóg um það. Og kannski meira en nóg. Sum sé, við kvöddum Errki ásamt bróður hans, sem var reyndar systir hans hér áður, kærustu bróðurins og fyrrverandi kærasta hennar enn einum finnanum sem ég veit ekki hvernig fittar inn í fjölskylduna.
Nú sit ég heima, nakinn, sveittur og bíð eftir konunni minni sem vinnur fyrir salti í grautinn minn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli